Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 43
42 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 43
ffargiiiiHjifeifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NEYD í LANDIALLSNÆGTA
TUTTUGASTA öldin líður
senn í skaut aldanna, en
þessi öld hefur fært íslenzku
þjóðina úr örbirgð og umkomuleysi
til sjálfstæðis og efnahagslegrar
velmegunar sem bezt gerist í heim-
inum. í upphafi tuttugustu aldar
var fátækt landlæg á Islandi eins og
verið hafði í aldanna rás. íslending-
ar höfðu neyðzt til að flytja búferl-
um í stórum stíl til annarra heims-
álfa til að tryggja sér og sínum
viðurværi og lífsvon. í aldarlok er
þessu öfugt farið. Fólk frá öðrum
löndum og heimsálfum leitar til Is-
lands til að sjá sér og sínum far-
borða. Hvílík bylting hefur ekki
orðið í lífskjörum þjóðarinnar norð-
ur við yzta haf.
Enn er það þó svo, að fátækt
fínnst á Islandi og einstaklingar og
fjölskyldur neyðast til að leita að-
stoðar hjálparsamtaka í aðdrag-
anda jólanna. Þetta gerist þrátt
fyrir umfangsmikið öryggisnet
félagsmálakerfis ríkis og sveitar-
félaga, nær ekkert atvinnuleysi og
blómlegri efnahag landsmanna en
nokkru sinni fyrr. Á meðan ekki
tekst að uppræta fátækt með öllu
með opinberum ráðstöfunum, og
það verður seint eða aldrei, þá ber
okkur skylda til að hjálpa okkar
minnstu meðbræðrum á allan þann
hátt sem við megum. Þessi bróður-
lega skylda ætti ekki sízt að vera
okkur ofarlega í huga í aðdraganda
jólahátíðar kristinna manna.
Mörgum hefur vafalaust hnykkt
við við lýsingar starfsmanna
Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík,
sem fram komu í Morgunblaðinu í
gær. Þar er svo mikil þörf fyrir
matar- og fatagjafir nefndarinnar,
að langar biðraðir hafa myndast.
Formaður Mæðrastyrksnefndar,
Ásgerður Flosadóttir, segir, að
neyð fólks sé mikil og sízt minni en
áður. „Okkur sýnist enginn munur
vera á þörfinni nú og fyrir fimm ár-
um. Ef eitthvað þá hefur fólk enn
minna á milli handanna og margir
eiga ekki fyrir brýnustu nauðþurft-
um. Fólk kemur hingað í örvinglun
og grætur, margir svelta svo dögum
skiptir og draga fram lífið á hrís-
grjónum og hafragraut."
Þessar lýsingar eru þyngri pn
tárum taki. Svo til frá upphafi ís-
landsbyggðar hefur það verið
skylda sveitarfélaga að framfæra
fátæka og á hátíðarstundum stæra
Islendingar sig af því að hafa rutt
brautina í þeim efnum. Hins vegar
hefur reynsla fátækra verið slík af
þessari félagslegu aðstoð, að a.m.k.
gamalt fólk vill komast hjá því að
leita á náðir sveitarfélagsins.
Ástæðan er sú, að fyrrum missti
fólk borgaraleg réttindi sín við það
að segja sig til sveitar, auk þess
sem það var brennimerkt af sam-
borgurunum. Það er varla manns-
aldur frá þeim tíma, að fátækum
fjölskyldum var sundrað og máttu
þola hreppaflutninga leituðu þær til
sveitarinnar. Þetta er að sjálfsögðu
liðin tíð, en minningin lifir í hugum
gamla fólksins og stolt þess er slíkt,
að það vill flest annað en að „fara á
sveitina" eins og það var kallað.
Það á að vera okkur íslendingum
kappsmál að búa svo um hnútana,
að enginn þurfi að leita þeirrar að-
stoðar, sem starfsfólk Mæðra-
styrksnefndar veitir nú daglega.
PERES EKKIFRAM
UM SKEIÐ voru líkur á því að
Shimon Peres, fyrrverandi for-
sætisráðherra Israels, myndi bjóða
sig fram í kosningum um embætti
forsætisráðherra. Nú virðist ljóst að
af því verður ekki. Peres, sem er 77
ára gamall og hefur verið í fremstu
víglínu ísraelskra stjórnmála í marga
áratugi, naut ekki stuðnings eigin
flokksmanna, sem stóðu við bakið á
Ehud Barak forsætisráðherra. Hann
varð því að afla sér stuðnings tíu
þingmanna úr öðrum flokkum til að
geta tilkynnt um framboð og leitaði
til Meretz-flokksins um stuðning.
