Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ -. 70 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 ........ ........■■■.... .......... Grettir Ég las nýlega í blaðinu að það væri mikið deilt á lögfræðinga.. Angrar þetta þig? Ekki lengur BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Morgunblaðið/Rúnar Pór Björnsson Við megum undir engum kringumstæðum eyðileggja jólagleði barnanna með ölvun, segir í greininni. Jólin í skugga áfengis Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: FYRIR MARGT löngu, þegar ég starfaði í umferðardeild lögreglunn- ar í Reykjavík, var ég svo lánsöm að fá að afhenda börnum verðlaun í jóla- getraun lögreglunnar og Umferðar- ráðs. Þetta skemmtilega skyldustarf var unnið eftir hádegi á aðfangadag þegar landsmenn voru að leggja síð- ustu hönd á jólaundirbúninginn, aka út jólapökkunum og setja yfir jóla- steikina. Tveir lögreglumenn í ein- kennisfótum heimsóttu verðlauna- hafana, böm á aldrinum 6-12 ára, og afhentu þeim innpakkaða jólabók. Varla þarf að taka fram að heimsókn okkai’ vakti mikla gleði hjá hinum heppnu börnum og fjölskyldum þeirra. Það fór heldur ekki framhjá okkur hversu mikil jólagleði og eft- irvænting ríkti á heimilinu og oftar en ekki var laganna vörðum boðið að þiggja veitingar í ilmandi eldhúsinu sem þakklætisvott fyrir gjöfina. Gleðin og eftirvæntingin var allsráð- andi. En á því voru því miður sorg- legar undantekningar. I einu til- teknu húsi í Reykjavík kom 10 ára gamall drengur til djra, óklipptur og með sorg í augum. Innan úr íbúðinni barst daunillur þefur af margra daga óreglu sem fylgir áfengi og tóbaki. í fjarska heyrðist glasaglaumur og hlátrasköll í föður hans og gestum sem gi'einilega voru að njóta allt ann- arrar gleði en þeirrar sem við sökn- uðum úr augum bamsins þennan eft- irminnilega aðfangadag. Þegar við afhentum drengnum pakkann brosti hann lítillega en gleðin í augum hans varði ekki lengi því þegar við vorum að kveðja hann birtist móðir hans allt í einu á tröppunum í fylgd tveggja starfsfélaga okkar - eftir að hafa verið tekin ölvuð á heimilisbílnum. Ekki kann ég sögu þessarar fjöl- skyldu lengri, en það voru þung spor að yfirgefa drenginn þennan að- fangadag eftir að hafa orðið vitni að því hvernig foreldrar hans vörpuðu dökkum skugga á jólagleði fjölskyld- unnar með þessum hætti. Jólin eru fyrst og fremst hátíð bamanna og við megum undir engum kringumstæð- um eyðileggja þá gleði með ölvun - hvort sem hún er innan veggja heim- ilisins eða undir stýri úti í umferð- inni. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR forvarnafulltrúi VIS, móðir og amma. Athugasemd við ritdóm Frá Þorsteini Antonssyni: RITDÓMAR Sigurjóns Bjömssonar gagnrýnanda í Morgunblaðinu em að jafnaði vel stílaðir og bera með sér að vera yfirvegaðir. í umfjöllun sinni um bók mína, Skyggni, í blaðinu 14. des. virðist gagnrýnandinn þó hafa misst stjóm á sér. Kannski við að rekast á samanburð í bók minni á rómantískri staðháttalýsingu hans sjálfs af Skaga og öllu raunsærri lýs- ingu lítt þekkts héraðsskálds Lúð- víks Kemps á mannlífi á sama svæði. í nýlegri verklýsingu frá Háskóla Islands, aðdraganda vísmdarits, sé ég að notað er orðalagið „vestur- heimskar þjóðsögur“. Sigurjón sneri út úr orðinu Sauðkrækingur í bók minni, segir mig með því drótta sauðaþjófnaði að Sauðárkróksbúum! Er þetta aulafyndni sálfræðingsins á minn kostnaði eða telur hann til- greinda verklýsingu vera fullyrðingu um að þjóðsögurnar, sem til er vísað, séu heimskulegar, eða jafnvel að Vestur-íslendingar séu heimskingj- ar? Em Ölfyssingar í sama skilningi fólk sem fussar við öli? Svona les skrattinn Biblíuna. Lít- ilvæg athugasemd mín um kartöflu- garða Sauðárkróksbúa í bók minni fær svipaða útreið í meðföram sál- fræðingsins, ummæli mín bera með sér að þeir garðar em löngu horfnir, en Sigurjón snýr út úr, gerir nútíð úr fortíð lesmálsins og þar með allt samhengið að vitleysu. Siguijón Bjömsson kann að skrifa einhvem tíma þá bók sem hann vænti að ég hefði gert þegar hann las mína, eftir því sem ætla verður af umsögn hans og rómantískri Skaga- lýsingu hans; það stóð aldrei til að ég gerði það. ÞORSTEINN ANTONSSON, rithöfundur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.