Morgunblaðið - 22.12.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 53
Hundrað ár eru liðin
frá fæðingu Guðmund-
ar Georgs Albertsson-
ar, fyrrverandi póst-
fulltrúa í Reykjavík.
Guðmundur var fædd-
ur að Syðri-Kárastöð-
um á Vatnsnesi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu
hinn 22. desember
1900. Foreldrar hans
voru Jóhann Albert
Stefánsson, bóndi þar,
f. 20. september 1866,
að Höfðahólum á
Skagaströnd A-Hún., d.
1. september 1916, og
Dagmey Sigurgeirsdóttir, f. 21.
febrúar 1867, á Ytri-Kárastöðum, d.
17. september 1906. Systkini Guð-
mundar voru: Bjöm Líndal, f. 8.
ágúst 1886, d. 9. maí 1905; Vinbjörg
Asta, f. 17. ágúst 1893, d. 10. janúar
1980; Sigurgeir, f. 19. mars 1895, d. 5.
ágúst 1979; Þorgrímur, f. 25. október
1896, d. 1909; Jóhannes J., f. 19. nóv-
ember 1899, d. 4. febrúar 1975;
Margrét, f. 13. október 1902, d. 23.
janúar 1903; Stefán Óli, f. 4. febrúar
1904, d. 3. mars 1988 og Bjömlaug
Marta, f. 11. mars 1906, d. 24. febrúar
1986.
Guðmundur naut ekki langrar vist-
ar í foreldrahúsum. Hann var fjög-
urra ára gamall þegar sorgin barði að
dymm. Elsti bróðirinn, Bjöm Líndal,
lést af slysfömm. Sá missir varð móð-
ur þeirra ofraun og missti hún heils-
una og átti síðan skammt eftir ólifað.
Heimilið leystist upp og Guðmundur
dvaldi í fvrstu hjá öldmðum hjónum
að Litla-Osi, þaðan fór hann að Stað-
arbakka og var þar í
nokkur ár. Síðan fór
hann að Aðalbóli, þar
sem hann dvaldist frá
fermingu til tvítugs. Þá
gerðist hann heimilis-
fastur að Söndum sem
era í Miðfirði eins og
hinir bæimir þar sem
hann dvaldist. Þetta
vora allt myndarheimili
og fékk hann þar gott
uppeldi og atlæti sem
varð honum gott vega-
nesti út í lífið.
Guðmundur ólst upp
við almenn sveitastörf
og höfðu hinar víðáttumiklu heiðar
og afréttalönd milli Húnavatnssýslu
og Borgarfjarðar mikil áhrif á hann
en Aðalból er efsti bær sveitarinnar.
Hann var íljótt sveina fótfráastur við
smalamennsku og fjárgæslumaður
góður. Aðalbólsheiði, alla hennar
slóða og örnefni, þekkti hann manna
best og fegurð, rósemd og töfrar
þessara unaðsheima æsku hans
gerðu hann að miklu náttúrubarni
sem unni öllu lífríkinu. Þessum
áhuga kynntist ég um hálfri öld síðar.
Er heimdraganum var hleypt og
leit hófst að ævistarfi varð ný tækni í
samgöngumálum fyrir valinu og tók
Guðmundur bifreiðarpróf og hóf
akstur milli norður- og suðurhluta
landsins. Fyrst ók hann fyrir Sig-
mund Sæmundsson á Blönduósi um
tæpra tveggja ára skeið en varð síðan
fyrsti póstbílstjórinn sem ók norður í
land. Norðurlandið var hans svæði,
þar þekkti hann hvem bæ og átti víða
vini og velgjörðarmenn.
Brautin milli þessara landshluta
var þá ólík því sem við þekkjum í dag
með brúuðum ám og eggsléttum ak-
vegi í gegnum sjávarbotninn í Hval-
firði. Einnig hefur þróun ökutækja
og samskipta orðið gífurleg.
Akstursleiðin á þriðja áratug ald-
arinnar var erfið, grýtt, holótt og
sundurskorin af ám og óframræstu
votlendi. Hún lá á löngum köflum eft-
ir slóðum og troðningi fótgangandi
og ríðandi ferðalanga undangeng-
inna kynslóða. Svona ferðalög vora
einungis fyrh- útsjónarsama, duglega
og þolinmóða menn en öllum þessum
kostum var Guðmundur gæddur auk
þess sem hann var gætinn og traust-
ur bílstjóri. Þetta orðspor hans var
þekkt og farþegar jafnt sem við-
skiptamenn treystu dómgreind hans
og skynsemi.
