Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 51
MINNINGAR
lyndiseinkunn sem allir þrá að gera
að sinni. Kjartan Gíslason var einn
þeirra manna. Kjartan var borinn
og barnfæddur Reykvíkingur.
Fæddist við Vesturgötuna á lóðun-
um sem í upphafi tilheyrðu Hlíð-
arhúsabæjunum.
A uppvaxtarárum Kjartans í
vesturbænum beindist hugur hans
fljótt að íþróttum einkum knatt-
spyrnu og kom þá ekki annað til
greina en gerast KR-ingur og lék
hann lengi knattspyrnu með því
félagi. Þessi áhugi hans á fótbolt-
anum entist honum til æviloka og
stytti honum stundir í ellinni og
hann hélt alla tíð tryggð við sitt
gamla félag. Kjartan hóf að læra
málaraiðn hjá Óskari Jóhannssyni
1931 og lauk námstímanum og Iðn-
skólaprófí 1935. Að því loknu hélt
hann til frekara náms í Kaup-
mannahöfn í skóla danska Tækni-
félagsins Det Tekniske Selskabs
Skole og lauk þar sveinsprófi. Aður
en hann hélt í þessa námsferð hafði
hann gerst félagi í Málarasveina-
félagi Reykjavíkur og gerðist mjög
virkur félagi þar eftir að hann kom
heim aftur og gengdi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir félagið, fyrst að-
stoðargjaldkeri og síðar ritari og
átti auk þess sæti í stjórn Sveina-
sambands byggingarmanna 1939 og
1940 og sat á þingum þess.
Kjartan öðlaðist meistararéttindi
í iðn sinni 1941 og gerðist þá félagi í
Málarameistarafélagi Reykjavíkur.
Þar var hann virkur félagi svo lengi
sem kraftar og heilsa leyfðu. Kjart-
an var fyrst kjörinn ritari Málara-
meistarafélagsins 1958 og endur-
kjörinn í það starf til 1964. Árið
1965 var hann kjörinn varaformað-
ur og formaður félagsins 1966 til
1968. Á þessum árum átti hann
jafnan sæti í samninganefndum og
var fulltrúi félagsins á þingum Nor-
rænna málarameistara, NMO.
Kjartan átti um áraraðir sæti í
prófnefnd málara og gegndi þar for-
mannsstörfum margsinnis. Fyrir öll
þessi margbreytilegu störf var hann
kjörinn heiðursfélagi Málarameist-
arafélagsins.
Félagsmálaáhugi Kjartans ein-
skorðaðist ekki einungis við íþrótta-
félagið og stéttarfélagið. Hann hafði
vakandi áhuga á þjóðmálum og
framfaramálum í borginni sinni.
Hann átti um árabil sæti í sókn-
arnefnd Langholtssafnaðar og var í
byggingarnefnd Langholtskirkju.
Kjartan gat sér gott orð hjá öll-
um sem hann átti viðskipti við og
trausts þeirra sem með og hjá hon-
um störfuðu. Hann var svo eftir var
tekið samviskusamur og vandvirkur
málari, hafði næma tilfinningu fyrir
vandaðri vinnu og naut þess að skila
góðu verki.
Það er liðinn langur tími síðan við
Ásta kynntumst fyrst þeim heið-
urshjónum Kjartani Gíslasyni og
konu hans Sigríði Pálsdóttur sem
leiddi til vináttu sem aldrei hefir
borið skugga á.
Kjartan og Sigríður voru einstak-
lega samhent og elskuleg hjón sem
gott var að eiga að vinum.
Þau eignuðust tvær mannvænleg-
ar dætur sem ekki þarf að efast um
að verði móður sinni stoð og stytta
við þann mikla missi sem þær hafa
orðið fyrir.
Við Ásta sendum Sigríði, dætrum
hennar og öðru skylduliði innilegar
samúðarkveðjur.
