Skírnir - 02.01.1850, Blaðsíða 14
16
en fátæklingarnir í hinum. Auk þess, ab hinn síbar-
nefndi flokkur var miklu meir fráhverfur allri kon-
ungsstjórn enn hinn, voru og margir á því úr þeirra
flokki, aú hinir ríku skyldu mibla hinum fátæku af
af nægtum sínum, því þeir voru nú farnir a<b finna
til þess, aí> þeir einir um langan tíma hefóu mátt
bera hita og þunga dagsins, og hinir ríku mennirnir
hefíiu upp skorife þar sem þeir heffiu sá&; þeir
þóttust og vera jafngóíbar manneskjur sem hin-
ir, og kröfðust jafnrjettis. þetta er flokkur
hinna svo kölluöu sameignarmanna og sam-
fjelagsmanna og hinna lægristjettarmanna. þegar
ríkismennirnir ur&u þessa varir, brá þeim heldur
enn ekki í brún, og tóku þeir þaö ráb, ab hverfa
aptur til hollustu vib stjórnendurna, er tóku bábum
höndum á móti þeim og sórust í fóstbræbralag mót
hinum. Meb þessum hætti urbu fátæklingarnir og
þeirra oddvitar og þjóbstjórnarmennirnir yfirbugabir
t. a. m. á þýzkalandi, og flestar þær breytingar, er
urbu á stjórnarlögununni, voru einungis í hag ríkis-
mönnunum, er stjórnendurnir hafa hyllt ab sjer meb
þessum hætti. A Frakklandi urbu reyndar þjóbstjórn-
armennirnir ofan á, en þar hefur og mest komib
fram styrjöldin millum hinna ríkari borgara og fátækl-
inganna, og má sjá í Skírni í fyrra þau afdrif, sem
urbu í júnímánubi millum þeirra.
Danir komust bezt út af þeim frelsishreifingum,
sem urbu í norburálfunni, er þeir fengu stjórnarbót,
ér veitir þeim mikib þjóblegt frelsi, og má þakka
þab rjettsýni Fribriks konungs sjöunda, ab slíkt tókst
þeim án allra óeirba og innanríkis styrjaldar.