Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Grafískar fléttur MYNDLIST M o k k a, Skólavörðustíg TEIKNINGAR RÓBERTSTEFÁNSSON Til 3. janúar. Opið daglega frá kl. 10-23.30. Sunnudaga frá kl. 14-23.30. RÓBERT Stefánsson eða Robbi er að sýna í fyrsta sinn, eftir út- skrift, en hann brautskráðist frá Iðnskólanum í Reykjavík fyrir rúmum tveim árum. Myndir hans bera með sér einkenni ákveðinnar skólunar og virka margar eins og stúdíur fyrir húðflúr. Einkum eru það smæstu myndirnar sem eru uppfullar af slíkum stílfærðum línudrögum sem maður gæti hæg- lega séð fyrir sér sem mynstur á upphandlegg einhvers flúrbúrans. Línurnar enduróma mjúk kven- mannsform auk þess að mjókka til beggja enda eins og línur gera gjarnan í myndasöguteikningum. Það eru einmitt þessi stöðluðu stflbrigði sem gera teikningar Ró- berts jafnframt lítið eitt dútl- kenndar og áráttuskotnar eins og þær séu búnar til í ákveðnu þjálf- unarskyni eða sjálfskipuðu akk- orði, eða einfaldlega til að róa taugarnar. Það er einmitt þessi Med. 8f diir. Dr, (3D5C1P - am. trMni ic t.1 aiim tianl. лtiirrMa«B «H riRtmj«ti»i(.«tt H H| ítt ll.ltwt mllllll. lea.tK et*:te»tt . ; Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Róberts Stefánssonar á Mokka. endurtekning út í eitt ásamt tölu- stöfum - trúlega vísa þeir til fjölda tilbrigða - sem gera Róbert Stef- ánsson áhugaverðan, og gætu bent til hæfileika sem bæri að fylgjast með. Það er þó ef til vill of snemmt að staðfesta slíkt, en af- staða listamannsins á mörkum al- þýðutjáningar og fríhendisteikn- ingar lofar nokkuð góðu. Halldór Björn Runólfsson Frábær flutningur TOJVLIST Geislaplötur PÉTUR JÓNASSON OGCAPUT Atli Heimir Sveinsson: Dansar dýrðarinnar (1985), fyrir gítar, flautu, klarínett, selló og píanó. Þorkell Sigurbjörnsson: Hvera- fuglar (1984) fyrir flautu, gítar og selló. Hafliði Hallgrímsson: Tristía (1984) fyrir gítar og selló. Flytj- endur: Pétur Jónasson (gítar) og CAPUT-hópurinn: Kolbeinn Bjarnason (flauta), Guðni Franzson (klarínett), Sigurður Halldórsson (selló), Daníel Þorsteinsson (pianó). Útgáfa: Smekkleysa SMK 019. Heildartími: 55’23. Verð: 2.199 kr. Mozart við kertaljós KAMMERHÓPURINN Camer- arctiea heldur nú sína árlegu kerta- Ijósatónleika rétt fyrir jól með tón- list eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica mun leika í Dómkirkj- unni í Reykjavík annað kvöld, fimmtudagskvöld, og í Hafnarfjarð- arkirkju á föstudagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Tónleikamir eru um klukkustund- arlangir en kirkjumar verða einung- is lýstar með kertaljósum. Verkin sem hópurinn hefur valið að þessu sinni eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi op. 79 (sam- tímaumritun á KV 378 (317d)) og Strengjakvintett í B-dúr, KV 174. I lokin verður leikinn jólasálmurinn „í dag er glatt í döprum hjörtum" sem einnig er eftir Mozart. Camerarctica skipa þau Armann Helgason klarinettuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Siguriaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari en gestur þeirra í ár er víóluleikar- inn Þórann Marinósdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nem- endur fá