Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 4 7 okkrn- eldri systkinunum til mikiilar skelflngar. Var hann sóttur í skyndi niður, kysstur um allan kroppinn og fæddur á niðursoðnum laxi og rjóma næstu daga - og tók sjúklingurinn jafnan hraustlega til matar síns. Hjúkruðu systumar honum af mikilli natni og lét hann sér lengi vera að batna en varð svo köttm- stálsleginn um síðir. Er ekki örgrannt um að ljúf- ar hendur Regínu hafi átt þai-na hlut að máli. Sýrak átti mörg líf framund- an en nafn sitt hlaut hann af því að vera veiddur upp úr sýrutunnu hálf- drukknaður. Regína óx upp prúð og hóglát ung stúlka og datt engum í hug að þessi fallega stúlka, sem allir ungu piltamir litu hýru auga, hygði á tyrfið lang- skólanám sem hjúkrunamám þótti á þeim ámm. Regína útskrifaðist svo með láði í fyllingu tímans. Einn aðdá- enda hennar var listfengur, Gestur Þorgrímsson, og meitlaði hann eftir- mynd höíúðs hennar í kalkstein og gaf henni og verður varla fallegii og sviphreinni bijóstmynd fundin af ungri stúlku. Regína varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast elskulegan og góðan mann sem bar hana á höndum sér og yndisleg börn og er máske engum nema henni sjálfri að þakka svo elsku- verð sem hún var. Smári maður henn- ar varð með fyrstu íslenskum mönn- um til að læra að fljúga og varð síðar flugstjóri hjá Flugfélaginu. Með hon- um flaug Regína um víða veröld og sá ókunn lönd og kynntist framandi menningarsamfélögum. Var samband þeirra hjóna innilegt og svo samhent voru þau að þau máttu hvorugt af öðru sjá. Fóru þau síðast saman að velja bækur á bókasafninu, því bók- elsk var Regína; fyrir utan dyr safns- ins hné Regína niður og var látin stuttu síðar og var banamein hennar það sama og varð forðum ömmu hennar, Ástu, að aldurtila og hún lítál stúlka horfði á. Er ég skrifa þetta lít ég mynd af þeim hjónum nýgiftum, horfa þau ást- leitin og hýr hvort á annað, hann í úni- formi og með kaskeiti Flugfélagsins og hún eins og nýútsprungin rós. Og skyldi engan undra að ftmmburður þeirra var svo skírð Rós, sem þótti ei- lítið sérstakt nafn á þeim árum; hún líktist móður sinni og kom því nafn- giftin engum á óvart. Regína kaus sér líknar- og umönn- unarstarf að ævistai-fi enda læknis- dóttir og var hún hjúkrunarkona alla sína starfsævi; var manngæsku henn- ar og fómfysi í þágu annarra við brugðið. Líknandi handa hennar, þessa engils sem virtist af himni send- ur, eins og margh- vildu nefna hana, hafa fjölmai'gir sjúkir og deyjandi notið. Regína var mikil mannkostakona og listræn með afbrigðum og lagði mikla alúð í verk sín en hún var af- burða hannyrðakona. Og svo gjöful var hún að hún kom aldrei svo í heim- sókn að hún kæmi ekki færandi hendi, voru það ýmist verk eftir hana sjálfa eða fallegir skór, eða bai-a lítill skemmtilegur gripur sem hún hafði keypt í útlöndum og langaði til að gleðja einhvem með, og sýndi með því að hugur hennar var ávallt heima hjá fjölskyldu sinni. Eitt sinn færði Reg- ína mér brúðu sem amma hennar og langamma mín Theodora hafði saum- að af sínu alkunna listfengi; er brúðan með þeim kynjum gerð að sé haldið á henni í hendi er hún prúð og undirleit íslensk sveitastúlka á peysufótum, en ef henni er snúið á hvolf kemur í ljós fyndin og frökk negrastelpa frá Timb- úktú. Þessa brúðu kunni ég að meta, þótt brúðan hengi varla saman lengur fyrir elli. Nú í sumar færði hún lítilli dóttur minni