Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kristileg i ólagj öf? NYLEGA birtist hér í blaðinu grípandi frásögn ungrar konu sem átti leið til Indlands og tók með sér sendingu til barns á E1 Shaddai- barnaheimilinu við Madras. Það er fósturheimili þar sem munaðarlaus og yfirgefin böm fá umönnun og uppeldi. Þetta líknarstarf er fjármagnað af íslenskum samtökum, ABC-hjálpar- starfí. Heimili litlu ljósanna er sömu- leiðis rekið fyrir fjárframlög frá ABC. Þar fá fátæk böm að alast upp i öryggi og eiga þess kost að njóta ' menntunar sem tryggir þeim bjart- ari framtíð en annars biði þeirra. Fjölmargir íslendingar eiga þar fósturböm sem studd eru með reglu- bundnum framlögum til framfærslu. Fyrir ótrúlega lága upphæð er séð fyrir öllum þörfum viðkomandi barns. Fæði, klæði og menntun er innifalið í framlaginu og aðeins einn stuðningsaðili styrkir hvert bam. Þörfin fyrir slíka hjálp er gríðar- leg á Indlandi. Jafnvel á heimili litlu ljósanna bíða enn um 300 böm eftir því að einhver taki þau að sér gegn- ABC-hjálparstarf Hvert barn sem fær von og framtíðarsýn, segir Olafur Jóhannsson, er liður í því að breyta veröldinni, styrkja kærleikann og opna vilja Guðs víðar leið. um ABC-hjálparstarf. Við eram að undirbúa jól. Boð- skapur kristinnar trúar er rétt- nefndur fagnaðarerindi. Það þýðir góðar fréttir, gleðitíðindi. Kristin jól era sannkölluð gleðihátíð því að son- ur Guðs kom í heiminn til að vera frelsari mannanna. Látum kjarna jólanna aldrei týn- ast með þvi að leggja ofuráherslu á ytra umstang, skraut og hreingern- ingu, gjafir og mat. Aðalatriðið er Bindindi er hamingjuleið Á SAMA tíma og hundraðum milljóna króna er varið til bar- áttunnar gegn tiltekn- um fíkniefnum, er eit- urlyfið áfengi, sem mestum skaða og böli -veldur, látið óáreitt og markvisst af stjóm- völdum ÁTVR, sumum fjölmiðlum og fleiram unnið að kynningu þess og útbreiðslu. Árang- urinn kemur svo fram í stóraukinni áfengis- drykkju og um leið aukningu á þeim marg- víslega ófamaði, sem áfenginu fylgir. Er engu líkara en ráðamenn láti sér í léttu rúmi liggja þær fórnir, sem færðar era á altari Bakkusar. Virðist hann vera Guð margra þeirra, sem ber að tigna, enda óspart hampað í opinberam samkvæmum ogvíðar. Til marks um þann lúmska áróður, sem rekinn er fyrir neyslu áfengra drykkja má t.d. benda á eftirfarandi: Oft um helgar eru langar og mynd- skreyttar greinar í Morgunblaðinu um hinar ýmsu áfengistegundir og dásamað „sakleysi" hinna léttu vína, sem hafa þó orðið mörgum að falli, enda oft upphaf ógæfuferilsins á svelli Bakkusar. Þá var nýlega löng grein í sama blaði um starfsemi ÁTVR. Þar kom m.a. fram, að kynn- ingar yrðu fyrir jólin í verslunum fyrirtækisins á ýmsum vmtegundum og miklast yfir því, að ÁTVR væri það eina af ríkiseinkasölum áfengis á Norðurlöndum, sem tekið hefði upp netverslun með áfengi. Áfengið er rót fíkniefnavandans Þetta fyrirbæri, áfengiskaup gegnum Netið, þótti svo miklum tíð- indum sæta hjá ríkissjónvarpinu og fjármálaráðherranum, að hann lét birta mynd af sér með viðtali í aðal- fréttatíma sjónvarpsins, er hann tók á móti fyrstu áfengisflöskunni, sem hann mun hafa pantað í gegnum Netið. Það er táknrænt um frétta- mat sjónvarpsins og undirlægjuhátt- inn við Bakkus, að sama dag og þessi frétt birtist á skjánum, hafði farið ýfam látlaus og virðuleg athöfn í Reykjavík til að minnast nær 100 ára ómetanlegs líknar- og mannúðar- starfs hér á landi að viðstöddum for- seta íslands. Um þá athöfn var þag- að í ríkissjónvarpinu, meðan fjármálaráðherrann fékk að gleðjast yfír sendingu flöskunnar sinnar. Áfengið er eldsneyti fikniefna- vandans