Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 1}, Hvert stefnir Sj álfstæðisflokkurinn? Frá Hilmarí Jónssyni: VERKFALL framhaldsskólakenn- ara hefur nú staðið í sex vikur. Eng- inn vilji er hjá Geir Haarde fjár- málaráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra að semja enda þótt kröfur kenn- ara séu upp á samsvarandi laun og annað há- skólamenntað fólk hefur þegar fengið. Á sama tíma afhendir mennntamálaráð- herra manni móðurmálsverðlaun sem mest hefur nítt ástmög þjóð- arinnar, Jónas Hallgrímsson. Þetta er ekki einn einstakur atburður stjórnvalda, að koma höggi á menn- ingararfleifð þjóðarinnar. í þessum mánuði voru tilkynntir nýir heið- ursverðlaunahafar listamannalauna. Þar á meðal var maður sem í sinni frægustu bók fer mjög niðrandi orð- um um Hallgrím Pétursson. Orðfimasti blaðamaður landsins, Oddur Ólafsson, kallar núverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, höfuðtalsmann komm- únista í ríkisstjórninni og Ríkisút- varpið, sem menntamálaráðherra ber ábyrgð á, segir Oddur að sé „of- ursnyrt hóra“ (kjallaragrein í Degi, 13. okt. siðastliðinn). Af hálfu sjálf- stæðismanna eru uppi samæfðar til- raunir að eyðileggja skólakerfið og innleiða síðan einkaskóla. Þar skulu í hávegum hafðar kennslubækur í íslenskum bókmenntum þar sem meðal annarra Þorsteins Valdimars- sonar, Jóns Dan, Arnar Arnarsonar og Kristjáns frá Djúpalæk er hvergi getið, eins og gert er í seinustu fræðslubók Vöku Helgafells um þetta efni. Jafnframt skal aukin og endurbætt lofgerðarvella um Megas og Guðberg. Mun Heimi Pálssyni væntanlega falið það verk og líklegt að hann fái fyrir það svipuð laun og bankastjóri Framkvæmdabankans skammtaði sjálfum sér. Ekki fer á milli mála, að alþjóð hefur tekið eftir aðför nokkurra lækna að heilbrigðiskerfinu. En stór einkaspítali, þar sem fom'kt fólk nýtur forréttinda, hefur lengi verið á dagskrá heilbrigðisnefndar Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er gert til að auka þjónustu í heilbrigðisgeiranum að sögn útsendara einkavæðingar- sérfræðinga hjá fjölmiðlum. Er öruggt að sá eða sú, sem best og fjálglegast getur lýst þessari móð- ursýki, fái næstu móðurmálsverð- laun menntamálaráðherra. Er nú komið að stóru bombunni: Sölu á Ríkisútvarpinu eða hinni „of- ursnyrtu hóru“. Líklegur sölustjóri er frú Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra, sá ráðherra sem staðið hefiu- sig best að fjölga „gleðihúsum og -konum“ í landinu. Þegai' þetta verður komið í kring telja menn fullvíst að Gallup og Hannes Hólmsteinn muni tilkynna, að Davíð Oddsson og flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn - flokkur allra stétta - flokkur einkavæðingar og Guðs almáttugs á Islandi sé kominn í 70% fylgi meðal þjóðarinn- ar. HILMAR JÓNSSON rithöfundur. Býr eitthvað sameiginlegt að baki hinu sundurleita? Frá Atla Hraunfjörð: í BÓKINNI Markmið og leiðir eftir Aldous Huxley, útgefin af Menning- arsjóði 1940, segir í kaflanum Trúarsiðh' á bls. 186. „Saga hug- myndanna er að miklu leyti sagan um ranga skýringu á þeim. Frábær maður segir frá lífi sínu eða setur fram í ljósi reynslu sinnar, kenningu um eðli heimsins. Aðrir menn sem ekki eru sömu gáfum gæddir og hann, lesa það, sem hann hefir skrif- að, og af því að þeir eru andlega öðruvísi gerðir en höfundurinn, skilja þeir ekki hvað hann á við.