Hann varð brautryðjandi í þróun
samgangna á Islandi. Hann var sann-
ur aldamótamaður, hreifst af tækni-
legum straumum hins unga þjóð-
félags framfara og skapandi
hugsunar og tók af öllu hjarta þátt í
baráttunni og beitti hyggjuviti sínu,
hæfileikum og óbilandi trú á land og
lýð.
Þung vetrarfærð og dimmir dagar
á vetuma urðu til þess að ekki var
akstursfært alla daga ársins og þá
vann Guðmundur ýmis störf í
Reykjavík. Sem dæmi um þetta man
ég sögu sem hann sagði mér af haust-
ferð sem hann fór suður yfir Holta-
vörðuheiði, frá Grænumýrartungu að
Fomahvammi, og tók hann sjö klst.
að komast og þurfti hann að hand-
moka bílinn í gegnum snjóinn, alla
leiðina. Guðmundur hóf þó fljótlega
fast starf við póstþjónustu í höfuð-
staðnum og varð það ævistarf hans.
Hann gegndi þar ýmsum störfum en
var lengstum gjaldkeri á bögglapóst-
stofunni í Austurstræti og síðan í
Hafnarhvoli.
Hinn 19. október 1935 gekk hann
að eiga húnvetnsku heimasætuna
Jónínu Steinunni Jónsdóttur frá
Söndum í Miðfirði, sem fædd er hinn
19. ágúst 1910. Þau stofnuðu heimili
sitt í Reykjavík þar sem þau bjuggu í
mjög hamingjuríku hjónabandi og
geislaði gagnkvæm virðing og vænt-
umþykja milli þeirra alla tíð. Heimili
þeirra er annálað fyrir gestrisni svo
ekki sé sterkara til orða tekið. Ég hef
sjálfur heyrt ótal frásagnir af þétt-
skipuðum herbergjum á efstu hæð-
inni á Ránargötu 14, þegar húnvetn-
ingar eða ættingjar og vinir annars
staðar af landinu áttu erindi til höf-
uðstaðarins, auk þess sem fleiri fjöl-
skyldur en ein bjuggu í sömu íbúðinni
vegna húsnæðiseklu kreppuáranna.
Sjálfur hef ég notið gestrisni afa míns
og ömmu í nánast hverri viku í ijóra
áratugi og þannig veit ég um hvað
fólk er að tala. Jónína og Guðmundur
vora alltaf veitandi og gefandi. Upp í
hugann kemur matai'borðið sem
fylltist af kræsingum nokkram and-
artökum eftir að dyrbjöllunni var
hringt og kæliskápurinn sem aldrei
virtist tæmast, sama hversu mikið
var tekið úr honum. Þetta viðmót til
gesta var líka í heiðri haft í sumar-
húsi þeirra í Prestshúsum á Kjalar-
nesi, en þar átti ég, ásamt óteljandi
fjölda annarra gesta, margar óleym-
anlegar stundir með afa og ömmu.
Guðmundur og Jónína eignuðust
þrjú börn, Jón Grétar raffræðing, Jó-
hann Om símaverkstjóra og Salóme
Guðnýju húsfreyju, sem öll era bú-
sett í Reykjavík. Fjöldi afkomenda er
kominn á þriðja tuginn.
Afi starfaði sem birgðavörður á
Hótel Holti og umsjónarmaður með
sumarbúðum símamanna á Apavatni
eftir að hinu eiginlega ævistai'fi lauk.
Guðmundur Albertsson var vel á sig
kominn alla tíð, kvikur og léttur í
hreyfingum og sífellt starfandi að
hugðarefnum sínum eða að aðstoða
böm sín, bamaböm eða aðra ætt-
ingja og vini við hvaðeina sem upp í
hugann getur komið, hvort sem það
vora húsbyggingar, standsetningar
eldra húsnæðis, bilaðar bifreiðar eða
sláttuvélar eða smíði flugdreka fyrir
lítinn afadreng. Nokkur síðustu ævi-
ár sín kenndi hann nokkurrar van-
heilsu og lést eftir stutta sjúkrahús-
leguhi21. mars 1989.