og helsti hvatinn að neyslu Árni Gunnlaugsson „ólöglegra fíkniefna". Að vegsama og út- breiða vínneyslu, en vilja um leið í orði út- rýma öðram eiturlyfj- um er líkast því að reyna að slökkva eld með olíu, sem engum hefur tekist. Það verð- ur því að ráðast gegn rótum vandans, ef ná skal takmarkinu um „ísland án eiturlyfja". Gott fordæmi er mikilvægast Ef að líkum lætur, á áfengið eftir að spilla helgi og friði komandi jóla á mörgum heimilum. Fólk ætti því að varast að lát ginnast af áróðri áfengispostulanna. Og vart gefa menn sjálfum sér og öðram betri og kristilegri jólagjöf og það án fjárút- láta en að velja sér bindindi til halds og trausts á lífsleiðinni. Það er happasælast og hið hollasta vega- nesti. Bindindi er eftirsóknarverð hamingjuleið. Ef takast á að draga úr áfengis- drykkju og því mikla böli, sem henni Áfengi Afengið, segir Arni Gunnlaugsson, er elds- neyti fíkniefnavandans. er samfara, er mikilvægast að sýna gott fordæmi í eigin lífi og hefja her- ferð gegn drykkjutískunni. Því ættu ráðamenn, foreldrar, þjónar kirkj- unnar og aðrir uppalendur að minn- ast eftirfarandi sannleiksorða, sem Karl Marthinussen, biskup Norð- manna, beindi í ávarpi til norskrar æsku: „Ég fullyrði, að meðal okkar mannanna er enginn lævísari óvinur, enginn hættulegri gleði- og gæfu- spillir en sá, sem fylgir hinni út- breiddu áfengistísku." Það stoðar lítt að hneykslast á framferði unglinga, meðan hinir full- orðnu gleyma gömlum og sígildum uppeldisaðferðum eins og kemur fram í eftirfarandi orðum gríska heimspekingsins Plato: ,Áminning- ar koma að litlu haldi, heldur hitt, að þeir sjái, að vér gerum það, sem vér vildum áminna þá um að gera.“ Að sýna gott fordæmi er lítil fórn og kostar ekkert nema einlægan vilja. Megi sem flestum takast það og njóta gleðilegra jóla. Hötundur er lögmaður (Hafnarfirði. auðvitað að taka á móti honum sem er konungur jólanna, frelsaranum, Jesú Kristi. Aðventa þýðii’ einmitt koma og minnir á að hann, sem kom í heiminn sem fátækt og óvel- komið bam fyrir 2000 árum, kemur sannar- lega aftur til okkar. Á fyrstu síðum Biblíunnar er borin fram spurningin fræga: Á ég að gæta bróður míns? Það sem eftir er Biblíunnar er þeirri spurningu svar- að afdráttarlaust ját- andi. Það gerir Jesús t.d. í verki með fram- komu sinni við þá sem halloka höfðu farið í því þjóðfélagi. Það kemur líka skýrt fram í boðskap frelsarans, svo sem í gullnu regl- unni og dæmisögunum um miskunn- sama Samverjann og um sauðina og hafrana. Og hann segir: Það, sem þú hefur gert einum þessara minna minnstu bræðra, það hefur þú gert mér. En líka: Það, sem þú hefur ekki gert einum þessara minna minnstu bræðra, það hefur þú ekki gert mér. Það minnir okkur á að aðgerða- leysi, vanræksla og eigingimi, er al- varlegur hlutur í augum Guðs. Á aðfangadagskvöld getum við vonandi glaðst með fjölskyldum og vinum. Með þeim viljum við deila gleði okkar. Sumir era ekki svo lánsamir að eiga ástvini til að gleðjast með. Margir um víða veröld hafa engin tök á að gera sér dagamun þótt jólin sjálf séu gengin í garð. Þá era ótalin þau öll sem halda ekki kristin jól af því að þau þekkja ekki Guð, vita ekki að frelsari er fædd- ur, hafa aldrei kynnst gleðiboðskap kristinnar trúar. Gæðum heimsins er hróplega misskipt, bæði efnislegum gæðum og andlegum. Meðan við njótum og fögnum á jól- um heyja systkini okkar um víða veröld baráttu fyrir lífi sínu, baráttu upp á líf og dauða. Verst era blessuð Ólafur bömin sett. Meðan við Jóhannsson höldum aðfangadags- kvöld munu deyja í heiminum jafnmörg böm og sem nemur íbúum eins af stærri kaup- stöðunum á Islandi. Þau