“ Og á bls. 206. „Oss hungrar og þyrstir eftir skýringu, og fyrir mannsand- ann er skýring í því fólgin, að finna eitthvað sameiginlegt bak við fjöl- breytnina. Hver sú kenning, er heldur því fram, að eitthvað sameig- inslegt búi að baki hins sundurleita, virðist í eðli sínu sennileg. Náttúran virðist fullnægja kröfum mannsand- ans, því að rannsókn leiðir í ljós, að undirstaða þess, sem virðist sund- urleitt, er eitthvað, sem er samt við sig.“ Á hugann leitar dr. Helgi Pjet- urss og ýmislegt úr kenningum hans, um að eitthvað sameiginlegt búi að baki hinu sundurleita. Hvað er t.d. sameiginlegt með miðilstali, draumi, hugboðum, dáleiðslu, ýms- um skynjunum, eins og t.d. skyggni. Án dýpri þekkingar á eðli málsins er algengt að fólk segi þetta vera sitt úr hverri áttinni, sem er rangt. Þetta er allt saman hugsanaflutn- ingur. Hvað er t.d. sameiginlegt með dánum manni og lifandi? Hið sundurleita er ekki svo sundurleitt sem halda mætti, því hinn látni er sprelllifandi og oftast betur lifandi en þegar hann var meðal okkar. Þegar litið er til eftirfarandi texta úr bókinni Undramiðillinn Daniel Home, eftir Jean Burton, útgefin hér í landi 1950, er í kaflanum Upp- runi galdramannsins á bls. 30. „Hann lýsti framtíðarheimi, þar sem hver fann sinn líka, þeir sem voru andlega skyldir héldu þar hóp- inn, heimi, er að öllu ytra útliti líkt- ist þeim núverandi, með höfum, fjöllum, skógum og eyðimörkum, heimi, þar sem menn og konur gengu að vinnu sinni eða skemmt- unum í borgum og sveitum, bjuggu í húsum er í voru húsgögn, bækur og búsáhöld, gluggatjöld, gluggar og gólfteppi á gólfum." Þarna er verið að lýsa staðháttum sem við könn- umst við úr okkar umhverfi og bendir til efnislegra þátta framlífs- ins (dvalarstaður hinna dánu), það er, efnislegt líf að loknu þessu. Og strax í kjölfarið kemur svo þessi stórkostlega setning sem segir okk- ur hve frábær að viti frú Elizabet Barrett Browning er. „Líkt og frú Browning sagði með svo miklum ákafa: „Eg trúi á starfandi mann- legt líf eftir dauðann eins og áður, ótruflað mannlegt líf. Ég trúi ekki á neina bið í gröfinni og heldur ekki á óákveðið útstreymi anda í form- lausri gufu!““ Hún var með sann- leikann í höndunum og er full ástæða að þakka höfundi bókarinn- ar fyrir að geta þessara orða frú Browning. Gera má ráð fyrir að þetta, er hér var á undan sagt, sé um eitt hundrað og fimmtíu ára gamalt, skv. bókinni. Hér sjáum við að sannleikurinn um framlífið kom fram í upphafi þeirrar bylgju er reis upp í Bandaríkjunum um þetta leyti og lagði hinn vestræna heim að fót- um sér og hlaut bylgjan nafnið spír- itismi, eða andatrú hér á landi. Það er ekki fyrr en að dr. Helgi Pjeturss kemur til sögunnar og fer að kynna sér þessi efni í upphafi tuttugustu aldarinnar, að hann áttar sig til fulls á, hvaða skilaboð eða sannleik hinir framliðnu (dánu) eru að reyna að koma áleiðis til okkar, hinum eft- irlifandi. Textinn hér að ofan þar sem vitnað er í hr. Home, er einmitt mergur málsins. Hinn framliðni (dáni) byggir sér nýjan líkama á nýrri jörð, þar sem líferni hans og hugsun finna samlíkingu við aðra einstaklinga og við honum blasa ein- mitt þessir jarðnesku hlutir sem getið er um í frásögninni. Og þessi orð frú Browning, „ótruflað mannlegt líf “, er ein- mitt hinn rétti lífsskilningur. Jarð- neskur líkami á jarðneskri jörð, sem staðsett er einhversstaðar úti í hin- um víða geimi, við einhverja sól, í einhverri vetrarbraut. Þaðan eru sendir huggeislar