Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands „...greinilegt að allir skemmta sér konunglega, Daydreams „Af miklu örlæti hjartans og með stórum músíkölskum tilþrifúm". (Úr Mbl. 21/7 2000, Oddur Björnsson) P01ARi0 Nih i’olarhmia Classfcs ehf Fást í öllum hljómplötuverslunum og hjá útgefanda. polarfonia@itn.is URVERINU Eftirminnilegasta jólagjöfin í öðrum löndum Jóiabrauð og kökur Jóla- maturinn Jólaföndur ___________________ Morgunblaðið/Sigurgeir Síldinni skipað út í Eyjum, en hún hefur verið seld til Egyptalands. Selja síld til Egyptalands SEXTÁN hundruð tonnum af heil- frystri smásfld var skipað um borð í flutningaskip í Vestmanneyjum í gær. Hélt skipið síðan með sfldina áleiðis til Egyptalands, en þangað var hún seld fyrir milligöngu Fisk- miðlunar Norðurlands. Petta mun vera í fyrsta sinn, sem fiskur er sendur beint frá íslandi til Egyptalands. Víkingur Gunnarsson, sölustjóri hjá Fiskmiðlun Norður- lands, segir að þessi útflutningur sé árangur mikillar vinnu og góðrar samvinnu við Vinnslustöðina og Is- félagið í Eyjum. „Það má segja að þama sé um brautryðjendastarf að ræða. Petta hefur aldrei verið gert áður, en þessi smásfld hefði annars farið í mjölvinnslu, því markaður fyrir íyrsta smásíld hefur nær enginn ver- ið til þessa. Þarna er því um verulega verðmætásköpun að ræða og verðið er viðunandi. Því verður vonandi áframhald á þessu ágæta samstarfi,“ segir Vík- ingur Gunnarsson. Stálskip munu áfrýja domi Héraðsdoms „Ranglátur dómur“ GUÐRÚN Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa ehf., segist munu áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp á þriðjudag en þar var útgerðin dæmd til að greiða út- gerðarfélaginu Otto Wathne ehf. á Seyðisfirði um 180 milljónir króna fyrir aflaheimildir sem féllu á sam- nefnt skip sem Stálskip keyptu af seyðfirsku útgerðinni árið 1994. Otto Wathne ehf. fór fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness fram á að Stálskip greiddi fyrirtækinu fyrir aflaheimildir í úthafskarfa sem út- hlutað var Rán HF, árið 1997. Að ósk Stálskipa var úthlutunin byggð á veiðireynslu áranna 1994 og 1996 en þá var skipið í eigu Stálskipa. í stað þess að velja reynslu ársins 1995 valdi Stálskip að miða við veiðireynslu skipsins árið 1993 sem var árið áður en kaupsamningur- inn var gerður. Vorum að fá í verslun okkar falleg rúmteppi & 2 púðabor kr. 6.900.- Z-brautir & gluggatjöld ■ Faxaten 14 \ 108 Reykjavtk \ Sfmi 525 8200 | Fax 525 8201\ Netfang www.zeta.isv í mati sem gert var á verðmæti heimildanna, auk samskonar þorskveiðiheimilda í Barentshafi, var áætlað að verðmæti þeirra aflaheimilda sem Otto Wathne taldi sig eiga rétt á næmi tæplega 192 milljónum króna. í dómnum voru Stálskip ehf. hinsvegar dæmd til að greiða um 180 milljónir króna. Guðrún telur að í dómnum hafi ekki verið tekið tillit til atriða í málflutningi Stálskipa. Hún muni því áfrýja honum til Hæstaréttar. „Ég er ósátt við þennan dóm því mér finnst hann ranglátur. Við keyptum skipið, þegar veiðar á út- hafskarfa eru frjálsar, með það að markmiði að beita skipinu einkum til veiða í úthafinu. Þegar kvót- anum var skipt árið 1997 var þann- ig í raun og veru verið að skerða heimildir okkar. Við réðumst í umfangsmiklar og dýrar breytingar á skipinu eftir að við keyptum það árið 1994, settum meðal annars í það fullkomna full- vinnslu til að auka verðmæti aflans. Við fluttum aflaheimildir af Rán HF, skipi sem við áttum fyrir, og yfir á nýja skipið. Þær afla- heimildir dugðu hinsvegar ekki til að halda skipinu til heilsársveiða innan landhelginnar. Við keyptum því bát og færðum heimildir af honum yfir á Rán. Ef okkur verður enn gert að borga 180 milljónir of- an á allan annan kostnað við skipið er það hreinlega orðið of dýrt og ékki rekstargrundvöllur fyrir því lengur.“ Samtals eru yfir 30 sjómenn skráðir á Rán HF. Ekki tekið tillit til kostnaðar Þegar fyrst kom til úthlutunar á úthafskarfa árið 1997 var hlutdeild einstakra skipa ákveðin á grund- velli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu af sex undangengnum áram. Þá átti Stálskip veiðireynslu fyrir Rán HF, áður Otto Wathne NS, fyrir árin 1994, 1995 og 1996. „Þegar við keyptum Otto Wathne NS árið 1994 fóram við aðeins eina veiðiferð áður en við réðumst í að breyta skipinu, enda lá þá ekki fyr- ir að veiðarnar yrðu kvótasettar. Þess vegna var veiðireynsla okkar það ár ekki mikil. Þá lá fyrir að að- eins yrði úthlutað á skip en ekki útgerðaraðila. Veiðireynsla skips- ins árið 1993 var betri en hin árin og þess vegna völdum við að miða við það ár. Sjávarútvegsráðuneytið staðfesti að okkur væri það heim- ilt. Það er ekki tekið tillit til þessa í dómnum. í dómnum er auk þess ekki tekið tillit til þess kostnaðar sem við höfum haft af þessum veiðum. Við höfum í gegnum árin greitt ým- iskonar göld af veiðunum, svo sem þróunarsjóðsgjald og veiðileyfa- gjald. Eins er kostnaður við veið- arnar mjög mikill. Það er langt á þessi mið og því er olíukostnaður hár. Auk þess fylgja þessum veið- um mjög dýr veiðarfæri.“ Tilraunaveiðar í upphafi Skip Stálskipa, Ýmir HF, var með fyrstu skipunum sem stund- uðu veiðar á úthafskarfa á Reykja- neshrygg. „Við hófum veiðarnar fyrst árið 1989 og framan af var um hálfgerðar tilraunaveiðar að ræða, sem gáfu lítið af sér. Það voru örfá skip sem þraukuðu á þessum veiðum fyrstu árin. Þegar þeim hinsvegar fór að ganga betur fóru fleiri skip að stunda þessar veiðar. Hefðu þessi fáu skip ekki stundað þessar frumkvöðlaveiðar er ég ekki viss um að veiðiheim- ildir Islendinga á Reykjaneshrygg væru jafn miklar og þær eru i dag.“ Guðrún bendir einnig á að í kaupsamningnum sem gerður var árið 1994 hafi'ekkert komið fram um hvernig ætti að fara með veiði- reynslu skipsins. „Ef skipið hefði verið selt úr landi hefðu umræddar aflaheimildir komið til skipta til annarra skipa sem úthlutun fengu. Þá hefði Ýmir HF reyndar fengið stóran hlut heimildanna því hann var með mikla veiðireynslu,“ segir Guðrún.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.