Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 49
H
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 49
MINNINGAR
skyndilega að morgni 15. desember
byrjar snjónum að kyngja niður.
m Mjöllin hrein og tær þekur tré og
runna, bíla og hús og manni fínnst
að ekki mega hreyfa við neinu til að
spilla ekki fegurðinni. Eg stend við
gluggann minn og dáist að hand-
bragði meistarans. En ég fínn ekki
til neinnar gleði. Eg læt hugann
reika, minningarnar hrannast upp
og ég staðnæmist við Lækjarskóla í
I Hafnarfirði haustið 1957. Hópur
nemenda af smærri gerðinni er að
' heíja sitt barnaskólanám. í B bekk-
ll inn hans Helga Jónassonar velst
hópur sem átti eftir að reynast sam-
heldinn og farsæll í námi. Einn af
þessum bekkjarfélögum er snagg-
aralegur piltur hár og grannur. Æv-
ar Guðmundsson. Auk þess að vera
samferða upp barnaskólann áttum
við Ævar samverustundir í íþrótt-
unum hjá FH og einnig á tímabili í
skátastarfinu í Hafnarfirði. Þó ég
j geti sagt að við Ævar hefðum hugs-
r 1 anlega verið jafnokar þegar við lék-
1|| um í svarthvítu búningunum, var
engin spurning að hann stóð mér
miklu fremri á flestum sviðum
skátastarfsins. Strax í æsku kom í
ljós áhugi hans á útiveru og ferða-
lögum. Eftir tveggja vetra nám í
Flensborgarskóla skiljast leiðir og
Ævar hefur nám í Verslunarskóla
Islands og síðan í lögfræðinám í Há-
skólanum.
Tæpum tuttugu árum síðar liggja
jj leiðir okkar saman á ný þegar Ævar
; er ráðinn innheimtulögmaður úti-
bús Iðnaðarbankans á Selfossi, síð-
ar íslandsbanka hf. Þá tókum við
upp kynni á ný í starfi og leik. Ævar
var afar farsæll í starfi sínu og sam-
skipti við hann og hans fólk var
ávallt til mikillar fyi'irmyndar.
Hann var einkar duglegur og vinnu-
samur og ávann sér traust allra sem
hann hafði samskipti við. Þá var það
sem ég tel svo mikilvægt í fari
Imanna, skopskynið og glettnin allt-
af til staðar, en um leið og alvaran
tók við voru málin tekin föstum tök-
um eins og hans var von og vísa.
Þegar ég flytst í starfi til Reykja-
víkur fjTÍr tæpum fjórum árum var
ég einkar feginn að fá að hafa hann
áfram sem lögfræðing, en hann
gegndi einnig störfum fyrir útibú
Islandsbanka við Gullinbrú.
Ævar og Guðrún kona hans höfðu
! mikinn áhuga á hvers kyns ferða-
lögum og fóru víða. Ef við hjónin
'• ; ætluðum að ferðast erlendis á stað
sem við höfðum ekki komið á áður
var vaninn að hringja í Ævar og
leita ráða. Oftar en ekki hafði hann
upplýsingar á takteinum, en bætti
gjarnan við: „Ég ætla að spyrja
Guðrúnu, hún man þetta allt miklu
betur. Svo á hún eflaust bæklinga
sem þið getið fengið lánaða ef þið
viljið.“
Ég samgladdist þeim þegar ég
frétti að þau ætluðu að eyða afmæl-
isdegi Ævars 24. nóv. sl. í Mexíkó
og sat færis að hitta Ævar á skrif-
stofunni þegar heim kæmi, fá ferða-
söguna og færa honum heillaóskir.
Aldrei varð úr því, og fréttirnar um
mjög alvarleg veikindi skutu öllum
skelk í bringu. Að morgni 15. des-
ember þegar englarnir byrjuðu að
sópa skýin í fyrsta sinn á þessum
vetri kvisaðist sorgarfréttin út.
Óréttlætið var fullkomnað. Manni
var orða vant.
Elsku Guðrún og börn. Við Ella
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur. Megi algóður Guð hugga
ykkur og styrkja í sorginni.
Við bankastarfsmenn kveðjum
ljúfan og traustan samstarfsmann í
árafjöld með þakklæti fyrir frábær-
lega vel unnin störf.
Guð geymi góðan dreng.
Gunnlaugur Sveinsson.
