Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR • • Hæstiréttur dæmir Oryrkjabandalaginu f vil f máli gegn Tryggingastofnun Óheimilt að tengja tekjutryggingu við tekjur maka HÆSTIRÉTTUR segir að tenging tekjutryggingar örorkuþega við tekjur maka hafi ekki haft nægjan- lega lagastoð frá ársbyrjun 1994 til ársloka 1998. Lögunum var síðan breytt, frá og með 1. janúar 1999, en Hæstiréttur segir skerðingarákvæði þeirra ekki samræmast stjórnar- skrá. Samkvæmt dóminum var teng- ing tekjutryggingar öryrkja við tekjur maka því óheimil allt frá árs- byrjun 1994 og fram á þennan dag. Óryrkjabandalag íslands höfðaði mál til viðurkenningar á því að Tryggingastofnun ríkisins hefði ver- ið óheimilt frá 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 að skerða tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna örorkulífeyrisþegans. Þá vildi Öryrkjabandalagið einnig fá viðurkennt að slík skerðing hefði verið óheimil eftir að hún var lögfest 1. janúar 1999. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niður- stöðu í málinu að óheimilt hefði verið að skerða tekjutrygginguna á fyrr- nefnda tímabilinu, en taldi skerð- inguna hafa verið heimila frá 1. janú- ar 1999. Þarf skýr og ótvíræð ákvæði Hæstiréttur segir að rekja megi upphaf tekjutryggingar til setningar laga nr. 67/1971 um almannatrygg- ingar. „Tekjutrygging örorkulífeyr- isþega hefur jafnan sætt skerðingu, ef tekjur maka hans, sem ekki var jafnframt bótaþegi, hafa farið yfir ákveðið mark,“ segir Hæstiréttur, en bendir jafnframt á að heimild hafi skort í ný lög um almannatrygging- ar, nr. 117/1993, til handa ráðherra til að setja reglugerð, sem skerti til- kall bótaþega til fullrar tekjutrygg- ingar. „Þótt ljóst virðist af gögnum málsins, að það hafi ekki verið ætlun löggjafans að breyta þeirri fram- kvæmd, sem verið hafði frá því að tekjutryggingarákvæðið kom fyrst í lög nr. 67/1971, verður hins vegar að gera þá kröfu til hans, að lög geymi skýr og ótvíræð ákvæði um þá skerð- ingu greiðslna úr sjóðum almanna- trygginga, sem ákveða megi með reglugerðum. Ber því að staðfesta héraðsdóm um það, að eftir gildis- töku Iaga nr. 117/1993 hafi brostið lagastoð til að mæla í reglugerð um skerðingu tekjutryggingar örorku- lífeyrisþega vegna tekna maka hans,“ segir í dómi Hæstaréttar. Samkvæmt þessu var skerðingin ár- in 1994-1998 óheimil. Varðandi skerðinguna eftir að lög- um um almannatryggingar var breytt 1. janúar 1999, vísar Hæsti- réttur til 1. málsgreinar 76. greinar stjórnarskrárinnai-, sem kveður á um að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, at- vinnuleysis, örbirgðar og sambæri- legra atvika. Hæstiréttur segir að skýra beri greinina til samræmis við alþjóðasamninga, sem ríkið hefur staðfest, þannig að skylt sé að tryggja að lögum rétt sérhvers ein- staklings til að minnsta kosti ein- hverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Slíkt skipulag verði að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar, um að hver einstaklingur njóti jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, svo og al- mennra mannréttinda. Brot gegn mannréttindum Hæstiréttur bendir á að réttur sá sem almannatryggingalöggjöfin tryggi öryrkjum sé almennur og taki tillit til jafnræðissjónarmiða milli þeirra sem eins séu settir í þröngum skilningi. Hins vegar sé mælt fyrir um mismunandi skerðingu lífeyris vegna tekna eftir því um hvaða tekjur er að ræða. Þrátt fyrir svig- rúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig lágmarksréttindi sam- kvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár skuli ákvörðuð, geti dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrár- innar. Það skipulag réttinda örorku- lífeyrisþega samkvæmt almanna- tryggingalögum, að skerða tekju- tryggingu vegna tekna maka hans, tryggir þeim ekki þau lágmarksrétt- indi, sem felast í 76. gr. stjórnar- skrárinnar, svo að þeir fái notið þeiiTa mannréttinda, sem 65. gr. stjómarskrárinnar kveður á um, segir Hæstiréttur og vitnar m.a. til ákvæða alþjóða mannréttindasátt- mála um skýringu á þeim stjórnar- skrárákvæðum. