Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fullkomin svæf- ingarvél afhent Selfossi - Samband sunnlenskra kvenna afhenti nýlega Heilbrigðis- stofnuninni á Selfossi mjög fullkomna svæfingavél að gjöf. Vélin, sem hefur verið í notkun um skeið, hefur gefið mjög góða raun. „Vélin gagnast mjög vel og færir svæfingamar inn í nútímann," sagði Ámi Þór Bjömsson svæfingalæknir þegar hann tók við gjöfinni. Hann sagði vélina, sem er af Dráger-gerð, þá fullkomnustu sem væri í notkun á landinu, hún kæmist af með tíunda hluta þess sem áður var notað af svæfingagasi auk þess sem hún mældi hlutföll milli tegunda af gasi og væri því mjög hagstæð í rekstri. Hægt er að nota vélina við allar svæf- ingar á fullorðnu fólki og bömum nið- ur í 500 grömm að þyngd. SSK fékk nokkur fyrirtæki og félög á Suðurlandi í lið með sér við að afla fjár tii kaupanna en vélin kostaði 3,4 milljónir og er keypt hjá Austur- bakka. Kaupin em fjármögnuð með framlagi úr Sjúkrahússjóði SSK en til hans er aflað fjár með sölu jólakorta. „Þessi stofnun er okkur Sunnlend- ingum mikils virði og sú þjónusta sem hér er veitt og það er einlæg ósk okk- ar að gjöfin megi koma að sem mestu gagni,“ sagði Ólafía Ingólfsdóttir, for- maður SSK, við afhendinguna. Magnús Stefánsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi, sagði ómetanlegt fyrir stofn- unina að hafa slíka bakhjarla sem kvenfélögin á Suðurlandi væru. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fulltrúar SSK og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi með nýju vélina. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nemendur í hönnun og tækniteiknun við hluta verka sinna. Guðrún Guðjónsdóttir, Eva Dís Ólafsdóttir, Ragnheiður Georgsdóttir, Ösp Jó- hannsdóttir og Rut Haliebesdóttir. Athyglisverð sýning nemenda Hrunamannahreppi - Valhópur nemenda í myndlist og heim- ilisfræðum í 8.-10. bekk Flúðaskóla hélt sýningu í skólanum fyrir skemmstu. Nemendur í myndlist héldu sýningu á verkum sínum sem voru trúarlegar myndir af íkonum. Kennari þeirra er Sigriður Helga Olgeirsdóttir myndlistakona í Hruna. Valhópurinn í heimilisfræði gerði flókin verkefni í matreiðslu og hélt sýningu á rússnesku hlaðborði og skreytingum. Kennari í heim- ilisfræðum er Helga Teitsdóttir húsmæðrakennari á Högnastöðum. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavfk Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kiwanismenn ásamt Berthu Pálsdóttur við björgunarbátinn Jón Kjartansson. Jón Olgeirsson, Egill Olgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Sigurgeir Aðalgeirsson, Bertha Pálsdóttir, Ingvar Sveinbjömsson, Brynjar Þ. Halldórsson, Haukur Tryggvason og Skarphéðinn Olgeirsson. Gj öf til minningar um Jón Kjartansson Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bertha Pálsdóttir, sr. Sighvatur Karlsson og Jón Friðrik Einarsson. Húsavík - Um nýliðna helgi afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi Björgunarsveitinni Garðari nýjan björgunarbát, gefinn til minningar um Jón Kjartansson. Sr. Sighvatur Karlsson vígði bátinn og síðan gaf Bertha Pálsdóttir, ekkja Jóns, hon- um nafnið Jón Kjartansson. Jón Kjartansson starfaði í björgunar- sveitinni í mörg ár, þar af í níu ár sem formaður. Þá var hann einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Skjálfanda. Jón fórst við störf sín á Mývatni fyrir rúmu ári. Eftir vígslu bátsins var boðið til kaffisamsætis í Nausti, húsi björg- unarsveitarinnar. Þar afhenti for- seti Kiwanisklúbbsins, Haukur Tryggvason, gjafabréf upp á 1.318.000 kr. Jón Friðrik Einars- son, formaður björgunarsveitarinn- nar, tók við bátnum og þakkaði þeim kiwanismönnum þessa höfð- inglegu gjöf. Jón Friðrik sagði að Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hefði ávallt reynst þeim björgunarsveit- armönnum vel, þetta væri í þriðja sinn á þeim fimm árum sem hann hefði gegnt formannsembætti sem þeir afhentu veglegar gjafir. Þegar þessi bátakaup voru komin á það stig að fjármagna þurfti verkefnið fóru þeir á fund kiwanismanna til að kanna hug þeirra til þess. Af fyrri reynslu vissu þeir að ef þeir tækju á annað borð þátt í því þá yrði það af stórhug. Jón Friðrik sagðist geta viðurkennt svona eftir á að þeir hefðu ekki átt von á þeim viðbrögðum sem þeir fengu, að kiw- anisklúbburinn borgaði bátinn að fullu. íslandsbankaútibúið á Húsavík gaf 150.000 kr. til tækjakaupa í bát- inn, þá fékk björgunarsveitin styrk frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og slysavarnadeild kvenna á Húsa- vík. Eimskip veitti góðan afslátt af flutningsgjöldum og sagði Jón Frið- rik að með þessu væri hægt að klára dæmið að fullu, þ.e.a.s. tækja- kaup, smíða vagn undir bátinn og breyta húsnæði. Heildarkostnaður við bátakaupin yrði um 2.000.000 kr. Báturinn, sem er harðbotna slöngubátur, er rúmlega 7 metra langur og 2,50 metrar á breidd með tveimum utanborðsmótorum. Hann er keyptur af konunglega breska björgunarfélaginu með milligöngu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þór Magnússon, fulltrúi Lands- bjargar, var viðstaddur og þakkaði Jón Friðrik honum þá miklu vinnu sem hann hefði lagt í þetta verefni. Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Opið lil kl. 22 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kennarara æfðu notkun á slökkvitækjum og eldvarnarteppum. Brunaæfing í Flúðaskóla Hrunamannahreppi - Nú á dög- unum fór fram brunaæfing í Flúða- skóla í tengslum við eldvarnarviku, sem var fyrr í mánuðinum. Æfð var rýming á skólanum og tekinn var í notkun nýr brunastigi, einnig æfð notkun hans ef til bruna kæmi. Siökkviliðsmenn höfðu sýni- kennslu í meðferð slökkvitækja og eldvamarteppa. Þá voru kennarar skólans látnir æfa sig með notkun á slökkvitækjum og eldvam- arteppum. Lögð var áhersla á mik- ilvægi eldvama ekki hvað sístíþess- um mánuði þar sem eldhætta er meiri en endranær. Var þetta að sögn Jóhanns Kr. Marelssonar slökkviliðsstjóra mikilvægt skref í bættum brunavörnum í skólanum og sagðist slökkviliðssljórinn ánægður með viðbrögð kennara og nemenda sem gerðu sér grein fyrir hve góðar eldvamir em mikilvægar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.