Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 54 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 V .......... .. Hér á eftir verður fyrst birt brot úr upphafskafla verksins og síðan nið- uriagskaflinn. Rétt er að taka fram að í fyrri kaflanum er ölium tilvísunum í neðanmálsgreinar sleppt. I síðari kaflanum styður Hörður dæmi sem hann nefnir með fjölda mynda en t, myndatilvísunum í kaflanum er sleppt hér nema þar sem það á bein- línis við, þ.e. þegar rætt er um Ed- inborgarhúsið í Hafnarstræti, saman- ber myndir sem birtast hér með. Frumherjar Með stofnun Þjóðminjasafns ís- lands, sem í öndverðu hét Fomgripa- safn Islands, árið 1863 hefst að ráði áhugi íslendinga á menningarminj- um. Það er engin hending að stofnun þess ber upp á þann tíma þegar þjóð- in er allverulega tekin að rétta úr kútnum eftir aldalangt basl, stöðnun og erlenda kúgun. Sjálfstæðisbarátta hennar er hafin. A fyrstu árum safns- ins var að sjálfsögðu ekki hægt að vinna að öðru en björgun lausra muna og gera athuganir á fornleifum í jörðu. Með prentun íslendingasagna upp úr miðri 19. öld óx áhugi á öllu sem minnt gat á glæsta fortíð. Undir sverðinum var hana meðal annars að finna. Annar af fmmkvöðlum að stofnun Þjóðminjasafnsins og fyrsti foi-stöðumaður þess, Sigurður Guð- mundsson málari, var á námsárum sínum í Kaupmannahöfn nemandi Niels Hoyens, fyrsta listfræðings Dana, sem beindi nemendum sínum af ástríðuþunga að fomnorrænni list, og einnig hins fræga arkitekts Gust- avs Hetsch, sem ruddi braut hinum rómantíska stíl í Danmörku. Strax við heimkomuna hvatti Sigurður landa sína til þess í frægri grein í Þjóðólfi, „Hugvekju til íslendinga", að stofna fomgripasafnið, og sem forstöðumað- ur þess tók hann að rannsaka sjón- menntaarf Islendinga af fullu kappi. Fljótlega beindist áhugi Sigurðar að gömlum íslenskum húsum, „um það vitna teikningar hans og hugleiðingar um húsakynni hérlendis í fornöld og á miðöldum, einkum skála, er enn stóðu fram á daga hans sjálfs. Um varð- iæislu þeirra var ekki að ræða, en þó björguðust fáeinir fomir húsaviðir til safnsins," eins og Þór Magnússon orðar það á einum stað. Sigurður var- ar og við einhliða skilningi fræði- manna og fomvísindavina á menning- ararfi þjóðarinnar, það sé fleira en bókmenntir sem huga beri að. Hið íslenska fomleifafélag var stofnað 1880. í lögum þess segir með- al annars: „Félag vort starfar að því að þær fomleifar og mannvirki [let- urbr. höf.] sem enn kunna að finnast á íslandi og eigi verða ílutt á fomgripa- safnið nái vemd og þeim verði haldið við eftir því sem best má verða, hvort sem er með lögum er félagið mun reyna að fá framgengt eða öðmm ráðstöfunum." Allsendis er óvíst að með orðinu mannvirki sé átt við hús, en hvort heldur er má segja að hér sé í fyrsta sinn á Islandi minnst form- lega á minjavemd í víðtækasta skiln- ingi. ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11. s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Edinborgarverslunin gamia við Hafnarstræti í upprunalegri mynd. Sama hús eftir breytingu. Bessastaðakirkja að innan um 1898. Bessastaðakirkja eftir viðgerð Matthiasar Þórðarsonar um 1923. Ágrip af hús- verndarsögu Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur gefið ------------------------7----------------- út síðara bindi verksins Islensk bygging- ______ararfleifð eftir Hörð Ágústsson.