deyja úr ör- birgð og sjúkdómum sem stafa vissulega af fáfræði, en þó aðallega af mannlegri grimmd og eigingirni. Þessu breytum við auðvitað ekki í einu vetfangi. En það er engin afsök- un fyrir því að láta sem ekkert sé. Sem kristið fólk eram við kölluð til að bera ábyrgð á náunga okkar, hver sem hann er og hvar sem hann er. Við getum því miður ekki hjálpað öllum sem líða skort en við leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til þess að vilji Guðs verði, ríki hans komi og nafn hans helgist. Um það snýst ABC-hjálparstarf. Hvert barn sem fær von og framtíð- arsýn er liður í því að breyta veröld- inni, styrkja kærleikann og opna vilja Guðs víðar leið. Væri það ekki besta og sannasta jólagjöfin í allsnægtasamfélagi okk- ar, þar sem flestir eiga allt og erfitt er að koma öðram á óvart með gjöf- um í formi ytri hluta, að gefa vin- unum aðild að viðleitni okkar til að bæta hag þeirra sem ver eru sett? Ég gæti t.d. skráð vininn fyrir einu barni, borgað fyrstu þrjá mán- uðina og beðið hann um að taka við eftir það? Hann þyrfti þá hvorki að skipta bók né eiga geisladisk sem honum líkar ekki né finna stað undir listaverk sem fellur ekki í kramið, heldur yrði gjöfin sú blessun sem fylgir því að miðla til annarra í kær- leika. Því þangað til Jesús kemur aftur mætir hann okkur ekki hvað síst í fá- tækum, jafnvel óvelkomnum börnum og með því að taka á móti einu slíku barni, tökum við á móti honum sjálf- um. Guð gefi okkur öllum fagnaðarríka jólahátíð og varanlega jólagleði! Höfundur er sóknarprestur í Grensásprestakalli. * Island hagnast á aðild að ESB reynslu. veitt svo landhelgi MEÐ inngöngu ís- lands í ESB yrði ís- land hluti af stærsta viðskiptaveldi í heimi. ísland fengi aðgang að fleiri viðskiptasaming- um en það gæti dreymt um að ná. Allir tollar og höft féllu nið- ur og viðskipti milli ESB-ríkja og íslands myndu stóraukast. Er- lend fyrirtæki yrðu fúsari til að fjárfesta hér á landi. Verð til neytenda myndi stór- lega lækka og almenn- _ Ágúst ingur yrði fljótt var við Ágústsson lægra verð á matar- körfunni þar sem verð á nauðsynja- vöram er um 40% hærra hér en er í nágrannaríkjum okkar í ESB. Gríðarlegur vaxtamunur og fyrirtækjaflótti í síðasta ársfjórðungsriti Seðla- banka íslands kemur fram að ís- lensk fyrirtæki skulda í bankakerf- inu um 730 milljarða og íslensk heimili skulda um 560 milljarða. Vextir hér á landi era rúmlega 10% en innan ESB era þeir meira en þriðjungi lægri. Miðað við 10% vexti era vaxtagjöldin um 130 milljarðar á ári. Þriðjungi lægri vextir þýða að vaxtagjöldin yrðu um 40 milljörðum króna lægri. Þar sem hluti af þess- um skuldum er hjá erlendum aðilum og vaxtaprósentan ónákvæm má varlega áætla að fjárhagslegur ávinningur við inngöngu í ESB sem einungis varðar vextina sé á bilinu 25-30 milljarðar fyrir íslensk fyrir- tæki og heimili. Það er hærri fjár- hæð en sem íslenska ríkið ver í allt menntakerfið og í utanríkisþjón- ustuna samanlagt. Tækju Islendingar síðan þátt í myntbandalagi ESB myndi það stuðla að enn lægri vöxtum og aukn- um stöðugleika. Sameiginlegur gjaldmiðill stuðlar að meiri fjárfest- ingum og dregur úr verðbólgu. ís- lensk fyrirtæki búa nú við sveiflur í afkomu vegna gengissveiflna ís- lensku krónunnar og kostar það milljarða á hverju ári. Einnig kostar marga milljarða að halda úti eigin gjaldmiðli sem margir telja vera handónýta mynt sem hvergi er gild- ur gjaldmiðill nema á íslandi. Fyrirtæki innan evr- usvæðisins kjósa að eiga viðskipti sín á milli fremur en að versla við fyrirtæki utan svæðis- ins og era nú þegar til dæmi um að fyrirtæki flytji sig frá íslandi