Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Húsnæðissamvinnufélagið Búseti Afhenti 50. íbúðina á Akureyri TÍU ár eru um þessar mundir lið- in frá því Húsnæðissamvinnu- félagið Búseti afhenti fyrstu íbúð sína á Akureyri, en hún er í fjöl- býlishúsinu við Múlasíðu 9. Félag- ið afhenti nú nýlega 8 íbúðir í fjórbýlishúsum við Holtateig 1 og 3, en í þeim hópi var fimmtugasta íbúð félagsins. Við þeirri íbúð tóku þau Sigurlaug Anna Sig- tryggsdóttir og Gunnar Hall- dórsson. Að lokinni afhendingu íbúðanna 8 á og rekur Búseti alls 52 íbúðir á Akureyri. Til viðbótar á félagið í bygg- ingu 7 íbúðir við Holtateig og hef- ur einnig gert samninga um kaup á 12 íbúðum við Skessugil en þær verða afhentar síðla næsta árs og í apríl 2002. Öllum þessum íbúð- um hefur verið úthlutað til félags- manna. Á næstu árum áformar Búseti að byggja að meðaltali 12 íbúðir árlega á Akureyri. lllli -■ -■ • gpbi L'-íj'líUÍJlH ■ ln iiiil ■; v. 'ÍÍÍÍÍUÍÍL lirtl Morgimblaðið/Kristján Gunnar Halldórsson og Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir taka við lyklum að fímmtugustu íbúðinni sem Búseti afhendir á Akureyri, en það var Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri félagsins, sem afhenti lyklana. TALNINGA- VOGIR • Léttu þér vinnuna í talningunni! • Auðveld í notkun • Vog á fínu verði Haföu samband eða skoðaðu www.eltak.is Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Stjórn Einingar-Iðju í Eyjafírði Motmælir skatta- hækkunum stjornvalda STJÓRN Einingar-Iðju samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni þar sem því er mótmælt að stjórnvöld hafi ákveðið að hækka skatta á launafólk. Hækkun útsvars án sam- svarandi lækkunar tekjuskattshlut- falls hafi í för með sér auknar skatta- álögur á launafólk og þar með kjaraskerðingu. Stjórnin telur að þetta gangi þvert á markmið kjara- samninganna frá sl. vori en þau voru að treysta undirstöður kaupmáttar. Ennfremur segir í ályktuninni að hækkun skatthlutfalls hafi einnig í för með sér raunlækkun skattleys- ismarkanna en það gangi þvert á yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gef- in var í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar var því lofað að skattleysismörk myndu fylgja um- saminni launaþróun og ætlast laun- þegar til að stjórnvöld standi við þau loforð. Stjórn félagsins bendir stjórnvöld- um á að allar aðgerðir sem hafa í för með sér kjaraskerðingar fyrir launa- fólk séu til þess fallnar að grafa und- an forsendum gildandi kjarasamn- inga. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld taki þátt í að verja lífskjör launafólks og forsendur kjarasamn- inga í stað þess að grafa undan hvoru tveggja. Mikilvægast sé að stjórn- völd grípi ekki til neinna aðgerða sem auka verðbólgu eða skerða kaupmátt með öðrum hætti. Allar slíkar ákvarðanir verði settar á vogarskálarnar þegar uppsögn kjarasamninga kemur á dagskrá í byrjun næsta árs. www.raymond-weil.com RAYMOND WEIL GENEVE Morgunblaðið/Kristján Árekstur varð á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu. Annar bfilinn kastaðist á umferðarvita sem brotnaði af staurnum við höggið. Harður árekstur við umferðarljós HARÐUR árekstur varð við umferð- arljós á gatnamótum Kaupvangs- strætis og Glerárgötu skömmu fyrir hádegi í gær. Tveir bflar skullu sam- an þar sem annar ökumaðurinn ók á móti rauðu ljósi. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á staur fyrir umferðarvita og olli á honum skemmdum. Ökumaður annars bfls- ins kenndi sér meins í baki en báðir bílarnir skemmdust og varð að draga annan þeirra af vettvangi með kranabfl. í Skipagotu var ekið á kyrrstæðan bíl á bflastæði í gærmorgun en sá er þar var<á ferð hvarf af vettvangi, að sögn lögreglu. Þá varð árekstur tveggja bfla á hringtorginu á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Borgar- brautar í gærdag. Ekki urðu slys á fólki en einhverjar skemmdir á bíl- unum. Umferðarþungi hefur aukist nokkuð í bænum undanfai’ið og á eft- ir að aukast eitthvað síðustu daga fyrir jól. Því ástæða fyrir vegfarend- ur að fara að öllu með gát og flýta sér hægt í jólaundirbúningnum. i jfi fW H' - '’w Jll £ !&*}, ppll fP- . , Morgunblaðið/BFH Syngjandi börn í Reykjahlíðarkirkju. Aðventu- kvöld í Mý- vatnssveit Mývatnssveit - Haldnar hafa verið jólaföstusamkomur í báðum kirkjum sveitarinnar, fyrst á Skútustöðum og nú í Reykjahlíð á sunnudagskvöldið. Sóknarprest- urinn, Ömólfur J. Ólafsson, hefur stjórnað athöfnum og flutt hugleið- ingu á föstunni. Á Skútustöðum var almennur söngur við undirleik Jóns Áma Sig- fússonar, en í Reykjahlíð sáu skóla- böm að mestu um tónlistarflutning bæði með söng og hljóðfæraleik undir stjórn Valmars Valjaots frá Eistlandi, en hann er skólastjóri tónlistarskólans hér. Um jól og áramót verða fímm kirkjulegar athafnir í sveitinni og verður eflaust húsfyllir í kirkjunum okkar við þau tækifæri. Laufáskirkja Kvöldstund við kertaljós AÐVENTUDAGSKRÁ verður í Laufáskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld, 21. desember, og hefst hún kl. 21. Sameiginlegur kór Svalbarðs- og Laufássókna syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Kveikt verður á aðventukertunum og lesin stutt jólasaga. Gestur kvöldsins er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, prestur á Möðruvöllum, og flytur hún hugleiðingu um jólin. Kenn- arar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða með tónlistaratriði og börnin syngja við undirleik sóknarprests- ins. Dagskráin endar með ljósa- helgileik sem fermingarbörn ann- ast og að síðustu fá öll börn í kirkjunni ljós í hendur og allir syngja Heims um ból.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.