útsaumað veggteppi, lit- ríkt og fjöragt og við hæfi bama, og ber það ótvíræðan vott um listfengi hennar og hæfileika. Litlum myndum af bústnum prinsessum og státnum prinsum snaraði hún fram úr erminni sem ekkert væri eða hún fór eftir fornum íslenskum mynstram og var listfengi hennar þama viðbragðið eins og hún átti kyn til. Þá mun ég seint gleyma þegar ég komin á steyp- irinn opnaði útidyr mínar og þar stóðu Regína og Smári með næstum 100 ára gamla vöggu á milli sín, rétt eins og nýsmíðaða, en vaggan hafði bíað svotil öllum börnum ættarinnar og nú var komið að mínu barni; fannst mér.sérstök upphefðað yngstasystir > * móður minnar skyldi færa dóttur minni vögguna. Samheldni systkinahópsins á Fjólugötunni hefur verið sérlega mik- il alla tíð og þau bundin traustum böndum, er því sárt fyrir þau sem eft- ir lifa að sjá á eftir yngstu systur sinni sem stuttu fyrir andlát sitt kom, ásamt manni sínum, fagnandi frá dóttur þeirra og hennar fjölskyldu sem búsett er í Bandaríkjunum og var ekki í rónni fyrr en hún hafði fært systrum sínum og bróður góðar kveðjur, gjafir og kossa. Ég votta eiginmanni og bömum og öðram ástvinum mína dýpstu samúð. Ragnhildur Bragadóttir. Ég kynntist Rós árið 1956, þá vora Regína og Smári nýflutt á Hátröð, við Rós að þyrja í skóla og lentum í sama bekk. Ég varð strax heimagangur á Hátröð og hélst það alla tíð. Það var með ólíkindum hvað Regína var mér umburðarlynd og góð og ófáir kókó- bollamir sem hún færði mér í eldhús- krókinn á Hátröðinni. Öll uppátæki okkar Rósar ræddi hún við okkur um á mildu nótunum og gerði gott úr, ef okkur varð eitthvað á. Eins og t.d. þegar við rifum nýju úlp- una hennar Rósar, eins og gamla úlp- an mín hafði rifnað, þegar við voram að klifra yfir gaddavír. Þá höfðum við samið um að það sama skyldi yfir okk- ui' báðar ganga. Eins þegar við höfð- um klippt í sundur skálmina á náttföt- unum hans Smára til að vefja utan um dýr sem við ætluðum að jarða. En fengið bakþanka og saumað skálmina saman aftur í saumavél, en þannig að ekki var hægt að komast í skálmina. Allt var fyrirgefið. Ég sat síðast í eldhúskróknum hjá Regínu fyrr á þessu ári og tók á móti gjöfum frá Flórída, þar sem Rós, æskuvinkona mín, býr. Ljúfar minn- ingar af heimilinu hrönnuðust upp í huganum og ég hugsaði um það hvað mér þætti vænt um hana Regínu. Nú stend ég mig að því að skima eftir henni í Sundlaug Kópavogs, þar sem þau Smári vora svo tíðir gestir, eins ogég. Elsku Smári, Rós, Maggi, Mara og Skúli. Ég veit hve missir ykkar er mikill við svo brátt fráfall Regínu. Það era svo mikil viðbrigði í lífi ykkar þeg- ar svo stórt skarð er hoggið í fjöl- skylduna. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Dóra Hlín Ingólfsdóttir. Dauðinn minnir okkur óþyrmilega á að tíminn sem við höfum tíl ráðstöf- unar í þessu jarðlífi getur verið skemmri en okkur sjálf eða okkar nánustu órar fyrir. Regína og Smári voru á leið á bókasafnið og í sund eins og þau vora vön þegar hún varð fyrir áfallinu. Skyndilega stendur tíminn kyrr og við spyijum okkur sjálf: Af hverju hún, þessi hjartahlýja yndis- lega kona sem tók þátt í lífinu af ein- lægum áhuga og gleði og í sátt við guð og menn? Kynni okkar Regínu vora ekki löng og undanfarið hef ég oft óskað að ég hefði fengið að kynnast henni nánar. Kynni okkar vora þó nógu löng til þess að ég skynjaði að þama fór manneskja sem lifði lífinu af æðra- leysi og