Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 60
J#0 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORG UNBLAÐIÐ Til varnar kennurum KROFURNAR eru auðvitað út í hött og vitna um óraunsæi beiskra manna, en það er ekki undarlegt þótt mennimir séu beiskir. Kennarastéttin nýtur sama álits með þjóð- ^inni nú og hún gerði fyrir hundrað árum þegar kennarar hófu fyrst störf meðal al- mennings í landinu svo að nokkru nam, þá voru þeir álitnir aum- ingjar sem ekki gátu Þorsteinn eða nenntu að vinna Antonsson neitt sem mannstak væri í. Á þeim liðlega hundrað ár- um, sem alþýðufræðsla hefur verið stunduð í íslenska þjóðfélaginu, hef- ur það breyst vegna hennar úr því að vera náttúruafurð frumatvinnu- vega, sjávarútvegs og landbúnaðar, í sérfræðingaveldi, upplýsingaþjóð- félag. Kennsla er orðin undirtöðuat- jVÍnnugrein í stað frumatvinnuveg- 'cgnna tveggja. Varla nokkur atkvæðisbær maður í landinu telst sjálfbjarga nema hafa lokið sérnámi í einhverri atvinnu- grein. Ella er hann leiksoppur duttl- unga atvinnumarkaðar sem hrekur hann úr einu starfi i annað eftir því sem hagræðing og endurskipulagn- ing hinna menntuðu segir til um. Þekking er verðmæti í dag. Hún verður metin til íjár. Fyrir fáeinum áratugum og áður stefndi langskóla- nám út í tóm og óendanleika; verk- ’saftii háskólans var að leita þekk- ingar sem stæði undir sér sjálf hvað sem samfélagsþörfum liði. Slíkir voru vísindamenn. Það var liður í þekkingarleitinni að setja henni ekki skilyrði og því nærtækt, frá al- mannasjónarmiði, að gera Ktinn greinarmun á fræðimennsku og sér- visku. Nú vefst fylgni náms og þjóð- félags ekki fyrir neinum. Kennsla er undirstöðuatvinnu- grein í landinu frekar en hinar hefð- bundnu, búskapur og útgerð. Vits- munir hafa reynst íslendingum auðlind sem starf kennarastéttar- innar er að vekja og virkja í hag hins íslenska upplýsingasamfélags. í ljósi þessara umskipta ætti að **^íkja til hliðar núgildandi forsend- um við mat á starfi kennara, þær forsendur eru úreltar. I staðinn ætti að taka upp aðrar forsendur við ákvörðun kennaralauna. Við mat á starfinu ætti ekki að fylgja órofnum ferli frá þeim tíma þegar feður töldu tíma bama sinna í skóla sérviskudútl undir leiðsögn amlóða. Það er fyrir löngu kominn tími til að meta kennslustörfin með hliðsjón af skólaskyldunni í landinu, taka mið af þeirri lagakvöð sem á forráðamönnum hvílir að þeir sjái til þess að börn, undir þeirra forsjá, stundi skólagöngu í nærri áratug, meiri hluta ársins. í ljósi þessarar áherslubreytingar hlýtur að verða velja til kennslunnar hæfileika- fólk sem líklegt er að geta staðið sig hvar sem er á launamarkaðinum. AJger umskipti í kjaramálum kennara er því það sem gildir! Reynsla síðustu ára hefur staðfest mikilvægi góðs námsundirbúnings J fyrir íslensku þjóðina í samkeppni við milijónaþjóðimar. Gæði er það I sem máli sídptir, en ekki magn, í hinu alþjóðlega umhverfi markaðar- ins. Og þá vitsmunir og þeir farveg- w- Fasteignir á Netinu mbl.is ir sem þeim er beint í. Hvert fyrirtækið af öðm á hátæknisviði nær fótfestu erlendis og gerir það gott í framhaldi af því. Þegar á allt er litið er þessi velgengni kennurum sem stétt að miklu leyti að þakka. Það er allra hagur að kveðinn verði niður sá draugur úr þjóðarfortíðinni sem villir fyrir mönn- um hverju sinni sem meta skal starf kenn- ara til fjár þótt ein- hvern tíma hafi þótt ástæða til að senda þann draug til höfuðs þessum boðberum upplýs- ingatímans. Þau afturhaldsöfl, sem Kennarar Kennsla er