helmingsafslátt og ókeypis aðgangur er fyrir börn. Jólalög og sálmar TOJVLIST Hljómdiskai* NÓTTIN VARSÚ ÁGÆT EIN Samkór Rangæinga. Stjórnandi: Guðjón Halldór Óskarsson. Ein- söngvarar: Gísli Stefánsson (bari- tón) og Sigurlaug Jóna Hann- esdóttir (sópran). Hljóðfæraleikur: László Czenek (horn), Hédi Maróti (píanó), Hilmar Örn Agnarsson (orgel), Haukur Guðlaugsson (orgel og píanó) og Guðjón Halldór Ósk- arsson (orgel og píanó). Upp- tökustjóri: Sigurður Rúnar Jóns- son, Stúdíó Stemma. Upptökustaður: Fella- og Hóla- kirkja, 14. og 21. október og 3. nóv- ember 2000. C & P 2000. SAMKÓR Rangæinga var fyrst stofnaður árið 1974 og starfaði þá í sjö ár og var síðan endurvakinn ár- ið 1995. Hann hefur haldið fjölda tónleika víða um land og farið í tvær söngferðir til Skotlands, einn- ig fór kórinn til Ítalíu á síðasta vori og var m.a. með tónleika í Tóm- asarkirkjunni í Veróna og söng við messu í Markúsarkirkjunni í Fen- eyjum. Kórinn gaf út geisladisk, „Inni í faðmi fjalla þinna“, 1996. Þessi nýi diskur er með úrval jóla- laga sem kórinn hefur sungið á ár- legum jólatónleikum. Guðjón Hall- dór Oskarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi (þ.e. 1995). Hljómdiskurinn byrjar á mjög fal- legum horntónum (László Czenek), sem koma fyrir víðar og eru til mikillar prýði. Síðan koma jóla- sálmar, Sjá himins opnast hlið og hinn yndislegi sálmur séra Einars Sigurðssonar prófasts í Heydölum við jafn yndislegt lag Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein, og svo áfram: Oss barn er fætt í Betlehem, Það aldin út er sprung- ið, Fögur er foldin o.s.frv. En disk- urinn endar viðeigandi á Heims um ból. Með öðrum orðum fallegt og gott jólaprógramm frá upphafi til enda, og það sem er ekki síður mikils vert: Samkór Rangæinga er góður kór og hvert lag hér fallega flutt og með góðum smekk, undir öraggri handleiðslu hins ágæta stjórnanda. Einsöngvarar einnig góðir, svo og undirleikur. En bestur þó hornleikurinn. Upptaka og hljóðvinnsla ágæt. Oddur Björnsson Rækjuverksmiðja til sölu Til söiu er eign þroíabús Nasco Bolungarvík hf., fasteignin Hafnarstræti 80, Bolungarvík, ásamt viðbyggingum og öllum vélum og tækjum til rækjuvinnslu. Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 6 pillunarvél- um og 2 laservélum. Æskilegt er að kauptilboð nái einnig til allra lausamuna í húsinu sem tilheyra rækjuvinnslu. Einnig eru til sölu fasteignir þrotabúsins í Hafnargötu 41, Hafnargötu 17-19 og Grundarstíg 10 í Bolungarvík. Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir, hverja fyrir sig eða allar saman, eigi síðar en föstudaginn 5. janúar 2001, kl. 16.00. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Guðmundsson hdl., Hafnarstræti 1, ísafirði, sími. 456 3244, fax: 456 454, netfang: tryggvi@snerpa.is CAPUT-hópurinn lætur ekki deig- an síga. Þetta er þriðji diskurinn sem undirritaður hefur haft til umfjöllun- ar úr jóladiskaflóðinu með þessum harðduglega hljóðfærahópi. Vitandi það að hljóðfæraleikaramir era líka á kafi í daglegu brauðstriti og eru margir hverjir mjög virkir í tónleika- haldi er ekki annað hægt en að dást að þessari eljusemi. Þegar það bætist