léttleika. Glaðlyndið og kímnigáfan voru aldrei langt undan og jákvætt ýiðhorf gagnvart lífinu og tilverunni. í augnaráðinu í reynslu- ííku andlitinu var eins og glitti líka stundum í stríðna stelpu. Hlýjan, kærleikurinn og gjafmildin á verald- lega og óveraldlega vísu vora þó þau persónueinkenni sam mér fannst ríkjandi í fari hennar. Þegar ég kynntist fjölskyldunni í Hátröðinni fann ég að þau áttu eitt- hvað mjög dýrmætt. Þau kunnu þá list að deila hvort með öðra gleði og sorg og voru mjög náin. Æskuheim- ilið í Hátröðinni var kjölfestan þar sem elskan, umhyggjan og gleðin ein- kenndu andrúmsloftið. Regína sáði fræjum umhyggju og kærleika hvar sem hún kom. Henni tókst að miðla þessum eiginleikum til sinna nánustu, ekki síst til barna sinna. Kærleikurinn og umhyggjan, sem hún gaf af svo miklu örlæti, munu lifa áfram í hennar nánustu og verða sá sjóður sem fjölskyldan getur leitað í núna þegar sorgin hefur knúið dyra. ..................... Sólveig. + Sigfús Jónsson fæddist í Vopna- Firði 28. mars 1928. Hann lést 11. desemb- er síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Sigfússon og Sigrún Sigfúsdóttir. Sigfús átti þijú systkini, Sig- ríði, sem nú er látin, en eftir lifa Guðrún og Einar. Eiginkona Sigfúsar var Valdheiður Mar- grét Valdimarsdóttir, f. 23. ágúst 1929, d. 23. janúar 1990. Eign- uðust þau fimm börn: 1) Margrét, f. 18. nóvember 1953, maki Kenn- eth Ferguson. 2) Sigrún, f. 3.janú- ar 1955, maki Gunnar Olafur Bjai-nason, dóttir Sigrúnar er Heiður Margrét. 3) Jón, f. 12. októ- ber 1958, maki Birna Jónsdóttir, Mig langar í fáeinum orðum að minnast góðs vinar míns, Sigfúsar Jónssonar múrarameistara, sem lést 11. desember sl. Við Sigfús kynnt- umst árið 1967 þegar hann gerðist múrarameistari hjá byggingarfyrir- tæki sem ég átti aðild að og allar göt- ur síðan. Þá þegar tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Sigfús var í hópi þeirra múrarameist- ara sem hafði mest umsvif á áttunda áratugnum. Hann var mjög góður fagmaður og hafði mikil mannaforráð enda hörkuduglegur og ósérhlífinn. Sigfús var hæglátur maður, þægi- legur í öllum samskiptum og orðheld- inn. Hann var ekki hávaðamaður þeg- ar erfið álitamál komu upp og þeir sem þekktu Sigfús vel höfðu á orði að hann segði oft mikið með þögninni. Það var þægilegt að umgangast Sig- fús, jafnt í vinnu og í frístundum. Hann hafði góða og þægilega kímni- gáfu og sá oft aðrar hliðar á málum en samtíðarmenn hans. Sigfús og eiginkona hans Heiða, sem lést fyrir nokkram áram, vora nágrannar okkar hjónanna í Rauða- gerðinu til margra ára og auk þess nábúi á sumarbústaðasvæði við Með- alfellsvatn í Kjósinni. Þar undu Sigfús og Heiða sér vel. Sigfús var mikill náttúraunnandi og útivistarmaður og stundaði lax og silungsveiðar. Þar naut hann sín vel enda flinkur veiði- maður. Ég minnist margra góðra veiðistunda sem við áttum í nokkur ár í Selá í Vopnafirði en Sigfús var ætt- aður úr Vopnafirði. Ég tel það hafa verið viss forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Sigfúsi og eiga hann að vini í rúma þijá ára- tugi. Það var mannbætandi að kynn- ast hans viðhorfum og skoðunum á sonur þeirra er Pét- ur Hrannar. 