undir- stöðuatvinnugrein í landinu, segir Þorsteinn Antonsson, frekar en hinar hefðbundnu, búskapur og útgerð. það gerðu, tilheyrðu myrkri mið- alda. Þeirra gætir líklega hvergi lengur í þjóðlífí okkar annars staðar en í kjaramálum kennarastéttarinn- ar. Höfundur er rithöfundur. Gleðiríkt ævikvöld sem „ÉG GET hvorki leikið á hljóðfæri né sungið - nema í Ijóðun- um mínum,“ skrifaði Uóðskáldið Wilhelm Muller (1794-1827) í dagbók sína: „En hertu upp hugann, það kann að vera til skyld sál, sem seiðir fram söng úr orðunum." Sá, sem gaf ljóðunum eilíft líf, var tónskáldið Franz Shubert, sam- tímamaður höfundar. Merktur dauðanum samdi hann Vetrarferð- ina. Miklir listamenn hafa síðan flutt þennan ljóðabálk, Ijaliar um óendurgoldna ást, og á dög- unum bættist Gunnar Guðbjömsson, tenórsöngvari, í þeirra hóp. Ég vona að þið virðið aldurhnignum söngkenn- ara til betri vegar, þótt hann láti í Ijós ánægju sína með gamlan nemanda á þennan hátt. En hann var ekki einn um gleðjast. Tónleikagestir í Salnum í Kópavogi stóðu upp sem einn maður að loknum tónleikunum og klöppuðu Gunnari og undirleikara hans, Jónasi Ingimundarsyni, verðskuldað lof í lófa. Þar bráðnuðu klakaböndin utan af íslenskum tónlistaráhugamönnum. Gunnar og Jónas gerðu verki Mull- ers og Schuberts frábær skil; þeir sungu vel saman, leiddust ferðina á enda, samstiga og skrikaði aldrei fót- ur. Ég hlýddi fyrst á æfingu heima hjá Jónasi og þá hjá honum konjak og spagettí. Svo heyrði ég fyrstu tón- leikana á Akranesi. Þar var fullt hús. Líka í Salnum. Söngvarinn hafði fullt Sigurður Demetz Franzson vald á verkefninu og fullt vald á áheyrend- um. Hann söng öll 24 ljóðin utan bókar. Ég hef séð frægari söngvara en Gunnar flytja Vetrarferðina sem skömmuðust sín ekki fyrir að styðjast við bókina. Ég tók mér fyrir hendur að telja Ijóðlín- umar. Þær em 376. I Einræðum Starkaðar eftir Einar Benedikts- son, sem íslendingar þekkja auðvitað vel, era 145 línur. Ég taldi þá orðin, því að mér er ekki vandara um en Gunnari, sem varð að læra þau öll utan að. Orðin era 1.959. Þau era 992 í Einræðum Starkaðar. Tónlist Eg vona að þið virðið aldurhnignum söng- kennara til betri vegar, segir Sigurður Demetz Franzson, þótt hann láti í ljós ánægju sína með gamlan nemanda. Mikill afreksmaður er Gunnar og fyrirmynd þeim söngvuram sem grúfa sig ofan í nótnablöðin, jafnvel þegar þeir syngja á sínu eigin móð- urmáli. Gunnar söng á þýsku! ALLTAf= eiT~rH\SAO HÝT~r Breyttir afgreiðslu- hættir á tollpósti FRA og með 1. októ- ber 2000 hefur orðið sú breyting á afgreiðslu gjaldskyldra vörasend- inga í pósti, að tollskjöl þarf að senda til toll- stjórans í Reykjavík, sem síðan sendir til- kynningu til viðkom- andi pósthúss um að af- greiða megi vörana. Tilkynningin er þó ekki send til póstafgreiðslu íyrr en beðið hefur ver- ið um að afgreiða skjöl- in og útfyllt beiðni um gjaldfrest eða gjöldin greidd. Þessi breyting er gerð undir því yfirskini að bæta eigi þjónustuna en hið gagnstæða hef- ur nú gerst. Þjónustan hefur versnað til muna og á ef til vill eftir að verða enn verri ef fram heldur sem horfír og kerfisraglarar hjá póstinum og ann- ars staðar fá að ráða einhverju um þetta. Því miður verður að segja núver- andi samgönguráðherra það til lasts, að hafa fallist á að gera þessar breyt- ingar, samkvæmt beiðni póstsins, og gefa út nýja reglugerð vegna alls þessa. Það er síðan alls óvíst hvort þessi breyting samrýmist jafnræðis- reglunni, þar sem fyrirtækjum og ein- staklingum er mismunað. Einstak- lingar