Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsætisráðherrakosningarnar í fsrael Netanyahu ekki í kjöri Jerúsalem. AFP, AP. BENJAMIN Netan- yahu, fyrrverandi for- sætisráðherra ísraels og formaður Likud- flokksins, verður ekki í kjöri í forsætisráð- herrakosningunum í Israel í febrúar. Því er ljóst að harðlínumaður- inn Ariel Sharon, nú- verandi leiðtogi Likud- flokksins, verður helsti keppinautur Ehuds Baraks, leiðtoga Verkamannaflokksins, í kosningunum. Netanyahu dró framboð sitt til baka í gær, nokkrum klukku- stundum eftir að þingið felldi með 68 atkvæðum gegn 48 frumvarp um að þing yrði leyst upp og að boðað yrði til þingkosninga samtímis forsætis- ráðherrakosningunum. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp um breytingar á kosningalögum, sem gerði Netanyahu kleift að bjóða sig fram, en samkvæmt lögunum sem áður voru í gildi gátu aðeins þing- menn gefið kost á sér í embætti for- sætisráðherra. Netanyahu sagði af sér þingmennsku og leiðtogastöðu í Likud-flokknum eftir að hann beið ósigur í síðustu kosningum. Netanyahu hafði lýst því yfir að hann myndi draga framboð sitt til baka ef ekki yrði samþykkt að leysa upp þingið og boða til kosninga. Stuðningsmenn hans hvöttu hann í gær til að skipta um skoðun en hann neitaði því. „Þar sem þingið hafði ekki kjark til að verða við kröfu þjóðar- innar um að ganga til kosninga ákvað ég að standa við orð mín. Ég mun íhuga framboð þegar samþykkt hefur verið að leysa þingið upp,“ sagði Netanyahu. Hann tók skýrt fram að hann hygðist ekki hætta afskiptum af stjórnmál- um. „Þetta þing verður á endanum leyst upp. Það verður fyrr en síðar og þá verð ég viðstaddur." Netanyahu hefur möguleika á að skipta um skoðun og lýsa yfir fram- boði fyrir 25. desember en ísraelskir fjölmiðlar sögðu afar ólíklegt að hann gerði það. Stjórnmálaskýrendur leiddu get- um að því að Netanyahu treysti sér einfaldlega ekki til að taka við for- sætisráðherraembættinu við núver- andi aðstæður í þinginu en þar berj- ast 19 flokkar um völd og áhrif. Dagblaðið Yediot Aharonot sagði að hann hefði vanmetið andstæðinga sína og flækt sig í eigin gildru. Peres íhugar framboð í kjölfar þess að Netanyahu dró framboð sitt til baka var hætt við at- kvæðagreiðslu innan Likud-flokks- ins um hvor yrði í framboði, hann eða Ariel Sharon en prófkjörið átti að fara fram í gær. Samkvæmt skoðanakönnunum hefði Netanyahu unnið öruggan sig- ur í kosningunum en Barak og Shar- on mælast nú með svipað fylgi. Þriðji þungavigtarmaðurinn íhug- ar reyndar framboð, en það er Shim- on Peres, fyrrverandi forsætisráð- herra og friðarverðlaunahafi Nóbels. Peres er eindreginn stuðningsmaður friðarumleitana við Palestínumenn og hann gæti sótt fylgi til stuðnings- manna friðarferlisins sem ella hefðu stutt Barak. Samkvæmt skoðana- könnunum gæti hann átt möguleika á að sigra bæði Barak og Sharon. Peres beið ósigur fyrir Netanyahu í kosningunum árið 1996. Þar sem Barak hefur þegar verið útnefndur frambjóðandi Verka- mannaflokksins, yrði Peres að bjóða sig fram í nafni annars flokks. Hefur hann í þessum tilgangi átt viðræður við fulltrúa Meretz-flokksins sem er á vinstri vængnum. Benjamin Netanyahu AP Wahid, forseti Indónesíu, er hann kom til Baiturrahman-moskunnar í Banda Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs. Wahid Indónesíuforseti heimsækir hið róstusama Aceh-hérað Játar mistök en hafnar algeru sjálfstæði Aceh Banda Aceh. AP, AFP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, viðurkenndi í gær er hann var í heimsókn í Aceh-héraði, að indónesískum stjómvöldum hefðu orðið á mikil mistök í baráttu sinni gegn aðskilnaðarhreyfingunni í héraðinu. Hann hafnaði hins vegar nýju vopnahléi milli stjórnarhersins og skæruliða en kvaðst styðja frek- ari friðarviðræður. Wahid, sem stansaði aðeins í þrjár klukkustundir í Banda Aceh, höfuðstað héraðsins, skipaði stjórn- arhernum að hætta árásum á óbreytta borgara og skoraði jafn- framt á leiðtoga uppreisnarmanna að setjast að samningaborði áður en vopnahléið rennur út 15. janúar. Harðlínumenn og líflátshótanir Wahid, sem á undir högg að sækja fyrir hershöfðingjum og harðlínumönnum í ríkisstjórninni, sagði, að þótt vopnahléið rynni út yrði að halda áfram viðræðum „þar til öllum skilst, að Aceh getur verið frjálst, frjálst innan Lýðveldisins Indónesíu". „Okkur hafa öllum orð- ið á mistök, líka mér,“ sagði Wahid í ræðu í stærstu mosku borgarinn- ar. Wahid ákvað að fara til Aceh þrátt fyrir vaxandi átök og hótanir um, að hann yrði ráðinn af dögum. Var hann í skotheldu vesti og meira en 2.000 hermenn gættu hans. Þrátt fyrir gæslu sprakk lítil sprengja við götu, sem bílalest Wahids fór síðar um. Wahid hét Aceh-héraði, sem er mjög olíuauðugt, aukinni sjálfstjórn og sagði, að íbúarnir, sem eru mjög strangtrúaðir múslimar, gætu tekið upp íslömsk lög. Það gæti þó orðið til að veikja indónesíska ríkið en öll löggjöf þess hvílir á veraldlegum grunni. Leiðtogar uppreisnar- manna krefjast hins vegar algers sjálfstæðis og höfnuðu boði um að hitta Wahid að máli. Viðræður í næstu viku Tengu Hasan di Tiro, útlægur leiðtogi aðskilnaðarhreyfingarinn- ar, tilkynnti hins vegar í Stokk- hólmi í gær, að viðræður við Indónesíustjórn um framtíð héraðs- ins myndu hefjast í Genf í næstu viku. Þrátt fyrir vopnahléið, sem Indónesíustjórn og skæruliðar sömdu um í júní sl., hafa meira en 840 manns fallið í valinn á þessu ári. Hefur þeim, sem krefjast al- gers sjálfstæðis, vaxið mjög ásmeg- in eftir að Austur-Tímor fékk sjálf- stæði á síðasta ári en indónesísk stjómvöld þvertaka fyrir það. Talið er, að um 6.000 manns hafi fallið í átökum við stjórnarherinn síðasta áratuginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.