Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 59^ UMRÆÐAN Kvótakerfíð UNDANFARIÐ hafa verið sýndir þættir í sjónvarpi þar sem sagt var frá kvótakerfinu og hve góða stjóm við hefðum á fiskveiðum. Margar þjóðir hefðu sýnt áhuga á að taka upp kvótakerfi í fisk- veiðum að íslenskri fyr- irmynd. Ég gladdist af að heyra þetta, en gramdist hvað lítið ég þekkti til þessara hluta og hafði lítið fylgst með málum. Ég ákvað að kynna mér þau betur því það væri skömm að vita ekki meira um þetta kerfi sem væri að fara sigurför um heiminn. Frá því að ég man fyrst eftir mér og þar til þorskastríðunum lauk held ég að ekki hafi verið um að ræða neina yfirstjóm á fiskveiðum af rík- isins hálfu, nema ákvæði um land- helgina, heldur fengu allir að veiða eins og þeir vildu og gátu. Þegar búið var að reka erlend skip af fiskimið- unum, að því er sagt var til þess að vemda þau, hefði mátt ætla að ekki yrði um neina ofveiði að ræða lengur. En það reyndist nú ekki svo, nú þurfti að fara að takmarka veiðamar. Nú hefði einhveijum sjálfsagt komið til hugar að best væri að hafa mátulega mörg fiskiskip til að veiða það sem heppilegt var talið og leyfa þeim að veiða að vild. Skipum hefði reyndar mátt fjölga en þeim þá verið haldið til veiða utan fiskveiðilögsög- unnar og ef til vill gefin eftir smásneið yst af henni. En þessi leið var ekki farin heldur tekið upp hið svokallaða skrapdagakerfi. Það reyndist víst ekki vel og þá var tekið upp kvóta- kerfið. Þá fengu menn kvóta eftir því hvað þeir höfðu fiskað mikið. Þetta fannst manni eðlilegt og sjálfsagt. Svo var ákveðið að menn fengju að selja kvótann sem þeir fengu fyrirhafnarlaust upp í hendum- ar. Urðu þeir fljótir til þess, fannst betra að fá milljónatugi eða hundmð fyrirhafnarlaust upp í hendumar en að standa í vafasamri útgerð. Svo var sagt að þeir fengju þetta skattfijálst. Ég átti erfitt með að trúa því að skattayfirvöld, sem em með nefið niðri í öllu, létu slíkt fram hjá sér fara án þess að taka skatt af því. Trúlega hafa þeir sem leyfðu að kvótinn yrði seldur hugsað sér að hann lenti hjá þeim sem hagkvæmast rækju útgerðina, en svo þarf ekki að vera. Hann lendir vísast hjá þeim sem mest hafa fjár- magnið. Kvótakaupin hljóta einnig að leiða til þess að sjávarútvegur- inn verður mjög skuld- settur. Það er ef til vill þess vegna að menn vilja fá erlenda aðila tU þess að leggja fé í út- gerðina. Það er heldur öfugsnúið að þegar búið er að reka útlendinga út úr landhelginni skuU menn vilja fá þá aftur inn í hana bakdyramegin. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir menn að fara í útgerð þegar þeir þurfa að byrja á því að kaupa sér kvóta fyrir stórt fé. Þá virðist kvóta- Fiskveiðistjórnun Sannleikurinn virðist allur annar, segir Björn Loftsson. Það veldur svo hróplegu ranglæti að það eru víst fá dæmi um annað slíkt. sala og kvótaleiga verða tíl þess að fiski er fleygt í stórum stíl. Þegar úgerðir leigja kvóta fyrir nær hundr- að krónur á kflóið þýðir ekki að koma með fisk að landi sem hvergi nær því verði. Hvemig fer kvótakerfið síðan með landsbyggðina? Það ættu allir að sjá að þegar kvóti er seldur í stórum stQ frá þorpum úti á landi hlýtur atvinna að minnka og fasteignir manna falla í verði. Þeir sem seldu kvótann geta hins vegar stungið af tU Reykjavíkur eða útlanda og þurfa ekki miklar áhyggjur að hafa. Hvers vegna ekká að friða land- gmnnið næst landi fyrir botnvörpu og jafnvel að mestu fyrir dragnót? Leyfa Björn Loftsson svo línu- og færabátum að veiða þar eins og þeir vilja, en hafa hönd í bagga með hvað margir þeir yrðu. Þeir veiða fiskinn með minnstum tUkostnaði og koma með besta hráefnið að landi. Haga þri svo að það væri hagur þeiixa að fleygja ekki smáfiski. Minni bátamir fara líka best með lífríki hafsins. Það er talað um að rannsaka hvemig eitt sanddæluskip fer með líf- ríki sjávarins, en það er tæpast minnst á hvemig botnvörpur, sem dregnar em aftur og fram um sjáv- arbotninn af fjölda skipa, fara með líf- ríkið. Norðmenn em þó famir að hafa einhveijar áhyggjur af því. Þegar maður var nú búinn að kynna sér svolítið kvótakerfið varð maður fyrir sáram vonbrigðum. Það var búið að telja manni trú um að það væri svo ágætt og ætti fáa sína líka. En sannleikurinn virðist allur annar. Það veldur svo hróplegu ranglæti að það era víst fá dæmi um annað slíkt. Sumum er réttur upp í hendumar kvóti sem þeir geta selt fyrir þúsundir mUljóna og síðan notað tU þess að byggja stórhýsi í Reykjavík eða farið með úr landi. En aðrir era sviptir at- vinnunni og eignir þeirra gerðai’ verð- litlar. Veldur slíkt mUdlli byggðarösk- un. Svo veldur kvótinn því að fiski er fleygt í hafið í svo stórum stU að slíkt hefur víst aldrei áður þekkst. Mér finnst umræðan um kvóta- kerfið minna helst á söguna um nýju fötin keisarans. Það er búið að básúna það út um allt, bæði hér og erlendis, hvað það sé gott. En svo þegar farið er að skoða það betur og kynna sér það sjá menn að það er svo meingaU- að að það mun taka mörg ár að bæta það sem aflaga hefur farið síðan það var tekið í notkun, ef það verður þá nokkum túna hægt. Höfundur er fyrrverandi kennari. Sæn&irverasettú' eg^pstó bónuiW satináSevS Skólavörðustíg • 2lBÍmi 551 4050 *Reilgavfk 5.900 Feraatæu inefl geiilaspSMa, segulbaiHSogútnnL RCD1350 RCD1365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.