Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með þef- skynið á hreinu MYNDLIST A I m e n n i n g s s a I e r n i n Bankaslræti 0 HLJÓÐVERK & NETLIST FINNA BIRNA STEINSSON Til 31. janúar. SÉRKENNILEG staðsetning Kooks 00 - en svo kallar Finna Birna Steinsson verk sitt á báðum almenn- ingssalemunum í Bankastræti - hlýt- ur að vekja spurningar meðal vegfar- enda um myndlist samtímans og eðli hennar. Satt best að segja er eins og manni haf! verið skotið inn í skáld- sögu Patrick Suskind um Ilminn, því Gustav Jaeger, söguhetja Finnu Bimu, virðist hafa verið svipaður aromatoman, eða þefkeri, og hinn andstyggilegi Grenouille. Munurinn er þó sá að Jaeger var enginn morð- ingi heldur vísindamaður sem eyddi ævi sinni og kröftum í að rannsaka lykt og spá í víðtækar afieiðingar þefs og óþefs. Jaeger, fæddur 1832 og dáinn 1917, var svabískur prófessor í hrein- lætisfræði við Tækniháskólann í Stuttgart. Kenning hans um yfir- burði ullarinnar tO að eyða líkamslykt varð tii þess að hann sagði upp pró- fessorsstöðu sinni til þess eins að geta helgað sig alfarið því brennandi áhugamáli sínu að rannsaka lykt og, að því er hann sjálfur hélt fram, ómæld áhrif óþefs á mannkynssög- una. Jaeger hélt því nefnilega fram að styrjaldir og kynþáttafordómar stöf- uðu af ósætti þefskyns ákveðins ein- staklings, hóps, þjóðar eða kynþáttar við lyktina af framandi fólki. Ofurtrú hans á lykthvakki ullarfatnaðar Söngdansar Jóns Múla HLJÓMSVEITIN Delerað heldur tónleika á Súfístanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar á Laugavegi, annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Þar leikur sveitin lög af nýút- komnum diski sem inniheldur Söngdansa Jóns Múla Áma- sonar. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson saxófónleik- ari, gítarleikararnir Eðvarð Lámsson og Hilmar Jensson, Þórður Högnason kontrabassa- leikari og slagverksleikaramir Birgir Baldursson, Matthías MD Hemstock og Pétur Grét- arsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimfil. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Mynd af meistara Gustav Jaeger á Karlaklósettinu, Bankastræti 0. beindist einkum að því að fá konur til að skipta út silkibrókum fyrir ullar- nærföt og minnka með því óæskilega líkamslykt sína. Jaeger komst að þessum stóra sannleik með því að fylgjast með hundum sínum. Honum fannst kyn að þeir skyldu alltaf kannast við lyktina af húsbónda sínum hversu fjölskrúð- ugt sem þefrænt áreiti umhverfisins var. Eftir að hann fór að stríða við aukið holdafar víkkaði áhugi hans á líkamslykt og hann fór að kanna vatnsbúskap líkamans og hollustu út- gufunar fyrir daglega líðan okkar. Hann fór að eyða dijúgum tíma í gufuböð og taldi slíka iðkun allra meina bót. Óllu þessu og miklu meira kemur Finna Bima til skila með léttu listfengi á almenningssalemunum beggja vegna Bankastrætis. Eins má nálgast allan textann á karla- og kvennaklósettinu - en hann er ekki einn og óskiptur heldur er hann snið- inn fyrir áhugasvið kynjanna hvors í sínu lagi - á veraldarvefnum: www.Kooks00.com. Þar geta vafrar- ar jafnframt notið þess að heimsækja almenningssalemi gagnstæðs kyns. Upptökulinsan panar klósettin um leið og textamir birtast undir sí- rennslissymfóníusalernisskálanna. Svo þétt er stúdía Finnu Bimu á ilmmeistara Jaeger að nánast jaðrar við fyndni. Hún er vissulega á kostn- að klínískra hreinlætisíræða sem væntanlega náðu hámarki í