I
Góður drengur er látinn langt um
'■ i aldur fram. Það var mikið áfall fyrir
okkur sem þekktum Ævar Guð-
mundsson og höfðum fylgst með
stuttum veikindum hans þegar sú
harmafregn barst að hann væri lát-
inn.
Allt frá því að Ævar lauk lög-
fræðiprófi stundaði hann lög-
mennsku og hóf fljótt rekstur sinn-
ar eigin lögmannsstofu. Kom fljótt í
ljós að lögmennskan átti vel við
hann og var til hans leitað frá ýms-
um aðilum.og ávann hann sér fljótt
4
traust stórs hóps viðskiptamanna.
Hann var vinnusamur mjög og
vandvirkur í öllu sem hann lét frá
sér fara þannig að eftir var tekið.
Ævar var mikill vinur vina sinna
og hjálpsamur og ætíð boðinn og
búinn til að leggja þeim lið þegar á
þurfti að halda. Hann vildi ekki láta
bera mikið á sér og var ekki allra en
var hreinskilinn og hafði einlæga
framsetningu á skoðunum sínum og
málefnum. Hann gat verið sérlega
hnyttinn í tilsvörum og stundum
var stutt hjá honum í stríðnina en
hann hafði einnig gaman af að gera
óspart grín að sjálfum sér.
Ævar gerði sér grein fyrir að
kyrrsetuvinna krafðist hreyfingar
og útivistar. Hann stundaði sund
nær daglega og langar gönguferðir
þeirra hjóna um helgar áttu einnig
að vinna gegn kyrrsetunni.
Kunningsskapur sem tókst með
okkur Ævari á námsárunum varð
síðan að vinskap okkar í milli þegar
við hófum að starfa í sama húsnæði
í Armúlanum. Fyrir utan umræður
sem við áttum reglulega um dagleg
verkefni okkar þar sem við miðl-
uðum hvor öðrum af reynslu okkar
þá fórum við í fjölda ferða saman
með konum okkar bæði innanlands
og utan.
Það var einmitt á ferðalögum
sem Ævar taldi sig geta notið hvíld-
ar frá daglegu amstri og naut þeirra
vel. Skipti það hann þá ekki máli
hvort haldið væri til fjalla á sumri
eða vetri eða dvalið í borgum eða á
ströndum erlendis. Er hægt að full-
yrða að vart er hægt að hugsa sér
betri ferðafélaga en þau Ævar og
Guðrúnu.
Fráfall Ævars Guðmundssonar
langt um aldur fram er mikið áfall.
Ég bið algóðan guð að styrkja Guð-
rúnu eiginkonu hans og fjölskyldu.
Sveinn Sveinsson.
Það kom ekki á óvart að Ævar
skyldi halda upp á fímmtugsafmæl-
ið sitt erlendis. Hann var ekki gef-
inn fyrir umstang og það að halda
stórveislu hér heima var ekki að
hans skapi. Aftur á móti kom það
flatt upp á mig þegar ég frétti strax
eftir heimkomu þeirra hjóna að
hann væri alvarlega veikur. Ég
trúði því að hann myndi jafna sig og
komast í jólahlaðborðið með okkur
félögunum eins og venja var en það
fór á annan veg.
Ævari kynntist ég í lagadeild HÍ
og vakti hann strax sérstakan
áhuga minn. Hann var óvenjulegur,
bráðskýr _og vel heima í flestum
hlutum. Árið 1973 fór ég ásamt
Guðmundi Steinari Alfreðssyni, nú
doktor, til stuttrar námsdvalar í
Ohio í Bandaríkjunum. A heimleið-
inni dvöldum við á heimili foreldra
Ævars í Washington, Guðmundar í.
Guðmundssonar og Rósu konu
hans. Á heimilinu var þá sonur
þeirra Örn. Okkur var tekið með
þvílíkri gestristni og hlýhug að
maður hafði ekki kynnst öðru eins.
Urðu þessi kynni mín af foreldrum
Ævars og bróður hans ennfrekar til
þess að vekja áhuga minn á honum.
Eftir að námi lauk í lagadeildinni
urðu samskipti okkar meiri er Æv-
ar var við störf á lögmannsstofu
Þorfinns Egilssonar á Vesturgöt-
unni. Þótti mér gott að leita til Æv-
ars með hin ýmsu álitaefni sem upp
komu. Hann hafði alltaf tíma til
þess að ráðleggja mér og aðstoða og
mat ég það mikils. Þegar hann afréð
að stofna sína eigin lögmannsstofu
var ég svo hepjpinn að hann féllst á
að koma inn í Ármúla 21 þar sem ég
rak fasteignasölu. Vorum við ná-
grannar og sambýlingar um margra
ára skeið. Var mjög gott samband á
milli stofanna og voru t.d. haldnar
sameiginlegar árshátíðir og reynd-
ar eftir að hann flutti skrifstofuna
upp í Síðumúla. Hef ég ævinlega átt
hauk í horni þar sem Ævar var.
