Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjúkrasaga sem missir marks Góðra manna börn BÆKUR Þýdd skáIdsaga VERA I VÍTI Eftir Marilyn French. Lóa Aldís- ardóttir þýddi. Prentun: Nerhaven A/S, Viborg, Danmörku. PP-forlag 2000.269 bis. MARILYN French er íslenskum lesendum að góðu kunn því þekkt- asta verk hennar „Kvennaklósettið“ naut verðskuldaðrar athygli hér sem annars staðar. French, sem gefið hefur út fimm skáldsögur, hefur ver- ið mjög virk í kvenna- baráttu í Bandaríkjun- um, flutt fjölda fyrirlestra og látið sig flest það varða er snertir frelsi minni- hlutahópa og rétt þeirra til mannsæm- andi lífs. Bókin „Vera í vítá“ er saga úr persónulegu lífi French, byggð á reynslu hennar eftir að hún greinist með krabbamein. Öðrum þræði segir bókin sögu einstaklings sem neit- ar að gefast upp þrátt fyrir að læknar gefi honum þann úrskurð að hann sé dauðadæmdur. French er staðráðin í að lifa af og hikar ekki við að véfengja úrskurð læknanna, leita sér álits annars staðar og treysta sínu eigin innsæi gagnvart líkama sínum. Af sögu hennar er ljóst að hvert einasta sjúkdómstilfelli er ein- stakt og að alhæfingar varðandi lífs- líkur eiga ekki við þegar um lífið er að tefla, þó læknastéttin (í það minnsta í Bandaríkjunum) eigi það til að einblína einungis á einkenni og líkur og gleyma mikilvægasta við- fangsefninu, manneskjunni sjálfri. Þessi þáttur bókarinnar er vissu- lega athyglisverður og mikilvægur. En þrátt fyrir það er eins og bókin sem heild standi ekki undir þeim væntingum sem efniviðurinn býður upp á. Eðli málsins samkvæmt er mikið um lýsingar á sjúkrastofnun- um, sjúkdómseinkennum, aukaverk- unum, svefnleysi og ótta, svo fátt eitt af því sem þjakar langveikt fólk sé nefnt. í fyrstu verka lýsingamar átakanlegar, en þegar þær eru end- urteknar æ ofan í æ missa þær marks og raska nauðsynlegu jafn- vægi frásagnarinnar. Ekki er laust við að lesandinn velti því fyrir sér af hverju bókin er skrifuð, þar sem hún er svo augljóslega ekki færð í þann búning er gefur henni listrænt eða bókmenntalegt gildi. French hefur sjálf orð á þessum vanda og segir: „ ... þegar ég er að ljúka þessari bók vaknar hjá mér þörf fyrir að biðja lesendur um að sýna langri upptaln- ingu á persónulegum veikindum mínum umburðarlyndi. Mér líður óþægilega mikið eins og manneskju sem af þráhyggju sinni leggur þá kvöð á aðra að hlusta klukkustund- um saman á lýsingu á síðustu að- gerðinni sinni. Kannski vegna þess að þótt ég hafi skrifað þessa bók í þeirri von að öðrum gæti þótt hún gagnleg eða áhugaverð, þá þurfti ég líka að skrifa hana af persónulegum ástæðum" (bls. 256). Ef til vill skýra þessar hugleiðing- ar um bókarskrifin hennar persónulegu forsendur fyrir ritun verksins, en þær em einnig til marks um efa- semdir hennar. Best lýsa þær þó upplifun lesandans sem óhjá- kvæmilega er neyddur til að „sýna langri upp- talningu á persónuleg- um veikindum [hennar] umburðarlyndi". Það sem gerir bókina enn torlæsari íslenskum lesendum en ella er önnur tegund af löngum upptalningum; á þjóðþekktum kunn- ingjum French í Banda- ríkjunum sem efast má um að ís- lenskir