Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Engilbjartur fæddist í Hafnar- fírði hinn 13. des- ember árið 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfírði 10. desember. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Guðrún Jónsdóttir og Guð- mundur Hróbjarts- son. Var Bjartur í hópi 13 barna þeirra hjóna en af þessum stóra hópi lifa systur hans, þær Friðmey, Rut og Kristbjörg en látin eru: Sigríður, Gísli, tvíburarn- ir Hreiðar og Sigurjón, Elínbjört, Jón Eyvindur, Jóhanna, Friðberg Heiðarleiki, húmor og góðvild eru sjaldséðir kostir nú til dags, því er alltaf dapurlegt þegar fólk sem gætt er þessum kostum yfirgefur okkar heim. Afi minn Bjartur fékk þessa kosti í vöggugjöf og þeir fylgdu hon- um til grafar. Afi var góður maður sem ekki var hægt annað en að þykja vænt um, enda skilur hann eftir spor í hjarta mér sem aldrei •tiverfa. Þegar ég hugsa til baka koma í huga mér margar minningar um afa Bjart eins og ég hef kallað hann síðan ég man eftir mér. Ógleymanleg ferð mín, pabba og afa til Kaupmannahafnar þar sem við tveir týndumst í þeirri borg. Á þeim tíma skildi ég engan veginn af hverju hann vildi ekki koma með mér í tækin í tívolíinu. Hringferð um landið með pabba, Ollýju konu hans og afa eitt sumarið fyrir mörgum árum er einnig .ýgleymanleg, þar sem við keyrðum um á bláum Subaru sem virtist vera líf hans og yndi á þeim tíma. Eg gæti svo sem endalaust talað um hann og mínar góðu minningar um hann þrátt fyrir að ég hefði viij- að hafa þær fleiri. Ég var duglegur að heimsækja hann en aldrei nógu duglegur, við sátum oft á spjalli um heima og geima og alltaf virtist hann vita ná- kvæmlega hvað ég var að gera og ég veit það innst inni að þrátt fyrir and- og Guðmundur Ágúst. Ungur hóf hann störf í smiðju föður síns og lærði hjá hon- um til verka en Bjart- ur lauk námi í vélsmíði frá Iðnskólanum hér í Hafnarfirði árið 1933. Árið 1938 lauk hann svo prófí sem vélstjóri frá Vélskóla íslands. Starfsvettvangur Bjarts var lengst af á sjónum en við sjó- mennsku starfaði hann um áratugaskeið. Lengst af var hann vél- sljóri á togurum, m.a. á togurunum Surprise og Röðli sem gerðir voru út héðan frá Hafnarfirði. lát sitt fylgist hann með mér á hverj- um degi og sér til þess að fjölskylda mín fari réttar leiðir í lífínu. Hann sagði mér sögur, hvað væri að frétta og síðast en ekki síst treysti hann mér fyrir mörgum trúnaðarmálum og ég ber mikla virðingu fyrir því. Einu gleymi ég þó aldrei. Hann sagði við mig orðrétt: „Þegar ég fæ heimsókn frá ykkur finnst mér ég yngjast um tíu ár.“ Eftir á að hyggja geri ég mér grein fyrir því hvað var það sem hélt honum á lífí, það voru vinir og ættingar í kringum hann og síðast en ekki síst starfsfólkið á Hrafnistu sem ég vil skila góðri kveðju til fyrir hans hönd. Ég er sannfærður um að hann hefur beðið lengi eftir því komast yfir til kon- unnar sem honum þótti vænst um, það var Krístín amma sem ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast en afi talaði mikið um hana og sýndi mér myndir af henni undantekningar- laust þegar ég kom í heimsókn til hans. Ég er sannfærður um að afi hefði viljað kveðja okkur áður en hann fór. Afi beið okkar pabba á Hrafnistu á sunnudaginn var og ég hafði á tilfinningunni að hann lang- aði að segja okkur svo margt áður hann en færi til ömmu, það sást á honum. En honum líður vel núna, hann er þar sem hann vill vera. Það er mikil eftirsjá að Bjarti afa Hinn 19. október 1940 kvæntist Bjartur Kristínu Pálsdóttur, d. 1974. Þau Bjartur og Kristrn hófu sinn búskap hér í Hafnarfirði og voru búsett hér framan af árum. Þau fluttu síðar inn í Reykjavík og voru þar lengi vel búsett í Hvassa- leiti. Sonur þeirra er Páll Þór sem kvæntur er Ólafíu Guðrúnu Hall- dórsdóttur. Börn Páls eru þau Páll Heiðar og Kristín Hildur og fóst- ursynir hans: Halldór Davfð, Ævar og Amar Þór. Sonur