Hann hefur aðstoðað mig og ráðlagt
hvenær sem ég hef leitað eftir.
Nokkurt samband var milli fjöl-
skyldnanna og voru farnar nokkrar
eftirminnilegar ferðir, innanlands
og erlendis. Minnist maður þessara
samverustunda með mikilli ánægju.
Það var orðinn árlegur viðburður að
nokkrir gamlir félagar hittust í jóla-
hlaðborði og í þorramat. Einnig
kom það oft fyrir að hist var hjá
Ævari í vikulok, drukkinn einn bjór
og spjallað um líðandi stund.- Þess á
maður eftir að sakna.
Ævar var mjög samviskusamur
maður og stundum virtist hann vera
of harður við sjálfan sig. Hann lagði
metnað sinn í að sinna vinnu sinni
óaðfinnanlega. Oft vissi ég af því að
Ævar vann sleitulaust kvöld og
helgar ef hann átti að fara í erfiðan
málflutning. I fjármálum var hann
vandaður og svo nákvæmur að ekki
var farið af skrifstofunni fyrr en bú-
ið var að færa bókhald dagsins og ef
greiðsla barst frá viðskiptamanni
brást það ekki að henni yrði skilað
næsta dag. Tel ég að þessi vinnu-
brögð séu einstök og mættu vera
öðrum til eftirbreytni. Ævar sagði
einu sinni við mig: „Dan, það hafa
margir lögmenn farið flatt á því að
gera ekki strax skil á innheimtufé.“
í einkalífinu var Ævar lánsamur.
Jafnan var talað um Ævar og hans
góðu konu Guðrúnu í sömu setning-
unni. Svo náin voru þau.
Ég minnist góðs og vandaðs
manns og tel mig lánsaman að hafa
átt hann að vini. Ég sendi fjölskyldu
hans mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Dan Valgarð S. Wiium.
Öll eigum við systkinin okkur
góðar minningar frá uppvaxtarár-
unum. Meðal þeirra eru margar
sem tengjast einum af bræðrum
hans pabba, strák sem við systkinin
vorum svo lánsöm að hafa nálægt
okkur í uppvextinum. Þessi strákur
var Ævar frændi, áratugnum eldri
en við og rúmlega það. Aldursmun-
urinn virtist reyndar meiri í fyrstu,
hann strákur í Verzló, við, litla
frændfólkið á heimilinu. Síðar kom
lagadeildin, frændi farinn að búa
með Guðrúnu og við systkinin eign-
umst lítil frændsystkini.
Ævar var í huga okkar eins og
klettur, traustur og áreiðanlegur,
ávallt til staðar fyrir okkur,
reiðubúinn að aðstoða og veita ráð-
leggingar. Hann átti auðvelt með að
gi’eina aðalatriðin frá aukaatriðun-
um og gat oftar en ekki sagt það
sem segja þurfti í einni hnitmiðaðri
setningu. Stutt var í galsann og
léttu lundina og á slíkum stundum
voru hlutirnir teknir mátulega al-
varlega.
Allt í einu tæmist tímaglasið,
tómið myndast, engin svör. Eftir
sitja minningar um góðan strák,
frænda sem okkur þótti vænt um.
Hugur okkar er hjá Guðrúnu og
krökkunum. Hafðu þökk fyrir allt,
kæri frændi.
Ingólfur, Rósa og Anna.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um góðan vin og vinnuveitanda.
Mín fyrstu kynni af Ævari voru
haustið 1991 þegar ég fékk starf
sem ritari á lögmannsstofunni hans.
Sú feimni og óöryggi sem oft
fylgir nýju starfi hvarf fljótt, því
Ævar með sínum húmor og glettni
kom mér, sem og öðrum í skilning
um að engin ástæða væri til að hafa
áhyggjur af því sem ekkert er og
einbeita sér að því að vera til og
njóta þess sem að lífið býður okkur.