Ég man eftir afa fyrst er hann
starfaði sem gjaldkeri á bögglapóst-
stofunni i Hafnarhvoli og stóra vog-
inni þar sem meira að segja vísirinn,
sem sýndi þyngd bögglanna, var
lengri en ég. Ég man eftir samvera
okkar í Prestshúsum, gönguferðum
um fjörur og móa, frásagnir af lifn-
aðarháttum kríunnar, æðarfuglsins,
spóans og fleiri fugla í þessu um-
hverfi sem hann þekkti svo vel. Hann
kenndi mér að njóta fagurs útlits
tjaldsins. Hann kenndi mér að um-
gangast hreiðrin af virðingu, forðast
að krían kroppaði í höfuðið á mér og
að vella eins og spói og að taka eftir
bogna nefinu hans. Hann kenndi mér
að njóta þessarar fögra symfóníu
fuglasöngs mófuglanna og gargs sjó-
fuglanna. Hann kenndi mér mun á
flóði og íjöra og hann kenndi mér
meira að segja að bera virðingu fyrir
músinni og fiskiflugunni. I þéttbýli
komu fræðsluerindi um þröstinn,
hrafninn og fleiri fugla. Ég man eftir
öllum frímerkjunum sem afi gaf mér
og hvemig hann kenndi mér að leysa
þau frá umslögunum, þurrka þau og
pressa.
Hann kenndi mér líka svipaðar að-
ferðir við varðveislu fallegra lauf-
blaða.
Ég man eftir bíltúranum, göngu-
ferðunum um miðborgina og brauð-
gjöfunum á Tjöminni. Ég man eftir
veiðiferðunum og veiðitöskunni sem
var undraheimur lítils drengs, en
stangveiði var eitt helsta áhugamál
afa.
Ég man eftir skrifborðinu hans
sem ólíkt öðram slíkum innihélt ótrú-
legt safn verkfæra, skrúfna, gorma
og fleiri hluta sem vora heillandi fyrir
litlar hendur. Ég man eftir nammi-
skápnum í stofunni og ég man eftir
smokkfiskaönglunum í geymslunni.
Ég man eftir jólaskeiðunum, bátn-
um, göngustafnum... Ég man eftir
ótal hlutum sem afi sýndi mér og
kenndi og ég veit að handleiðsla hans,
lífsreynsla og ótakmörkuð góð-
mennska hefur gert mig að betri
manni.
Blessuð sé minning góðs manns.
Tómas Jónsson.
Umsjón Arnór G.
Ragnarssun
Kristján og Alda
sigruðu í opna
Borgarfjarðarmótinu
í tvímenningi
Opna Borgarfjarðarmótinu í tví-
menningi lauk miðvikudaginn 13.
desember. Þrátt fyrir að Jón Ágúst
Guðmundsson og Guðjón Karlsson
spiluðu eins og englar síðasta kvöldið
dugði það ekki til að hrekja Kristján
og Óldu úr því hásæti sem þau tylltu
sér í fyrsta kvöldið og héldu til loka.
Úrslit urðu sem hér segir.
Kristján Snorras. - Alda Guðnad. 256
Jón Ágúst Guðmundss. - Guðjón Karlss. 196
Guðm. Ólafss. - Hallgrímur Rögnvaldss. 183
Jón Einarss. - Guðmundur Aras. 163
Birgir Jónss. - Ólafur Flosas. 161
Síðasta spilakvöld fyrir jól var
miðvikudaginn 20. desember. Þá var
spilaður jólasveinatvímenningur á 7
borðum. Eftir skemmtilega keppni
og mikla baráttu kom í ljós að mestu
jólasveinar félagsins era:
SveinnHallgrímss.-JónÞóriss. 151
Birgir Jónss. - Öm Einarss. 140
KristjánAxelss.-ÞorvaldurPálmas. 129
Um leið og spiluram er óskað
gleðilegra jóla, árs og friðar er minnt
á Bridshátíð Vesturlands helgina 6.
og 7. janúar nk. Þangað eru allir vel-
komnir og minnt er á að Hótel Borg-
ames er með sérstakt helgartilboð.
Skráning er á hótelinu í síma 437-
1119 eða á staðnum.
