Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 39 Scrvalið og unnið Kálfakjöt, Nautakjöt, Lambakjöt, Svínakjöt og Villibráð Sælkera sósur, krydd og olíu Innfluttar sælkeramatvörur SKARTGRIPAVERSLUN FYRST OG FREMST FUNAI myndbandstæki Nicam stereo frá Þýskalandi 1 Barnalæsing ' 2 skarttengi ■ AV-tengi að framan > Fjarstýring og fleira. ON OFF LISTIR Hátíðarmatur ~ frá Gallerý Kjöt ^ Hvalreki á fjörur Stuðmannaaðdáenda Silfur- skartgripir Gullkúnst Gullsmiðja Helgu Sendum myndaiista Laugavegi 45 • Sími 561 6660 www.gullkunst.is Tilsögn og uppskriftir eru ad sjálfsögðu á staðnum og á heimasíðunni okkar. CRENSÁSVECUR48. SÍMI 553 1600/553 1601 • www.kjot.is • FAX 568 1699. BÆKUR Tónlistarbðk f BLÁUM SKUGGA- STUÐMENN Eftir Stuðmenn og Þórarin Óskar Þórarinsson. Útgefandi, umbrot og myndvinnsla: Mál og mynd 2000. Prentun: Steindórsprent-Guten- berg ehf. Bókband: Bókfell ehf. 256 blaðsíður. STUÐMENN eru án efa lífseig- asta unglingahljómsveit íslandssög- unnar, og ekki bara unglingahljóm- sveit, heldur einnig hljómsveit allra landsmanna, til sjávar og sveita. Aðdáendur sveitarinnar skipta þús- undum og í þeim hópi er ekkert kyn- slóðabil. Það hlýtur því að vera mikill hvalreki á fjörur Stuðmannaaðdá- enda að í'á í einum pakka texta við öll lög sem hljómsveitin hefur gefið út, með bókstafahljómum og að auki fjöl- margar myndir af liðsmönnum sveit- arinnar í leik og starfi. Þáttur Stuðmanna sjálfra í þessari bók er vitaskuld stór því þeir eru höf- undar textanna, sem eru burðarefni bókarinnar. Textar Stuðmanna hafa löngum talist til „fagurbókmennta“ í íslenskri dægurtónlist, svona þegar á heildina er litið, þótt auðvitað megi finna þar hnoð og leirburð inn á milli, sem hejTÍr þó til undantekninga. Hér verður ekki farið út í lærða úttekt á kveðskap Stuðmanna, enda hefur undirritaður hvorki þekkingu né burði til að gera honum viðhlítandi skil. Hann játar þó kinnroðalaust að hann hefur alltaf haft gaman af kveð- skap Stuðmanna og þeim sérstaka „stuðmanna-húmor“ sem gjaman endurspeglast í textunum. Þórarinn Oskar Þórarinsson, þekktur sem Aggi, hefur ráðist í það stórvirki að myndskreyta þessa bók og heíúr honum tekist það vel að mín- um dómi. Myndimar em svart-hvítar, hráar, stundum kaldar, óheflaðar og hryssingslegar, en hafa þann eigin- leika að þær fanga blákalt augnablik- ið eins og það er hverju sinni. í því felst listræna gildið í myndasmíð Agga. Arni Þórarinsson skrifar formála um Agga undir jdirskriftinni „Beint af skepnunni" og þar segir meðal ann- ars: „Hann er óskólagenginn í faginu, lærði allt af sjálfum sér. Fyrstu film- una framkallaði hann samkvæmt þumalputtareglum sem hann fann í gamalli ljósmyndabók frá því skömmu eí'tir stríð, þýddri úr dönsku. Hann hreifst af myndum Henris Cai'tier-Bresson og Robei-ts Capa, vildi tileinka sér einfaldleikann í myndstíl þeirra. Hann forðast brellur og brögð og tæknilegar kúnstir. Hann sker ekki myndir sínar. Þær em beint af skepnunni." Um samstarf Agga og Stuðmanna segir Arni