Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HAPPDRÆTTI fðí dae Vinningaskrá 34. útdráttur 21. desember 2000 íbúðavinningur Kr. 1.000.000 Kr. 2.000.000 (tvöfaldur) 2 8 10 0 42663 65206 6 9 2 6 8 7 10 9 7 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 6043 8403 32781 70016 Ferðavinningur Kr. 50.000 3909 18335 32971 35694 59477 63875 16752 23999 34014 53699 61730 79952 Ferðavinningur Kr. 10.000 Kr, 20.000 (tvöfaldur) 459 5212 16364 24937 37938 46423 63536 73548 634 7252 17244 26018 38403 48315 63931 73821 1473 8089 17264 26714 38730 48336 64202 74064 1587 8807 18220 27187 39554 48837 64732 74876 2552 9020 18397 28554 39648 55038 64852 77179 3254 10505 18556 29129 39942 55355 69359 78190 3295 11381 18715 31800 41408 55438 69662 78595 3462 11406 18738 33288 41440 56350 70556 78995 3718 11484 18837 33750 41937 57538 71578 79263 3759 14587 19880 34097 43020 58603 71829 4068 15587 20788 34622 44734 58836 72320 4638 15736 23042 36093 45179 62330 72465 4893 16342 23139 37127 46078 63508 72805 Kr. Húsbúnaðarvinningur 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 571 6763 15449 24063 32134 38844 48926 56849 65303 73385 791 7249 15582 24115 32367 39073 49095 56968 65429 73531 820 7330 16272 24121 32379 39201 49184 57043 65571 73800 830 7540 16443 24151 32809 39620 49334 57100 66179 73930 866 7607 16482 24196 33047 39656 49976 57200 66248 74466 1039 7786 16484 24632 33140 39673 50004 57552 66422 74809 1144 7890 16545 24755 33272 39966 50028 57681 66510 74826 1209 8060 17184 24844 33363 40232 50223 57700 66802 74932 1514 8229 18245 25329 33401 40266 50338 57894 66890 75341 1582 8234 18247 25410 33557 40981 50906 58371 66893 75370 1596 8528 18676 25755 33645 41171 51076 58391 67285 75490 1602 8549 18767 25927 33759 41285 51274 58450 67670 75594 1837 9092 19220 25987 34038 42148 51410 58782 68233 75722 1971 9106 19419 26057 34604 42758 51485 59131 68258 75812 2158 9107 19453 26439 34632 42856 51784 59438 68508 76100 2197 9508 19920 26774 34676 43767 52116 59735 68510 76117 2542 9644 19955 26809 34687 43862 52805 59903 68654 76195 2661 9730 20057 27337 35030 44766 52821 60053 68923 76228 3033 9849 20058 27514 35084 44916 53123 60523 69061 76406 3049 9918 20086 27551 35436 44942 53613 60545 69208 76546 3241 10434 20306 27734 35498 45221 53691 60593 69213 76580 3939 10743 20528 27919 35565 45449 54008 61073 70118 76736 3992 10995 20675 28522 35622 45867 54147 61470 70673 76933 4368 11121 20686 28809 36049 45973 54184 61682 70748 77397 4418 11193 20884 28840 36250 46288 54504 61892 71009 77664 4594 11289 21082 28878 36803 46448 54546 61941 71196 77793 4743 11403 21099 28961 37118 46635 54577 62003 71421 77851 4867 11551 21641 29656 37201 46749 54775 62038 71501 78217 5003 11937 21661 29670 37232 47120 55132 62285 71518 78234 5204 11980 21862 29989 37646 47155 55381 63000 71612 78354 5232 12254 22520 30290 37692 47196 55386 63266 71615 78489 5285 12466 22527 30870 38044 47582 55447 63534 71887 78507 5421 12511 22571 31036 38201 47736 55611 63555 71955 78827 5890 12613 22829 31186 38527 47899 55803 63837 72014 78932 6147 13291 22870 31266 38637 47907 56028 64144 72084 79187 6356 13444 23236 31524 38665 47908 56174 64222 72316 79345 6457 13879 23345 31585 38765 48050 56381 64317 72821 79358 6545 14004 23721 31698 38785 48468 56556 64959 73137 79398 6651 14221 23749 31776 38821 48785 56622 65083 73206 79701 6739 14675 23775 