4) Valdi- mar, f. 5. mars 1962, maki Valgerður G. Hannesdöttir, börn þeirra eru Brynjar Már og Heiða Krist- ín. 5) Kristinn, f. 3. júlí 1966, maki Anna Traustadóttir, sonur þeirra er Aron Freyr, en fyrir átti Kristinn Sindra. Eftirlifandi sam- býliskona Sigfúsar er Guðbjörg Jóels- dóttir. Sigfús fluttist ungur til Reykjavíkur, tók sveins- próf í múraraiðn 1955 og meist- arapróf 1966 og starfaði hann við þá iðn alla tíð, eða þar til hann lét af störfum 1995. Útför Sigfúsar fór fram frá Ás- kirkju 19. desember. ýmsum þjóðfélagsmálum. Lífsstarf hans var mikið og farsælt og hann lagði mikið af mörkum við uppbygg- ingu borgarinnar. Fyrir það á hann þakkir skildar. Um leið og ég kveð minn góða vin og samferðamann vil ég votta sambýliskonu hans, bömum og öðram aðstandendum samúð mína. Magnús G. Jensson. Elsku Fúsi, okkur langai' að þakka þér fyrir þessi ár, sem við fengum að vera samferða þér. Égfelíforsjáþína, Guð faðir, sálu mína, þvínúerkominnótt. Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt (M.Joch.) Elsku mamma og ástvinir, megi Guð styrkja ykkur. Kær kveðja, íris, Sopja og Sandra. Ei-fitt er að ímynda sér jólin án Fúsa afa, þótt honum hafi ekkert ver- ið um þessa hátíð gefið, allt of mikil fyrirhöfn og læti, þá verður aðfanga- dagur aldrei eins án hans. Enginn til að hrista höfuðið yfir öllu tilstandinu, enginn afi við borðsendann sem er fyrstur til að bragða á rjúpunum og segja til um ágæti þeirra. Það sem ég man einna fyrst eftir síðan ég var lítil voru sífelldar gjafir þínar, og vora þær helst til tíðar að mömmu og ömmu mati, barninu mátti nú ekki spilla með ofdekri, og fór það svo að þú laumaðir þessu að mér þeg- ar þær sáu ekki til. Örlátari mann er ekki hægt að finna, og það er nokkuð sem hver sem þig hefur þekkt kann- ast við. Örlæti, hjartahlýja, greið- vikni, jafnaðargeð og góðmennska, einhveijir þeir bestu kostir seA prýða góðan mann, og þeim varst þú ríkulega búinn, afi minn. Ekki veit ég hvemig ég hefði kom- ist af þessi flóknu ár sem unglingsárin vora án þín. En er mamma og Gunni fluttu í Garðabæinn og þú upp á Vest- urbrún má segja að ég hafi fylgt sem skilmáli með húsinu, en þar fékk ég eigið herbergi og fór það þannig að lokum að ég var meira hjá þér en nokkum tímann „heirna" í Garða- bænum. Hefði það aldrei farið svo ef þú hefðir ekki látið mér líða svona vel hjá þér. Ég veit mætavel að ég var ekki auðveldasta manneskjan í urh'- gengni á þessum tíma, en aldi-ei nokk- um tímann kom til þess að þú næðir að ergja mig með einum eða öðram hætti, enda veit ég ekki almennilega hvemig það ætti að vera hægt að ergja sig á ljúflingi eins og þér, eðl- isfarið slíkt að ómögulegt er að finna nokkuð að. Það var því engin tilviljun að það vai-st þú sem ég leitaði til með miidð af vandamálum mínum á þess- um tíma. Virtist engu máli skipta þó að ég væri 15 ára og þú 66 ára, þér tókst nú samt að láta mér líða betur. Fyrst var talað saman og svo fylgdu töfraorðin: „Viltu svo ekki fá þér ís, Heiður mín,“ í kjölfarið, þetta gat bara ekki klikkað. Ég trúi ekki að elsku afi minn 8é dáinn frá mér, mér líður eins og hálf- munaðarlausu barni, þó ég sé orðin 21 árs gömul, en hver á þá að hugsa um mig þegar mamma og Gunni fara til útlanda og ég er ein heima. Þau vora yfii'leitt ekki komin langt út fyrir borgarmörkin er þú hiingdir og bauðst mér í mat. Ékki bara eitt og eitt kvöld, heldur öll kvöldin, og ef ég ekki komst næstkomandi kvöld, þá var það engin fyrirstaða, þá var bara að senda mann með birgðimar heim, svo að það myndi nú endast fram að næstu heimsókn. Ég varð alltaf að muna að koma með diskana til baka, því annars fannstu æma ástæðu til að taka