til eftirlifenda sem aftur senda huggeisla til baka, um óra leiðir og óra víddir. I stuttu máli, einstaklingar skiptast á hugs- unum, hugsanaflutningur á sér stað. ATLI HRAUNFJÖRÐ. Marargrund 5, Garðabæ. X T I V Vandaður fatnaður til jólagjafa Sparidragtir og toppar Fallegar vetrarúlpur Tískuversiun • Kringiunni 8-12 • Sími 553 3300 Þakkir til Einars Farestveit hf. Frá Ólöfu Magnúsdóttur: í NÓVEMBERMÁNUÐI sl. var ég undirrituð lögð inn á lyflækninga- deild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, til rannsóknar. Fljótlega eftir komu mína þangað varð ég þess áskynja, að í setustofu deildarinnar var gam- alt og lúið litasjónvarpstæki, sem sökum elli var ekki lengur fært um að flytja áhorfendum sínum sjón- varpsefnið í eðlilegum litum, heldur aðeins í svarthvítu og þegai' best lét í brúnum lit. Það var því misjafn- lega veikum sjúklingum deildarinn- ar, vægast sagt, léleg dægrastytt- ing, að góna á þennan hroða og þeim alls ekki til uppörvunar. Fjár- veitingar hins opinbera, í einu rík- asta landi veraldar, að eigin sögn, til þessarai' sjúkrastofnunar virðast vera svo við nögl skomar, að end- urnýjun á einu sjónvarpstæki var borin von. Hvað var þá til ráða? Eftir um- ræður okkar sjúklinganna um málið var það ákveðið, að leita til hins frjálsa framtaks um lausn. Haft var samband við Arthúr K. Farestveit, forstjóra fyrirtækisins Einar Far- estveit & Co. hf„ og hann beðinn ásjár. Hann tók málinu mjög ljúf- mannlega, eins og hans var von og vísa. Sagðist hann mundu ræða mál- ið við sína menn í fyrirtækinu og at- huga hvort ekki fyndist einhver lausn á því. Fáum dögum síðar kom fulltrúi frá fyrirtækinu og kynnti sér málið. Er skemmst frá því að segja, að næsta dag var komið nýtt sjónvarpstæki í setustofu deildar- innar, gjöf frá Einari Farestveit & Co. hf. Við sjúklingarnir gátum nú með ánægju horft á sjónvarpsefnið' óbrenglað. Sjúklingar og starfsmenn lyf- lækningadeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði senda hjartanlegt þakk- læti til fyrirtækisins Einar Farest- veit & Co. hf„ fyrir skjót viðbrögð og höfðinglega gjöf, sem á eftir að veita gleði og stytta stundir þeirra sem eiga eftir að dvelja á deildinni í framtíðinni. Arthúri K. Farestveit forstjóra og öllu hans starfsfólki sendum við hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld um ókomin ár. ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR, Löngumýri 20, Garðabæ. Ókeypis lögfræðiaðstoð 511 fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema ÚTSALA - ÚTSALA 40-60% afsláttur Gerið góð kaup fyrir jólin Dæmi um verð Áður Nú Bodybolur 2.200 1.100 Bómullarpeysa 5.800 2.900 Peysa m/turtleneck 3.500 1.700 Organzaskyrta 4.500 1.900 Frakki 7.500 3.000 Síð úlpa m./hettu 7.600 3.500 Sett, tunika og peysa 4.500 1.900 Sett, toppur og jakkap. 4.200 1.900 Sítt pils 3.800 1.800 Dömubuxur 4.700 1.900 Einnig úrval af dömufatnaöi i stærðum 44-52 á 40-50% afslætti. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 frfencfex Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjovik. FYRIR AFA OG ÖMMU Teg. Shirley Stæröir: 36-41 Litir: Rauður, blár Verð kr. 1.990 Teg. Claymore Stærið: 40-45 Litur: Brúnn Verð kr. 2.400 Teg. Juiie Stærðir: 36-41 Litir: Svartur, rauður Verð kr. 1.990 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3 • SÍMI 5541754 Þjónusta í 35 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.