Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 4

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjórn ESB setur dýraheilbrigðisnefndinni stólinn fyrir dyrnar Fiskimjöl bannað komist nefndin ekki að niðurstöðu FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins segir að samþykki dýj'aheilbrigðisnefnd ESB ekki texta varðandi það undir hvaða eft- irliti skuli leyfa fiskimjöl, verði fískimjöl ein- faldlega bannað innan ESB frá og með áramót- um í sex mánuði a.m.k., enda falli það undir almenna bannið á dýramjöli í skepnufóður með- an ekki er búið að ganga frá eftirlitsaðgerðum. Nefndin fjallaði um nýjar tillögur um eftirlit með fískimjöli og athugasemdir við þær á fundi sínum í Brussel í gær og verður að skila nið- urstöðu í dag. Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar, sendiherra íslands í Brussel, gerðu nokkur ríki verulegar athugasemdir við fram- lagðar tillögur, þar á meðal Islendingar, og eru þær nú til athugunar hjá framkvæmdastjórn- inni, sem kom tillögum sínum upphaflega til nefndarinnar. Fyrst og fremst er deilt um flutninga á fiskimjöli innan ESB, framleiðslu í fóðurmjölsverksmiðjum og notkun fískimjöls á bóndabæjum. Takmarkanir koma í veg fyrir viðskipti Gunnar Snorri segir að framkvæmdastjórnin vilji að flutningatæki sem flytji fiskimjöl megi ekki flytja neitt annað, fóðurblöndunarverk- smiðjur verði að sérhæfa sig í fóðri sem er ein- göngu fyrir önnur dýr en jórturdýr og að engin bóndabær megi nota fískimjöl séu jórturdýr á svæðinu. Viðskipti með fiskimjöl verða erfið verði þessar takmarkanir samþykktar. Gunnar Snorri segir að til dæmis hafí Belgar og fleiri bent á að mikill kostnaðarauki fylgi þessum til- lögum. Til dæmis verði bíll, sem flytji fískimjöl frá Kaupmannahöfn til Belgíu, að fara tómur til baka. Eins liggi fyrir aukinn kostnaður hjá verksmiðjunum, en til athugunar sé hvort verk- smiðjur geti ekki framleitt hvort tveggja ef framleiðsluferillinn væri aðskilinn. í þriðja lagi fínnist framkvæmdastjórninni mjög erfitt eft- irlitsins vegna að leyfa það að fískimjöl sé not- að á bóndabæjum þar sem sé blandaður rekstur og bindi sig við það að fiskimjöl sé bannað til fóðurs fyrir jórturdýr. Takmarkanirnar varðandi sveitabúin hafa ekki áhrif á sérhæfð, stór svína- eða kjúk- lingabú, sem hafa aðstöðu til að koma sér upp flutningakerfi, en Gunnar Snorri bendir á að þær komi verst niður á litlu, blönduðu búunum. Ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins verða að taka upp tilskipanir ESB og því hefur þetta áhrif á íslandi hvað flutninginn varðar á mjölinu til ríkja ESB. Hins vegar segir Gunnar Snorri að málið sé flókið því ísland sé með und- anþágu frá dýraræktunarhlutanum en umrætt eftirlit falli undir dýraheilbrigðishlutann. Þar sé Island með tímabundna undanþágu, sem á að koma til endurskoðunar. Þá séu bráðlega væntanlegar reglugerðir um fóðurframleiðslu, en sá kafli á við um ísland. Sláturhús sem framleiða á Evrópumarkað geta þurft að ábyrgjast að gripirnir hafi ekki verið fóðraðir á fískimjöli en þetta hafí ekki áhrif á innanlands- markað. Lokaumræður í dag Áuglýst var eftir athugasemdum frá aðild- arríkjum ESB við textann og kvörtuðu fulltrúar margra þjóða vegna