Eftir að hafa tekið vel í málaleitan
Peresar í fyrstu lögðu þingmenn
Meretz hins vegar að þeim Peres og
Barak að ná samkomulagi um að ein-
ungis annar þeirra yrði í framboði til
að koma í veg fyrir að þau öfl er vilja
friðarsamninga við Palestínumenn
myndu ganga klofin til kosninganna
6. febrúar nk. Það tókst og því munu
þeir Barak og Ariel Sharon, leiðtogi
Likud-bandalagsins, takast á um for-
sætisráðherraembættið.
Skoðanakannanir undanfarna daga
hafa bent til að Peres njóti verulegra
vinsælda meðal kjósenda og að hann
myndi sigra Sharon í kosningum.
Stuðningsmenn Baraks hafa á móti
bent á að Peres hafí oft áður unnið
kosningar í skoðanakönnunum en
tapað þeim þegar á hólminn var kom-
ið.
Barak bindur nú vonir við að hann
muni ná að snúa dæminu sér í hag
með að ná samningum við Palestínu-
menn fyrir kosningar. Samninga-
menn Israela og Palestínumanna
hafa átt í viðræðum í Bandaríkjunum
undanfarna daga og áttu þeir m.a.
fund með Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta á miðvikudag. Greinilegt er að
Clinton leggur ríka áherslu á að sam-
komulag náist enda hefur það verið
eitt af meginmarkmiðum hans í utan-
ríkismálum á forsetaferlinum að
verða sá forseti Bandaríkjanna er
tekst að setja niður deilurnar fyrir
botni Miðjarðarhafs. Hins vegar ligg-
ur einnig fyrir að Clinton mun láta af
störfum innan nokkurra vikna og get-
ur því ekki látið til sín taka af sama
afli og áður.
Þegar upp er staðið eru það hins
vegar kjósendur í ísrael er munu
ráða úrslitum og nú eru kostirnir að
minnsta kosti skýrir. Annars vegar
Barak, sem, þrátt fyrir átök undan-
farinna mánaða, hefur teygt sig
lengra 1 samningaátt en nokkur fyrri
forsætisráðherra Israels og hins veg-
ar Sharon, sem er í hópi þeirra
stjórnmálamanna í ísrael, er vill gefa
sem minnst eftir í samningum við
Palestínumenn.
Framtíðarsýn verkfræðinga Landsvirkjunar að hvetja konur til sóknar í greinina
Vilji okkar og markmið
er að auka hlut kvenna
Sviðsstjóri skurðlækningasviðs Landspítala hefur
áhyggjur af flótta lækna frá störfum á sjúkrahúsum
Einkasjúkrahús rísi •
á lóð Landspítala
Hjá Landsvirkjun starfa um 300 manns, þar af 70 konur. Flestar
starfa við ræstingar, sem matráðskonur eða ritarar - tíu eru há-
skólamenntaðar. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti að máli bær
Rán Jónsdóttur, Ragnheiði Ólafsdóttur og Helgu Jóhannsdóttur
verkfræðinga og Hugrúnu Gunnarsdóttur fískifræðing.
Morgunblaðið/Porkell
F.v. Ragnheiður Ólafsddttir, Rán Jónsddttir, Helga Jóhannsdóttir og Hugrún Gunnarsdóttir.
GLERÞAKIÐ er ekki
áþreifanlegt en það vam-
ar samt margri konunni
að komast leiðar sinnar í
fyrirtækjum þar sem karlar eru í
stjómunarstöðum og konur sárafá-
ar. í sumum greinum hafa konur
unnið á en í öðmm er ástandið svipað
og fyrir árum og áratugum síðan.
Þannig er farið með verkfræðina,
hefðbundið karlafag, en af framsýni
og drifkrafti hafa Landsvirkjunar-
kvenforkamir ákveðið að snúa vöm í
sókn.