Þýska- landi aldamótanna. Nákvæmnin í yf- irliti listakonunnar er í takt við hug- myndir okkar um germanska rannsóknarsmásmygli og óforbetran- lega koprofóbíu - úrgangsfælni - sem margir hafa fyrir satt að liggi að baki öfgafullum hreinræktunarhugmynd- um úrvalssinna sem ekki skirrtust við að heimta útrýmingu gallaðra ein- staklinga og þeirra sem flokkaðir voru til óþverralegra kynþátta. En gleymum ekki að undir þessari snjöllu stúdíu - að mínu viti mark- sæknasta verki Finnu Bimu hingað til - er jafnframt sneitt að hvers kyns hreinræktunarhugmyndum í listum. Halldór Björn Runólfsson J ólas temmning í Míru 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur afpostulíni og glösum Opiö til kl. 22 til jóla Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is Fornfálegur siðaboðskapur BÆKUR Barna-/unglingabók ÆVINTÝRALANDIÐ NARNIA: KASPÍAN KONUNGSSON Eftir C.S. Lewis. Muninn bókaút- gáfa, íslendingasagnaútgáfan 2000. Kristín R. Thorlacius þýddi. 160 bls. SAGAN segir frá ævintýraland- inu Namíu, sem C.S. Lewis varð geysivinsæll fyrír og börn á fyrri hluta aldarinnar kættust óumræð- anlega hvert eitt sinn sem nýtt æv- intýri í þeim flokki leit dagsins Ijós. Hefst frásögnin á því að fjögur börn, Lúsía, Játvarður, Sæunn og Pétm', era stödd á járnbrautastöð á leið í heimavistarskólann sinn að leyfi loknu, þegar þau er skyndilega köll- uð til Narníu. Þau hafa enga hug- mynd um af hverju, en þykir allt hafa tekið stórkostlegum breyting- um frá því sem áður var, sem var fyrir einu ári að þeirra tímatali. Éitthvað mikið lítur út fyrh' að vera að, og kemur síðar á daginn að böm- in voru þangað kvödd til að laga það sem aflaga hefur farið. Þegar ég var lítil stúlka las ég sitthvað eftir C.S. Lewis og þótti óhemju leiðinlegt lesefni. Það hefur ekki breyst nema ef vera skyldi til hins verra. Hér áður fyrr hafði ég engin tök á að rökstyðja óánægju mína með verkið, heldur 61 óljósar tilfínningar í brjósti mér um að eitt- hvað gengi ekki upp. Ég er ekki frá því að ungir nútímalesendur séu betur í stakk búnir til að festa fingur á hvað skorti á í fantasíuheiminum Narníu. Fyrsta mætti nefna unga kvenlesendur. Þær taka líklega eftir því að tvær af aðalsöguhetjunum, þær Lúsía og Súsanna, fá heldur slæma útreið í meðförum sögn- manns. Lúsía er reyndar yngst barnanna, sem gæti skýrt uppburð- arleysi hennar, en einungis að hluta. Lúsía er útbúin sérstöku næmi og þegar hetjurnai’ fjórar ásamt dvergi nokkrum ráfa rammvillt um skóga Namíu í leit að liðinu sem ætlar sér að frelsa ævintýralandið undan valdi vonda konungsins, er hún sú eina sem kemur auga á Ijónið Aslan, ókrýndan konung Namíu. Aslan reynir að vísa þeim veginn, en eng- inn hlustar á píslina hana Lúsíu sem með aumkunarverðum tilburðum mælist til þess að á hana verði hlust- að. Það verður úr að liðið fer aðra leið og „Lúsía fór síðust, hágrát- andi.“ (Bls. 95.) Súsanna, sem er næstelst þeirra fjórmenninga, er síðust til að koma auga á Aslan og er gefið í skyn að hún hafi fremur takmarkað ímynd- unarafl, sé óhemju þreytandi nöld- urskjóða og skipti engum sköpum á sögusviðinu. Hún hefur það þó til bmnns að bera að vera góður sund- maður og fær bogaskytta, en það dugar henni skammt. Allar þær ófreskjur, furðudýr og dvergar sem þau hitta fyrir í Narníu að þessu sinni og hafa eitthvað til málanna að leggja, era karlkyns. Einu vísanirn- ar í málsmetandi kvenkyn era eft- irfarandi: Fóstm Kaspíans