tillagnanna en ísland lagði til að gerður yrði greinarmunur á fiskimjöli og svo kjöt- og beinamjöli, og lögð áhersla á að forðast hið síðarnefnda. Gunnar Snorri segir hins vegar að þar sem ísland sé ekki aðildarríki hafi það ekki sama vægi og ríki ESB. Fari reglugerðin í gegn með þessum takmörkunum segir Gunnar Snorri að það útiloki ekki útflutn- ing en þrengi og auki vandkvæði á útflutningi á fiskimjöli og áfram yrði haldið að berjast fyrir hagsmunum íslendinga í þessu máli, því reglu- gerðir sé alltaf hægt að taka til endurskoðunar. Framkvæmdastjórnin tilkynnti í gærkvöldi að árdegis í dag yrði texti með efnislegum breytingum varðandi flutningana, fóðurmjöls- verksmiðjurnar og blandaðan búskap lagður fram. A fundi nefndarinnar í dag er því búist við einhverjum tilhliðrunum, en erfitt er að segja til um hvað þær gangi langt, þó rætt verði um þær áður en til atkvæðagreiðslu kem- ur, að sögn Gunnars Snorra. Flugeldum pakkað hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Flugeldasalan undirbúin Fimmtudagurinn 14. desember kl. 10-11 Rafmagns- notkun í sögu- legu hámarki NOTKUN íbúa á höfuðborgarsvæð- inu á rafmagni náði sögulegu há- marki 14. desember sl. þegar alls 155 megawött voru notuð á klukkutíma bili milli kl. 10 og 11 árdegis. Bene- dikt Einarsson, aðstoðarkerfisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aldrei áður hafi notkunin verið svo mikil á einni klukkustund. Til sam- anburðar má geta þess að hæsti álagstoppur í fyrra var 149,5 MW. Að sögn Benedikts er rafmagns- notkun sýnilega meiri í desember en aðra mánuði, t.d. vegna jólaskreyt- inga og eldamennsku á heimilum. Hann skýrir álagstoppinn þann 14., svo árla morguns á fimmtudegi, þannig að saman hafi farið álags- toppur hjá iðnfyrirtækjum og götu- lýsingu borgarinnar. „Við höfum ekki beinar mælingar á rafmagnsnotkun vegna jólaskreyt- inga, en hún er þó alla vega ekki minni en undanfarin ár. Líklega meiri,“ sagði Benedikt. VERTÍÐ flugeldasala nálgast, en sala hvers kyns skoteida er sem kunnugt er mikil tekjulind hjálpar- og björgunarsveita. Liðsmenn H'álparsveitar skáta í Kópavogi láta ekki sitt eftir liggja í undirbún- ingnum og raða hér í fjölskyldu- pakka af ýmsum stærðum og gerð- um. Áramótabrennur Eiga ekki að brenna lengur en í fjóra tíma HOLLUSTUVERND ríkisins, Brunamálastofnun ríkisins og Rík- islögreglustjórinn hafa gefið út nýj- ar leiðbeinandi reglur um bálkesti og brennur. Helstu nýmæli í regl- unum er þau að ekki er gert ráð fyrir að brennur verði stærri en svo að brennutími vari í um fjórar klukkustundir. Þá þurfa þeir sem vilja halda brennur að sækja um leyfi með 15 daga fyrirvara. Sam- kvæmt reglunum getur lög- reglustjóri á hverjum stað aft- urkallað brennuleyfi bótalaust verði ekki farið að reglunum. I reglunum er sem fyrr kveðið á um að brennur eigi ekki að vera stærri en 100 m2 eða 450 m3. Þá megi ekki hlaða bálköst það bratt- an að hætta sé á að hrunið geti úr. Hallinn eigi því ekki að vera meiri en 30-40°. Cornelis A. Meyles, um- hverfisverkfræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, segir að þetta þýði að brennur geti verið um 15 m háar. „Þetta eru nú alveg nógu stórar brennur. Við gerum þetta til að koma í veg fyrir