Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 84
m MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S6S1122, NETFANG: R77STJ@MBL.IS, AKUREYSI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Forstjóri TR um ddm Hæstaréttar um tengingu tekjutryggingar við tekjur maka Hefur gríðarleg- áhrif og snertir mjög marga FORSTJÓRI Tryggingastofnunar ríkisins (TR) segir að dómur Hæstaréttar í gær í máli Öryrkja- bandalagsins gegn TR muni hafa gríðarleg áhrif. Hann fagnar því hins vegar að með dómi sínum hafi Hæstiréttur knúið fram úrslit í erf- iðu deilumáli, en óvissa vegna þess hafi verið mjög óþægileg. Hæstiréttur segir að tenging tekjutryggingar örorkuþega við Jekjur maka hafi ekki haft nægj- l&ilega lagastoð frá ársbyrjun 1994 til ársloka 1998. Lögunum var síðan breytt frá og með 1. janúar 1999, en Hæstiréttur segir skerðingar- ákvæði þeirra ekki samræmast stjómarskránni. Samkvæmt dómn- um var tenging tekjutryggingar ör- yrkja við tekjur maka því óheimil allt frá ársbyrjun 1994 og fram á þennan dag. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, segir að ákveðið verði í dag, miðvikudag, hvemig staðið verði að málum í kjölfar dómsins. „Þetta er ekkert einfalt. Flestir hagnast á þessum dómi og við þurfum að velta upp hverjum einasta skjólstæðingi stofnunarinnar síðustu sjö árin og meta áhrif dómsins á stöðu hvers og eins. Við munum að sjálfsögðu greiða það sem á vantar, en þetta verður mikil yfirferð," segir hann. Að sögn Karls Steinars er það pólitísk ákvörðun hvemig með þetta mál verður farið. „Þetta er dómur sem hefur gríðarleg áhrif og snertir mjög marga,“ bætir hann við. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir að dómur- inn sé mikill sigur fyrir réttindabar- áttu öryrkja. Staðfest sé með honum að stjórnvöld hafi seilst ofan í vasa öryrkja á undanfömum áram og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjár- muni sem ætlaðir hafi verið til lág- marksframfærslu öryrkja. „Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu að Tryggingastofnun hafi í hálfan áratug ekki haft nokkra ein- ustu heimild til þess að skerða tekjutrygginguna á þann hátt sem gert hefur verið. Æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa orðið berir að því að seilast í vasa þeirra sem síst skyldi og taka þaðan ófrjálsri hendi upphæðir sem ekki nema undir tveimur milljörðum." Garðar telur augljóst að stjóm- völd bregðist við dómi Hæstaréttar með því að greiða tekjutryggingu í samræmi við dóminn strax frá og með 1. janúar nk. Auk þess telur hann Ijóst að greiða verði öryrkjum sti’ax það sem skert hafi verið. „Hæstiréttur hefur talað. Ég mun ekki deila við hann,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í gær. ■ Óheimilt /13-15 Fékk stór- vinning í þriðja sinn ÍSLENDINGURINN, sem var með- al þeirra þriggja sem skiptu með sér fyrsta vinningi í Víkingalottó- inu í síðustu viku, hlaut á Iaug- ardag þriðja stórvinninginn í lottói á rúmu ári. í hlut hans nú komu 14.250.000 kr. en áður hafði hann fengið eina milljón í jókervinning í nóvember á síðasta ári og rúmar þrjár milljónir í bónusvinning í Víkingalottóinu í júní sl. Vinningshafinn, sem er ein- hleypur karlmaður búsettur í Breiðholti, hefur spilað í lottói frá upphafi og var þess fullviss að röð- in ætti eftir að koma að sér. Hann vill ekki koma fram undir nafni, en er hann vitjaði vinningsins hjá Islenskri getspá í gær kvaðst hann að sjálfsögðu halda áfram að spila. Fyrsti vinningur er fimmfaldur í Lottóinu nk. laugardag og stefnir í að verða 15.000.000 kr. Morgunblaðið/Ásdís Dansparið Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve. * Evrópumeistur- unum fagnað ÖRN Arnarson, tvöfaldur Evr- ópumeistari í sundi, kom heim í gær eftir frækna