Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Er þetta lífíð?“ BÆKUR S j á 11' s li j á I p a r b ó k LÁTTU EKKI SMÁMÁLIN ERGJA ÞIG ... því öll mál eru smámál. Eftir Richard Carlson. Þýðandi: Guðjón Ingi Guðjónsson. títgefandi: Forlagið 2000.271 bls. LITLA bókin hans Richards Carlson hefiir í tvö ár samfleytt verið á lista yfir vinsælustu og mest lesnu bækur vestanhafs og nú þeg- ar hún kemur út í íslenzkri þýðingu hafa átta milljónir eintaka verið seldar. Oft er það svo að þegar bók hefur runnið út eins og heitar lummur stendur bókagagnrýnandi bæði vel og illa að vígi í því að vera hlutlaus í sínum dómi. Vel að því leyti að hann hefur agað sig í að lesa texta, meta efni og framsetningu þess út frá eigin sjónarhóli og vænt- anlegra lesenda. Ula að því leyti í þessu tilviki að 8 milljón lesendur hið minnsta hafa talið bókina eiga erindi við sig. Hvernig þeim hefur líkað lesturinn er erfiðara að meta en þegar gluggað er í athugasemdir lesenda á amazon.eom-vefnum kemur í Ijós að viðbrögð við bókinni eru afar mismunandi, og henni eru gefnar ýmist ein stjama eða fimm. Bókin heitir á frummálinu Don’t Sweat the Small Stuff... and It’s all Small Stuff og kom fyrst út árið 1997. Höfundur heldur því fram að fiest það sem ergt getur mann í líf- inu sé ekki þess virði að æsa sig yfir því, hvað þá að leyfa því að hafa áhrif á líf sitt. Þess í stað sé hægt að ieiða hjá sér vandamálin og þjálfa sjálfan sig í jákvæðu viðhorfi til annars fólks. Eg get mjög vel fallizt á ýmis sjónarmið hans og margt sem hann segir er skynsamlegt og fallega sagt. Þetta eru þó ekki nýjar hugmyndir. Hann hvetur fólk til þess að vera hjálpsamt, gjaftnilt, ástríkt og vingjarnlegt, sætta sig við orðinn hlut og njóta tilverunnar með jákvæðu hugarfari. í stað þess að ímynda sér að maður verði ham- ingjusamur ef maður nær ein- hveiju fram, fær stöðuhækkun, ef makinn sér að sér, bömin vaxa úr grasi eða komast af gelgjuskeiðinu, þá er engin stund heppilegri til að finna hamingjuna en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá? (bls. 189- 190). Vitnað er í Alfred D’Souza sem sagði eitthvað á þá leið að lengi vel hafi sér fundist að lífið væri rétt í þann veginn að hefjast - alvöru líf. En það var alltaf einhver hindrun í veginum, eitthvað sem fyrst þurfti að gera, eitthvert óafgreitt mál, tími sem þurfti að líða, skuld sem þurfti að greiða. Þá myndi lífið byrja. Að endingu áttaði hann sig á því að þessar hindranir voru lífið. Ég hef heyrt þetta orðað öðruvísi: „Allir þessir dagar sem komu og fóru ... ekki vissi ég að það væri líf- ið.“ Mér finnst um of alhæft í bókinni, því að aðstæður fólks eru svo mis- jafnar. Það eru heldur ekki satt að öll mál geti verið -smámál (er ekki Smámál nafn á afurð frá Mjólkur- samsölunni? Láttu ekki smámuni ergja þig hefði verið heppilegra bókarheiti að mínu áliti). Mér þætti til dæmis ekki farsælt ef stjórmála- menn tækju hvaða vitleysu sem er góða og gilda. Eiga þeir að anda djúpt og gera jógaæfingar í stað þess að taka á vandamálum? Hættulegt gæti verið fyrir almenn- ing að bregðast ekki við ef stjóm landsins færi úr böndunum eða ef gallagripir kæmust til valda. Ekki getum við öll orðið eins og mýs und- ir fjalaketti.Við lestur bókarinnar stóð ég mig því ítrekað að því að gefa bókinni ýmist fimm stjörnur eða eina í huganum. Ef öll mál eru smámál, af hverju fer þá 271. blað- síða í að segja manni frá fremur ein- földum leiðum til að bæta sjálfan sig? Mér dettur í hug að það sé vegna þess að hugmyndum, sem kæmust fyrir á nokkrum blaðsíð- um, hafi verið ritstýrt í þennan far- veg af klókum útgefanda, því að örfáar blaðsíður nægja ekki í heila bók. Þess vegna eru sömu hlutimir sagðir margoft, settir í mismunandi