Páls Heiðars er Adam Ægir og fóstursonur hans er Arnar Már. Eftir fráfall eiginkonu sinnar flutti Bjartur á ný hingað til Hafti- arfjarðar og var búsettur hér upp frá því og síðustu starfsárin starf- aði Bjartur hjá Vélaverkstæði Jó- hanns Ólafs hér í bæ. Bjartur flutti á Hrafnistu árið 1991 og naut þar góðs atlætis elskulegs starfsfólks. Utför Engilbjarts fór fram frá Fríkirlgunni í Hafnarfírði 15. des- ember. en hann verður alltaf í hjarta mínu vinur og félagi og ég veit að hann fylgist vel með okkur í framtíðinni. Og ef þú sérð þessi skilaboð, afi, þá skilum við öll kveðju til þín sem erum hérna megin og þú ert alltaf velkominn. Vertu var um þig. Þitt barnabarn og vinur, Páll Heiðar Pálsson. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undh- himninum hefir sinn tíma. að rífa sundur hefir sinn tíma og að sauma saman hefir sinn tíma, að þegja hefir sinn tíma og að tala hefir sinn tíma, að elska hefir sinn tíma og að hata hefir sinn tíma, ófriður hefir sinn tíma og friður hefir sinn tíma. Þessi speki úr Prédikaranum kom mér í hug við andlát Bjarts vinar míns. Kynni okkar hófust er við Hreið- ar, frændi hans, gerðum alvöru úr sambandinu og létum pússa okkur saman. Þar með varð hann órjúfan- legur hluti af tilveru okkar, og síðar barna okkar og barnabarna. Við þrjú deildum saman ræktun- argeninu úr báðum ættum og tókst í sameiningu að flytja Móður Jörð á svalirnar á Arnarhrauninu og síðar á Hrafnistu svo hægt væri að dásama dalíur og rósir að ógleyman- legum jarðarberjunum á öllum stöð- um, skiptast á græðlingum og hag- nýtum ráðum. Ég dáðist að staðfestu þeirra bræðra Bjarts og Gísla vegna sund- iðkana þeirra árum saman, ókristi- lega snemma dags, og hugðist taka upp þá hollu lífshætti er tími gæfist. Fékk Bjart meira að segja til að „renna" við hjá mér nokkra morgna og verða samferða í laugina. Ekki entist mér samt hinn heilbrigði lífs- stíll lengi í það skiptið, þrátt fyrir hans notalegu nærveru. Alltaf var stutt í kímnina hjá Bjarti, sem reyndar var einkenn- andi í stórum systkinahópi hans, þar sem gamansögur, gamlar og nýjar voru sem krydd í tilveruna. Grínið var þó ætíð græskulaust og ef hann taldi sig hugsanlega hafa sagt eitt- hvað sem betur hefði mátt liggja í þagnargildi, sló hann létt á munn sér og sagði hlæjandi; þegiðu munn- ur. Bjartur hafði yndi af börnum, og hændust þau að honum, enda gaf hann sig að þeim með sprelli og ýmsum leikrænum tilburðum, sem þau áttu í sameiningu, og muna. Tæp 88 ár eru langur tími, ekki síst þegar líkaminn tekur að gefa sig, og glímdi Bjartur við ýmsar gerðir heilsuleysis hin síðari ár en hafði oftast betur í þeim átökum, nema hvað heyrnarskortur háði honum verulega. Hann hafði gott minni og afar ákveðnar skoðanir á hlutunum, sem Að fæðast hefir sinn tíma, og að deyja hef- ir sinn tíma, að gróðursetja hefir sinn tíma, og að rífa það upp sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma, að deyða hefir sinn tíma og að lækna hefir sinn tíma, að rífa niður hefir sinn tíma, og að byggja upphefirsinntíma, að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma, að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma, að kasta steinum hefir sinn tíma og að tína saman steina hefir sinn tíma, að faðmast hefir sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefir sinn tíma, að leita he& sinn tíma og að týna hefir sinn tíma, að geyma hefir sinn tíma og að fleygja hefir sinn tíma, ENGILBJARTUR GUÐMUNDSSON BENEDIKT ODDSSON + Benedikt Oddsson fæddist í Keflavík 8. maí 1970. Hann lést af slysforum 30. nóvember siðastliðinn og fór útfor hans fram frá Keflavík- urkirkju 7. desember. Sú harmafregn barst mér til eyma hinn 30. nóvember sl. að náinn vin- ur minn og frændi, Bene- dikt Oddsson, væri látin eftir alvarlegt umferðar- slys. Það er ekki mikið sem orðin ein geta lýst um •jnannkosti Bensa, það þarf