31895 38841 48924 56736 65138 73289 79791 Næsti útdráttur fer fram 28. desember 2000 Heimasíða á Intemeti: www.das.is FJÖLMIÐLUN Klámkóngur kaupir Express-blöðin Aðrir bjóðendur hundóánægðir og hugsanlegt að Telegraph-útgáfan láti krók koma á móti bragði EXPRESS-blööin bresku hafa ver- ið seld og er kaupandinn klám- kóngurinn Richard Desmond. Sagt er, að hann sjái sjálfan sig í anda sem nýjan Beaverbrook lávarð og vilji komast í hóp með stóru fjöl- miðlajöfrunum. Hefur samningur Express-útgáfunnar, United News & Media, við Desmond vakið nokkra furðu og ekki er víst, að hann gangi allur eftir. Desmond og Clive Hollick, aðal- framkvæmdastjóri United, urðu ásáttir um það í leynilegum við- ræðum, að kaupverðið fyrir Ex- press-blöðin skyldi vera 15,9 millj- arðar ísl. kr. og inni í því var 50% hlutur í West Ferry-prentsmiðjun- um í London. Hinn hlutinn er í eigu Hollingers, eða þeirra Con- rads Blacks og Dans Colsons, út- gefenda TeJegraph-titlanna, en þeir voru meðal þeirra, sem buðu í Ex- press. í samningum Hollingers og Un- ited um rekstur West Ferry-prent- smiðjanna er ákvæði, sem segir, að verði einhver breyting á eignarað- ild annars aðilans, hafi hinn for- kaupsrétt að helmingshlutnum. Er formúlan, sem lögð var til grund- vallar hugsanlegum kaupum ann- ars eigandans, mjög hagstæð enda er sagt, að nú séu þeir Black og Colson að velta fyrir sér að kaupa. Yrði það mikið áfall fyrir Desmond því að hagnaðurinn af Express- blöðunum, um 1,3 milljarðar króna á ári, kemur að langmestu leyti frá West Ferry-prentsmiðjunum. Sagt er, að Colson, aðstoðarfor- stjóri Hollingers, sé reiður United, sem haíl legið á upplýsingum og þannig komið í veg fyrir, að Holl- inger gæti gert raunhæft og líklega hærra tilboð en Desmond í Ex- press-blöðin. „Við erum fjúkandi reiðir yfir Metro grípur blaðalesendur London. Morgunblaðið. Associated Press Farþegar með almenningssamgöngukerfinu í Stokkhólmi láta Metro ekki framhjá sér fara. AUK syfjulegs yfirbragðs að morgni til í neðanjarðarlestunum í London eiga flestir farþeganna það sameig- inlegt að þeir eru að lesa Metro, ókeypis morgunblað, sem dreift er á lestarstöðvunum. Sama gera lestar- farþegar í borgum víða í Evrópu og jafnvel líka í Bandaríkjunum og Suð- ur-Ameríku. Blaðið heitir reyndar ekki alls stað- ar það sama, þó Metro sé algengasta nafnið og eigandinn er heldur ekki sá sami um allt. Hugmyndin varð til í Stokkhólmi og sænska fyrirtækið hefur teygt anga síðan víða, nú síðast með útgáfu kvöldblaðs, en það á einn- ig í samkeppni við Metro í London. Þessi blöð eiga það sameiginlegt að vera eingöngu fjármögnuð með aug- lýsingatekjum og velgengnin hefur verið með eindæmum. Það eru reyndar margir lestarfarþegar, sem hafa fyrir vana að kaupa blað hjá blaðasölunum, sem eru alls staðar við lestarstöðvamar. En það eru líka margir, sem hafa ekki svo mikið við og þeir grípa Metro fegins hendi. Það má deila um gæði innihaldsins, en vinsældirnar eru óumdeilanlegar. Sænsk hugmynd leggur undir sig heiminn Það var árið 1995 að Metro kom fyrst á lestarstöðvarnar í Stokkhólmi. Blaðið er í svipuðu broti og Morg- unblaðið, andstætt hefðbundnu morgunblaðabroti og því einkar þægilegt að athafna sig með það í troðnum lestarvögnum, sem ein- kenna lestarferðir í stórborgunum á morgnana. Væntingamar vom ekki miklar, því efnið, að mestu unnið upp úr fréttaskeytum og ekki sérlega djúp- unnu efni, þótti ekki