kon- ungssonar bregður örstutt fyrir, en henni mistekst að uppfræða Kaspí- an um hvað sé á seyði í Namíu og víkur fyrir karlkyns eftirmanni sín- um, sem tekst betur upp. Versti óvætturinn sem nokkurn tíma hefur náð völdum í Narníu er kvenkyns, hvíta nornin, og er hún sá viður- styggilegasti vemleiki sem söguper- sónur geta upphugsað. í ofanálag bregður lesanda mjög í brún þegar hann rekst á svona athugasemdir: „...Pétur laut fram, lagði handlegg- ina um háls dýrinu og kyssti loðinn hausinn. Það var ekkert kvenlegt við þessa athöfn, hann var konungur- inn.“ (Bls. 126.) Líklega þykir mörg- um óhæfa að gagnrýna sjálfan C.S. Lewis fyrir að hafa verið karlremba, eða „barn síns tíma“, líkt og það er oft nefnt í skilningsríkum tón. Hvað sem því líður er ljóst að bókina er verið að gefa út að nýju fyrir börn nútímans, og ekki nema sjálfsagt að aðstandendur þeirra viti hvað í henni leynist. Éinnig er að finna í sögunni furðu ósannfærandi þóf um það hvort megi borða dýr eða ekki. Þorri frumbyggja Namíu eru tal- andi dýr, sem að auki eru eitthvað stærri í sniðum en hin mállausu, en að öðra leyti eins. Það kemur upp úr kafinu að i lagi sé að leggja sér mál- lausu dýrin til munns, þar sem þau eru, „...öðravísi og ekkert frábmgð- in þeim vesalings fávísu skepnum sem fyrirfinnast í Kalormen og Telmar. Þau em líka smávaxnari en við.“ (Bls. 54-55). Þetta segir talandi greifingi og tekur undir með Kasp- ían konungssyni þegar hann segist einungis hafa veitt þau dýr að gamni sínu sem vora mállaus. I samræmi við slík vandi'æði á sögusviðinu gengur fantasían í heild sinni illa upp. Fyrst má nefna að þeir sem ekki hafa lesið fyrri sögur um Narn- íu munu líkast til eiga í mestu erf- iðleikum með að fóta sig. Þar fyrir utan er að þessu sinni svo komið sögu þegar börnin era kölluð til Narníu, að hundrað þúsund ár hafa liðið og hin nýja Narnía er orðin allt önnur en „Forn-Narnía“, eða gull- öldin þegar réttlátir konungar ríktu og allt var með i'riði og spekt. Nú er þar að finna „kynblendingsdverga" og ríkir þar óvinaþjóð sem er af öðm kyni en frumbyggjar Narníu. Þessi óvinaþjóð kemur frá ríkinu Telmar, en á reyndar rætur sínar að rekja til mannheima. Hér er ekki vettvangur til að gi'eiða úr þessari flækju, en nægir að geta þess að undir lokin sitjum við uppi með marga heima og er niðurstaða sögunnar sú að best fari á því að hver snúi aftur til síns heima og varist þess í framtíðinni að vera að ragla reitum við aðra. Það er skynsamlegast að viðhalda einhvers konar fmmkynstofni, að leggja rækt við fornar rætur og að forðast blöndun og samneyti við ólíka heima. Að endingu má nefna að fram- vindan er langdregin, persónui' þvælast erindisleysu fram og aftur um sögusviðið til þess eins að læra dyggðir sem nú eiga ekki lengur við. Það skiptir til dæmis sköpum á sögusviðinu að átta sig á stöðu sinni og reyna ekki að trana sér fram fyr- ir karlkyns stórkonunga af ætt Adams og Evu. Stúlkum er einnig ráðlagt að auðsýna þolinmæði, á endanum verður kannski hlustað á þær. Siðapredikunin er ákaflega fyrirferðarmikil, en fer því miður einnig erindisleysu þegar þess er gætt að tímarnir hafa breyst og sið- ferðisgildin með. Ragna Garðarsdóttir BÆKUR Gnðfræði ÁKALL ÚR DJÚPINU - Um kristna íhugun - Höfundur: Wilfrid Stinisson. Þýðing: Jón Rafn Jóhannsson. Ráðgjöf: Sigríður Hall- dórsdóttir. títgefandi: Skálholtsútgáfan. HVERSLAGS droU er þetta Surtur? Ertu uppgefinn