búning, en það fer samt ekki framhjá manni að þeir era endur- teknir. Hver kafli er örstuttur, ein til þrjár blaðsíður, og kaflarnir era 100! Sennilega er betra að lesa einn kafla í einu, einn á dag til dæmis, og þegar grannt er skoðað kemur í ljós að vestra hefur verið gefið út daga- tal með texta úr bókinni á hverri síðu fyrir utan það að höfundur hef- ur lesið textann inn á band og einn- ig gefið efnið út sem snældu... Markaðssetningin er söm við sig. Richard Carlson mun vera sál- fræðingur að mennt og segir um hann á baksíðu að hann hafi um árabil starfað við streituráðgjöf í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út aðrar bækur um svipað efni og þær heita nöfnum á borð við: Don’t Sweat the Small Stuff at Work; Don’t Sweat the Small Stuff for Teens; Don’t Sweat the Small Stuff about Money; Don’t Sweat the Small Stuff in Love; Slowing Down to the Speed of Life; You can be Happy No Matter What. Alls munu bækur eftir hann vera 15 talsins, þær hafa verið gefn- ar út í yfir 100 löndum og lesnar af yfir 40 milljónum manna. Hugmyndir þær sem settar era fram bókinni era ekki allar nýjar af nálinni en margar þeirra era þess virði að rifja upp og tileinka sér. Heimspekingar fyrri tíma hafa fært okkur sumar þeirra. Manst þú les- andi góður eftir bók sem heitir Hver er sinnar gæfu smiður, hand- bók Epiktets, en hún var á sínum tíma þýdd á íslenzku af dr. Brodda Jóhannessyni? Mér finnst eins og Carlson hljóti að hafa lesið hana í æsku. Katrín Fjeldsted Vel mælt BÆKUR Spakmælasafn ÞEGAR ORÐ FÁ VÆNGI eftir Torfa Jónsson. 524 bls. títg. Torfi Jónsson. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2000. MARGT er vel mælt í bók þess- ari. Átta þúsund spakmæli! Sá ætti að komast árekstralaust í gegnum lífið sem kynni þau öll og færi eftir þeim. Og þó. Hægara er að kenna heilræðin en halda þau, segir mál- tækið. Spekingar þeir, sem skrásetjari hefur tekið upp í bókina, eru fleiri en tölu verði á komið. Ekki voru þeir undantekningarlaust fyrir- myndarborgarar. En allir voru þeir frægir, hver á sínum tíma. Þarna er Sókrates, að sjálfsögðu. Einkennileg þætti bók af þessu tagi þar sem nafn hans kæmi ekki fyrir. Mörg er viskan höfð eftir La Rochefocauld. Hann hefur nýst Torfa betur en ekki. Sama máli gegnir um Talleyrand. Honum tókst að halda höfðinu gegnum byltinguna og Napóleonstímann og þótti með ólíkindum! Hann gat verið tungumjúkur. En hann áttaði sig líka mörgum betur á mótsögn- unum í mannlegu samfélagi. Hvort tveggja mun hafa komið honum vel í ölduróti byltingarinnar. Það sem eftir honum er haft lýsir vel manni og tíðaranda. Benjamin Franklin var óspar á heilræði sem margur Bandaríkjamaður heldur enn í heiðri. Hann var næsta jarðbund- inn og beindi ráðum sínum til hins venjulega meðalmanns, sem sagt heimspekingur hversdagslífsins. Oscar Wilde hneykslaði sómakæra góðborgara á sínum tíma. En eng- inn frýjaði honum vits. Enda hefur hann orðið Torfa drjúg uppspretta hnyttiyrða. Henry Ford var einn þeirra sem gerðu ameríska draum- Sögur af h v ersdagshetj um inn að veruleika. Hann varð fyr- irmynd allra bílasmiða fyrr og síð- ar. Ekki fer á milli mála að hann gat líka komist vel að orði. Torfi vitnar þónokkuð í hann. Winston Churchill var afreksmaður við viskídrykkju. Tíminn og tækifærin gerðu hann að stríðshetju. Hvað- eina, sem fram gekk af munni hans, var því samstundis hent á lofti. Svo skrifaði hann líka ævi- sögu sína og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir! Sumar staðhæfingar Churchills hafa staðist tímans tönn. Til dæmis þessi: »Arfur kap- ítalismans er misjöfn skipting lífs- gæðanna, arfur sósíalismans er jöfn skipting eymdarinnar.