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðui-stöðu að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyr- isþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í lögum um al- mannatryggingar. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pét- ur Ki'. Hafstein. Garðar og Pétur skiluðu sérat- kvæði, þar sem þeir lýstu sig sam- mála fyrri hluta dómsins, um að lagaheimild hefði skort fyrir skerð- ingu árin 1994-1998. Þeir töldu hins vegar að löggjafanum væri heimilt að líta til félagslegrar stöðu öryrkja eins og annarra, þegar lífeyrir þeirra úr sjóðum almannatrygginga væri ákveðinn. Það yrði að telja málefna- legt löggjafarviðhorf að taka nokk- urt mið af því við lagasetningu um aðstoð við öryrkja, hvers stuðnings öryrki mætti vænta af maka sínum. Slík sjónarmið um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna hefðu lengi verið lögð til grundvallar í löggjöf hér á landi. DÓMUR HÆSTARÉTTAR HÉR fer á eftir dómur Hæstaréttar í máli Oryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun ríkisins og gagnsök: Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæsta- réttar með stefnu 23. mars 2000. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagn- áfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að „stórkostlega verði lækkuð tildæmd viður- kenningarkrafa" um að honum hafi verið óheimilt frá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap með því að telja helming saman- lagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyr- isþegans í því tilviki, er maki er ekki lífeyr- isþegi, og að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um, að aðaláfrýjandi skuli vera sýkn af þeirri kröfu gagnáfrýjanda, að frá 1. janúar 1999 hafi honum verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Til þrautavara krefst aðal- áfrýjandi þess, að kröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar. I vara- og þrautavarakröfum krefst hann þess, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 29. maí 2000. Hann krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms með þeirri breytingu, að einnig verði viðurkennt með dómi Hæstaréttar, að aðaláfrýjanda hafi frá 1. janúar 1999 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/ 1998, og að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði. Til vara krefst hann staðfestingar héraðsdóms með þeirri breytingu, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. I. Núgildandi lög um almannatryggingar eiga rætur sínar að rekja til laga nr. 26/1936 um alþýðutryggingar, sem byggðust á frum- varpi sem flutt var á Alþingi árið 1935. Sam- kvæmt greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu, var það aðaltilgangur laganna að þær fjár- hagslegu byrðar, sem þeim var ætlað að mæta, yi-ðu engum borgara þjóðfélagsins of- urefli. Ætlunin var samkvæmt þessum lög- um að framkvæma elli- og örorkutryggingar á hreinum tryggingagrundvelli. I greinargerð með frumvarpi, sem varð að lögum um almannatryggingar nr. 24/1956, sagði að um væri að ræða tvær meginstefnur í almannatryggingum og þar af leiðandi tvenns konar tryggingakerfi. Annars vegar væri kerfi, sem byggðist á tryggingasjón- armiði, þannig að iðgjaldagreiðslur hinna tryggðu sköpuðu rétt til bóta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og væru bætur sam- kvæmt