yf- ir á evrasvæðið. Sj ávarútvegsstefna ESB er Islendingum hliðholl Það er mikill mis- skilningur meðal þjóð- arinnar um sjávarút- vegsstefnu ESB. Sjávarútvegsstefna ESB er byggð á veiði- Ekkert ríkja ESB hefur neinu munar í íslenskri undanfarna tvo áratugi og ESB-aóild Ávinningur við inn- göngu í ESB, segir * * Agúst Agiístsson, er á bilinu 25-30 milljarðar. því hafa önnur ríki enga veiði- reynslu í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að við inngöngu okkar inn í ESB munu íslendingar áfram sitja einir að öllum veiðum í íslenskri lög- sögu. Ráðherraráð allra sjávarútvegs- ráðherra ESB tekur endanlega ákvörðun um heildarafla innan ESB. Það gerir ráðherraráðið eftir að hafa fengið tillögur frá þeim vís- indamönnum sem hafa þekkingu á viðkomandi fiskistofnum. Tillögur varðandi íslensku fiskistofnana verða því í höndum íslenskra vís- indamanna. Núna er ákvörðun um leyfilegan heildarafla tekin hér á landi með svipuðum hætti, þ.e. sjávarútvegs- ráðherra fær tillögur vísindamanna Hafrannsóknarstofnunarinnar. Eini munurinn eftir inngöngu okkar inn í ESB er að hin „formlega" ákvörðun verður tekin í Brassel en ekki í Reykjavík. Ráðgjöfin verður áfram í höndum Hafrannsóknarstofnunar- innar á íslandi. Tillögur íslenska sjávarútvegs- ráðherrans yrðu samþykktar í ráð- herraráðinu án nokkurra athuga- semda þar sem engin önnur þjóð en íslendingar eiga hagsmuna að gæta við þessa ákvörðun vegna reglunnar um veiðireynslu. Eftir að ríkjum hefur verið út- hlutað veiðiheimildum ræður sér- hvert þeirra hvernig það ráðstafar sínum veiðiheimildum. Ríkin sjálf annast eftirlit samkvæmt nálægðar- reglu ESB og geta þau sett strang- ari reglur um veiðar og verndarað- gerðir en ESB mælir fyrir um. fslenskur sjávarútvegur hagnast á ESB-aðild Varðandi fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi má velta því fyrir sér hvort það sé svo slæmt að fá erlent fjármagn inn í íslenskan sjávarútveg. Margir telja það betra að fá erlent fjármagn í formi hluta- fjár í íslensk sjávarútvegsfyrirtæki heldur en erlent lánsfé. Bann við fjárfestingu útlendinga í íslenskum sjávarútvegi skaðar samkeppnis- stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja og rýrir þau sem álitlegan fjárfestingarkost. í ESB geta aðildarn'ki gert kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki hafi raunveraleg og sterk tengsl við efnahag þess ríkis sem það fær kvóta frá. Þannig er komið í veg fyr- ir að kvóti og störf færist frá svæð- um sem reiða sig á fiskveiðar og liggja dómar í þeim efnum fyrir. Bretar og fleiri þjóðir hafa gripið til þessara leiða til að koma í veg fyrir kvótahopp. Auk þess er tekið sérstakt tillit í ESB til svæða sem era mjög háð fiskveiðum. Öllum er ljóst að þar njóta íslendingar algjörrar sérstöðu en sjávarútvegur er innan við 1% af landsframleiðslu ríkja ESB. Með þátttöku í sjávarútvegs- stefnu ESB opnast gríðarleg tæki- færi fyrir íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki. Það verður greiðari aðgangur að erlendum sjávajút- vegsfyrirtækjum þar sem íslensk þekking á sjávarútvegi nýtur sín og aukið fjármagn til nýsköpunarverk- efna. Énnfremur verða veiðimögu- leikar víða um heim þar sem ESB hefur samið um veiðiheimildir við strendur 27 ríkja. Nýgert samkomulag í Nice rýi-ir í engu möguleika íslands við inn- göngu í ESB að móta hina sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu og tryggja þannig hagsmuni íslenskra sjávarútvegsíýrirtækja sem selja stærstan hluta framleiðslu sinnar á Evrópumarkaði. Höfundur er laganemi og varafor- maður Ungrajafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.