____ Undirtitill þessa bindis er Varðveisluannáll 1863-1990. Verndunaróskir Gera má ráð fyrir að eggjunarorð Sigurðar Guðmundssonar í Hugvekju sinni og starf hans við safnið, meðal annars Skýrslur hans um Forngripa- safnið sem út komu árin 1868 og 1874, hafi vakið margan manninn til vitund- ar um hinn sjónræna menningararf. Elsta heimild sem fær orðum þessum stað er írá séra Jens Pálssyni í Görð- um á Álftanesi. Segir Jens að þegar hann tók að þjóna Bessastaðakirkju 1896 hafi hún verið „afar illa á sig komin ... Mér rann þetta til rifja, ekki aðeins vegna þess að eg átti kirkjunni að þjóna, og hrömun hennar varð að bitna á mér ekki síður en sóknar- mönnum, heldur og vegna þess að ég áleit hana mestan sögulegan og þjóð- legan fomgrip og dýrgrip allra kirkna landsins, annarra en Hóla- kirkju í Hjaltadal. Hin hraðfara hnignun Bessastaðakirkju varð mér því brátt að þungu áhyggjuefni, og viðreisn hennar aftur á móti að heitu áhugamáli.“ Grímur Thomsen, eig- andi Bessastaða, dó þetta ár og skildi kirkjuna eftir í fullkominni vanhirðu. Skemmst er frá því að segja að Jens reyndi að kaupa jörðina kirkjunni til bjargar, stóð í stappi við Landsbank- ann og Jón kaupmann Vídalín en tókst samt, seldi svo Skúla Thorodd- sen hana 1898 gegn því loforði að Skúli gerði við Bessastaðakirkju, sem staðið var við í einu og öllu. „Þannig auðnaðist mér þá,“ segir Jens, „að af- stýra skipbrotinu því, að Bessastaða- kirkja félli í rúst.“ Viðgerð Skúla hófst strax 1898 og var lokið alda- mótaárið 1900. Mistök vom þó gerð við endurbygginguna. Sett var á kirkjuna bárajámsþak en ekki gætt að því að skara það nægilega og fór kirkjan fljótlega að leka og skemm- ast. Það var ekki fyrr en 1921 að Matthías Þórðarson tók til hendinni og bætti úr því eins og nánar verður sagt frá síðar. I blaðinu ísafold árið 1901 birta þeir Eiríkur Briem, formaður Fom- leifafélagsins, og Jón Jakobsson, um- sjónarmaður Fomgripasafnsins, grein undir heitinu „Vemdun fom- leifa“ og var hún í raun ákall til þjóð- arinnar um menningargildi fornleifa. Þeir biðja hana að ganga varlega um þær og láta Fomgripasafnið vita í hvert sinn er menn rekast á merki- legan grip eða rúst. Þeir skora á hvem og einn sem á foman grip að gefa fyrst og fremst Fomgripasafn- inu kost á að kaupa hann, „og má þá um leið benda á að ef gripurinn er eitthvað merkilegur í sögulegu tilliti, þá mun enginn borga hann betur en safnið“. Hér sést hvað undir býr. Vit- að er að útlendingar og ekki síst Jón Vídalín konsúll létu greipar sópa um íslenskan þjóðminjavöll um þessar mundir. Þeir félagar eru að reyna að spoma við fæti. í kjölfarið heldur Finnur prófessor Jónsson erindi á fundi Hins íslenska fornleifafélags sama ár, sem hann nefnir „Verndun fommenja". Það birtist í Árbók félagsins 1901. í þessu erindi er í fyrsta sinn minnst á varðveislu húsa. Hann gengur þó ekki lengra en að hvetja til þess að teknar verði ljós- myndir „af merkustu bæjum sem enn era til og hafa sögulega þýðingu". Hann telur fyrirsjáanlegt „að bæir, að minnsta kosti höfuðbæimir, hverfi alveg áður en langt um líður og að reist verði timburhús". Því „ætti hver bóndi er rífur bæ sinn og reisir timb- urhús að sjá um að tekin væri Ijós- mynd af bænum áður, sem nú er víða hægt, og ef ekki væri hægt að ná í Ijósmyndasmið, þá að rita upp ná- kvæma lýsing á bænum utan veggs og innan; helst ætti hvorttveggja raunar að fara saman og bæði myndir og lýsingar að geymast í Forngripa- safninu". N æsta stig í málinu er það að Danir efndu til sýningar á heimilisiðnaðar- vöram frá dönsku Vesturheimseyjun- um, Grænlandi, Færeyjum og íslandi árið 1905 í Tívolí í Kaupmannahöfn. Sýning þessi vakti mikla reiði meðal íslenskra stúdenta í Höfn og var hún aldrei kölluð annað en „skrælingja- sýningin". Sýningin varð til þess að Matthías Þórðarson ritar grein í Skírni 1905 sem hann nefnir „Vernd- un fommenja og gamalla kirkju- gripa“. Kvartar hann yfir því að ekki skuli vera til lög „er banni að rífa nið- ur eða breyta gömlum og merkileg- um húsabyggingum, svo sem skálum, kirkjum o.fl.