„Okkar vilji og markmið er að
auka hlut kvenna bæði hér í fyrir-
tækinu og ekki síður úti í þjóðfélag-
inu,“ segir Hugrún og Ragnheiður
tekur undir: „Það var auðvitað þann-
ig sem við fómm af stað með þessa
hugmynd. Því verður ekkert neitað
að Landsvirkjun er píramídafyrir-
tæki, fáar konur í stjómunarstörfum
og gengur hægt að komast upp met-
orðastigann. Þetta á ekki að vera
lögmál, enda lítur enginn þannig á,
heldur er almennur vilji fyrir breyt-
ingum,“ segir Ragnheiður.
„Við funduðum saman þessar há-
skólamenntuðu konur sem starfa hjá
Landsvirkjun og komumst að því að
við höfum sameiginlega framtíðar-
sýn á stöðu kvenna innan fyrirtæk-
isins. Þessi hópur beitti sér fyrir því
að starfshópur, samsettur af fólki af
báðum kynjum, var settur á laggim-
ar og vann svo að drögum að jafn-
réttisáætlun fyrir Landsvirkjun sem
nú er verið að vinna út frá,“ segir
Rán.
„Það hefur orðið mikil áherslu-
breyting í jafnréttismálum, við erum
miklu meira farin að tala um raun-
hæft jafnrétti en ekki yfirráð, skap-
að ástand þar sem engin togstreita
verður á milli vinnu og einkalífs,"
segir Helga og vitnar til viðhorfs-
könnunar sem gerð var meðal
starfsfólks þar sem spurt var út í
jafnréttismál og sýndu niðurstöður
hennar að aðaláhersla var lögð á að
jafnrétti væri fyrir alla, þá sem em
með fjölskyldur jafnt sem einstak-
linga.
Misjöfn viðbrögð við
jafnréttisnefnd í fyrstu
„í eðli sínu heíur Landsvirkjun
verið karlafyrirtæki, bæði vegna
þess að verkfræðin er karlastétt og
svo er afar stór hluti starfsmanna
þess iðnaðarmenn, t.d. vélfræðingar,
rafvirkjar, rafeindavirkjar o.s.frv.
Sumir fóra þeir í vissa vöm í jafn-
réttisumræðunni og menn tóku
mjög misvel í það að kominn væri
einhver hópur sem ynni að jafnrétt-
ismálum. Við urðum varar við það í
upphafi að ekki vora allir um eitt
sáttir við hugmyndir
okkar um breytingar,"
segir Rán, „og í raun-
inni mættu okkur
stundum afar misjöfn
viðbrögð - menn spurðu
furðu lostnir hvað við ætluðum eig-
inlega að gera þar sem engar konur
væri að finna í þessum geira hvort
sem er.“
Fleiri konur í verkfræði
„Fyrirtæki af þessari stærðar-
gráðu getur gefið margt til baka til
þjóðfélagsins,“ segir Ragnheiður,
„hugmyndir um aukna samtvinnun
milli náms í orkustörfum og atvinnu-
lífsins er á dagskrá og fyrirhugað að
veita fleiri háskólanemum verkefni
til að vinna að fyrir okkur og fá
þannig verðmæta hagnýta reynslu."
„Það er reyndar að verða mikil
vakning meðal fyrirtækja um þetta,
það er áhugi á að nýta sér þennan
hafsjó fróðleiks og vinnuafls sem er í
háskólunum. Það njóta allir góðs af
þessu.“ tekur Helga undir.
Ein hugmyndanna sem er á
vinnslustigi er að veita styrki til
kvenna í raungreinum og ráða konur
í starfsþjálfun til Landsvirkjunar.
Blaðamanni verður spum hvort
þetta sé ekki kynjamismunun og
hvort karlstúdentar eigi ekki eftir að
rísa upp og kreíjast jafnræðis?
„Þetta gengur auðvitað ekki að ei-
lífu en á meðan við eram í svona of-
boðslegum minnihluta er grandvöll-
ur fyrir þvi að beita svona aðferðum
- þær hljóta svo að verða endurskoð-
aðar eftir að einhveiju vissu mark-
miði er náð en það er oft miðað við
30%,“ segir Rán. En það er langt
þangað til konur ná því að vera þriðj-
ungur starfandi verkfræðinga, sam-
kvæmt tölum írá Verkfræðinga-
félagi íslands era um 1.800 starfandi
verkfræðingar á landinu í dag og af
þeim era 107 konur á skrá.
