Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 16

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Húsnæðissamvinnufélagið Búseti Afhenti 50. íbúðina á Akureyri TÍU ár eru um þessar mundir lið- in frá því Húsnæðissamvinnu- félagið Búseti afhenti fyrstu íbúð sína á Akureyri, en hún er í fjöl- býlishúsinu við Múlasíðu 9. Félag- ið afhenti nú nýlega 8 íbúðir í fjórbýlishúsum við Holtateig 1 og 3, en í þeim hópi var fimmtugasta íbúð félagsins. Við þeirri íbúð tóku þau Sigurlaug Anna Sig- tryggsdóttir og Gunnar Hall- dórsson. Að lokinni afhendingu íbúðanna 8 á og rekur Búseti alls 52 íbúðir á Akureyri. Til viðbótar á félagið í bygg- ingu 7 íbúðir við Holtateig og hef- ur einnig gert samninga um kaup á 12 íbúðum við Skessugil en þær verða afhentar síðla næsta árs og í apríl 2002. Öllum þessum íbúð- um hefur verið úthlutað til félags- manna. Á næstu árum áformar Búseti að byggja að meðaltali 12 íbúðir árlega á Akureyri. lllli -■ -■ • gpbi L'-íj'líUÍJlH ■ ln iiiil ■; v. 'ÍÍÍÍÍUÍÍL lirtl Morgimblaðið/Kristján Gunnar Halldórsson og Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir taka við lyklum að fímmtugustu íbúðinni sem Búseti afhendir á Akureyri, en það var Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri félagsins, sem afhenti lyklana. TALNINGA- VOGIR • Léttu þér vinnuna í talningunni! • Auðveld í notkun • Vog á fínu verði Haföu samband eða skoðaðu www.eltak.is Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Stjórn Einingar-Iðju í Eyjafírði Motmælir skatta- hækkunum stjornvalda STJÓRN Einingar-Iðju samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni þar sem því er mótmælt að stjórnvöld hafi ákveðið að hækka skatta á launafólk. Hækkun útsvars án sam- svarandi lækkunar tekjuskattshlut- falls hafi í för með sér auknar skatta- álögur á launafólk og þar með kjaraskerðingu. Stjórnin telur að þetta gangi þvert á markmið kjara- samninganna frá sl. vori en þau voru að treysta undirstöður kaupmáttar. Ennfremur segir í ályktuninni að hækkun skatthlutfalls hafi einnig í för með sér raunlækkun skattleys- ismarkanna en það gangi þvert á yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gef- in var í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar var því lofað að skattleysismörk myndu fylgja um- saminni launaþróun og ætlast laun- þegar til að stjórnvöld standi við þau loforð. Stjórn félagsins bendir stjórnvöld- um á að allar aðgerðir sem hafa í för með sér kjaraskerðingar fyrir launa- fólk séu til þess fallnar að grafa und- an forsendum gildandi kjarasamn- inga. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld taki þátt í að verja lífskjör launafólks og forsendur kjarasamn- inga í stað þess að grafa undan hvoru tveggja. Mikilvægast sé að stjórn- völd grípi ekki til neinna aðgerða sem auka verðbólgu eða skerða kaupmátt með öðrum hætti. Allar slíkar ákvarðanir verði settar á vogarskálarnar þegar uppsögn kjarasamninga kemur á dagskrá í byrjun næsta árs. www.raymond-weil.com RAYMOND WEIL GENEVE Morgunblaðið/Kristján Árekstur varð á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu. Annar bfilinn kastaðist á umferðarvita sem brotnaði af staurnum við höggið. Harður árekstur við umferðarljós HARÐUR árekstur varð við umferð- arljós á gatnamótum Kaupvangs- strætis og Glerárgötu skömmu fyrir hádegi í gær. Tveir bflar skullu sam- an þar sem annar ökumaðurinn ók á móti rauðu ljósi. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á staur fyrir umferðarvita og olli á honum skemmdum. Ökumaður annars bfls- ins kenndi sér meins í baki en báðir bílarnir skemmdust og varð að draga annan þeirra af vettvangi með kranabfl. í Skipagotu var ekið á kyrrstæðan bíl á bflastæði í gærmorgun en sá er þar var<á ferð hvarf af vettvangi, að sögn lögreglu. Þá varð árekstur tveggja bfla á hringtorginu á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Borgar- brautar í gærdag. Ekki urðu slys á fólki en einhverjar skemmdir á bíl- unum. Umferðarþungi hefur aukist nokkuð í bænum undanfai’ið og á eft- ir að aukast eitthvað síðustu daga fyrir jól. Því ástæða fyrir vegfarend- ur að fara að öllu með gát og flýta sér hægt í jólaundirbúningnum. i jfi fW H' - '’w Jll £ !&*}, ppll fP- . , Morgunblaðið/BFH Syngjandi börn í Reykjahlíðarkirkju. Aðventu- kvöld í Mý- vatnssveit Mývatnssveit - Haldnar hafa verið jólaföstusamkomur í báðum kirkjum sveitarinnar, fyrst á Skútustöðum og nú í Reykjahlíð á sunnudagskvöldið. Sóknarprest- urinn, Ömólfur J. Ólafsson, hefur stjórnað athöfnum og flutt hugleið- ingu á föstunni. Á Skútustöðum var almennur söngur við undirleik Jóns Áma Sig- fússonar, en í Reykjahlíð sáu skóla- böm að mestu um tónlistarflutning bæði með söng og hljóðfæraleik undir stjórn Valmars Valjaots frá Eistlandi, en hann er skólastjóri tónlistarskólans hér. Um jól og áramót verða fímm kirkjulegar athafnir í sveitinni og verður eflaust húsfyllir í kirkjunum okkar við þau tækifæri. Laufáskirkja Kvöldstund við kertaljós AÐVENTUDAGSKRÁ verður í Laufáskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld, 21. desember, og hefst hún kl. 21. Sameiginlegur kór Svalbarðs- og Laufássókna syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Kveikt verður á aðventukertunum og lesin stutt jólasaga. Gestur kvöldsins er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, prestur á Möðruvöllum, og flytur hún hugleiðingu um jólin. Kenn- arar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða með tónlistaratriði og börnin syngja við undirleik sóknarprests- ins. Dagskráin endar með ljósa- helgileik sem fermingarbörn ann- ast og að síðustu fá öll börn í kirkjunni ljós í hendur og allir syngja Heims um ból.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.