þetta upp við mig, og hvað ég hygðist nú fyiir með allt þetta leirtau, en í góðlátlegu gríni að sjálfsögðu. Hvað ég á eftir að sakna þessa lúmska húmors þíns sem þú lést óspart í ljós í hópi þinna nánustu, hvemig þú hrist- ist allur til er þú hlóst, og hver á nú að gera grín að mér þegar ég byrja að fussa yfir hlutunum? Ég sem vai- búin að hlakka svo til að klára prófin og fara með þér út að ganga og að hjálpa til við jólaundir- búninginn, því þótt þér hafi ekki verið neitt um jóíin gefið varstu ekki maður sem olli öðram vonbrigðum. En það bíður allt betri tíma afi minn. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Heiður. SIGFUS JONSSON KNUD KRISTJÁN ANDERSEN + Knud Kristján Andersen fædd- ist f Landlyst í Vest- mannaeyjum 23. mars 1913. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 13. desember sfðastliðinn. For- eldrar hans voru Hans Peter Ander- sen (Danski-Pétur) útgerðarmaður og Jóhanna Guðjóns- dóttir húsmóðir. Systkini Knuds eru: Eva, látin; Willum, látinn; Emil, látinn; Njáll, látinn og Guðrún. Hálfsystkini Knuds samfeðra eru Jóhann og Val- gerður. Knud kvæntist Rakel Friðbjarnar- dóttur árið 1939. Rakel var fædd 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993. Börn Knuds og Rakelar eru: 1) Ingibjörg Jó- hanna Andersen, f. 14.12. 1939, maki Óskar Þórarinsson, þeirra börn eru: Rakel og Sindri, fyr- ir átti Ingibjörg Kristínu og Knút og Óskar átti Sigmar Þröst. 2) Hafdfs And- ersen, f. 21.12. 1949, d. 11.11. 1997. Hafdís var gift Sigurbirni Hilmarssyni og þeirra dætur eru: Sædís, Dröfn og Sif. 3) Pétur Andersen, f. 16.12. 1944. Knud var vélstjóra- og skip- stjóramenntaður. Hann byrjaði ungur til sjós og vann sem vél- stjóri og skipstjóri hjá útgerð föður síns og síðan sem útgerð- armaður í eigin útgerð ásamt Willum bróður sfnum. Kringum 1945 hætti hann til sjós og gerð- ist vélstjóri og sfðan yfirverk- stjóri í nokkur ár hjá Hraðfrysti-j stöð Vestmannaeyja. Síðan starfaði hann sem lagermaður hjá Vélsmiðjunni Völundi sem síðar varð Skipalyftan hf. og vann þar þar til hann hætti störfum sökum heilsubrests árið 1987. Útför Knuds fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 18. desember sl. Þá er hvíldin komin hjá þér, elsku afi. Það fór ekki framhjá mér að þú varst orðinn þreyttur þegar ég hitti þig nokkrum dögum áður en þú fórst yfir móðuna miklu. Þú lést þig hafa það þegar ég var úti í Eyjum helgina áður að koma í mat til mömmu þótt þú þyrftir að ganga upp nokkrar tröppur. Það var yndislegt að fylgjast með þér þetta kvöld, elsti fjöl- skyldumeðlimurinn og. svo .. sá næstyngsti að horfa saman á Löggulíf, þú skellihlæjandi en sá stutti, tveggja ára, starandi stórum augum á ruglaða kalla. Það þurfti ekki meira til svo að hjarta þitt minnti á sig, en ég er þakklát fyrir að hafa komið þessa helgi og eytt þessum tíma með þér. Þetta kvöld sagðir þú mér að þú værir enn þá svo skotinn í henni ömmu, hún hefði verið svo falleg og góð kona, þá minntist ég þess að ekki alls fyrir löngu sagðir þú mér að þig hefði dreymt að amma væri við rúmstokkinn hjá þér og væri að spyrja þig hvort þú vær|r ekki að koma. Núna ertu kominn til hennar og Hafdís hefur örugglega líka tekið vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir allar góðar minningar og stundir með þér frá því ég var smástelpa. Hvíldu i friði, elsku afi minn. Þín j Rakel.A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.