Skírnir - 02.01.1850, Blaðsíða 101
103
á fund Prússakonungs, eins og áður er á vikií), til
ab lijóba honum ab takast keisaratignina á hend-
ur. Prússakonungur tók í fyrstu vel vib sendimönn-
um, og höfbu þeir góba von um, ab þeir myndu
eigi fara erindisleysu, en 28. dag aprílsmánabar rit-
abi Prússakonungur sendiherra sínum í Frakkafurbu,
og varb í brjefi þessu allt annab uppi, enn konungur
hafbi í Ijósi látib, vib sendimennina frá Frakkafurbu.
I skjali þessu ber stjórn Prússalands fram ástæbur
sínar fyrir því, ab hún eigi geti samþykkt grund-
vallarlög þýzkalands og færir hún þab til, ab leyft
sje, ab stjórnin í Frakkafurbu megi skipta sjer af
því, sem fram fer innanríkis í hverju bandaríki sjer,
ab fundurinn í Frakkafurbu hafi eigi fallizt á, ab
hafa eitt ríkisráb, ab keisarinn einungis um stundar-
sakir geti bannab lögum ab koma út, og ab síbustu
er þess getib, ab Prússakonungur allrasízt geti tekizt
á hendur keisaratignina sökum kosningarlaganna, því
komizt þau á, einsog þingib í Frakkafurbu hafi
samib þau, megi ganga ab því vísu, ab þau smám-
saman dragi valdib frá stjórnendunum og stjórnar-
hættirnir nálgist meir og meir þjóbríkisstjórn; þab
hefbi því eigi getab dulizt fyrir konunginum, ab
sökum þessa standi eigi svo á, ab hann geti tekizt
á hendur keisaratígnina, og þess vegna hafi hann
álvktab, eptir rábum rábuneytis síns, ab skorast und-
an, ab taka á móti keisaratign þeirri, er honum var
bobin frá Frakkafurbu. Prússakonungur heitir þó
ab halda því fram, ab þjóbsamband komist á millum
smáríkjanna á þýzkalandi. þessi afdrif þóttu mörg-
um kynleg í fyrstu, því menn höfbu búizt vib ab
Prússakonungur myndi gjörast keisari þýzkalands.