lesendur þekki. Upp- talningar og samanburður á þar- lendum sjúkrastofnunum og nafn- toguðum læknum letja einnig lesandann, þar sem þær hafa litla vísun í sammannlegan veruleika ut- an Bandaríkjanna. Þýðingin á bókinni er nokkuð út- lenskuleg og iðulega skín frummálið óþægilega mikið í gegnum textann. Samhengislausar setningar á borð við: „Meðal annars var að hitta kon- ur sem hún vildi kynnast betur“ (bls. 11) eru þó nokkrar og stundum er enskt orðalag þýtt beint á máta sem íslenskur lesandi hnýtur um. Sem dæmi má nefna þegar börn French ánetjast litlu tölvuspili „sem þau ki’æktust alveg á“ (bls. 140) og setn- ingarhlutann „sem skildi hana eftir með brostið hjarta". Ymis framand- leg og illskiljanleg orð koma íyrir þegar þýtt er beint; hvað er t.d. „ostagrisja" (bls. 120) og „svitabúð- arathöfn" (bls.47)? Hér rísa upp- ranalegu ensku orðin upp úr text- anum án þess að þýðandinn hafi með nýyrðasmíði sinni betrumbætt góð og gild íslensk orð eða skapað ný er varpa ljósi á merkingu frumtextans. Fríða Björk Ingvarsdóttir BÆKUR F r æ ð i r i t STUTTUR SIÐALÆR- DÓMUR FYRIR GÓÐRA MANNA BÖRN og litill viðbætir um barnaaga. Eftir Joachim Heinrich Campe og Lauritz Hasse. Þorfínnur Skúlason og Orn Hrafnkelsson bjuggu til prentunar. Söguspekingastifti 2000 - 120 bls. UPPLÝSINGARSTEFNAN var sennilega áhrifameiri en margir gera sér grein fyrir hér á landi, ekki síst vegna þess að hugsjónamenn þeirrar stefnu komu svo víða við og skiptu sér af svo margháttuðum mannlegum viðfangsefnum. Það var aðal stefn- unnar að fræða og upplýsa almenning um nýjan mannskilning, nýjan húm- anisma. Einn þeirra manna sem víð- tæk áhrif hafa haft hér á landi er vafa- laust Joachim Heinrich Campe sem uppi var á árunum 1746-1818. Þótt upplýsingarmenn hafi ekki farið um landið með landskjálftum síuðust hugsjónir þeirra hægt og hægt inn og víða gætir þeirra enn. í bók sinni Stuttur siðalærdómur fyrir góðra manna böm fjallar Campe um upp- eldi bama og hvemig er best að siða þau til. Bókin er íyrst gefin út 1777 og er þýdd á íslensku og gefin út fyrst 1799 og síðar 1838 og hefur því vafa- laust verið vinsælt rit á sínum tíma. Þorfinnur Skúlason og Öm Hrafn- kelsson hafa nú búið þetta rit til prentunar enn á ný. LEIKLIST Unglingabók STÖNGIN INN Eftir Haydn Middleton. Guðni Kol- beinsson islenskaði. Reykjavík, Vaka Helgafell, 2000. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. 128 bls. ATVINNUMENNSKA í knatt- spyrnu er æðsti draumur margra ungra drengja og reyndar stúlkna líka. íþróttir af ýmsu tagi em stór hluti af vemleika margra bama og unglinga og veita þeim þroska og kenna þeim að eiga samskipti við jafnaldra sína á jafnræðisgmndvelli. Ungir drengir eiga sér án efa margir þann draum að hlaupa inn á knattspyrnuvöllinn í félagsbúningn- um sínum og baða sig í frægð og frama og að ná að vinna glæsta sigra. Það er einkum tvennt sem vekur athygli mína við lestur þessar rits. Annars vegar er það húmanismi höf- undar. Þannig leggur hann áherslu á að gæta meðalhófs í uppeldi bama, leggja áherslu á dyggðir og vara við löstum án þess þó að refsa bömum fyrir yfirsjónir þeirra