of stórar brenn- ur eins og í Hafnarfirði í fyrra þeg- ar logaði í fjóra daga. Við viljum ekki láta það endurtaka sig,“ segir Cornelis. Sorp fari ekki á brennur I reglunum er einnig kveðið á um mengunarvarnir við brennur. Ein- ungis er leyft að að brenna cfnum sem ekki valda hættulegri mengun. Æskilegasta efnið er ómeðhöndlað timbur, pappi og pappir. Hinsvegar er m.a. bannað að brenna gagnfúa- varið timbur, plast- og gúmmfefni. Cornelis segir fordæmi fyrir því að fyrirtæki og heimili Iosi sig við sorp með því að selja það á brenn- ur. Það hafi jafnvel tfðkast að stjórnendur fyrirtækja borgi brennústjórum fyrir að fá að aka rusli á jbrennurnar. Hann segir slíkt. afar varasamt. Þegar brennslan sé ófullkomin eins og oft gerist þegar heimilissorp er brennt á brennum geti myndast díoxín. „Það er ein hættulegasta eiturefnategundin sem mannkynið hefur framleitt,“ segir Comelis. Comelis hvetur fólk til að fara eftir þessum reglum. Þær hafi ein- göngu verið settar til að koma í veg fyrir hættu, ónæði fyrir íbúa í ná- grenninu og mengun. Ábyrgðarmaður brennunnar þarf að sjá til þess að reglunum sé framfylgt og jafnframt að afla sér ábyrgðartryggingar. ístRA BIKCIK SNÆBIÖkN'SSON IÓN GUDMUNDSSON ■MA-ftGRÉT THORODDSEN RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓIIIK PÁLL GÍSLASON Kærkomiti hók ryrir alh sem unna góóum minninga b ókum HÖRPUUTGAFANuÖZÖ Akranes • Sími: 431 2860 • wwV/.horpuutgafan is Læknaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss segir rökstudda gagnrýni geta stuðlað að umbótum Mikilvægt að læknar lýsi skoðunum „STJÓRN læknaráðs LSH telur mik- ilvægt að læknai' lýsi skoðunum sín- um á heilbrigðiskerfinu og einstökum þáttum þess og geri við hvorutveggja rökstuddar athugasemdir þegar við á. Rökstudd gagnrýni er til þess fallin að stuðla að umbótum innan heil- brigðisþjónustunnar,“ segir meðal annars í ályktun læknaráðs Landspít- ala - háskólasjúkrahúss. Fundur var í læknaráðinu í fyrradag en ráðið kom aftur saman í gær til að leggja loka- hönd á ályktunina. Gestur Þorgeirsson, varaformaður Læknaráðsins, sagði læknaráðið ein- huga. „Við erum að reyna að leggja áherslu á sáttaleið í málum þar sem um ágreining er að ræða ef það er nokkur möguleiki," sagði Gestur og kveðst þar bæði eiga við mál Steins Jónssonar og almennt; að mönnum sé ekki sagt upp án þess að búið sé að gera athugasemdir við störf þeirra. í ályktuninni segir ennfremur: „Á sama tíma og eðlilegt má teljast að stjómendur geri kröfur um trúnað og hollustu, verður að gera þær kröfur að stjómunaraðgerðir þeirra séu í samræmi við hefðir og lög. Ef stjómendur LSH telja að um sínum hugsanlegan trúnaðarbrest eða hags- munaárekstur sé að ræða, er áríðandi m.a. í ljós sérstakra aðstæðna á ís- landi, hvað varðar rekstur sjúkra- húsa, að þessar hefðir og þessi laga- ákvæði séu virt og eftir þeim farið. Þannig sé lögð rík áhersla á að ná sáttum, þegar um ágreining er að ræða og að ekki komi til uppsagnar starfa án þess að formleg áminning hafi áður verið gerð við störf viðkom- andi aðila.“ Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala - háskólasjúkrahúss, kvaðst ekki vilja tjá sig um ályktunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.