« Vonandi ber næsta öld gæfu til að gleyma bæði kapítalisma og kommúnisma. Saman fæddu þess- ar stefnur af sér velferðarþjóð- félagið sem nú er talið allra meina bót. Ókunnur höfundur lýsir því svo: »Gallinn við velferðarþjóð- félagið er sá, að þegar maður hef- ur náð það langt að maður geti lát- ið aðra um verstu verkin, þá fæst enginn til að vinna þau.« Bókmenntir og listir fá líka sinn skammt. Benjamin Disraeli var meiri stjórnmálamaður en rithöf- undur. Allt um það sendi hann gagnrýnendum þessa sneið: »Gagnrýnendur eru menn sem mistekizt hefur bæði í bókmennt- um og listum.« Torfi flokkar spakmælin eftir efni þannig að auðvelt er að nálg- ast tilvitnanir sem maður þarf á að halda í andartakinu. Flokkunin er yfirleitt örugg og haldbær. Eigi að síður er sumt svo almenns eðlis að erfitt getur reynst að hafa uppi á því nema með ærinni leit. Nöfn og aldur þeirra, sem Torfi vitnar til í bók sinni, minna á að dagar heimspekinnar eru taldir. Vesturlandabúar eru hættir að hugsa. Jean-Paul Sartre var síð- asti heimspekingurinn sem hafði eitthvað frumlegt til málanna að leggja. Eigi að síður reisti hann kenningar sínar á nítjándu aldar grunni. En það eru öðru fremur átjándu og nítjándu aldar menn sem Torfi vitnar til. »Örlögin stokka spilin, við spilum úr þeim,« sagði Schopenhauer. Hann sá fyrir sér hnignun vestrænnar menning- BÆKUR Smásögur PARADÍS AREPLIN eftir Martin A. Hansen. Jón Kalman Stefánsson þýddi og ritaði eftirmála. Bjartur árið 2000 - 137 bls. MARTIN A. Hansen segir trega- fullar og heillandi sögur af hvers- dagshetjum. Sagnaheimur hans lýsir fátæku fólki til sveita sem býr við takmörkuð efnisleg gæði í gjöfulu mannlífi. Aðferð hans er fólgin í því að skera sneið af veraleikanum og varpa ljósi á einstök atvik og persón- ur í heimi sem er í senn kaldur og hlýr, saklaus og spilltur. Persónur hans era ósköp venjulegt fólk, stund- um fólk sem farið hefur halloka eða sker sig úr að einhverju leyti. Það gengur um í tréskóm á vegum og víð- feðmum ökrum, innan um hnetutré og ranna, myllur og myllusíki, skurði, ár og hættulegar tjarnir og víða finnst sérkennileg lykt. Sjónar- homið í sögum hans er bemskt og saklaust þar sem heimurinn er séður með augum þess sem er að uppgötva og finna til í mannlegum samskipt- um. Martin A. Hansen (1909-1955) var einn virtasti og vinsælasti rithöf- undur Dana um miðja þessa öld. Eft- ir hann liggja fimm skáldsögur, þrjú smásagnasöfn, jafnmörg greinasöfn, tvær ferðabækur og mikið rit um fornnorræna menningarsögu. Á síð- asta ári gaf svo bókaforlagið Gyld- endal út dagbækur hans (1931-1955) í þremur bindum, samtals um fimm- tán hundruð síður að lengd. Uppeldi hans mótaðist mjög af kristilegum hugmyndum og grónum gildum. I eftirmála Jóns Kalmans Stefánsson- ar kemur fram að Hansen var „hér- aðshöfundur í þeim skilningi að yrk- isefni og umhverfi sótti hann ósjaldan til Stevns á suðaustur Sjá- landi en þar ólst hann upp til sautján ára aldurs. Hansen var kennari að mennt og afar vinsæll fyrirlesari og hafði „yfir sér slíka óbifanlega ró að ófáir litu á hann sem tákn staðfest- unnar og um leið einskonar vörn gegn svíðandi óróa nútímans". Fyrstu skáldverk Hansens voru í anda félagslegs raunsæis. Hann varð þekktur og viðurkenndur fyrir æv- intýrasögu sína Jonatans rejse (1941) sem er skrifuð í afar persónu- legum og fáguðum stíl. Ein merkasta skáldsaga danskra bókmennta á þessari öld er talin vera saga hans Lykkelige Kristoffer (1945) en sú víðlesnasta, Lpgneren (1950), birtist í íslenskri þýðingu árið 1966. Ferða- bók hans Rejse pá Island (1954) hef- ur einnig verið þýdd á íslensku, af Hirti Pálsyni árið 1984. Paradísareplin er safn níu smá- sagna sem flestar era sagðar í fyrstu persónu. Um er að ræða val úr fjór- um bókum Hansens