meira til. Af kynnurn mínum við þennan góða vin er mér óhætt að segja að hetja sé fallin frá. Bensi var og verður mín fyrirmynd um sannan og góðan mann. Hann var sú mann- gerð er hefur að geyma gífurlega sterkan persónuleika og ekki fór fram hjá neinum sá fallegi geisli er af honum stafaði. Hann hafði búið svo vel um líf sitt, hann hafði sýnt svo mikinn styrk og senn átti hann að uppskera vel og mikið. Ég trúi því staðfastlega að uppskeran verð- ur á fallegri grundum en nokkurt 'o’kkar órar fyrir. Ég þakka þér fyrir tímann okkar í París í sumar þar sem þú mér hjálpaðir á erfiðum tímum, ég þakka þér fyrir daginn sem við átt- um síðast saman en það var dag- urinn sem ég sneri aftur til Spánar eftir stutta viðveru heima á íslandi. flg mun aldrei gleyma þínum síð- stu orðum til mín en þú sagðir hve gott þér fyndist að finna fyrir sama kæra og einlæga vinareðlinu er ein- kenndi fund okkar félaganna, þó svo dagar, vikur eða mánuðir liðu mill- um okkar. Ég þakka þér, elsku vinur, fyrir að hafa gert mig að betri manni. Þú gerðir for- eldra þína og bróð- ur svo stolt og veit og finn að þau munu, um ókomna tíð, búa yfir þessu sama stolti. Hún litla þín mun upplýst verða, þegar ár hennar og þroski verða næg, um hve stórkost- legan föður hún átti. Hún veit það innra með sér en sú mun stolt verða. Hún hefur nú sterkan verndarengil sem alltaf mun yfir henni vaka. Eins og ávallt áður, þegar við hittumst næst, munum við ljúfar og skemmtilegar stundir eiga. Mannsævin er ekki langur ferill, því ber okkur að virða dagana sem okkur eru gefnir. Þú barst mikla virðingu fyrir lífinu og eflaust er vilji þinn sá, að við sem eftir stönd- um hér á jörðu, sýnum styrk og vinnum á sorginni og njótum dag- anna, rétt eins og þú okkur kenndir. Elsku Hulda, Erna, Ossi og Gunni og þið öll er eigið sárt um að binda, ykkur votta ég mínu dýpstu samúð. Gunnar Orn Orlygsson. LARA EINARSDÓTTIR + Lára Einarsdótt- ir fæddist á ísa- fírði 22. nóvember 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á fsafirði 2. des- ember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Isafjarðar- kirkju 9. desember. „Það er löng leið frá íslandi til Himnaríkis," segir í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. En ég er sannfærð um að ferð þeirra sem hafa áunnið sér dvöl þar sé hvorki löng né erfið. Og þangað er hún amma í Krók, eins við systkinin kölluðum hana alltaf, komin núna. Langri ævi indællar konu er lokið, og eins og vill verða á slíkum stundum streyma minningamar fram. Þær eru ófáar stundimar sem ég var hjá ömmu og afa úti í Krók sem bam, enda stutt að fara og gott að vera hjá þeim. Amma var yndisleg kona og það var svo gott að sitja í eld- húsinu hjá henni og borða rúgsigti- brauð með rabarbarasultu, kleinur eða formkökur meðan hún sagði manni frá ýmsu skemmtilegu. Sög- umar af strákapöram pabba vora alltaf í miklu uppáhaldi, og líka sú af hestinum Glóa sem beit í rassinn á öðrum latari þegar þeir vora að bera hlössin. Og amma var alltaf viljug til að segja frá einu sinni enn, þó að hún væri búin að margsegja mér sögurn- ar. Það var svo margt hægt að gera heima hjá ömmu og afa og ég lék mér oft á stóra túninu fyrir ofan húsið eða í gamla bflnum sem stóð aftan við það. Svo óx líka rabarbari rétt hjá og þar gat maður náð sér í einn og einn og fengið sykur hjá ömmu til að dýfa í. Inni lékum við börnin alls kyns leiki, enda var amma svo þolinmóð og eins og hún yrði aldrei þreytt á látunum í okk- ur bamabömunum. Þegar líða tók að jól- um, og afi var enn lifandi, fór hann alltaf niður í kjallara og náði í kók- flösku handa mér þegar ég kom í heimsókn, og eftir að amma var orðin ein og flutt úr Strýtu átti hún enn allt- af kókkassa að bjóða úr fyrir jólin. Það var svo notalegt að sumir hlutir breyttust ekki þó að árin liðu og ég væri ekki bam lengur. Amma var bamgóð og átti auðvelt