Þetta lýsir Ævari líklega best,
glaður og opin kom hann til móts
við þá sem á vegi hans urðu. Þessir
eiginleikar hans áttu mjög vel við
mig og áttum við oft góðar stundir
saman þar sem glens og grín var yf-
irleitt í fyrirrúmi. Ævar naut sam-
skipta við aðra og hafði gaman af
því að fara með okkur úr vinnunni
út að borða og voru það reglulegir
viðburðir þar sem hann sýndi það
og sannaði hversu annt honum var í
raun um okkur samstarfsmenn
sína.
Ég hitti Ævar síðast um paskana
þegar ég var á ferð heima á Islandi,
þá var tekið á móti mér með kostum
og kynjum eins og alltaf þegar ég
leit við á stofunni. Við sátum lengi
og spjölluðum þó hann ætti anna-
saman dag.
Ævar og Guðrún kona hans hafa í
gegnum tíðina verið mér sem önnur
fjölskylda, því þegar ég byrja að
vinna á stofunni hjá þeim er ég ný-
flutt til höfuðborgarinnar. Þau
veittu mér ómetanlegan stuðning
með að aðlagast nýjum aðstæðum
og því að vera ein og án fjölskyldu
minnar. Það hefur síðan ekki
minnkað virðingu mína og hlýhug í
þeirra garð, að þau hafa haldið
sambandi við mig eftir að ég hætti
störfum á lögmannsstofunni fyrir
einu og hálfu ári síðan og fluttist til
Danmerkur.
Elsku Guðrún og fjölskylda, megi
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Kæri Ævar mig langar í lokin til
að kveðja þig með þessu ljóði.
Kallið er komið
komin er nú stundin,
viðskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margt er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna Sigrún Ólafsdóttir.
Síðasta föstudag fengum við þá
harmafregn að Ævar Guðmundsson
lögmaður væri látinn langt fyrir
aldur fram. Sorgin er djúp hjá okk-
ur öllum við fráfall hans. I huga
okkar, sem áttum samfylgd með
honum, sitja eftir minningar um
góðan dreng, samviskusaman og
vandaðan.
Kunningsskapur okkar hófst fyr-
ir allmörgum árum er hann gerðist
lögmaður Brimborgar. Hann var
ekki allra en við vorum lánsöm sem
áttum þess kost að eiga samskipti
við hann. Hann reyndist ekki bara
stjórnendum Brimborgar vel held-
ur einnig mörgum starfsmönnum
fyrirtækisins. Hann ávann sér
traust og virðingu okkar og urðu
þau bönd traustari með hverju
árinu sem leið og héldust allar göt-
ur síðan. Okkur þótti einstaklega
gott að leita til hans. Hann var
ávallt úrræðagóður, fljótur að skilja
hismið frá kjarnanum og virtist
hafa einstakt lag á því að finna allt-
af bestu lausnirnar. Það voru t.d.
ekki ófá skipti sem hann leysti fyrir
okkur margvísleg vandamál með
einu símtali. Hann vann alla tíð af
samviskusemi og af miklum heilind-
um fyrir fyrirtækið og var að okkar
mati stétt sinni til sóma.
Ævar var kvæntur Guðrúnu Jó-
hannesdóttur og voru þau mjög
samheldin hjón. Þau hafa verið ná-
grannar okkar til margra ára í Sel-
áshverfi og var ekki ósjaldan sem
við rákumst á þau á leið í göngutúr í
Elliðaárdalnum, enda mikið útivist-
arfólk. Guðrún og Ævar voru dug-
leg að ferðast og sérstaklega síð-
ustu ár til fjarlægra landa.
Kona hans og börn eiga nú um
sárt að binda. Við sendum þeim og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja þau á þessari sorgarstundu.
Jóhann Jóhannsson,
Margrét Jóhannsdóttir,
Egill Jóhannsson.
Það er með djúpri sorg og sárum
söknuði sem ég kveð Ævar Guð-
mundsson, þann góða vin og trygga
samstarfsfélaga. Minningar um
langar stundir yfir flóknum og oft
erfiðum málum renna í gegn um
hugann. Stundir í nærveru Ævars
liðu samt svo hratt.
Ævar var góður lögmaður, gædd-
ur einstökum skipulagshæfileikum
og skarpri greind. Hann var rólynd-
ur, heilsteyptur og ekki var hægt
annað en að líða vel í návist hans. í
sínu starfi var hann einstaklega
vandvirkur og undirbjó sig vel fyrir
öll þau mál sem honum voru falin.
En þó eru það minningarnar um
vin minn Ævar sem rista dýpst.
