Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 78
*r£8 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁÐLAUS SÍMI MEÐ NÚMERABIRTI • i2númeríminni • Hringt beint úr númerabirtingaminni /Hægt að tengja við símkerfi Doro SIMINN 'T FÓLK í FRÉTTUM Vellíðanar- og siökunardiskur Friðriks Tónlist í takt við hjartað Morgunblaðið/Porkell Friðrik segir málið vera að taka ábyrgð á eigin tilfínningum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hefur öll tónlist áhrif á okkur; örvandi eða slakandi. „LEYFÐU þér að láta fara vel um þig, sitjandi eða liggjandi hvort sem hentar þér betur. Leggðu aftur aug- un þín, veittu andardrætti þínum at- hygli...“ svo leiðir Kári Eyþórsson hlustandann inn í grunnlökun á nýj- asta vellíðunardiski Friðriks Karls- sonar gítarleikara. Máttur hugans er fjórði hugleiðsludiskurinn sem Frið- rik gefur út og að þessu sinni er hann tvöfaldur. Slökun; betri einbeiting „Diskamir hafa gengið mjög vel og fólk er greinilega farið að finna hjá sér þörf til að nýta sér tónlist af þessu tagi. Það er til næg örvandi tónlist, því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hefur öll tónlist áhrif okkur; örvandi eða slakandi. Það er hrynj- andi í tónlistinni og hún hefur áhrif á líkamsstarfsemina, þess vegna er tónlist svo mikið notuð hvarvetna." Friðrik segir fólk nota tónlistina sína gjama í bakgranni í vinnu, við heimilisstörf eða hafi hana í tölvunni þegar það er að læra. Það nái nefni- lega betri einbeitingu um leið og það slaki á. Takturinn í tónlistinni hans sé u.þ.b sextíu slög á mínútu, sem sé eðlilegur rólegur hjartsláttur, og við að hlusta á tónlistina róist hjartslátt- urinn, verði eðlilegur og fólki líði bet- ur. „Það er vísindalega sannað að við mikla streitu lokast iyrir vissar stöðvar í heilanum, en þegar maður nær rétta púlsinum kemst jafnvægi á milli vinstra og hægra heilakvels, og þar með á samband rökhugsunar og sköpunar. Ég kalla því tónlistina mína vellíðunartónlist. í Englandi þar sem ég er að markaðssetja diskana mína kalla ég hana „feel good“ tónlist." Að setja sér markmið Þessi diskur er frábrugðinn þeim fyrri að því leyti að með honum fylgir aukadiskur þar sem kenndar era að- ferðir til að ná djúpri og góðri slökun. „Þegar maður hefur kynnst því einu sinni að slaka virkilega vel á, fer mað- ur að skynja ástand sitt allt öðra vísi í framhaldi af því,“ segir Friðrik. Slökunaræfingamar bera ýmsa titla og má nota þær við misjafnar að- stæður. „Morguneíling er til þess að und- irbúa daginn sem fer í hönd; setja sér markmið í sambandi við ákveðin verkefni. Málið er að sjá fyrir sér þá útkomu sem maður vill ná fram, búa hana til í huganum. Þá fer undirmeð- vitundin í gang og líkurnar aukast á því að þú náir takmarkinu. Þetta era allt hagnýtar skyndiaðferðir, sem má t.d. nota á viðskiptafundi ef maður lendir í því að verða reiður og allur upptrekktur, þá era til aðferðir til að núllstilla sig á augnablikinu. Hug- leiðslumar era stuttar og hnitmiðað- ar svo fólk sé ekki að eyða miklum tíma í þær. Það gerir þær einu sinni eða tvisvar og kann þær síðan aðferð- ina.“ Að bera ábyrgð á eigin tilfinningum „Kvöldslökunin er til að tappa af öllu stressinu eftir daginn. Hugurinn er gjarna fullur af hugsunum og þá reynist erfitt að sofna. Það verður ekki bara miklu auðveldara að sofna heldur nær maður miklu dýpri svefni, og verður mun endumærð- ari.“ Seinasta æfingin á diskinum er um stjórnun tilfinninga, sem Friðrik við- urkennir að sé reyndar eilífðarverk- efni. „Þetta er spuming um að festast ekki í tilfinningum, taka ábyrgð á þeim, sleppa neikvæðum og óþarfa tilfinnginum, og hætta að kenna öðr- um um hvemig manni líður. „Tilfinn- ingar era það sem færa manni mesta gleði í lífinu og mestan sársauka einnig. Enginn stjómar þeim nema maður sjálfur, maður ræður hvemig manni líður,“ segir Friðrik brosandi að lok- um. Spilar DVD, Video CD, og CD MP3 Spilar öll kerfi 1-6 DTS og Dolby Digital 2x Digtal útgangar og analog VirtualSpatial Surround i Zoom 2x og 4x S’MYNDIRM KAUPBÆTI! lögðum mikla áherslu á að spila sem mest