með að heilla smábömin. Hún var ró- leg og yfirveguð og hjá henni mátti leika með allt mögulegt; t.d. fá lánaða potta og pönnur úr eldhússkápunum og sleifar til að lemja á og það var ekki amalegt. Dóttur minni þótti langamma Lára spennandi persóna og talar oft um hana. Þótt amma hafi verið orðin gömul þegai- Birgitta fæddist og minnið farið að bregðast þá hafði hún enn persónutöfrana og góðmennskuna sem geisluðu af henni, og það skynjaði Birgitta. Heimsóknimar til ömmu hin síðari ár einkenndust af áhuga hennar fyrir starfsfólk og góðvinir hans á Hrafn- istu kunnu vel að meta, en þar naut hann einstakrar umhyggju og alúð- ar. Þar var hans „heima“, og ég veit að grallarans Bjarts verður minnst þar, sem og af öðrum samferða- mönnum hans á lífsgöngunni. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að sofna hefir sinn tíma, að vakna hefir sinn tíma, og núna, fjölmörgum áram eftir að ég þurfti fylgdarsvein til að drífa mig með í laugina, er minn tími loks kominn fytir heilsubótarsund, og morgun- stundin alls ekkert svo ókristileg lengur. Að deyja hefir sinn tíma, og að fæðast hefir sinn tíma. Vinur okkar heyrist ekki lengur segja i dillandi hlátri um sjálfan sig: úr sér genginn, aflagður, fyrir bí og fúkkaður, því nú tiplar Engilbjartur Guðmundson hnarreistur á guðs vegum og heyrir jafnvel grasið gróa! Blessuð sé minning hans. Fríða Ragnarsdóttir og fjölskylda. Elsku frændi! Síðasta sumar var einstaklega ánægjulegt og fannst mér virkilega gaman að fá að eyða því með þér á Hrafnistu. Þú varst alltaf svo góður við mig og ég get varla ímyndað mér hvað ég borðaði mikið súkkulaði með þér í vinnunni. í gegnum árin hefur verið algjör- lega ómissandi að hafa þig með í jólahaldinu, bíðandi heima meðan við fórum í kirkju, passandi steikina í ofninum, sitjandi í hvíta stólnum, hlustandi á messuna í útvarpinu og með koníaksglas í hendi! Svo þegar möndlugrauturinn kom var engan veginn hægt að sjá hvort þú værir með möndluna því annaðhvort varstu með hana eða grjón sem þú notaðir til að plata okkur fjölskyld- una með! Þú gafst mér endalaust margar postulínsstyttur og nammi í hvert skipti sem ég kom í heimsókn, her- bergið mitt var orðið fullt af styttum frá þér! Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér annaðhvort skælbrosandi eða skellihlæjandi! Þannig varstu alltaf við mig og þannig muntu lifa með mér í minningunni. Takk fyrir allt, elsku frændi. Katla Hreiðarsdóttir. því hvar ég væri stödd í lífinu núna (því það gat hún því miður ekki mun- að á milli heimsókna), og hún var allt- af jafn ánægð að heyra að allt gengi vel og ég væri í námi; því það gat nú borgað sig að „læra eitthvað nú til dags“, eins og hún sagði sjálf. Svo gát- um við talað um daginn og veginn, og lengi vel gat amma rifjað upp hluti frá í gamla daga, þó að það gengi ekki að muna það sem nýrra var. Það var heldur ekkert síðra, enda hafði amma upplifað svo margt skemmtilegt. Hún bjó yfir hafsjó af fróðleik um þjóðhætti og ýmiss konar hjátrú, og það era ótrúlegustu siðir sem ég hef frá ömmu. Mér verður til dæmis hugsað til hennar í hvert sinn þegar ég stend upp frá bókinni sem ég er að lesa. Það er vegna þess að amma sagði mér þegar ég var bam að ég ætti aldrei að skilja bók eftir opna, því þá læsi Kölski í henni. Síðan þá sný ég alltaf bókinni minni á hvolf þegar ég tek mér hlé frá lestri. Þannig er það er svo margt sem hún hefur sagt mér sem ég mun aldr- ei gleyma. Eg hafði nú reiknað með að geta heimsótt ömmu a.m.k. einu sinni í við- bót, í jólafríinu mínu á Islandi, en svo verður ekki. En í hjarta mínu veit ég að amma mun hafa það gott um jólin þar sem hún er núna. Þangað sendi ég henni hugsanir mínar héðan í frá og um ókomna framtíð. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Kveðja frá Guðrúnu Ingu Guðmundsdóttur, Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.