rismikið. Metro er stjómmálalega óháð og birtir ekki ritstjómargreinar með skoðunum. En reynslan hefur sýnt að lestar- farþegar kunna vel að meta létta morgunlesningu, með helstu erlendu fréttum, en annars með áherslu á inn- lendar fréttir og staðarfréttir á léttu nótunum. Sænska Metro er í eigu MTB Publ- ishing AB, sem er dótturfyrirtæki Modem Times Group er tilheyrir stóra norrænu fjölmiðlasamsteyp- unni Kinnevik. Útþenslan hefur verið gríðarleg. Eftir velgengnina í Stokkhólmi bætt- ust Gautaborg og Málmey við. Dreif- ingin er nú 952.000 eintök og Metro orðið annað stærsta morgunblaðið. Prag varð fyrsta erlenda Metro- borgin 1997. Síðan bættust Helsinki og Búda- pest við, ásamt helstu borgum í Hol- landi. Á þessu ári fór Metro auk þess að koma út í Aþenu, Varsjá, Mílanó, Róm, Argentínu, Toronto, Ziirich, Santiago og Newcastle. Með útgáfu í Fíladelfíu á árinu varð Metro fyrsta ókeypis dagblaðið í Bandaríkjunum. Lykillinn að fjárhagslegri vel- gengninni hefur verið tvíþættur. Annars vegar mikil útbreiðsla. Aug- lýsendur geta í raun séð með eigin augum hvemig Metro er rifið út á morgnana og ákaft lesið. Reiknað er með að 2,4 lesendur séu um hvert ein- tak. Hins vegar er ritstjórnarhug- myndin einfold og þó unnið efni sé alltaf eitthvað er endurvinnsla úr öðr- um miðlum áberandi. Hugmyndin að Metro í London er komin frá Stokkhólmi, þar sem blaða- kóngurinn Rothermere lávarður, sem nú er látinn, og sonur hans Jon- athan Harmsworth vora á ferð og sáu þúsundir lestarfarþega niðursokkna í Metro. Hugmyndina tóku þeir með sér heim, þar sem DMGT, útgáfu- félag stórblaða eins og Daily Mail, The Mail on Sunday og Evening Standard, tók að gefa út Metro í mars 1999. Áherslunar voru þær sömu og í sænska Metro og vinsældirnar ekki látið á sér standa. Miðað við dreifingu er blaðið stærsta ókeypis blaðið, sjötta stærsta dagblaðið í Bretlandi og það 14. stærsta í heimi. London Metro hefur einnig dreift sér. í janúar er áætlað að hefja út- gáfu í Leeds, en útgáfa er þegar hafin í Manchester, Birmingham, Edin- borg og Newcastle, þar sem blaðið keppir við sænska Metro. London-út- gáfan var farin að skila hagnaði eftir aðeins ellefu mánuði, en útþenslan hefur snúið dæminu við. Engar tölur hafa þó verið gefnar upp um hversu miklu hafi verið varið til að sjósetja Metro né hvert tapið sé. Búist er við að árstekjurnar í ár verði 40 milljónir punda, miðað við 24 milljónir í fyrra. En enska Metro ætlar ekki að láta þar við sitja að gefa út blöð. Metro á að vera miklu meira og stefnt á að nýta vöramerkið á öðram vettvangi. I viðtali við Financial Times segir Mike Anderson framkvæmdastjóri Metro í London að Metro verði orðið annað fyrirtæki eftir árið. Hvað það feli ná- kvæmlega í sér gefur hann ekki upp, en slær um sig með hugmyndum eins og sjónvarpsstöð, útvarpi, Netsíðum, tímariti og auglýsingaskiltum. Úr Metroheimi neðanjarðarlestanna eiga lesendur að geta haldið áfram Metroferðinni ofanjarðar. S Islensk list Fálkagötu 30b Gleðilegarjólaglerstjömur Opið frá kl. 14-18, sírnar 552 8141 og 861 5693 Betra starf www.radning.is 27046 A \ én keðju 'A X> 0.12W/SI V I4k gullskartgripir Fallegir demantshringar — fróbært verð Hvítagull með demöntum n og ekta safírum 'ÖjýMLl Sendum myndalista )•• t i • Mikið úrval af demantsskartgripum ouin ó fróbæru verði Laugovegi 49 ♦ Símar 551 7742, 561 7740 ♦ Fax 561 7742
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.