„Sjálf er ég mjög ósátt við alla
mismunun en ég géri mér líka grein
fyrir að ef við ætlum að breyta ein-
hverju krefst það róttækra að-
gerða,“ segir Helga.
„Við vonumst auðvitað til þess að
eftir 20-30 ár getum við horft tU baka
til reglna eins og þeirrar sem kveður
á um að ef tveir jafnhæfir einstak-
lingar af gagnstæðu kyni sæki um
starf þá sé sá aðili ráðinn sem jafni
kynjahlutfallið á vinnustaðnum, og
þá verði þetta orðið svo úrelt að við
hlæjum að því að í „gamla daga“ hafi
þetta verið nauðsynlegt.
En því miður er raunin
önnur í dag og við þurf-
um enn á jafnréttislög-
gjöfinni að halda til þess
að fá fólk til að hugsa,
því það vill oft gleymast hvemig
staðan er á atvinnumarkaðinum,“
segir Hugrún.
Auk þessa verður einnig lögð
áhersla á að vekja áhuga yngri
kvenna og í vetur verður stelpum úr
verkmenntaskólum landsins boðið í
heimsókn í aflstöðvamar þar sem
þær fá að kynnast starfseminni.
„Nú eram við að greina það sem
hægt er að gera og ætlum svo í fram-
haldinu af því að vinna áft’am. Hug-
myndin að skipulögðum heimsókn-
um í aflstöðvamar era hugsaðar sem
tækifæri fyrir stelpur að koma á sín-
um forsendum þar sem þær geta
verið ófeimnar við að spyrja spum-
inga en margar stelpur virðast
hreinlega ekki þora að spyrja þegar
strákamir era með af ótta við að
virðast fávísar."
„Meginástæðan fyrir að konur
fara ekki í raungreinar að mínu mati
er hvemig skólákerfið sjálft er.
Raungreinaiogin stærðíræði, eðlis-
og efnafræði hafa í gegnum tiðina
verið skipulögð og oft kennd af körl-
um. Verkfræðinámið er t.d. byggt
upp af karlmönnum og algjörlega
skipulagt fyrir karlmenn," segir
Helga og viðurkennir að ein merki-
legasta uppgötvun sem hún hafi gert
í lífinu hafi verið að konur og karlar
hugsi bara alls ekki eins. Ragnheið-
ur er sammála síðasta ræðumanni
og segir mikilvægt að muna eftir og
tala um eðlislægan mun á kynjunum
og það sé afar nauðsynlegt að konur
hasli sér sterkari völl við samningu
kennsluefnis. ,Á meðan það era nær
eingöngu karlar sem semja náms-
efnið í raungreinunum verður það
miðað að þeirra þörfum - það er líka
ósköp eðlilegt enda getum við ekkert
ætlast til að þeir fái allt í einu ein-
hverja kvenlega innsýn.“
Helga tekur undir orð Ragnheið-
ar: „Þeir hafa önnur sjónarhorn og
aðrar þarfir og áhugamál. Einmitt
þess vegna þurfum við að nálgast
kennsluna og námsefnið frá öðru
sjónarhorni. I kennslubókunum er
miklu minna sem vekur áhuga
kvenna á þessum fogum en karla.
Annað vandamál sem snertir bæði
kynin jafnt er stöðnunin í skólakerf-
inu, flestar starfsgreinar elta nýj-
ungar - það vinnur enginn við gamla
tölvu svo við endumýjum tölvumar
á tveggja ára fresti, sjálf föram við á
hvert endurmenntunamámskeiðið á
fætur öðra, við höldum þannig þekk-
ingu okkar og tileinkum nýja tækni
og kunnáttu. En það sem er staðnað
í þjóðfélaginu, bæði hér og á alþjóða-
vísu, er skólakerfið - kennsluaðferð-
ir eru gamaldags, kennsluefnið gam-
aldags, sömu bækur jafnvel kenndar
áratugum saman - það era fá fram-
faraskref stigin og þróun verður
sáralítil!“
„Það byggir svo margt í þjóðfélag-
inu á innri uppbyggingu fyrirtækja,
á tækni sem við eram að hanna, s.s.
vegagerð, húsagerð og ef það era
bara karlmenn sem koma að hönn-
uninni þá era hlutimir auðvitað sér-
hannaðir með þá í huga. Helming-
urinn af þjóðfélaginu era konur og
við þurfum að hanna með þær í huga
líka,“ segir Ragnheiður.
