Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 37 LISTIR Vinnusvæði norrænu myndhöggvaranna í Tisvilde. „Sambland af vinnubúð- um og mánaðargjörningi“ Myndhöggvararnir Ein- ar Már Guðvarðarson og Bubbi - Guðbjörn Gunnarsson - tóku þátt í norrænu myndhöggv- araþingi undir berum himni síðsumars í Tisvilde í Danmörku, Margrét Sveinbjörns- ddttir hlýddi á ferða- sögu þeirra félaga og heyrði líka af hug- myndum hópsins um færanlegan gám fullan af verkfærum. ALLS tóku tíu myndhöggvarar þátt í verkefninu, sem stóð yfir frá 5. ágúst til 5. september; tveir frá Nor- egi, tveir frá Svíþjóð, tveir frá Finn- landi, tveir frá Danmörku, auk þeirra Bubba og Einars Más frá ís- landi. Val á þátttakendum var í sam- vinnu við félög myndhöggvara í við- komandi löndum. Það var sveitar- félagið Helsinge á Norður-Sjálandi sem stóð fyrir myndhöggvara- þinginu með stuðningi Norræna menningarsjóðsins en það var liður í dagskrá menningarárs sem sveitar- félagið hélt hátíðlegt í tilefni árþús- undaskipta. „Hönd, andi, steinn, loft, vatn“ var yfirskrift verkefnisins. Myndhöggv- ararnir fengu til umráða hver sinn granítsteininn frá Borgundarhólmi og stað fyrir verkin, sem voru unnin út frá og inn í umhverfið og munu standa þar áfram. Að heiman höfðu þeir með sér sín eigin steinverkfæri, en einungis þau minni og persónu- legri, því stærri tæki og tól á borð við loftpressu og borvélar voru til reiðu fyrir hópinn í stórum bláum gámi á miðju afgirtu vinnusvæðinu í Tisvilde. Hafði yfír sér ákveðinn sirkusblæ „Við vorum að vinna þarna í heilan mánuð og hörkustemmning í gangi. Þetta var svona sambland af vinnu- búðum og gjömingi og hafði yfir sér ákveðinn sirkusblæ. Þarna komu fleiri þúsund manns til að skoða og fjöldinn allur sem kom á hverjum degi og fylgdist með tilurð verkanna. Fólk spjallaði, kom með athuga- semdfr og spurði spurninga," segir Einar Már. Fantasía í landslagi er heitið á verki Bubba, sem var valinn staður í göngugötu Helsinge. „Ég vinn mikið út frá landfræðilegum táknum og Fantasía í landslagi, verk Bubba í göngugötunni í Helsinge. ingarheimum og er tímalaus, en býr hvorki né flýgur nema innra með okkur sjálfum,“ segir Einar Már. Hann segir verk þeirra beggja eiga það sameiginlegt að þau verði mikið til í ferlinu. „Ég er á því að nálgun okkar hafi verið dálítið önnur en hinna, og ég held að það skýrist að einhverju leyti af þessum nánu tengslum sem við höfum hér við veðrabrigðin og að síbreytileiki ís- lenskrar náttúru skili sér í okkar vinnu,“ segir Einar Már. Grunnur lagður að samtökum norrænna myndhöggvara Þó að myndhöggvararnir tíu hafi unnið verk sín hver í sínu lagi var samveran góð og gott samstarf milli þeirra og segir Bubbi að samveran þennan mánuð hafi verið mjög lær- dómsrík, auk þess sem dýrmæt tengsl hafi skapast, sem allir eigi þeir eftir að hafa gagn og gleði af í framtíðinni. Þá lagði hópurinn gninn að stofnun samtaka norrænna myndhöggvara og setti saman „manifest" eða stefnuskrá samtak- anna. Þar er m.a. lagt til að fenginn verði gámur á borð við þann sem myndhöggvararnir höfðu aðgang að í Tisvilde og hann útbúinn með verk- færum fyrir tíu myndhöggvara. Þeir sem vilji halda myndhöggvaraþing eigi svo að geta leigt gáminn gegn vægri þóknun. „Tækja- og verkfæra- þátturinn hefur hingað til verið fyr- irstaða, því hann er mjög kostnaðar- samur,“ segir Einar Már. Þeir segja að hugmyndin sé að fá Norræna menningarsjóðinn o.fi. inn í dæmið sem styrktaraðila. Með gámnum góða verði litlum samfélögum, bæði á Norðurlöndunum og utan þeirra, gert kleift að halda myndhöggvara- þing sem þau hefðu annars ekki haft bolmagn til. Þeir félagar Bubbi og Einar Már vonast til þess að hægt verði að halda slíkt þing hér á landi áður en langt um líður og einnig hef- ur verið rætt um að halda mynd- höggvaraþing í Himalajafjöllunum í náinni framtíð. Paradísarfuglinn, verk Einars Más Guðvarðarsonar í Ramlose. einkennum hér á íslandi og vegna þess hvað Danmörk er mikil flat- neskja langaði mig að gefa Dönum færi á að kynnast fjöllum og um- hverfi öðruvísi en þeir eru vanir að upplifa það. Þarna í göngugötunni situr fólk mikið á bekkjum og spáir og spekúlerar og þess vegna tók ég inn í verkið þessi þrjú element; jörð- ina og ofan á henni er ég með fjall og hús úr sandsteini,“ segu- Bubbi og bætir við að rónar bæjarins hafi tek- ið verkinu fagnandi og haft á orði að nú væru þeir loksins búnir að „eign- ast hús“. Síbreytileiki íslenskrar náttúru Verk Einars Más heitir Paradís- arfugl og stendur á grasflöt inni á milli trjáa við bæjartjörnina í hjarta bæjarins Ramlose. „Þegar ég sá steininn, sem var einstaklega falleg- ur, var þetta í fyrstu spuming um að komast í samband við hann og gefa mig að honum - einskonar ástarsam- band myndaðist - og þá fór ég að sjá ýmislegt í honum. Þetta varð mjög náið samtal á milli okkar. Ég gaf mér góðan tíma í það í byrjun og nálg- aðist hann mjög varlega í vinnuferl- inu. í þessu tilviki var þetta því ekki spurning um að umbreyta steininum í eitthvert form, heldur að ná því fram sem ég skynjaði í steininum og tilfinningasambandi okkar. Það er þessi paradísarfugl, sem er einskon- ar arfmynd sem er til í öllum menn- Tilvalin jolagjof 7.995 kr. Gönguskór Grisport Leöur, brúnir m/ steyptum sóla HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is mai«<antz Hljómtæki nýrrar aldar Heimabíokerfi Hátalarar Magnarar DVD Marantz DV3100 DVD spilari AC3/dts. Kynningarverð Verð kr. 36.600.- HUÓMStN H L J Ó M T Æ K I VHEIMABIÓ*BlLTÆKI Ármúla 38 - Sími 588-5010 MENNINGARMM Hntaf fyrlr staf. ÁL taf. Stor humar Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.