Stundirnar sem við sátum saman á
skrifstofunni hans og ræddum mál
sem voru okkur hugleikin. Móttök-
urnar á skrifstofu Ævars voru
ávallt hlýlegar, ekki síst fyrir nær-
veru Guðrúnar eiginkonu hans.
Engum sem til þeirra þekkti duldist
að þar fóru samrýmd hjón sem báru
gagnkvæma ást og virðingu hvoriT
til annars.
Ekki er meira en mánuður síðan
fundum okkar Ævars bar síðast
saman. Umræðuefnið þá var meðal
annars fyrirhuguð ferð þeirra hjóna
í tilefni fimmtíu ára afmælis hans.
Nú er hann farinn í aðra ferð, ennþá
lengri og á óþekktar slóðir og ljóst
er að samfundir okkar verða ekki
fleiri hér í heimi, hvað svo sem síðar
verður. Um leið og ég þakka vini
mínum Ævari Guðmundssyni sam-
fylgdina og góð störf, sendi ég fjöl-
skyldu hans mína dýpstu hluttekn-
ingu. Blessuð sé minning góðs’
vinar.
Kolbeinn Kristinsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Ur Hávamálum.)
Þegar okkur verður orða vant
grípum við oft til tilvitnana í ljóð
eða spakmæli. Ævar og Guðrún
fóru til Mexíkó í frí og til þess að
halda upp á fimmtugsafmæli Æv-
ars. Tveimur vikum síðar komu þau *
aftur heim og Ævar þá fárveikur.
Viku síðar er Ævar fallinn fyrir
sjaldgæfum óvígum sjúkdómi sem
lyf og nútíma þekking mega sín
einskis gegn. Hér dugði hvorki lík-
amsrækt né heilsusamlegt líferni.
Ævar var afkastamikill og dug-
legur lögfræðingur en þrátt fyrir
langan vinnudag gætti hann þess
alltaf að vera í góðu líkamlegu
formi. Hjá honum fór saman hreysti
og glæsileiki.
Hvernig má það vera og hvaða al- ,
mætti stýrir því að ungir og hraust-
ir menn í blóma lífsins eru hrifsaðir
burt frá eiginkonu, börnum og vin-
um? Sú hlýtur að vera skýringin að:
„Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.“
Minningarnar sækja á. Ærsla-
fullir dagar grallarastráka á
Brekkugötu 13. Erfiðar stundir.
Heimsóknir hjá frændfólki á Sól-
vallagötu og hressing í lok göngu-
túra í Malarási. Allt eru þetta verð-
mætar minningar sem aldrei
gleymast. Blessuð sé minning Æv-
ars.
Elsku Guðrún, Eva Margrét,
Jonni og Ingó. Megi Guð blessa
ykkur öll og leiða ykkur í þessari
raun.
Innilegar samúðarkveðjur senda
Svana föðursystir, Ella og stelpurn-
ar.
Davfð.
Leiðir okkar Ævars Guðmunds-
sonar lögmanns, sem í dag er
kvaddur hinstu kveðju frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík, lágu fyrst
saman á starfsárum okkar í Frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli, þar
sem við unnum nokkur sumur við
afgreiðslustörf. Síðar áttum við
samleið í gegnum lagadeild Háskóla
íslands á námsárum okkar, hann
tveimur árum á undan mér í námi.
Tókst á þessum árum með okkur
traust og einlæg vinátta, sem varað
hefur allt til þessa dags, þótt sam-
gangurinn hafi verið mismikill frá
einum tíma til annars eins og oft vill
verða, þegar hver heldur í sína átt-
ina að námi loknu.
Að loknu embættisprófi frá laga-
deild Háskóla íslands vorið 1976
réðst Ævar til starfa sem fulltrúi á
lögmannsstofu Þorfinns Egilssonar
héraðsdómslögmanns en frá árinu
1978 rak hann eigin lögfræðistofu í
Reykjavík allt til hinstu stundar.
Lögmannsstarfið átti vel við Ævar*
enda var hann bæði vandvirkur,'
hugmyndaríkur og úrræðagóður.
Hann reyndist í alla staði farsæll í
störfum sínum sem lögmaður og
átti stóran og traustan hóp við-
skiptavina. Hann var jafnan trúr
þeim málstað, sem hann tók að sér,
hvort heldur sem var í sókn eða
vörn, var með afbrigðum rökvís og
S.JÁNÆSTU SÍDU ►