Krisfján Guðlaugsson.
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
+
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts
og útfarar móður okkar, tengdamóður ömmu,
langömmu og langalangömmu,
LAUFEYJAR AÐALHEIÐAR
STEFÁNSDÓTTUR (LULLU),
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
á Vífilsgötu 18, Reykjavík.
Guðný Kristín Garðarsdóttir, Konstantín Hauksson,
Rafn Benediktsson, Hulda Hjaltadóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð, virðingu
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, bróður, og föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ESRA SERAJA PÉTURSSONAR
læknis og sálkönnuðar.
Edda Valborg Scheving,
Pétur Kjartan Esrason,
Einar Haraldur Esrason,
Sigurður Ragnar Esrason,
Karl Torfi Esrason,
Jón Tómas Esrason,
Finnbogi Þór Esrason,
Vigdís Esradóttir,
Esra Jóhannes Esrason,
Andrés Jón Esrason,
barnabörn og
María Anna Pétursdóttir,
Ásthildur Helgadóttir,
Kristín Árnadóttir,
Cheryl Ann Tilley,
Helga Magnúsdóttir,
Olga Morales,
Hulda Sif Ásgeirsdóttir,
Einar Unnsteinsson,
Kristín Lilja Kjartansdóttir,
barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGFRÍÐAR EINARSDÓTTUR
frá Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu
Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun.
Erna Kristjánsdóttir,
Hrefna Kristjánsdóttir, Kjartan Sveinsson,
Sigfríð Þórisdóttir,
Álfheiður Kjartansdóttir,
Arndís Kjartansdóttir,
John Kristján Whitehill,
Lee Eugene Whitehill
og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU SIGURVEIGAR EINARSDÓTTUR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Helgi Hafliðason, Margrét Erlendsdóttir,
Einar Hafliðason, Sigrún M. Magnúsdóttir,
Sigurður Hafliðason, Kristrún Halldórsdóttir,
Ragnar Hafliðason, Hansína Ólafsdóttir,
Hafliði Hafliðason, Edda J. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
LÁRU HALLDÓRSDÓTTUR
frá Vindheimi,
Neskaupstað.
Sigurbjörg Bjarnadóttir, Hjörtur Árnason,
Birna Bjarnadóttir, Hjálmar Ólafsson,
Guðmundur Bjarnason, Klara ivarsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
+
Systir okkar og mágkona,
MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR,
Laugavegi 159a,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 20. desember.
Jónína Kjartansdóttir,
Þorleifur Gunnarsson, Viiborg Þóroddsdóttir,
Sóley Oddsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát eiginmanns míns,
GUÐBRANDAR GUNNARS
GUÐBRANDSSONAR,
Búðargerði 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans Fossvogi fyrir góða umönnun og
hlýhug.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Við sendum öllum þakkir sem sýndu okkur
samúð og hluttekningu við fráfall mannsins
míns, föður okkar og afa,
JÓNS ÁGÚSTS GUÐBJÖRNSSONAR
rafvirkjameistara,
Grandavegi 47.
Gleðileg jól.
Anna Björgúlfsdóttir,
börn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
REGÍNU BENEDIKTU THORODDSEN,
Hátröð 9,
Kópavogi.
Smári Karlsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns og
bróður okkar,
KRISTINS GUÐSTEINSSONAR
garðyrkjumanns,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Hrísateigi 6.
Elísabet Magnúsdóttir
og systkini hins látna.
+
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar og sonar,
GUÐMUNDAR PÁLS PÉTURSSONAR
frá Núpi,
Fljótshlíð.
Hrund Logadóttir,
Logi Guðmundsson,
Oddur Pétur Guðmundsson,
Dögg Guðmundsdóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn
22. desember, vegna jarðarfarar ÆVARS GUÐMUNDSSONAR,
lögmanns.
G/Á/J lögfræðistofa,
Suðurlandsbraut 30, 5. hæð.