Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 33 LISTIR Umfjöllun um ferðir norrænna manna í The New York Times Sameinuðust þjóðum Ameríku THE New York Times birti í gær nokkuð ítarlega umfjöllun eftir Walter Gibbs um hugmyndn- Thors Heyerdahls varð- andi búsetu nor- rænna manna í vesturheimi. Blaðið gerir ágæta gi'ein fyrh’ sögulegum heimildum um hugsan- lega vesturfara og skýrir meðal ann- ars frá því að Heyerdahl hafí fundið fyrstu vísbendingar sínar um land handan Grænlands í bókasafni Páfa- garðs. Þar rakst hann á sögu erki- biskupa Hamborgar og Bremen, frá árinu 1075, eftir sagnaritarann Adam sem kenndur var við Bremen. Adam segir frá því í sögu sinni að Sveinn Danakóngur hafi sagt sér af eyju „sem margir hafa fundið í þessu mikla hafi og nefnd er Vínland“. Haft er eftir Thor Heyerdahl „að fá- ir hafi áttað sig á því að 400 árum fyrir daga Kólumbusar hafi páfa- garður haft vitneskju um land á þessum slóðum" Blaðið greinir jafnframt frá því að skýrasta vísbendingin um að einhver umskipti hafi átt sér stað í Norður- Ameríku hafi komið frá 17. aldar biskupi á íslandi, Gísla Oddssyni. Gísli, sem vitnar í 14. aldar annála er nú eru glataðir, ritar að norrænir landnemar á Grænlandi hafi sjálfvilj- ugir gengið af hinni sönnu trú og „sameinast þjóðum Ameríku". The New York Times vísar einnig til ummæla Per Lilliestrpm korta- sérfræðings sem unnið hefur með Heyerdahl að rannsóknum hans á ferðum norrænna manna. Lillie- strpm heldur því fram að fjöldi þeirra í Vínlandi kunni að hafa aukist um 1110 er 10.000 norskir krossfarar snéru til baka frá botni Miðjarðar- hafs án þess að heimildir í Noregi geti heimkomu þeirra. Samkvæmt Heyerdahl og Lilliestrpm er jafn víst að þessir menn hafi ratað alla leið til Vínlands og samlagast innfæddum. Vínlandskortið umdeilda sem Yale háskóli keypti árið 1957 í þeh-ri trú að það hefði verið teiknað fyrir tíma Kólumbusar, þótti renna stoðum undir sagnh- af norrænum landkönn- uðum, en kortið sýnir afstöðu „Vín- lands“ í Norðvestur-Atlantshafi. Síð- ar voru líkur leiddar að því að kortið væri falsað eftir að rannsóknir á blekinu á kortinu sýndu að það reyndist innihalda gerviefni frá tutt- ugustu öld. Nú hefur kortasérfræð- ingurinn LOliestrpm sýnt fram á að blekið geti þrátt fyrir allt verið jafn gamalt og talið var í fyrstu og það vegi því þungt á vogarskálum sög- unnar þar sem á kortið er skráð að Vínland hafi verið heimsótt árið 1117 af sérlegum sendifulltrúa páfa. í umfjöllun The New York Times er einnig sagt frá því að þegar Thor Heyerdahl hélt fyrirlestur nýlega í Óslóarháskóla hafi rúmlega 600 manns flykkst í salinn. Margir efa- semdarmenn eiga því allt eins von á að þessi þekkti fræðimaður hleypi af stað gagnrýnislausu víkingaæði í Ameríku. Að lokum vitnar blaðið í kanadíska fomleifafræðinginn Birg- ittu Wallace sem hefur eytt 20 árum af starfsævi sinni í L’Anse aux Meadows, en álit hennar er að þess- ar hugmyndir „geti ekki talist vega þyngra en draumórar“. Thor Heyerdahl Fortíð og framtíð SJOJVVARP Heimildariiij'nd REYKJAVÍK í NÝJU LJÓSI Handrit: Hrafn Gunnlaugsson og Ari Kristinsson. Upptökustjórn, klipping og tónlist: Hi-afn Gunn- laugsson. Hljóðupptaka: Gunnar Smári. Framleiðendur: Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000 og Sjónvarpið. HRAFN Gunnlaugsson fylgdi frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar úr hlaði í gær með ræðustúf þar sem hann vitnaði í orð Jóhann- esar Kjarvals um glæsibyggingu efst á Öskjuhlíð. Hrafn kvaðst hafa velt því fyrir sér drengur hvers vegna listamaður væri að hugsa um hús. Fullorðinn hefur Hrafn hins vegar