við hversu hár músíkalskur „standard“ er á því efni sem hópurinn lætur frá sér og að sjaldnast er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kem- Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Jónasson og CAPUT. ur að efnisvali er full ástæða til að taka ofan. Nýlega kom út geisladiskur þar sem gítarleikarinn Pétur Jónasson, einn fremsti listamaður okkar á þetta hljóðfæri, nýtur liðsinnis CAPUT- hópsins. Þeir flytja þrjú tónverk núlif- andi íslenskra tónskálda af millikyn- slóðinni og kemur gítarinn þar alls staðar við sögu. Öll verkin era frá miðjum níunda áratugnum og era samin íyrir Pétur Jónasson. Dansar dýrðarinnar (1985) eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir gítar, flautu, klarínettu, selló og píanó er ekki sérlega aðlaðandi stykki og ekki tekur það vel á móti hlustandanum með sínum yfirgengilega öskrandi ómstreitum og ískrandi blásarahljóð- um. Það sem við tekur er lengst fram- an af fremur viðburðasnautt, það er að vísu hlustendavænna en upphafið, en ætlar hins vegar aldrei að taka enda eins og t.d. þriðji kafli, Ósýnileg vötn af endalausu hafi (nr. 3), sem er endalaus röð af tilbreytingarlausum brotum sem ekkert virðast tengjast saman. Reyndar verður að segja að lokakaflamir, Sofandi haf og Boð- skapur skýr (nr. 10 og 11), séu nokkuð fallegar tónsmíðar en er maður þá ekki löngu búinn að missa áhugann? Skýring höfundar í textahefti um að verkið sé röð stílfærðra dansa í anda barokksvítunnar finnst mér vera nokkuð langsótt. Mér er a.m.k. ómögulegt að sjá fyrir mér nokkur slík tengsl, hvað þá að ímynda mér að hér sé dansað. En Pétur Jónasson, sem hér er í stærra einleikshlutverki en í hinum verkunum á diskinum, spilar línu sína af miklu öiyggi en þetta er verk sem ábyggilega gerir miklar kröfur til hans. Eins virðast hinir hljóðfæraleikararnir vinna verk sitt af áhuga en því miður virðist ekk- ert af þessu nægja. Ég á bara ómögu- legt með að fella mig við þessa tónlist. Verk Þorkels Sigurbjörassonar, Hveraíuglar (1984) fyrir flautu, gítar og selló, er tileinkað þeim Hafliða Hallgrímssyni og Pétri Jónassyni. Þetta er bráðskemmtilegt dansverk, þar sem flautan hefur leikinn og selló- ið tekur undir með flaututónum. Fljótlega tekur við rytmískur dans- kafli uns hugmyndir úr upphafstökt- unum birtast aftur (minna þeir ekki á upphaf Galántadansa Kodálys?). Fjórði hluti verksins er líka danskafli þai' sem mér finnst gæta íslenskra þjóðlegra áhrifa. Verkinu lýkur svo á svipuðum nótum og upphafshlutinn. Þetta er geysilega skemmtilegt og vel samið verk og frábærlega vel flutt af þeim félögum Pétri Jónassyni, Kol- beini Bjamasyni og Sigurði Halldórs- syni. Tristía (1984) eftir Hafliða Hall- grímsson er samið fyrir gítar og selló og var það framflutt af Pétri Jónas- syni og tónskáldinu sjálfu á Listahá- tíð 1984. Það er í sjö stuttum köflum og er tónninn sleginn strax í drama- tísku upphaftnu. Hljómaveröld Haf- liða er hér, eins og alltaf, afar sérstök. Að sögn Hafliða í meðfylgjandi bækl- ingi er samsetning þessara tveggja hljóðfæra ýmsum vandkvæðum bundin varðandi jafnvægi en ekki verður betur hejrt en að ákaflega vel hafi tekist til