Þórarinsson meðal annars: ,Aggi var nýfluttur heim úr seinni útlegðinni árið 1998 þegar Egill Ólafsson orðaði verkefnið við hann snemmsumars. Hugmyndin var að gefa út einfalda bók með öllum laga- textum Stuðmanna, vel á annað hundrað talsins, ásamt svart-hvítum Ijósmyndum frá tveimur eða þremur tónleikaferðum. Aggi komst þó fijótt að raun um að það dygði ekki. Til þess að skila verkinu eins vel og hann vildi yrði hann að kynnast hljómsveitinni Vestfírskir sagnameistarar BÆKUR Þjnðlcgur tróðleikur FRÁ BJARGTÖNGUM AÐ DJÚPI. III. BINDI MANN- LÍF OG SAGA FYRIR VESTAN Ritstjöri: Hallgrímur Sveinsson. Útg.: Vestfirska forlagið, Hrafns- eyri, 2000,208 bls. HÉR ræðir um ritflokk sem nú kemur út í þriðja sinn og flytur margvíslegt efni vestan af fjörðum, einkum úr fortíð en einnig úr nútíð- inni. Eins og svo mörg héraðsrit á þessu ári hefst ritið á frásögn frá kristnitökuafmælinu og myndum því tengdum. Þar er birt ræða Ágústu Guðmundsdóttur prófess- ors við hátíðahöld á Hrafnseyri og margar myndir eru frá hátíðinni. En síðan hefja hinir vestfirsku sagnamenn upp raust sína. Er farið eftir hreppum, byrjað á Rauðasandshreppi og endað á Þingeyrai-hreppi. Ari ívarsson frá Melanesi ríður á vaðið með einkar fróðlega og læsilega ritgerð um kirkjur á Rauðasandi. Gunnar S. Hvammdal, sem mikið efni hefur lagt til í fyrri rit í safni þessu, birt- ir myndaflokk um bændur, búalið og húsakost í Örlygshöfn árið 1963. Er það þriðji myndaflokkur hans. Fleira efni á hann raunar í þessu riti. Síðan taka „Hafliðarnir“ við og er þeirra framlag ólítið. Hafliði Magnússon er mikilvirkastur. Hann á hér hvorki meira né minna en fimm frásagnir og ritgerðir. Eru margar þeirra bráðskemmtilegar og allar fróðlegar. Hinn „Hafliðinn" er Hafliði Jónsson, fyrrum garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir hér frá fólki og atvik- um úr bernsku sinni þar vestra af mikilli ritleikni og einkar næmri at- hugunargáfu. Er þar að finna margar bráðsnjallar mannlýsingar. Þá er hér sagt nokkuð frá Söngv- aranum á Bíldudal, Jóni Kr. Ólafs- syni, og smágreinar eru eftir hann. Páll Kristjánsson birtir hér langan þátt, Úr æviminningum Kristjáns Kristjánssonar hreppstjóra í Stapa- dal. Halldór G. Jónsson ritar um sjógarpinn Símon á Dynjanda sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Rit- stjórinn, Hallgrímur Sveinsson, skrifar smágrein um náttúruperl- una Dynjandisfoss, enn fremur Þátt af Þórði G. Njálssyni og Daðínu Jónasdóttur. Loks er að nefna nokkra kafla úr Dagbókum Aðalsteins á Laugabóli (nóv.-des. 1978). í 2. bindi þessa ritsafns höfðu einnig birst dagbókarbrot frá þessum sama manni. Þessar dag- bókarfærslur þykja mér um margt einstakar og veita sjaldgæfa inn- sýn. Án þeirra hefði ég ekki viljað vera. Mikill fjöldi mynda er í þessu riti eins og hinum fyrri. Virðist rit- stjórinn leggja mikla áherslu á söfnun og birtingu gamalla mynda. Er það mjög lofsvert og gagnlegt því að oft segja myndir meiri og aðra sögu en ritmálið. Þetta ritsafn er að mínu viti