gert sér grein fyrir þeim áhrifum sem listamaður getur haft á samfélag sitt og setur í þessari persónulegu kvik- mynd fram hugmyndir sínar um hvemig gera mætti Reykjavík að samgöngu- og mannvænni borg. Myndin er persónuleg í þeim skiln- ingi að þar setur Hrafn fram hug- myndir sínar um hvemig breyta mætti ásýnd miðborgarinnar svo hún hefði meira aðdráttarafl fyrir borg- arbúana, og vegui’ þar þyngst að ann- ars vegar leggur hann til að gömlu húsunum sem flutt hafa verið úr mið- bænum á Árbæjarsafnið verði komið fyrir í Hljómskálagarðinum og að Reykjavíkurfiugvöllur verði fluttm- út á skerin í Skerjafirðinum. Þar nýt- ur Hrafn stuðnings Ti-austa Valsson- ar skipulagsfræðings sem setti fram þessa hugmynd fyrir nær 30 áram. Sjálfur les Hrafn þulartexta þar sem hann lætm’ óhikað í Ijós vanþóknun sína á þvíhvernig farið hefur verið með miðborgarsvæðið, þar sem Tjörnin, Hljómskálagarðurinn og Vatnsmýrin era enn að miklu leyti ónýtt svæði, fyrst og fremst vegna Flugvallarstæðið í Skerjafirðinum samkvæmt hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar og Trausta Valssonar. þjónkunar við Reykjavíkurflugvöll og aðflugsleiðir hans. Bendir Hrafn á að ástæða þess að byggingar í miðborg- inni sé jafn lágreistar og raun ber vitni er til að hindra ekki flugvélar í aðflugi. Með því að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörð sé a.m.k. tvennt unn- ið: annars vegar að flugvöllurinn og umlykjandi svæði verði laus til bygg- ingar og annai’rar notkunar og hins vegar að flugvöllurinn sé enn í hjarta borgarinnar svo samgöngur að og frá verði ekki langsóttar eða tímafrekar. Allt er þetta býsna sannfærandi og myndvinnslan er mjög skýr og lif- andi. Hrafn beitir þeirri tækni að setja inn í réttan myndflöt hinar gömlu byggingar og ímyndaðan flug- völlinn svo auðvelt er að sjá hvemig Hljómskálagarðurinn myndi lifna við og flugvöllurinn taka sig út á skerj- unum. Það er vissulega rétt að Hljóm- skálagarðurinn er dautt svæði, þar sést aldrei nokkur maður nema á 17. júní þegar ásýnd garðsins er breytt og þar sett upp leiktæki fyrir bömin. Hið sama á við um Miklatún og gott hjá Hrafni að benda á að þama megi gera ýmislegt til að laða borgarbúa að. Hugmyndir Hrafns og Trausta um flugvallarstæðið í Skerjafirði era góðar en þó finnst manni fulllangt gengið þegar hann leggur til að allt millilandaflugið verði fært á þann flugvöll og Keflavíkurflugvöllur ein- ungis notaður til vöraflugs. Hrafn kemur fram sem sannur endurreisn- armaðm’ með þessari mynd; honum er ekkert mannlegt óviðkomandi, borgai-skipulag, samgöngur innan lands og landa á milli, afþreying fyrir borgarbúa í formi skemmtigarða og leiktækja, og loks klykkir hann út með vangaveltum um forystu Reykjavíkur á alþjóðavísu sem ráð- stefnuborgar með því að útlendir peningamenn í tímaþröng geti nánast gengið beint á milli flugvallar, hótela og ráðstefnusala í hjarta hinnar vist- vænu borgar. Myndin verður sýnd í Sjónvarpinu á milli jóla og nýárs. Hávar Sigurjónsson JÓLIN j | GANGAIGARÐ | Jólasveinn í heimsókn á B hverjum degi kl. 15 fram að jólum! ;rjÖLSKYLDO-OC HÚSDÝRACARÐURINN Vemlegur viðbótarafsláttur af öllum úlpum, bakpokum, anorökkum,vindblússum, öndunarflíkum, skíðabuxum, skóm, bomsum, sandölum o.fl. Kauptu jólagjafimar á hálfvirði! Verslunin hættir sölu á fatnaði Risarýmingarsala Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001 Opið fiam aðjólum tilkL 22ÆI0 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL --Skeifunni 19 - S. 568 1717- Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia -Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.