fá eftir sem áður sendingar afgreiddar frá sínu gamla pósthúsi. Allt þetta vafstur og aukaumstang kemur til með að kosta okkur neyt- endur mikla fjármuni og fyrirhöfn. Fyrir það fyrsta þarf, að mér skilst, fjrir 1. jan. 2001, að verða sér úti um tölvuforrit sem iostar vel á annað hundrað þúsund krónur, tO að gera tollskýrslur, sem senda má um Netið. Fram að þeim tíma má nota gamla tolleyðublaðið. Ef innflytjendur vilja komast hjá kostnaði við nýtt tölvufor- rit tekur pósturinn að sér, fyrir „sanngjama" greiðslu, að gera toll- skýrslima. Þessi sann- gjarna greiðsla er 1.600 kr„ sem óhjákvæmilega er viðbótarkostnaður við hverja vörasend- ingu, sem þó getur kost- að umtalsvert minna í innkaupi en þessi „sanngjarna" þjónusta. Það getur hver séð að þessar breytingar leiða aðeins til verri þjónustu Krisfján og rneiri kostnaðar fyrir Jóhannesson alla sem flytja inn vörur með pósti. Á gamla pósthúsinu mínu var veitt þægileg og persónuleg þjónusta. Séð var um að skjöl áfest böggli fylgdu með tilkynningu um komu. Þessu er ekki lengur svo háttað. Það telst nú til undantekninga að ekki þurfi að sækja fylgiskjöl, sem annars ættu að vera auðsjáanleg, því þau era venjulega í plastvasa áföstum bögglinum. Þó kemur fyrir að reikn- ingi er pakkað með vöranni, og þarf þá að opna pakkann til að ná honum. Ekki virðist vera möguleiki á að flýta fyrir afgreiðslu með því að nota síma. Auðvelt er að eyða löngum tíma í bið eftir að ná sambandi. Þegar sam- bandi er loks náð er umbeðinn við- mælandi ekki við, hann hefur bragðið sér frá eða einhverju öðra er borið við og þótt skilin séu eftir skilaboð með loforði um að hann hringi er það með öllu óvíst að hann geri það nokkum tíma. Við eina tilraun til að ná síma- sambandi upplýsti skiptiborðið að enginn sími væri hjá tollvörðum í póststöðinni! Hvaða tilgangi þjónar svo að svara símhringingu með: „Þú ert kominn í samband við ..., símtöl verða afgreidd Þjónusta íslandspóstur og sam- gönguráðuneytið upp- iýsi, segir Kristján Jóhannesson, hvernig þeir hafa hugsað sér að þetta gengi fyrir sig. í réttri röð - en því miður era allar lín- ur uppteknar"? Þetta eða annað álíka er síðan sífellt endurtekið þar til lína losnar. Bið eftir því getur tekið lang- an tíma. Hvers vegna er síminn ein- faldlega ekki á tali ef engin h'na er laus? Fyrir hverja tollskýrslugerð þarf að greiða 1.600 kr. Fyrir að rétta böggulinn yfir borðið hafa verið tekn- ar 250 kr. Þessu til viðbótar verður vart hjá því komist að geymslugjöld falli á pakka, sem aðeins mega vera í vörslu póstsins í sjö daga og er þá miðað við komudag pakkans. Hvað líður svo langur tími frá komu bögguls á póstmiðstöðina við Stórhöfða í Reykjavík, þar til móttak- andi fær tilkynningu um að hann sé kominn? Það er ekki enn vitað. Þegar tilkynning hefur borist þarf að athuga hvort öll nauðsynleg skjöl era með. Ef svo er ekki þarf viðkomandi alltaf að fara sjálfur til Reykjavíkur og sækja skjölin, því, eins og áður er sagt, er að jafnaði ekki svarað í síma hjá tollþjón- ustu póstsins, þar sem þeir hafa ef til vill ekki síma, en það var, eins og áður er sagt, svarið á skiptiborði við eina tilraun til að ná tali af tollmiðstöð póstsins. Þá er að koma sér heim og vélrita skýrsluna og senda eða fara með hana til tollstjórans í Reykjavík. Þegar þar hefur verið farið yfir Svo meyr er gamli maðurinn orð- inn að hann gat ekki haldið aftur af táranum. Gunnar syngur þetta verk í nú- tímalegri hljómsveitarútfærslu með Orchestre National d’Ile de Paris