einkar verðmætt framlag til vest- firskrar sögu og hlýtur að vera öll- um kærkomið sem þeim fræðum unna. Hinir vestfirsku sagnamenn eru vissulega vel ritfærir og kunna að segja frá. Hvað frágang eða umbúnað varð- ar finn. ég það helst að, að mér finnst letrið ekki nógu þægilegt og leturflötur of breiður. Myndlausu blaðsíðurnar verða æði þungar. Þá vantar vissulega skerpu í margar myndanna. Veit ég þó að ekki er þar alltaf gott til gerðar um gamlar myndir. náið. Hann yrði hreinlega að ganga í Stuðmenn. Óg það varð úr. Stuðmenn kynntu hann einatt sem áttunda liðs- manninn. Útgáfunni var frestað og frá árinu 1999 hefur Aggi verið á ferð og flugi með Stuðmönnum á vel á ann- an tug dansleikja og tónleika um land allt og filmað það sem fyrir augu hans bar. Eftir að þeim áfanga samstarfsins lauk sem birtist í þessari bók sagði Egill Ólafsson í sjónvarpsviðtali, að munurinn á Agga og öðrum ijós- myndurum sem hann hefði unnið með væri sá að menn vissu ekki af honum, tækju ekki eftir því að hann væri til staðar, hann notaði ekki flass og stillti fólki aldi’ei upp. Samstarfinu er ekki lokið þótt áfanga sé náð. Stuðmenn eru eilífir og Jakob Frímann Magn- ússon hefur útnefnt Agga sem ævi- ráðinn hirðljósmyndara þeirra.“ Kristján Eldjárn skiifar hugleið- ingu um „Stuðmenn við lok aldarinn- ar“ og segir meðai annars: ,ÁHa vega er ijóst að fræðimönnum framtíðar- innar ætti að verða mikill fengui- í þessu veglega riti. Auk frábærra ljós- mynda Þórarins Óskars er hér loks- ins búið að koma á prent öllum text- um Stuðmanna. Ekki nóg með það heldur eru þeir studdir gítarhljómum sem eykur óneitanlega á gildi þessa rits í menntunarlegu tilliti. Þessi bók verður eflaust notuð í Stuðmanna- deild Listaháskóla íslands í framtíð- inni.“ Undir þessi orð er hægt að taka að því viðbættu, að bókstafahljómamir við textana nýtast ekki aðeins gítar- leikurum heldur einnig hljómborðs- leikurum og nú geta þeir Stuðmanna- aðdáendur, sem kunna að glamra á gítar eða hljómborð, en hafa það ekld í sér að „pikka út“ hljómana sjálfir, sest niður, glaðst og spilað og sungið öll Stuðmannalögin af hjartans lyst. Rétt er að geta þess að með bókinni fylgir geisladiskur með sjö Stuð- mannalögum í eins konar „lyftutón- listar“-útsetningum og er það vel til fundið. Sveinn Guðjónsson Kofareyktur Hamborgarahryggur Sænsk Julskinka Svinalundir fylltar med villisveppum Svínabógur, reyktur og nýr Svínalæri, reykt og nýtt Svinaflæskesteg / fM M s> V /?!%***'J Hreindýramedalíur Villigæsir Aligæsir Aliendur Andabringur Rjúpur Graflamb Grafin gæs Reykt gæs Súiuungar Heimalagað rauðkál Sælkera gjafakörfur Tilboð • 6 hausa Nicam stereo IÚrbeinað sauðahangikjöt Kofareykt hangilæri Tvireykt sauðafillet Nýslátraö lambakjöt Lambageirar fylltir með koníakssoðnum sveskjum Magáll Heitar sósur Bláberjasósa Raudvinssósa Villisveppasósa • Long play • NTSC afspllun • 99 mlnnl • Tær kyrrmynd • Hægmynd Mónó útfærsla á FÍJNAl 14.900 kr. stgr. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.