eða hvað? Svo spurði hvítur spjátmngur, sem var að frelsa afrískt þjóðbrot frá menning sinni, kenna þeim „góða“, „rétta“ siðu, „burðardýr“ sitt, er það hafði setzt niður milli áning- arstaða. Uppgefmn, nei, nei, en eg er að bíða eftir sálinni, herra, svar- aði sá innfæddi. Á hraðans öldum hefir hinn tæknivæddi heimur skilið sitt eigið sjálf eftir, þanið sprettinn, - rekinn áfram af sporum græðginnar, svo blóð litkar jörð. Fleiri og fleiri spekinga þarf til þess að „plástra" skjögrandi líkama og sundurtættar sálir. Eitthvað í menning okkar hef- ir bmgðizt og bregzt. Sárþjáð fólk tekur að leita „smyrsla“ og margt finnur helzt baukinn í „austur- lenzkri" menning og fræðum. Þetta er „sanntrúuðum" kristnum erfiður biti að kyngja, svo mjög sem þeim hefir verið innrætt, að þeirra speki sé sú eina rétta. Á þetta bendi eg, því lútherskur taglhnýtingur hefði aldrei getað skráð slíka bók, sem Ákall úr djúpinu er, sjóndeildar- Slökun hringurinn alltof, alltof þröngur. Nei, það þurfti kaþólskan til, - kat- ólskan til að minna okkur á, að það eru svik okkar prestanna við söfn- uði okkar, að því er trúað, að „aust- urlenzk" dulúð sé eitthvað sem Kristur gleymdi í sínum fræðum um guð og mann. Wilfrid Stinissen er kamielítaf- aðir í klaustri í Norraby í Svíþjóð. (I Palestínu var reglan mynduð 1156. Reglubræðurnir töldu sig elzta munkafélag heimsins, í raun framhald af spámannaskóla Gamla- testamentisins. Á 13. öld barst regl- an til Vesturlanda og breyttist í förumunkareglu. Þeir bera hvítt herðaklæði, sem María mey á sjálf að hafa gefið reglunni, - klæðið var því ömgg sáluhjálp. Innskot mitt, SHG.) Höfundur semur rit sitt af mikilli þekking, mikilli fimi. Eðlilega leitar hann skoðunum sínum stuðnings hjá trúbræðrum og systmm, Tóm- asi frá Akvínó; Jóhannesi frá Krossi; Teresu frá Avíla og ekki skal vemdarengli Frakka gleymt Thérése af Jesúbarninu. Auk þess leitar höfundur til annarra djúp- hyggjumanna, spekinga á akri mannkyns, og spyr þá ekki um trú eða siðu. Rauði þráður bókar er þroskinn frá hinum krefjandi kærleika til hins fórnandi. Maðurinn er bæði líkami og sál, þarf að leita samspils beggja, - til þess að ná til innsta kjama mennskunnar - KRISTS. Höfundur skiptir bókinni í 8 kafla, þeim aftur í flokka efninu til skýringar. Þetta auðveldar lesanda að nýta bókina sjálfum sér til þroska, — uppbyggingar, leita til á ný, þá hann er farinn að læra, hvað kristin íhugun er. Af lestrinum verður lesandinn fróðari miklu, því vandað er til til- vitnana, og á stundum grípur þýð- andinn til nánari skýringa okkur löndum sínum til gagns. Orðskýr- ingar í bókarlok vitna hér um. Undir handleiðslu leiðbeininga Ingólfs S. Sveinssonar, læknis, á frábærri snældu: Slökun, hvíld og frelsi til að anda, hefi eg notað „Jesúbænina" í hugleiðslu minni, án þess að vita, að hún var leiðbeining til rússnesks pílagríms til bæna- samstillingar lócama og sálar, orð Símonar nýguðfræðings (940-1022) tekin úr Fílókalíunni. Já, lesanda verður ljóst, að margt, sem hann hugði nær í tíma, er vizka áa hans aftan úr öldum. Þýðing Jóns er frábær, lipur, ljúf, þokkafull. Þessi bók á erindi við íslenzka þjóð, - hún krefst umhugsunar, kallar á já, - kallar á nei, eins og allar góðar bækur gera, eg tala nú ekki um, þar sem „Guð og börnin leika sér og dansa saman“. Innileg þökk og virðing til þeirra er að unnu. Sig. Haukur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.