með því að beita ofbeldi eða hella yfir þau skömmum. I bókinni er lögð áhersla á þá hegðan sem refsa ber og þá sem stafar af van- þroska bamsins. Mikilvægt er að meta brot bamsins og ræða við það um afleiðingar gjörða sinna. Hinn þátturinn sem vert er að gera hér að umræðuefni er hvemig höf- undur kemur boðskap sínum á fram- færi. Það gerir hann fyrst og fremst með dæmisögum og ævintýmm og á sá háttur vafalaust sinn þátt í langlífi ritsins. Sagan einkennist af samtali. Vitur maður, Gottlíb Æmkær segir frá og fræðir ófróða, gjarnan ná- granna sinn og böm. Inn í þá frásögn fléttast ævintýrin og dæmisögumar. Af þeim era síðan siðalærdómamir dregnir. Kennir ýmissa grasa. Þama er m.a. sagan af Andróklesi og ljóninu og fleii-i þekkt frásagnarminni. Oft dregur Ærakær upp tvíþætta mynd, annars vegar dyggðum sem tengjast ákveðinni breytni en einnig löstum. Þannig era hlið við hlið sögur af spar- semi og ágimd en þær systur era vitaskuld tvær hliðar aðhaldssemi. Bókin er bam síns tíma. Margur siðalærdómurinn hefur úrelst. Þann- ig er að finna skemmtilegar fullyrð- ingar um hlýðni, ekki síst við kónginn: „Kónginum eigum vér fúsa hlýðni að sýna, og öllum þeim er bjóða okkur í hans nafni. Því þar hann einsamall Stöngin inn er saga eftir Haydn Middleton, sem er enskur rithöfund- ur sem hefur skrifað margar bækur fyrir böm sem notið hafa vinsælda. Sagan segir frá Luke Green sem er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hans æðsti draumur er að hæfi- leikar hans nýtist á þeim vettvangi. Hann á hins vegar við alvarlegt vandamál að stríða, sem er móðir hans sem lítur á knattspymu sem eitthvað sem ekki sé við hæfi að son- ur hennar iðki. Hún telur knatt- spymu og allt sem henni tengist af hinu illa og lætur þá skoðun sína koma mjög skýrt fram. Þess vegna á Luke ekki gott með að nýta með- fædda hæfileika sína, nema með heilmiklum klækjum. Luke fær hins vegar nokkur tæki- færi til þess og nýtir þau til hins ýtr- asta. Hann býr yfir meiri hæfileik- um heldur en flestir jafnaldrar hans. En til að geta nýtt þá þarf hann á stuðningi Rodneys, stjúpa síns, að ber umhyggju fyrir, að allir megi lifa óhultir og ánægðir, svo hefur hann og rétt til að heimta, að hvör og einn skuli gjöra það, sem hann lætur bjóða honum, hvar sem vér, hans undirsát- ar, ekki kunnum að dæma svo vel, sem hann, hvört það nauðsynlegt, eða ekki.“ Ásamt með riti Campes er prent- aður Lítill viðbætir um bamaagann. Þai’ er okkur enn sýnt inn í heim fyrri alda og þeirrar harðneskju sem þá tíðkaðist gagnvart bömum. Höfund- urinn, Lauritz Hasse, hvetur menn til að gæta meðalhófs í uppeldi bama, setur fram dæmisögur um það hvem- ig fer ef of miklu harðræði er beitt og of mikilli linkind. Hann telur uppeld- isaðferðir foreldra valda um hvemig bömum vegnar í lífinu og tekur dæmi þar af. Einkum varar hann foreldra við að ala upp í bömum einþykkni og lygar sem hann telur lesti sprottna upp af misheppnuðu uppeldi. Margt í þessum ritum er forvitni- legt og bitastætt enda þótt fremur beri að líta á ritin sem heimildarit um viðhorf upplýsingaraaldarmanna en nothæf uppeldisfræðirit. Þau era