Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 31 ERLENT Fjármálaráðherra Bandaríkjanna Lög um sakaruppgjöf samþykkt 1 Tyrklandi Hæfíleikaríkur Herinn nær smám sam- dugnaðarforkur an stjórn á fangelsum Ankara. AFP. AP. V MEÐ því að velja Paul O’Neill í embætti fjár- málaráðherra tók George W. Bush, verð- andi forseti Bandaríkj- anna, raunsæjan kaupsýslumann sem nýtur virðingar meðal demókrata og innan verkalýðshreyfmgar- innar fram yfir marga íhaldssamari repúblik- ana, sem hefðu ef til vill verið augljósari kostur. O’Neill er 65 ára gamall og hefur verið forstjóri álfyrirtækisins Aleoa síðan 1987. „Hann yrði góður fjármálaráðherra hvort sem demókratar eða repúblik- anar færu með völdin," sagði George Becker, formaður sambands banda- ríski'a verkamanna í þungaiðnaði, í viðtali við The Washington Post, en hann er ákafur stuðningsmaður Demókrataflokksins og hefur oft- sinnis setið við samningaborðið gegnt O’Neill á undanförnum áratug. „Hann er maður sem unnt er að treysta og taka trúanlegan," sagði Becker. Demókratinn Jimmy Carter bauð O’Neill reyndar að halda starfi sínu sem aðstoðaryfirmaður stofnunar- innar sem sér um gerð bandarísku fjáriaganna, er hann tók við forseta- embættinu af Gerald Ford árið 1976. Og þegar Bill Clinton boðaði til sín frammámenn í atvinnu- og efnahags- lífínu áður en hann tók við forseta- embætti árið 1992 var O’Neill við- staddur. Hann lagði þar til að tekinn yrði upp skattur á eldsneyti til að afla ríkissjóði tekna og draga úr orku- notkun - en það yrði ekki vinsælt meðal olíufurstanna sem fylgja Bush til Washington-nú. Talinn hafa efasemdir um miklar skattalækkanir Ýmis fleiri atriði gera það að verk- um að O’Neill hefði fyrirfram þótt ólíklegui- kostur í fjármálaráðherra- embættið. Á tímum þegar fjármálaráðherra þarf að bregðast við hvers kyns fjár- málakreppum kom til dæmis á óvart að Bush skyldi velja mann sem hefur enga reynslu af bandarískum eða al- þjóðlegum fjármagnsmörkuðum. O’Neill hefur opinberlega gagn- rýnt ýmis atriði í hagstjórn Reagan- stjórnarinnar, sem aftur má sjá í stefnu Bush í efnahagsmálum. Til dæmis er talið líklegt að hann muni setja stórt spumingaimerki við þær miklu skattalækkanir sem Bush lof- aði í kosningabaráttunni. Hann hefur einnig gagnrýnt bandaríska seðla- bankann fyrir að draga úr hagvexti með of miklum vaxatahækk- unum, líkt og margir aðrir iðjuhöldar. Það gæti komið sér illa fyrir nýja stjórn, sem ' er áfram um að koma sér í mjúkinn hjá hinum virta seðlabankastjóra, Alan Greenspan. En O’Neill reyndi að slá á slíkar vangaveltur á fréttamannafundi með Bush á miðviku- dag. Hann lýsti yfir fullum stuðningi við áform Bush í efnahags- málum og hét því að reyna að við- halda forystuhlutverki Bandaríkj- anna í heimshagkerfinu. Hann bakkaði ekki í afstöðu sinni til vaxta- mála, en tók fram að þeim Greenspan hefði verið vel til vina síðan þeir störfuðu fyrir Gerald Ford á áttunda áratugnum, og hét því að láta af yf- irlýsingum um vaxtastefnuna. „Eg geri mér grein fyrir mínu hlutverki, og það er að láta Alan Greenspan um mótun stefnunnar í peningamálum," sagði O’Neill á fundinum. Greenspan var reyndar einn af æðstu mönnum Alcoa og átti þátt í að ráða O’Neill sem forstjóra fyrirtæk- isins. O’Neill er einnig vel kunnugur Dick Cheney, verðandi varaforseta, og talið er að Cheney hafi mælt með skipun hans. Hreinskiptinn og fylginn sér En þótt Paul O’Neill sé ef til vill ekki fyrsti kostur ýmissa íhaldssam- ari repúblikana í stól fjármálaráð- herra leikur enginn vafi á hæfileikum hans, en hann er orðlagður fyrir vinnusemi og þykir vera hreinskipt- inn og fylginn sér. O’Neill náði að stórbæta rekstur Alcoa og gera það að verðmætu alþjóðlegu stórfyrir- tæki. Á sama tíma sá hann sér fært að stýra opinberum nefndum á sviði heilsugæslu og menntamála, hafa af- skipti af borgarmálum í Pittsburgh og sitja í stjómum Rand Corp., Am- erican Enterprise Institute og fleiri sérfræðingasamtökum. „Hann er sú manngerð sem fær mann til að hugsa: Hvemig getur hann gert allt betur en allir aðrir?“ sagði James Lynn, fyrrverandi yfir- maður O’Neills hjá bandarísku fjár- lagastofnuninni, í samtali við The Washington Post. Jerry Jasinowski, forseti sambands bandarískra iðn- framleiðenda, tók í sama streng. „Ég man ekki eftir neinum sem hefur eins víðtæka reynslu [og O’Neill]. Hann er gríðarmikill hugsuður,“ hafði The Washington Post eftir Jasinowski. HERMENN náðu í gær stjórninni í fangelsinu Canakkale í vestur- hluta Tyrklands eftir að 158 fang- ar gáfust upp. Par með hafði hern- um tekist að ná yfirráðum í öllum fangelsum Tyrklands nema einu í Istanbul. Þar veittu um 400 fangar enn mótspyrnu. Tyrkneska þingið samþykkti í gær lög um sakaruppgjöf, sem gera munu kleift að fækka tyrk- neskum föngum um allt að helm- ing, en þeir eru 72.000 í dag. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda hafa 19 fangar látist í uppþotunum í fangelsunum sem hófust á þriðju- dag er herinn réðst til atlögu á tuttugu fangelsi til að binda enda á hungurverkfall sem staðið hafði í tvo mánuði. Fangarnir höfðu með því viljað mótmæla áformum rík- isstjórnarinnar um að flytja fanga í eins til þriggja manna fangaklefa, en í dag er algengt að tyrkneskir fangar sofi í 60 manna svefnsölum. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Hikmet Sami Turk sagði í gær að herinn gæti náð yfirráðum í fang- elsinu í Istanbul á innan við klukkustund, en farið yrði varleg- ar í sakirnar til að draga úr líkum á því að fleiri fangar féllu. Mann- réttindastofnun Tyrklands, mælti í mót opinberri tölu fallinna og sagði að 30 hefðu látist í árásum hersins. Aðgerðir hersins samræmast ekki mannréttindum Aðgerðir hersins þykja draga enn frekar úr rýru áliti á stöðu mannréttindamála í Tyrklandi. Það kemur sér ekki vel fyrir um- sókn Tyrkja að Evrópusamband- inu, ESB, sem hefur einmitt gert það að skilyrði að bætt verði úr mannréttindamálum í landinu eigi Tyrkland að fá inngöngu í ESB. Hundruð fanga hafa verið flutt á spítala eftir aðgerðirnar þar sem margir hafa haldið hungurverkfalli áfram. 500 fangar hafa einnig ver- ið fluttir í ný fangelsi og hafa þeir flutningar verið harðlega gagn- rýndir af mannréttindasamtökum í Tyrklandi vegna þess að fyrri lof- orð hermdu að það yrði ekki gert fyrr en sátt hefði náðst um hönnun þeirra. Turk sagði í gær að þeim flutningum yrði haldið áfram þar til svefnálmur fangelsanna væru orðnar tómar. Fangarnir í hungurverkfallinu, sem flestir eru tengdir vinstriöfga- hópi, DHKP-C, sem stefnir að því að steypa ríkisstjórninni af stóli og koma á marxískri stjórn, segja að með færri föngum í klefa verði meiri hætta á illri meðferð. Paul O’Neill Jólagjafir fyrir alla! Fuíl búð af vönduðum fatnaði á góðu verði! Nýkomið glæsilegt úrval af kvenfatnaði! Munið raftækin, lækkað verð! Nýttkortatímabil ' Opið virka daga 10-18 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-18 I húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott irerð fara saman Reuters Herþyrla sveimar yfir Umraniye-fangelsinu í Istanbúl, eina fangelsinu þar sem herinn hafði ekki náð völdum í gær. DKPH-C hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna morða á hers- höfðingjum, lögreglumönnum og opinberum starfsmönnum. Forseti beitti neitunarvaldi gegn lögum um sakaruppgjöf Tyrkneska þingið samþykkti í gær lög um sakaruppgjöf fanga sem gera munu kleift að fækka um allt að helming í fangelsum í Tyrk- landi, sem nú hýsa 72.000 fanga. Fangar sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og morð munu njóta góðs af lögunum en þau ná ekki til fanga sem sitja inni fyrir nauðgun, spillingu, eiturlyfjasmygl og þeirra sem sitja inni fyrir glæpi gegn rík- inu, eins og hryðjuverk. Forseti Tyrklands, Ahmet Necdet Sezer, neitaði að skrifa undir lögin í síðustu viku þegar þingið samþykkti þau, á þeirri for- sendu að þau brytu í bága við grundvallareglur um jafnrétti fyrir lögum. Hann varð hins vegar að skrifa undir þau í gær vegna þess að forseti getur ekki beitt neit- unarvaldi tvisvar. Tyrknesk yfirvöld hafa sagt það bráðnauðsynlegt að fækka í tyrk- neskum fangelsum. Að þeirra sögn hefur gífurlegur fjöldi fanga leitt til þess að slaknað hefur á gæslu, fangar ráði lögum og lofum viða og meini jafnvel fangavörðum aðgang að sölum sínum. Þeir múti einnig fangavörðum sem smygli ýmsum varningi til fanganna. Komið hefur til mótmæla í Tyrklandi vegna aðgerða hersins en þrátt fyrir það er almenn ánægja með þær, vegna þess að pólitískur málstaður fanganna nýt- ur lítils stuðnings auk þess sem margir Tyrkir hafa áður gagnrýnt stjórnvöld fyrir að taka ekki til hendinni í fangelsismálum. Mesta úrval landsins af aringrindum og arináhöldum Grandagaröi 2 | Reykjavík | sími 580 8500 Arinkubbar, kassi meö 6 Stór: 1.560 Lítill: 1.056 Arinkubbar arinviður: 1.050 Aringrind 5.990 Arinskúffa 50x30 2.990 Næg bílastædi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.