“ Umræðan sú arna og formleg mótmæli stúdenta til Alþing- is leiddu síðan til þess að Hannes Þor- steinsson flutti þingsályktunartillögu 1905 um að alþingi skoraði á land- stjómina að leggja fyrir þingið fram- varp til laga um vemdun fomminja í landinu, „og reisa nú þegar alvarleg- ar skorður gegn því að forngripum úr kirkjum og frá öðram opinberam stofnunum verði fargað út úr landinu frekar en orðið er“. Tillögu sinni fylgdi Hannes úr hlaði með merkri ræðu. Ályktunin var samþykkt sam- hljóða. Arið 1907 lagði svo Hannes Hafstein fram framvarp „um vemd- un fornmenja". Það var samþykkt að mestu óbreytt eftir nokkrar umræð- ur í september og staðfesti konungur lögin 16. nóvember. Jafnframt því var Matthías Þórðarson skipaður forn- menjavörður og forstöðumaður Forngripasafnsins í ársbyrjun 1908. Heitunum var breytt upp úr 1911 í „þjóðminjavörður" og „Þjóðminja- safn“. í lögunum, sem einkum taka til eig- inlegra fornleifa í nútímaskilningi, er að finna afar mikilsverð ákvæði sem varða húsvemd, hin fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Þar segir að til fomleifa teljist „fornar kirkjur, bæj- arhús og önnur hús sem ekki framai' era notuð til þess sem upphaflega var til ætlast". Fornmenjavörður skyldi taka á fornleifaskrá þær fomminjar sem honum þætti ástæða eða nauð- syn til að friða, en friðhelgi taldist frá þinglýsingardegi. Samkvæmt lögum þessum mátti taka hús á fomleifa- skrá, en það var þó gert fyrst áratug- um síðar, árið 1931. Segir síðar frá hinu merka starfi Matthíasar Þórð- arsonar á þessu sviði. Niðurlagsorð Enga þjóð þekkir höfundur sem er eins rúin byggingarsögulegum minj- um og íslendingar. Sjónlistararfur þeirra má heita örfoka eins og landið sjálft. Hinar glæsilegu dómkirkjur miðalda, klaustrin, höfuðbólin, allt er þetta löngu horfið og flest hús stór og smá fram á miðja 18. öld að nokkram húshlutum undanskildum. Örfá standa frá síðari hluta þeirrar aldar og heita má að svipaða sögu sé að segja frá öndverðri 19. öld. Ástæð- urnar era augljósar. ísland er harð- býlt. Af illri meðferð frá mönnum og náttúraöflum og lækkandi hitastigi varð það stöðugt rýrara og þjóðin þar með fátækari auk þess sem erlend kúgun dró úr henni máttinn. Aðal- byggingarefnið, torf og timbur, stóðst ekki veðráttu umhverfisins til lengdar. Þegar svo þjóðin tók að rétta úr kútnum hafnaði hún alfarið torf- húsinu og þeirri eldfornu reynslu sem því fylgdi. Hún reyndi fyrir sér um steinbyggingar en sú tilraun stóð stutt. Timburhúsahefðin hófst ögn síðar. Á henni náði þjóðin fullkomn- um tökum og entist lengur, þó varla meira en rúma hálfa aðra öld, uns hún skipti enn um byggingarefni, tók steinsteypuna í notkun. Norðmenn undu um aldir og una enn nær eingöngu við timburbygg- ingar, Danir við bindingsverk og múrstein ásamt hreinni steinhúsa- hefð líkt og flestar þjóðir meginlands- ins. Ekki er því að undra þótt sitthvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur. Ein- mitt þess vegna ber enn brýnni nauð- syn til að sinna húsavarðveislu á ís- landi en víðast hvar erlendis, græða upp, sinna húsvemd ekki síður en landvemd. Ekki bætir úr skák að sá hluti húsagerðararfsins sem enn stendur hefur til skamms tíma verið vanræktur og illa með farinn. Hin merku steinhús 18. aldar vora látin grotna niður eða þeim misþyrmt herfilega. Timburhúsin urðu ekki síð- ur illa úti. í fyrstu fengu þau hlífð- arfót, sem sum fóru þeim ekki illa, eins og bárajárnið sem var markvisst fellt að stíl þeirra með góðum árangri. Hitt var þó verra, er áhrifa fúnkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.