vissulega auðlesin þrátt fyrir háan aldur og um margt forvitnileg. En gildi þeirra er vitaskuld bundið við þá sýn sem þau gefa okkur inn í heim þess tíma sem þau era sprottin úr. í því ljósi er slík útgáfa meira en rétt- lætanleg. Ritstjóramir hafa staðið vel að sínu verki og með ritunum er stutt- ur inngangur sem setur ritið í fræði- legt samhengi. halda. Luke heldur að Rodney hafi ekki áhuga á neinu öðra en fuglum, sérstaklega óvenjulegum fuglum, en í ljós kemur að hann hefur líka áhuga á vel leikinni knattspyrnu. Félagið í bænum þar sem Luke elst upp er ekki alveg besta félagið á Bretlandseyjum, en það leikur í þriðju deild og sannast sagna hafa sigramir ekki verið alltof mai’gir. Luke fær tækifæri til að kynnast leikmönnum liðsins og þjálfara og fyrir tilviljun uppgötvar þjálfarinn að Luke býr yfir miklum og nota- dijúgum hæfileikum. Þetta er skemmtileg bók. Hún býður ekki upp á mjög djúpan boð- skap, en henni er án efa ætlað að fjalla um hluta þeirrar veraldar sem tengist íþróttum og iðkun þeirra. Sagan er létt og lipurlega skrifuð og lesandinn situr við lesturinn til að finna úr hver verða málalok. Guðni Kolbeinsson er góður þýðandi og erfitt að setja út á hans góða verk. Samt breytist laugardagur á einum stað í sunnudag, en það er smávilla sem dregur ekki úr gildi bókarinn- ar. Stöngin inn hittir í mark og er góð bók fyrir knattspyrnuunnendur. Sigurður Helgason Marilyn French Skafti Þ. Halldórsson Snjall, ung'ur knatt spyrnumaður Bætt við bítlafræðin TOIVLIST Tn n I í s ( a r I) ó k BÍTLARNIR- SAGAN ÓTRÚLEGA Eftir Mark Hertsgaard. Þýðendur: Álfheiður Kjartansdðttir, Steinunn Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Egg- ertsson. títgefandi: Iðunn. Prentun: Prisma, Prentbær. 287 blaðsíður. MARGT hefur verið ritað og rætt um Bítlana frá því sú hljómsveit kom fram á sjónarsviðið á sjöunda ára- tugnum. Nú hefur enn eitt ritið litið dagsins ljós, „Bítlamir - Sagan ótrú- lega“ eftir Mark nokkurn Herts- gaard, en bókin heitir á frammálinu „A Day In The Life“ og er það nafn dregið af einu laganna á plötunni „Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band“, sem af mörgum er talin besta hljómplata popptónlistarsögunnar. Sjálfsagt þykir mörgum sem borið sé í bakkafullan lækinn að gefa út enn eitt ritið um Bítlana nú, þrjátíu árum eftir að hljómsveitin lagði upp laupana, og skal enginn dómur lagð- ur á það hér hvort svo sé. Hins vegar era efnistökin í þessu riti með nokk- uð öðram hætti en menn eiga að venjast og vissulega er hér um að ræða áhugavert innlegg í „bítlafræð- in“, einkum fyrir þá sem lengra eru komnir í fræðunum. Á hinn bóginn er hætt víð að innihald þessarar bók- ar fari fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna lesanda, sem ekki er þeim mun betur að sér í verkum Bítlanna. Til að útskýra þetta nánar skal hér gripið niður í kafla sem greinir frá tilurð lagsins „A Day In The Life“: „En hver sem átti hugmynd- ina er það þessi fífldirfska sem hefur skotið „A Day In The Life“ langt upp fyrir það afreksstig sem gerir eitthvað að varanlegu meistaraverki. Þar sem Lennon og McCartney vora ólæsir á