„Þá komum við aftur að þessum
áherslupunkti um mikilvægi þess að
vinna saman að settu marki - það er
jákvætt fyrir alla. Því reynum við
hér hjá Landsvirkjun ekki aðeins að
vinna í blönduðum kynhópum heldur
einnig í blönduðum faghópum þar
sem ólíkar skoðanir og þarfir takast
á til að ná í sameiningu haldbærri
lausn. Hér vinna verkfr'æðingar, við-
skiptafræðingar, náttúrufræðingar
og fleiri stéttir og fyrir vikið verður
framkvæmd verksins betri þar sem
ijölbreyttari menntun og reynsla
skilar árangri," segir Hugrún.
Reglustikur og rúðustrik
Það er fleira en ójafnt kynjahlut-
fall sem brennur á fjórmenningun-
um. „Það virðist almennt vera leyfi-
legt og jafnvel viðurkennt að tala um
verkfræðinga sem leiðinlega, gráa
og stífa reglustikukarla í rúðustrik-
uðum heimi, sérstaklega þá sem
starfa hjá Landsvirkjun. Svona tal
hefur neikvæð áhrif á það starf sem
við eram að reyna að vinna. Hér fá
frjóar hugmyndir að dafna, lausnir
era fundnar á vandamálum." Helga
tekur undir og segir með þunga:
„Stjómmálamennirnir okkar hafa
líka í gegnum tíðina verið duglegir
við að skýla sér á bak við Lands-
virkjun og láta sem við tökum allar
ákvarðanir um hvort, hvar og hve-
nær skal virkja. Málið er að við eram
ekki vondi karlinn í þessu máli þar
sem endanleg ákvörðunartaka er
ávallt þeirra.“
„Stærsti hluti af
starfsemi Landsvirkj-
unar er ekki að byggja
virkjanir heldur reka
þessar tíu aflstöðvar
sem við eigum,“ minnir
Ragnheiður á og bætir við: „Þetta er
mjög góður vinnustaður, fólki líður
vel hér og fæst við spennandi verk-
efni. Eini gallinn, ef galla skyldi
kalla, fyrir utan ójafna kynjaskipt-
ingu, er að það er mjög lítil endur-
nýjun og fólk situr sem fastast hér,
sumir hafa jafnvel starfað hér frá því
fyrirtækið var stofnað. Þetta er svo-
lítið hættulegt því eftir um tíu ár
missum við stóran hluta af þekkingu
okkar út úr fyrirtækinu þar sem um
60 starfsmenn koma til með að hætta
á þessum næstu 10 til 15 áram.“ Hin-
ar taka undir og segja tímann því
vera hárréttan fyrir ungar konur að
hasla sér völl innan fræðanna því
sóknarfærin bíði á næstu áram.
„Endumýjun er hæg og stöður
losna því samkvæmt hægt hjá
Landsvirkjun. Við geram einmitt
grín að því að við eram undir þessu
blessaða glerþaki og komumst ekk-
ert upp,“ segir Rán og Helga grípur
orðið á lofti, „það liggur við að við
séum enn í kjallaranum. Okkur
finnst þetta mjög áþreifanlegt, það
verður bara að segjast eins og það
er.“ Spurðar hvort þeim finnist þá
eins og þeim sé vísvitandi haldið
niðri svara þær einróma neitandi því
það séu ekki eingöngu konur sem
færist hægt upp metorðastigann
heldur gildi það jafnt um alla - leiðin
upp á við sé löng í öllum tilfellum.
Áfram stelpur!
„Við sem verkkonur og verkfræð-
ingar eram með alla karlatæknina á
hreinu - við eram búnar að læra
þetta allt saman en við kunnum líka
að pijóna og baka og hljótum því að
vera miklu fjölhæfari en karlamir,"
segir Rán og skellihlær að eigin
sleggjudómum og bætir svo við:
„Það hefur nú reyndar heyrst hér
innan veggja að einstaka menn grípi
í hannyrðir þótt slíkt fari hljótt.“
Þrátt fyrir spumingaregn stallsystr-
anna um hver eða hverjir eigi þar
hlut að máli er Rán þögul sem gröf-
in.