sem komu út á árabilinu 1947-1959. Fyrsta sagan í safninu, Strúturinn, er grípandi frá- sögn, hröð og ævintýraleg. Þar er lesandanum íylgt af ungum sögu- manni og systur hans í veröld sem barnsleg ímyndunin nær að stækka og gera hættulega. Uglan er saga forvitins drengs og gamals einstæð- ings og uppfinningamanns, sem aðr- ir virðast forðast. Þögult samband þeirra vitnar um gagnkvæman skiln- ing þar sem sá ungi sækir í bækur þess gamla, sérstaklega Börn Grants skipstjóra eftir Julius Veme. Hér eins og víða í sögum sínum beit- ir Hansen bemsku sjónarhorni með áhrifaríkum hætti og stöðugar skipt- ingar eiga sér stað milli hugsana drengsins og athafna hans. Sagan um Paradísareplin minnir á ævintýrið um Rauðhettu. Drengur heimsækir ömmu sína í fjarlægu húsi og færir henni pakka af slátri en fær í staðinn gljáandi rauðgul epli að taka með sér heim. Myndin af gam- alli skyttu sem býr í hinum enda hússins er skopleg og nöturleg í sam- anburði við hlýja og notalega ömm- una. Heimferðin verður drengnum torsótt og lífshættuleg þegar hann fer út af veginum til að stytta sér leið yfir ísilagða ána. I sögunum Tvöfalt portrett í ská- skomum ramma og Jarðarför Stínu dregur Hansen upp lifandi myndir af margbrotnum persónum. I fyrri sög- unni kynnumst við innilegu sam- bandi frænku sögumanns og Jens frá Jaðri. Þau era býsna ólík í fram- komu og háttum en hafa hvort um sig mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. í síðari sögunni fylgj- um við utangarðsfólkinu Sören og Stínu á einmanalegu flakki uns dauð- inn skilur þau að. Lokasaga bókar- innar Morgunstundin lýsir einkenni- legri næturvinnu þriggja manna sem skera jurtir af ái-botni. Allt í senn býr þessi saga yfir frábærri frásagn- artækni, sérkennilegri dulúð og endi sem skilur sögumanninn og lesand- ann eftir með hugann fullan af undr- un og söknuði. Smásögur Martins A. Hansens fara í úrvalsílokk. Þær komast prýðilega til skila í íslenskri þýðingu Jóns Kalmans Stefánsson- ar. Hann hefur góð tök á stíl Han- sens, þekkir viðfangsefni sitt vel og nær að gefa frásögninni mál við hæfi. Tónn þessara sagna er afar notaleg- ur og hlýr þótt umfjöllunarefnið geti verið nístandi og kalt. Jón Ozur Snorrason ar. Þetta er að minnsta kosti þriðja bókin sem komið hefur út svipaðs efnis á síðustu árum. Fleiri kunna þær að vera þó undirritaður muni ekki eftir því í svipinn. Nokkuð eru þær mismunandi þannig að ekki verður sagt að ein komi í stað annarrar. En hvað er það sem kallar á þessar bækur? Ekki hafa lesendur beðið um þær. Hitt mundi sönnu nær að söfnun heil- ræða og spakmæla sé einhver auð- veldasta tómstundaiðja sem unnt er að taka sér fyrir hendur. Og hvað er þá nærtækara en gefa öðr- um hlutdeild í áhugamáli sínu og reisa sér um leið dálítinn minn- isvarða? Hitt er svo annað mál að erfitt mun að fá aðra til að lesa öll þessi heilræði að ekki sé talað um að hlíta þeim. Spakmælin og máltæk- in voru nokkurs konar umferðar- reglur fyrir lífsleiðina á tímum hugspekinnar. Nútímamaðurinn trúir ekki á þess konar óskráðar lífsreglur. Stjórnmál tuttugustu aldar með tilheyrandi lýðskrumi voru sjaldnast byggð á lífsspeki og þaðan af síður á heilræðum. Fólk er því tekið að gjalda varhuga við hinu talaða orði. Ekki er þetta sagt til að draga úr vægi þessarar miklu bókar Torfa Jónssonar, síður en svo, enda er hún áminnstra bóka vönd- uðust og aðgengilegust. Erlendur Jónsson Islensk list Fálkagötu 30b Gleðilegir jólaglerfuglar Opið frá kl. 14-18, sírnar 552 8141 og 861 5693 Er til ánægjulegri fjárfesting en myndlist? 3 Hg Rauðarárstíg 14-16 «=C mw simi 551 0400 s || og Kringlunni [i][i sími 5468 0400 www.myndlist.is »RT 1 5ALLIRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.