tónlist - hvoragur þeirra hafði nokkum tíma lært að lesa eða skrifa nótur - þurfti George Martin að útskýra fyrir hljóðfæraleikuran- um fjöratíu, sem vora samankomnir í upptökuverinu 10. febrúar 1967, hvað Bítlamir vildu láta þá spila. Martin, sem hafði numið tónlistar- fræði við The Guildhall School of Music, skrifaði partítúrana fyrir svo til öll þau Bítlalög þar sem klassískir hljóðfæraleikarar komu við sögu. I sjálfsæfisögu sinni segir hann frá því hvemig hann bar sig að þegar „A Day In The Life“ var annars vegar. „Það sem ég gerði var að skrifa nið- ur Iægstu mögulegu nótuna fyrfr hvert hljóðfæri hljómsveitarinnar. í lok tuttugasta og fjórða takts skrif- aði ég svo hæstu nótuna sem hvert hljóðfæri bjó yfir. Það var nálægt E-dúr. Síðan gerði ég hlykkjótt strik upp eftir öllum töktunum með punktum hér og þar til að gefa til kynna hvar þeir áttu að vera staddir við enda hvers takts ...“ (bls. 15-16). Fyrir Bítlafræðinga er þetta áhuga- verð lesning, en hætt er við að at- hygli hinna dreifist fljótt við svona lestur. í formála segir meðal annars að bókin sé skrifuð í þeirri sannfær- ingu, að list Bítlanna skipti meira máli í sögu þeirra en aðrir þættir: „Á sjöunda áratugnum höfðu þeir John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr áhrif á allt mögulegt, allt frá hár- og fatatísku til pólitískrar og andlegrar vitundar heillar kynslóðar, á sama tíma og íjölskrúðugt einkalíf þeirra var ótæmandi uppspretta fyrir fjölmiðla. Þegar á heildina er litið er það þó tónlistin, en ekki einkalíf þessara fjögurra einstaklinga sem gerir Bítl- ana mikilvæga. Þessi bók fjallar um tónlist þeirra; hvemig hún varð til, hvernig hún þróaðist í tímans rás, hvað Bítlarnir sögðu og gerðu í hljóðverinu þegar þeir tóku hana upp, hvaða atriði það era, og í hvaða lögum, sem sérstaklega ætti að hlusta gaumgæfilega á og hvað Bítl- unum fannst sjálfum um verkin sem þeir höfðu skapað.“ Þessi orð lýsa innihaldi bókarinn- ar í hnotskurn. Höfundi hennar var veittur aðgangur að segulbandasafni Abbey Road-hljóðversins, þar sem heyra má hvernig lögin urðu smátt og smátt til, hvernig þau breyttust úr fáeinum gítarhljómum í ógleym- anlegar gersemar sem náðu eyram allrar heimsbyggðarinnar. Efnistök- in í þessari bók minna um margt á efnistök Ingólfs Margeirssonar í stórgóðum útvarpsþáttum um Bítl- ana, en útvarpsþættir Ingólfs hafa vitaskuld tóndæmin fram yfir bók- ina. Lesandinn getur þó bætt úr því með því að hafa Bítlaplöturnar við höndina eða eins og segir í formál- anum: „Verið ófeimin að lesa bókina um leið og þið hlustið á viðeigandi lög. Aðalmarkmið þessarar bókar er að hvetja lesendurna til að hlusta á tónlist Bítlanna - burtséð frá goð- sögninni- og mynda sér eigin skoð- anir í samræmi við það.“ Við þetta er í rauninni engu að bæta og óskandi að sem flestir fylgi þessum ráðum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft blasir sú staðreynd við að tónlist Bítlanna hefur haft meiri áhrif á samtímann en nokkur önnur tónlist. Það er því vel þess virði að gefa sér tíma til að hlusta á hana. Sveinn Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.