á tónleikum, það hefur styrkt bandið mikið á allan hátt og við eram mjög þakklátir fyrir að vera í þeirri stöðu sem við eram í núna. Nú eram við með vandmeðfarið vald í hönd- unum og það sem okkur langar til að gera er að gæða rokkið sál og tilfinn- ingu sem manni finnst oft vanta nú til dags. Þess vegna langar okkur mikið til að tryggja okkur áfram- haldandi vinsældir svo við getum lagst í tónleikaferðalög og hljóðritað fleiri plötur. Við höfum lítinn áhuga á að verða eins smells hljómsveit, við eram búnir að vinna að þessu í of langan og of strangan tíma. “ Oskur og læti Hvernig hljómaði Papa Roach í gamla daga? „Tónlistin var nokkuð þyngri og það var mikið um öskur og læti því að í þá daga kunni ég ekkert að syngja. Síðan fór ég að skána ögn sem rappari og fór að skána til muna sem söngvari. Bandið fór bara að þéttast og lagasmíðarnar að batna eftir því sem árin liðu.“ Um hvað fjalla textarnirykkar? „Textamir fjalla um atburði sem hafa hent mig á lífsleiðinni, ýmis vandamál sem maður hefur staðið frammi fyrir eins og t.d. þegar vinur minn var að fara í gegnum ferli sjálfsvígshugsana. Lögin fjalla um hluti eins áfengissýki og ofbeldi í skólum o.s.frv. Þetta era textar sem fjalla um það sem er að gerast í sam- félaginu, út frá sjónarhomi hins venjulega manns. Ég hef ekki áhuga á „stóram“ pólitískum málum. Tón- listin sem hafði mest áhrif á mig þegar ég var ungur var pönktónlist, í anda sveita eins og Fugazi og einnig neðanjarðarrapp. Textagerð þess- ara tónlistarforma fjallar um hvað er að gerast í lífi þess sem flytur og þetta hafði áhrif á mig sem texta- smið. Hverjir eru tónlistarlegir áhrifa- valdar sveitarinnar? „Faith No More höfðu mikil áhrif á okkur. Sömuleiðis Deftones. Einn- ig Helmet, Janes Addiction og Pixies - þetta eru sveitir sem ég hlustaði mikið á er ég var yngri. Fugazi, Soc- ial Distortion, Bad Religion, Wu Tang Clan, Beastie Boys, Rage Ag- ainst The Machine. Neðanjarðar- harðkjarnarokk eins og Drowning Man og Refused. Svo er frábært band sem heitir At The Drive In, það er sú nýja sveit sem okkur finnst mest til koma í augnablikinu." Kálhorníusveitin Papa Roach nýtur talsverðra vinsælda hjá rokkæsku landsins um þessar mundir. Arnar Eggert Thoroddsen bjallaði í söngvarann Coby Dick og innti hann frétta. MAÐUR hefur óneitanlega á tilfinn- ingunni að þeir geri lítið annað en að sleikja sólina allan liðlangan daginn þarna vestur í Kalifomíu. Alla vega var Coby karlinn (rétt nafn Jacoby Shaddix) alveg slakur á því, mikill „gaur“ og spurði mig hvort ég vissi ekki öragglega hvað hann væri að segja eftir aðra hverja setningu („You know what I’m sayin’“). Coby er nokkuð áhyggjufullur um þessar mundir, en hljómsveit hans stendur nú við þröskuld hinnar „miklu“ frægðar, eftir að vera búnir að hjak- kast og stússast í nærfellt áratug. Fyrir stuttu lauk sveitin tónleika- ferðalagi með ekki ómerkari lista- mönnum en Eminem og Limp Bizkit en tónlist Papa Roach er hressandi Ljósmynd/Gene Kirkland Papa Roach: Coby Dick er lengst til hægri á myndinni. Pabbi kakkalakki blanda af rokki, pönki og hip-hoppi, með dægigerðri slettu af melódíum. Erum að jafna okkur ,Á þessari stundu eram við ein- faldlega að jafna okkur á þessum skyndilegu vinsældum. Þetta er búið að gerast mjög hratt," segir Coby. „Líf okkar hefur breyst en okkur langar að sjálfsögðu að halda í þá staðreynd að við erum nú bara mannlegir er allt kemur til alls. Við eram alls ekki að reyna að nálgast þessa „hörðu-karlmannlegu“ rokklínu. Þó að tónlistin geti verið afar þung og áleitin er hún um leið bæði melódísk og tilfinningavæn." Og hljómsveitin byrjaði 1993? „Já. Við gáfum út eina breiðskífu og tvær þröngskífur og spiluðum á svona 500 tónleikum áður en við lönduðum þessum samningi. Við Viðtal við söngvara rokksveitarinnar Papa Roach Grafarvogi - 577-7744 Skeifunni - 550-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 • Kringlunni - 550-4499 Reykjanesbæ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 • Egilsstöðum - 471-3880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.