Bridsfélag Hreyfils
Mánudagskvöldið 18. des. var spil-
uð jólarúberta. 32 pör mættu til leiks
og lokastaðan varð þessi.
Flosi Ólafss. - Sigurður Ólafss. 45
Karl Ómar Jónss. - Jens Jenss. 31
Þorsteinn Sigurðss. - Ami Halldórss. 26
Baldur Bjartmars - Halldór Þorvaldss. 26
Friðbjöm Guðm.s - Freyst. Björgvinss. 21
Við óskum öllum spiluram og öðr-
um landsmönnum gleðilegra jóla.
Spilamennska hefst aftur 8. janú-
ar 2001;
Bridsfélag Fjarðabyggðar
Hinn 12. desember var spilaður
tvímenningur með þátttöku 7 para
og urðu úrslit þessi:
Amfríður Þorsteinsd. - Ólafur Sverriss. 93
Ami Guðmundss. - Kristján Kristjánss. 89
Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánss. 87
SvalaVignisdóttir-SigurðurFreyss. 84
Þriðjudagskvöldið 19. desember
var hinn árlegi konfekttvímenningur
haldinn með þátttöku 12 para, þrjú
spil milli para og urðu úrslit þessi.
Vigfus Vigfósson - Jóhanna Gísladóttir 195
Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánss. 186
Svavar Bjömsson - Oddur Hanness. 182
Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 180
Aðsendar greinar á Netinu
vÁúmbl.is
_A,L.L.TAf= GiTTH\4*Ð A/ÝTT
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfrétth'
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
ALDARMINNING
GUÐMUNDUR
GEORG
ALBERTSSON
Auglýsing um boðun hlut-
hafafundar í Plastprenti hf.
Boðað ertil hluthafafundar í Plastprenti hf.
föstudaginn 29. desember 2000 kl. 14.00.
Fundarstaður í fundarsal Plastprents hf. á Foss-
hálsi 17—25 Reykjavík.
Dagskrá:
1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum
félagsins, sem veita stjórn félagsins heimild
til hlutafjáraukningar að nafnverði um allt
að 35.000.000 krónur vegna kaupa á hlutafé
í Ako/Plastos hf. Tillagan gerir ráð fyrir að
hluthafar falli frá áskriftarrétti sínum.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
F.h. stjórnar,
Ásgeir Thoroddsen, form. stjórnar.
ÓSKABT KEVPT
Málverk óskast
Fyrir fjársterka aðila höfum við verið beðnir
að útvega góð verk eftir Þórarin B., Jón
Stefánsson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur og
Ásgrím Jónsson. Eigendasaga fylgi.
Einnig óskast Guðbrandsbiblía fyrsta útgáfa.
Bókavarðan ehf. — Antiquariat,
Vesturgötu 17, Reykjavík,
s. 552 9720,
netfang sagan@simnet.is .
Farsími 862 3734.
Opið til 21.00 alla þessa viku.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Blysför og fjölskylduganga í
Elliðaárdal 28. des. kl. 19:30.
Brottför frá Mörkinni 6. Allir vel-
komnir, hugljúf jólastemning,
syngjum álfalögin. Ekkert þátt-
tökugjald en blys eru seld á 300
krónur.
Munið að sækja miðana í ára-
mótaferðina í Þórsmörk í síð-
asta lagi 27. des. Gönguferðir,
leikir, varðeldur og flugeldar.
Allir velkomnir.
www.fi.is, textavarp RUV bls.
619. S. á skrifstofu 568 2533.
Áramót í Básum 30/12—2/1
Skemmtileg og fjölbreytt dag-
skrá að hætti Útivistar. Farar-
stjórar: Vignir Jónsson og Ása
Ögmundsdóttir. Básabandið
(gítar og harmóníka) skemmtir á
kvöldvökum. Fá sæti laus. Bókið
og takið farmiða strax.
Þrettándaferð og þrettánda-
gleði Jeppadeildar
6—7. janúar.
Bókið tímanlega.
Lokaganga ársins er fimmtu-
daginn 28. des. kl. 18 frá Skóg-
ræktarstöðinni Fossvogi (Úti-
vistarræktin).
Upplýsingar á skrifstofu, Hall-
veigarstig 1, sími 561 4330.
Heimasíða: utivist.is.
Gleðileg jól!