því þá háðar iðgjaldagreiðslum fyrir ákveðið tímabil. Hins vegar væri kerfi, sem byggðist að meira eða minna leyti á fram- færslusjónarmiði þar sem þörf hinna tryggðu til bóta hefði áhrif á bótagreiðslur, og iðgjaldagreiðslur væru að jafnaði ekki skilyrði fyrir bótarétti. Fyrrnefnda kerfið byggðist á myndun sjóða til þess að standa straum af kostnaði við tryggingarnar og krefðist þess að gildi þeirra peninga, sem ið- gjöldin væru greidd með, væri hið sama og gildi þeirra peninga, sem bæturnar væru greiddar með, oft áratugum eftir að iðgjöld- in, eða verulegur hluti þeirra, væri greiddur. Var í greinargerðinni ekki talið að á íslandi væru skilyrði til að halda uppi almennum tryggingum á þessum grundvelli. Því hefði verið farið bil beggja með almannatrygg- ingalögum nr. 50/1946, en samkvæmt þeim væri ætlast til að lífeyrir væri greiddur án tillits til tekna. Þó væri með bráðabirgða- ákvæði, sem gilti enn á árinu 1956, ákveðið að skerða lífeyrinn, ef aðrar tekjur færu fram úr vissu marki. Með lögum nr. 86/1960 um bráðabirgða- breytingu á lögum nr. 24/1956 var gerð breyting á þeim lögunv meðal annars til hækkunar á örorku- og ellilífeyrisgreiðslum og til þess að jafna stöðu hjóna annars vegar og einstaklinga hins vegar. Samkvæmt eldri lögum var hjónalífeyrir, þegar bæði hjónin fengu lífeyri, 20% lægri en lífeyrir tveggja einstaklinga, en með lagabreytingunni varð munurinn aðeins 10% og var hámark maka- bóta þannig hækkað úr 60% af einstaklings- lífeyri í 80%, en heimilað var að greiða eig- inkonum elli- og örorkulífeyrisþega makabætur ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Með nýjum heildarlögum um al- mannatryggingar nr. 40/1963 var heimild til greiðslu makabóta breytt þannig að þær tak- mörkuðust ekki við eiginkonur ellilífeyris- þega heldur maka. Frá upphafi almannatrygginga hefur við úthlutun örorkulífeyris verið höfð hliðsjón af eignum og tekjum umsækjanda og maka hans. Þá var almenn heimild til skerðingar ellilífeyris vegna tekna í lögum um alþýðu- tryggingar og síðan í lögum um almanna- tryggingar frá upphafi til 1960. Upphaf tekjutryggingar í núverandi mynd má rekja til laga nr. 67/1971 um almanna- tryggingar. í 1. mgr. 19. gr. þeirra laga var kveðið á um það, að heimilt væri að greiða uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef sýnt þætti, að lífeyrisþegi gæti ekki komist af án hækk- unar. Lögunum var breytt, áður en þau tóku gildi 1. janúar 1972, sbr. lög nr. 96/1971, og var í 3. mgr. 19. gr. kveðið á um, að ráðherra væri falið að setja reglugerð um framkvæmd lífeyrishækkunar að fengnum tillögum tryggingaráðs. I kjölfar þess var sett reglu- gerð nr. 32/1972 um lágmarkslífeyri og hækkun tryggingabóta samkvæmt lögum um almannatryggingar. í 3. gr. reglugerðarinn- ar sagði, að nyti annað hjóna örorku- eða ellilífeyris en hitt ekki, skyldi miða við sam- anlagðar tekjur þeirra og tryggingabætur við útreikning tekjutryggingar. Samsvarandi ákvæði voru sett í reglugerð nr. 171/1974 og reglugerð nr. 351/1977, sem var í gildi allt þar til reglugerð nr. 485/1995 var sett. Gögn málsins sýna, að tekjutrygging hefur frá upphafi sætt skerðingu, ef tekjur maka ör- orkulífeyrisþega, sem ekki er bótaþegi, fara yfir ákveðið mark. Ný heildarlög um almannatryggingar tóku gildi 1. janúar 1994, lög nr. 117/1993. Sam- hliða þeim lögum voru sett lög nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. I athugasemdum með frumvarpi að þeim lögum kom fram, að nauðsynlegt væri að gera glöggan grein- armun á bótum almannatrygginga og félags- legri aðstoð vegna reglna Evrópubandalags- ins um almannatryggingar. I frumvarpið voru því flutt þau ákvæði lífeyristrygginga- kafla almannatrygginga, sem