för á Evrópu- meistaramótið í Valencia um síð- ustu helgi. Þar vann Örn gull- verðlaun í 100 og 200 raetra baksundi og silfurverðlaun í 50 m baksundi. Þetta var þriðja árið í röð sem Örn kemur heim með gullverðlaun frá Evrópumeist- aramóti og annað árið í röð sem ÍRtnn vinnur til tvennra gull- verðlauna. Auk þess varð hann fyrstur íslenskra sundmanna til þess að setja Evrópumet í sundi en sigurtími hans í 100 m bak- sundi var tæplega fjórðungi úr sekúndu betri en gildandi Evr- ópumet. Annar íslenskur Evrópumeist- ari, Karen Björk Björgvinsdóttir, kom einnig heim um sama leyti og Örn. Karen og Adam Reeve, ástralskur dansherra hennar, urðu á laugardaginn Evrópu- meistarar f 10 dönsum f flokki at- vinnumanna. Mótið fór fram í Bonn en þau Karen og Adam tóku þátt í mótinu fyrir fslands hönd. ■ Getur náð onn lengra/B4 Kristín Jensdóttir og Öm Ólafsson, foreldrar Arnar Arnarsonar, taka á móti syninum við komuna til landsins. Hreyfing í kjaradeilu FUNDI í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og viðsemj- enda hjá ríkissáttasemjara lauk um kl. 19 í gærkvöldi. Ríkis- sáttasemjari hefur boðað til nýs fundar sem hefst kl. 9.30 í dag. Þórir Einarsson ríkissátta- semjari segir að hreyfing hafi verið á fundinum í gær en hann hefur sett fréttabann á við- ræðuaðila. Hann segir að nú sé gerð til- raun til þess að koma af stað nýrri viðræðulotu. Uppi séu hugmyndir og hreyfíngar sem gefi tilefni til þess að reyna að koma af stað nýrri viðræðulotu sem vonandi leiði til niðurstöðu. Samstarfs- og þróunarverkefni íslenskrar erfða- greiningar, FSA og Háskólans á Akureyri Sérfræðistörf við nýja hugbúnaðardeild ÍSLENSK erfðagreining, Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og Há- skólinn á Aktu’eyri hyggjast taka upp samstarfs- og þróunarverkefni sem skapa munu forsendur fyrir tugum nýrra sérfræðistarfa á Akureyri. Hugbúnaðardeild ÍE verður stofnuð í bænum, ÍE mun fjármagna fyrst í stað framkvæmdir við nýbyggingu FSA og styðja Háskólann á Akureyri faglega og fjárhagslega í stofnun upplýsingatæknibrautar. Jafnframt skrifúðu fulltrúar Is- lenskrar erfðagreiningar og níu heil- brigðisstofnana undir fyrstu samn- ingana um vinnslu á heilsufars- upplýsingum til flutnings í gagna- grann á heilbrigðissviði. Þrír ráð- herrar, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Halidór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, vora viðstaddir undirritun samninganna. Forsendan fyrir samningi ÍE og FSA er sú þekldng sem fyrir hendi er innan sjúlö’ahússins en meðal verk- efna er gerð rafrænnar sjúkraskrár, þróun staðlaðra spumingalista og sérstakra sjúkraskrárkerfa, rafrænn flutningur upplýsinga milli sjúkra- skrárkerfa og fleira. Talsvert hús- rými þarf vegna nýju starfanna og er stefnt að því að ljúka sem fyrst óinn- réttuðu húsnæði í viðbyggingu FSA, alls um 2.500 fermetrar. Mun ÍE greiða fyrir fjármögnun verksins sem ráðgert er að kosti um 250 millj- ónir króna. Þá munu ÍE og FSA láta reisa nýtt hús á lóð sjúkrahússins þar sem verða höfuðstöðvar ÍE og stjóm- sýsluhluti sjúkrahússins. Samstarf ÍE og Háskólans á Ak- ureyri snýst um stofnun upplýsinga- tæknibrautar við skólann sem hefur það hlutverk að kenna upplýsinga- og tölvufræði til BS-prófs. IE lætur há- skólanum í té faglega og fjárhagslega aðstoð. Ráða á þrjá háskólakennara og verður einn þeirra deildarforseti. Þeir verða starfsmenn ÍE á Akur- eyri. Heilbrigðisstofnanirnar níu sem samið var við um undirbúning gagna- granns era FSA, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og heilbrigðisstofnanim- ar í Vestmannaeyjum, Hólmavík, Siglufirði, Hvammstanga, Húsavík, Keflavík og Akranesi. ■ Samid/42-43 BjúóNAKRÆKIk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.