enda jafnræðið milli þeira algert. Þetta er sérstaklega glæsilegt og óvenjulegt vii-túósaverk, eitthvað sem myndi vera kallað „tour de force“ á útlensku. Og hér er einnig við hæfi að hrósa fyrir framúrskar- andi hljóðfæraleik þeiri'a Péturs Jón- assonar og Sigurðar Halldórssonar og á sá síðamefndi ekki síst lofið skil- ið. Hlustið t.d. á sellólínuna í Öldur hafsins og Aidrei mun stjama deyða (nr. 16 og 18). Þegar allt kemur til alls er þetta ákaflega áhugaverður diskur þótt ekki væri fyrir annað en frábæran hljóðfæraleik Péturs Jónassonar og þeirra CAPUT-manna. Og svo að sjálfsögðu Hverafugla Þorkels Sigur- bjömssonar og Tristía Hafliða Hall- grímssonar. En í jafnvel flottustu konfektkössum eru stundum einstaka molar sem manni þykja ekki góðir. Valdemar Pálsson Mjúki maðurinn verður til KVIKMYNDIR Háskólabíó HAUST í NEW YORK „AUTUMNINNEW YORK“★ Leikstjúrn: Joan Chen. Framleið- andi: Gary Lucchesi. Aðalhlutverk: Richard Gere, Winona Ryder, Elaine Stritch, Anthony LaPaglia, Sherry Stringfield, Mary Beth Hurt, og Jill Hennessy. Lakeshore Entertainment/MGM 2000. RICHARD Gere leikur eitthvert mesta afstyrmi sem við höfum séð í ástarmynd lengi í Hausti í New York og við eigum að finna til samúðar með honum. Það gerist aldrei. Hann er svona kvennamaður sem skiptir um konu einu sinni í mánuði af því að hann vill ekki bindast. Hann heldur framhjá þeiiri nýjustu, dauð- vona hjartasjúklingnum Winonu Ryder sem er aldarfjórðungi yngri en hann, við fyrsta tækifæri sem býðst og hann veit að hann á dóttur komna á fullorðinsár sem hann hefur engan áhuga á að umgangast og hefur aldrei litið við. Sjálfselskur er líklega orðið yfir hann. Þegar myndinni lýkur eigum við að fella tár af því að lífsreynslan sem hann gengur í gegnum í mynd- inni hefur mýkt hann og skilið hann eftir einan í heiminum. Það er eini brandarinn í annars gersamlega húmorslausri mynd. Það er sífellt verið að tala um hvað Gere er myndarlegur og glæsilegur rétt eins og leikarinn hafi haft putt- ana í handritinu. Hann gengur sann- arlega í augun á kvenfólki; í einu at- riði í upphafi myndarinnar sýnist mér hann vera með fjórar glæsimeyjar í biðstöðu. Hann er veitingahúsaeig- andi sem vill ekki bindast en ungi, dauðvona hjartasjúklinguiinn, sem Ryder leikur með sitt barnalega, hjá- rænulega bros, snertir streng í hjarta hans, þau byrja að búa saman og hann tekur allt líf sitt til endurskoðunai'. En þá er orðið of seint fyrir hann að vinna samúð áhorfandans. Líklega mest vegna þess hve handritið, sagan sjálf, er lélegt en svo er Gere tak- markaður leikari og þótt hann hafi sérhæft sig í hlutverkum glæsimenn- isins sem verður ástfangið virkar hann einstaklega falskur hér. Það hefur sjálfsagt eitthvað að gera með hvað persóna hans í myndinni er ómerkileg. Ryder leikur sjúklinginn eins og hún vilji kreista tár úr steini og aðrir leikarai- taka undir í grát- kómum, Anthony LaPaglia og Elaine Stritch fremst í flokki. Myndin virkai' eins og stolinn af- leggjari af Love Story. Þeir sem fannst hún ekki nógu væmin ættu að skella sér á Haust í New York. Þar er vellan á útsölu. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.