í raun voru ákvæði um félagslega aðstoð, eins og t.d. mæðra- og feðralaun, umönnunarbætur, makabætur, heimilisuppbót og uppbætur vegna sérstakra aðstæðna. Eru ákvæði lag- anna um félagslega aðstoð einungis heimild- arákvæði um greiðslur bóta, en samkvæmt lögum um almannatryggingar er um að ræða rétt til greiðslu örorkulífeyris og einnig tekjutryggingar en þá að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. í 17. og 18. gr. laga nr. 117/1993 var að finna ákvæði, sem voru í 19. og síðar 20. gr. eldri almannatryggingalaga. í 17. gr. sagði að færu aðrar tekjur elli- og örorkulífeyr- isþega ekki fram úr ákveðinni fjárhæð skyldi greiða uppbót á lífeyrinn, en hefði bótaþegi hins vegar tekjur umfram sömu upphæð skyldi skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram væru. Var sérstaklega tekið fram að sama gilti um hjónalífeyri eftir því sem við ætti. í greinunum var ekki að finna ákvæði sem orðað var með sama hætti og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971 um heim- ild ráðherra til að setja reglugerð um fram- kvæmd lífeyrishækkunar. I 18. gr. voru þó ákvæði um heimild til setningar reglugerðar, annars vegar um breytingar á fjárhæðum 17. gr. árlega til samræmis við almennar hækkanir bóta og annarra tekna milli ára og hins vegar um að með reglugerð væri heim- ilt að ákveða að aðrar tekjufjárhæðir sam- kvæmt 17. gr. giltu um lífeyristekjur en aðr- ar tekjur. Við setningu laga nr. 117/1993 var í gildi áðurnefnd reglugerð nr. 351/1977 um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimild- arhækkanir samkvæmt 19. gr. laga um al- mannatryggingar. I 3. gr. hennar var eins og áður segir samsvarandi ákvæði og í 3. gr. reglugerðar nr. 32/1972. Ný reglugerð nr. 485/1995 var sett 5. september 1995 um tekjutryggingu samkvæmt lögum um al- mannatryggingar nr. 117/1993, og var sam- svarandi ákvæði eins og í fyrri reglugerðum í 4. gr. hennar. I 12. gr. var tekið fram, að reglugerðin væri sett með stoð í 17. gr. og 18. gr. laga nr. 117/1993. Lögum um almannatryggingar var breytt með lögum nr. 149/1998 og tók breytingin gildi 1. janúar 1999. Meðal annars voru gerð- ar breytingar á ákvæðum 17. gr. laganna um skerðingu tekjutryggingar lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega vegna tekna, einkum vegna tekna maka. Með lögunum voru í raun reglugerðai-ákvæðin lögfest. Var með þessu ætlað að lögfesta hvernig fara skyldi með sameiginlegar tekjur hjóna þannig að þau gætu bæði gert tilkall til sameiginlegra tekna og notið frítekjumarks vegna maka, en umboðsmaður Alþingis hafði bent á að laga- ákvæði um umrædd réttindi væru hvorki nægilega aðgengileg né skýr. Kom fram í greinargerð með frumvarpi að lögunum, að þetta ákvæði væri í anda almannatrygg- ingalaga frá upphafi, svo og samkvæmt gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna. Nánar segir í greinargerðinni að tekjur hjóna og sambúðarfólks séu ætíð lagðar saman og þeim deilt til helminga, en það sé regla sem lúti að gagnkvæmri framfærsulskyldu hjóna og sé yfirfærð á sambúðarfólk eins og gerist annars staðar í almannatryggingalögunum. Séu báðir sambúðaraðilar lífeyrisþegar, njóti tekjuaflandi lífeyrisþeginn einnig frítekju- marks maka síns. Ef einungis annar aðila i sambúð sé lífeyrisþegi njóti hann 50% hærra frítekjumarks en einhleypur vegna maka síns. Ef vinnandi maki sé ekki lífeyrisþegi njóti hann með hærri tekjum aukins yfirfær- anlegs skattfrádráttar eftir því sem bætur lífeyrisþegans skerðast. Þannig séu skerð- ingar fjölskyldutekna í heild mun minni en ætla mætti af skerðingu bótanna eingöngu vegna maka.I nefndaráliti meirihluta heil- SJÁBLS. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.