Konum hefur fjölgað í efnaverk-
fræði og umhverfisverkfræði sem að
sumra mati era „mýkri“ hliðar
greinarinnar. „Já, konur era
kannski að koma inn þá leiðina en
vélaverkfræði og rafmagnsverk-
fræði virðast enn vera karllægar
greinar," segir Ragnheiður. „Það
hefur nú verið stoínaður kvennahóp-
ur innan Verkfræðingafélagsins og
það opnaði nýjan heim fyrir mér þar
sem maður varð áður ekkert var við
konur innan félagsins.Við eram svo
dreifðar og fáar að við vitum varla
hver af annarri. Þessi hópur er líka
að vinna markvisst að því að bæta
hlut kvenna innan verkfræðinnar
þannig að við sækjum að úr mörgum
áttum.“
„Það er ekki nóg með að viðhorfið
gegn verkfræðingum sé almennt
frekar neikvætt - en ef þú ert verk-
fræðingur og kona í ofanálag þá ertu
meira en pínulítið skrýtin,“ segir
Helga. Hinar taka undir og viður-
kenna sposkar á svip að vera stund-
um svolítið afskiptar í jólaboðum og
fermingarveislum þar sem fólk virð-
ist feimið við að brydda upp á um-
ræðuefnum við verkfræðingana.
„Maður er nú ekki litinn homauga
en fólk veit kannski ekki alveg
hvemig á að taka manni,“ segir
Helga. En það era ekki aðeins hóg-
værir og hljóðlátir veislugestir sem
era smeykir.
„Karlmönnum stafar ákveðin ógn
af kvenverkfræðingum," heldur
Helga áfram, glottir og skýtur að
sögu um ónefnda einhleypa starfs-
systur þeirra sem segist vera hjúkr-
unarfræðingur þegar hún fer út að
skemmta sér - reynslan
hefur kennt henni að
segi hún satt og rétt frá
þá hverfi kappamir á ól-
ympíumetshraða. „Það
skiptir engu máli hvort
eða hvað þeir era menntaðir, bless-
aðir öðlingarnir fara bara í baklás.“
Að öllu gamni slepptu setur Ragn-
heiður punktinn yfir i-ið í um-
ræðunni. „Við eram að hvetja konur
til að fara út í þennan bransa og það
er alveg Ijóst að þetta er karlaum-
hverfi og það er ekki alltaf dans á
rósum. Þú þarft að berjast ákveðið
fyrir tilvera þinni, ekki bara sem
verkfræðingur og fagmaður sem
slíkur, heldur líka af því þú ert kona
og verkfræðingur. Með aukinni vit-
und og hvatningu getur og verður
gerð bót á þessu þannig að konur
sæki í raungreinar. Þetta hefur t.d.
sýnt sig í læknisfræðinni sem var áð-
ur hefðbundið karlastarf en er nú
með jafnt kynjahlutfall og það mun
líka gerast í verkfræðinni, það tekur
bara tíma og atorku."
„Svo er heldur ekki hægt að líta
fram hjá því að þetta er betur launað
starf en hin hefðbundnu kvenna-
störf!“ segja þær að lokum.
Höfum sam-
eiginlega
framtíðarsýn
Stundum svo-
lítið afskiptar í
jólaboðum
Skurðaðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Loka hefur þurft
einni skurðstofu þar stóran hluta úr ári vegna spamaðar.
Með því að reisa einka-
sjúkrahús á lóð Land-
spítala - háskólasjúkra-
húss gæti hann haft
betri aðgang að lækn-
um og hjúkrunarfræð-
ingum þar og sinnt bet-
ur rannsóknar- og
kennsluhlutverki sínu.
Jóhannes Tómasson
hleraði hugmyndir
um málið.
ALLMÖRG síðustu ár hef-
ur sú þróun verið í spít-
alaþjónustu að ýmsar
einfaldar skurðaðgerðir
og önnur læknisverk hafa flust frá
sjúkrahúsum á stofur lækna. Hafa
læknar sinnt þessum verkefnum
eftir vinnudag sinn á sjúkrahúsun-
um og fengið greitt fyrir þau frá
Tryggingastofnun ríkisins. Þetta
hefur þýtt að nemar í læknisfræði
og hjúkrunarfræði hafa í raun misst
af því að fá kennslu í hluta af sínum
fögum, þeim verkefnum sem spít-
alar hafa að miklu leyti orðið að
horfa á eftir til einkastofa lækna.