í næsta mánuði. Þarf hann ekkert að óttast. Hann hefur öðlast þann list- ræna þroska sem til þarf og á stund- um grýttri braut úr kennslustofunni hér heima upp í RQdsóperuna í Berl- ín, þar sem sjálfur Barenboim ræður ríkjum hefur hann hlotið þá lífs- reynslu sem gerir Vetrarferðina trú- verðuga í flutningi hans. Nú skín sólin áhann. Sömu helgi söng annar nemandi minn, Kristján nokkur Jóhannsson, í Háskólabíói. Hann er að gefa út plötu. Pabbi hans sagði við mig, þegar hann gerðist nemandi minn norður á Ak- ureyri: „Ef þú eyðileggur þennan dreng, þá skal ég drepa þig.“ Ég lifi enn - hamingjusamur og stoltur og fullur aðdáunar á þessum söngvuram, sem vinna hvern listsig- urinn á fætur öðrum. Þeir hafa sann- arlega kunnað að vinna úr því, sem Guðgafþeim. Kristján efndi til veislu í Háskóla- bíói og leiddi fram söngvini sína og skemmtikrafta: Örn Amason fór á kostum, einkum í óperaparódíu sinni, Jóhann Friðgeir Valdimarsson sýndi að hann er gott efni í söngvara ef hann er nógu þolinmóður og ákveð- inn, Kvennakór Reykjavíkur söng fal- lega og svona mætti áfram te!ja. Kristján sjálfur söng með þeim glæsi- brag sem honum er lagið og eftir Hamraborgina eftir Sigvalda Kalda- lóns ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátum. Kristján hefur tekið við Hamraborginni af Einari Krist- jánssyni; hann á hana eins og María Markan átti Svanasöng á heiði. Ég mun svo sannarlega eiga gleði- leg jól í kotinu mínu. Ég óska lands- mönnum öllum nær og fjær hins sama ogfarsælsnýsárs. Höfundur er söngkennari. skýrsluna og hún samþykkt er send tilkynning til póstsins (svo er að skilja á tilkynningarblaði, en það er rangt) um að nú megi afgreiða pakkann. Að þessu loknu lofar pósturinn að senda pakkann heim til viðtakanda. Allt þetta ferii tekur eitthvað meira en viku og því lengri tíma sem það tekur þeim mun meiri tekjur fær íslands- póstur í formi geymslugjalda. Enn á eftir að koma í Ijós hvemig slík heimsendingarþjónusta kemur til með að verða í framkvæmd. Það er að minnsta kosti ekki hægt að komast hjá því að hafa mikla samúð með þeim sem búa á fjarlægum stöðum úti á landi og þurfa að fá afgreiddan toll- póst frá Reykjavík eftir þessu nýja kerfi. Það væri óskandi að íslandspóstur og samgönguráðuneytið upplýstu hvemig þeir hafa í upphafi hugsað sér að allt þetta gengi fyrir sig, þannig að sæmilega yrði við unað og frekar yrði um framfór en afturför að ræða. Fyrir mörgum áram var aðeins hægt að póstsenda böggul á einum stað í Reykjavík og þangað þurfti allt- af að sækja alla innlenda böggla. Toll- póststofan var í nágrenninu og þar mátti leggja inn tollskýrslur og sækja tollböggla. Þessar breytingar, sem sérfræð- ingar nútímans era að skapa okkur neytendum, ættu ekki að geta orðið í þjóðfélagi sem hefur verið að þróast til hraðari og betri þjónustu á öllum sviðum hin síðari ár. Þar má nefna notkun tölvupósts, faxsendingar og hraðsendingar milli landa, að ekki sé nefnd betri og hraðari þjónusta skipa- félaganna. En pósturinn hverfur til fortíðar og hefði kannske alltaf átt að vera þar. Þeir sem ekki gera sér grein fyrir að tímamir era breyttir ættu að finna sér eitthvað annað að vinna við en að segja landsmönnum fyrir um aðferðir við innflutning á vörum með pósti. Að lokum legg ég til að afgreiðsla tollpósts verði færð aftur til fyrra horfs, í það minnsta þar til pósturinn og tollurinn era færir um að ráða við breytingar - og þá breytingar til batnaðar. Höfundur er forstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.