Jónas Magnússon, prófessor og
sviðsstjóri skurðlækningasviðs
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
hefur áhyggjur af þessari þróun.
Segir hann það skapa mörg vanda-
mál ef læknar og hjúkranarfræð-
ingar leita í störf í einkageiranum
þar sem laun séu hærri og þá verði
sífellt erfiðara að hafa nægan
mannafla til að manna vaktir og
annast þá erfiðu þjónustu sem veita
þurfi á sjúkrahúsunum. Hann segir
ekki óeðlilegt að fólk leiti í þessi
störf utan spítalans sem séu unnin
svo til eingöngu á dagvinnutíma. En
hann telur hægt að snúa þessari
þróun við að nokkra leyti.
„Einkarekstur og ríkisrekstur í
heilbrigðisþjónustu styðja hvort
annað og ég teldi skynsamlegast að
einkarekinn spítali yrði settur niður
á lóð Landspítalans þannig að sam-
gangur verði sem mestur milli spít-
alanna til þess að kostir beggja
rekstrarforma nýtist sem best.“
Miðstöð var undirbúin við
Sjúkrahús Reykjavíkur
Þessa hugmynd segir hann ekki
nýja af nálinni, Jóhannes M. Gunn-
arsson, þáverandi lækningaforstjóri
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hafi sett
hana fram áður. Jóhannes, sem er
framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fyrir um þremur áram hefði verið
mikil hreyfing á læknum á SHR og
margir haft hug á að hætta störfum
við spítalann og flytja sig alveg á
stofur sínar. Hefði hann þá sett
fram þá hugmynd við heilbrigðis-
ráðuneytið að leyft yrði að reisa
læknamiðstöð á lóð sjúkrahússins,
vísi að einkasjúkrahúsi. Læknar
sem vildu vinna að einhveiju leyti
sjálfstætt gætu þá sinnt ákveðnum
ferliverkum þar en verið tiltækir
sjúkrahúsinu ef á þyrfti að halda og
væra eftir sem áður með stöður þar.
Jóhannes segir ráðuneytið hafa
tekið jákvætt í hugmyndina en svar-
ið ekki hafa fengist fyrr en eftir 9-
10 mánuði. Þá hafi margir
læknanna verið famir og ekki áhugi
hjá þeim að stofna til slíkrar lækna-
miðstöðvar. Það hafi alltaf verið
hugmyndin að læknarnir sjálfir
stæðu fyrir henni, spítalinn hefði
ekki tök á því. Jóhannes segir
tvennt vinnast með einkarekinni
læknastöð á lóð spítalans. Þá sé
hægt að nýta hann til kennslu og
rannsókna ásamt með Landspítal-
anum. Einnig að hafa mun betri og
skjótari aðgang að læknum í næsta
húsi á lóðinni ef sérstakar aðstæður
koma upp, t.d. hópslys, í stað þess
að þurfa að ná til þeirra á mörgum
stöðum víðs vegar um borgina.
Jónas segir þróun í lækningum
hafa orðið slíka síðustu tvo til þrjá
áratugina að læknar hafi í auknum
mæli tekið að sér að sinna ýmsum
læknisverkum á stofum sínum.
í þessu sambandi vill Jónas taka
sérstaklega fram að ekki þurfi að
finna að verkum lækna sem starfa á
stofum sínum, þar séu gæði í háveg-
um höfð og þar sé vinnan vönduð í
alla staði. Þar komi hins vegar upp
fylgikvillar rétt eins og á spítalan-
um og gerist alls staðar. Þegar þeir
koma upp, blæðingar, sýkingar eða
annað, þarf að senda sjúklingana á
bráðamóttöku Landspítalans þar
sem ekki er vakt á læknastofunum.
Þannig þurfi spítalinn að hlaupa
undir bagga og segir Jónas ekkert
athugavert við það, hann sinni að
sjálfsögðu slíkum skyldum sínum.
Sífellt erfíðara
að manna vaktir
„Þannig hefur til dæmis stór hluti
af beinalækningum farið út svo sem
liðspeglanir, margar smærri skurð-
aðgerðir, ýmislegt í lýtalækningum
og alls kyns kviðspeglanir. Inni á
spítalanum er áfram allt sem varðar
þungar, flóknari og dýrari aðgerðir,
slysin og bráðaþjónustan. Þetta
þýðir að við þurfum að hafa nægan
mannskap til að manna vaktir, sem
verður sífellt erfiðara þegar fólk
leitar í störf utan spítalans. Krafan
er líka alltaf að verða harðari um að
minnká vaktabyrðina hjá heilbrigð-
isstéttum.
Fyrir skurðlækningasviðið þýðir
þetta líka að læknanemar sem hér
era kynnast aðeins hluta af skurð-
lækningunum, meðalþungum og
þungum aðgerðum en ekki þeim
sem era minni háttar."
Prófessorinn segir þetta einnig
spumingu um skipulag framhalds-
náms lækna. Landspítali - háskóla-
sjúkrahús getur nú boðið útskrifuð-
um læknum að hefja framhaldsnám
í skurðlækningum í tvö ár og er það
gilt til frekara náms í Bretlandi eða
á Norðurlöndunum. Landspítalinn
beri ábyrgð í kennslu lækna og
hjúkrunarfræðinga og hana verði að
veita á öllum sviðum þessara greina.
En Jónas segir þennan flutning
verkefna frá spítalanum til einka-
stofa eða einkasjúkrahúss líka hafa
áhrif á fjárhagslegu hliðina. „Þarna
era líka tekin frá okkur verk sem
geta gert rekstur spítalans hag-
stæðan og þýtt aukna og betri nýt-
ingu á tækjakosti spítalans og eins
og ég nefndi áður þá sitjum við í
staðinn uppi með þyngstu verkefn-
in. Þess vegna sé ég nauðsyn þess
að einkarekinn spítali sé í sem
mestri nálægð við Landspítalann,"
heldur Jónas áfram, „þannig getur
við best tryggt aðgang nema okkar
að þeim efnivið sem slíkur spítali
fæst við til náms og rannsókna."
Betri kjör utan spítala
ÁHUGI lækna á að starfa ekki
eingöngu á sjúkrahúsum heldur
og á eigin stofum stafar meðal
annars af því að þar eiga þeir
möguleika á mun betri launa-
kjörum en i föstu starfi. Telja
sumir að kjörin séu helsta ástæða
þess að mikill áhugi er meðal
lækna á að sinna verkefnum í
einkarekstri.
Sjúkrahúslæknar eru á föstum
launum og fá greitt fyrir vaktir
og yfirvinnu. Segja má að daglegt
starf lækna á spítala fari að lang-
mestu fram á dagvinnutíma og
iðulega er vinnudegi þeirra lokið
áður en átta stunda vinnuskylda
er uppfyllt nema þeir haldi sjálf-
stæðum verkefnum áfram, t.d.
sjálfstæðum rannsóknum eða
verkefnum sem tengjast kennslu.
Hafa þeir því margir haldið á
stofur sfnar sfðdegis og sinnt þar
sjúklingum hluta úr degi, einn
eða fleiri daga í viku hverri.
Þannig hafa þeir með tiltölulega
stuttum vinnudegi á stofu tekið
inn jafnhá laun og fyrir spít-
alvinnuna og oft hærri.
Þetta er hins vegar mjög mis-
jafnt eftir sérgreinum. Sérfræð-
ingar sem sinna einkum minni að-
gerðum og margs konar
speglunum, skurðlæknar sem lyf-
læknar hafa tileinkað sér þessi
vinnubrögð. Skurðlæknar með
sérfræðiþekkingu í hjarta- eða
heila- og taugaaðgerðum hafa
hins vegar enga möguleika á að
koma upp stofu með nauðsyn-
legum tækjabúnaði sem kostar
tugi milljóna. Störf þeirra eru því
svo til eingöngu bundin við spít-
alann. Þetta hefur valdið nokk-
urri mismunun og til að koma til
móts við þessi atriði hefur verið
reynt að umbuna þeim læknum
sem eingöngu starfa á spftala. Fá
þeir svokallað helgunarálag fyrir
að vera þar í fullu starfi og að
einbeita sér að starfínu þar.