Skírnir - 02.01.1850, Blaðsíða 65
67
afe veita þegnum sínum, því hin fyrri frá 1848 var
ónýtt, og var svo ráö fyrir gjört, a& kalla saman
þing til ab samþykkja hana eins og keisarinn Ijeti
semja hana, en eigi til a& ræ&a hana, taka sumt en
sleppa sumu úr henni. A slíkri stjórnarbót átti a&
byggja sterka einingarstjórn í Vínarborg yfir öllum
þeim margbreyttu þjó&um, er lý&skyldar eru undir
Austurríkiskeisara. þetta er reglulegt áframhald af
sko&unarhætti Metternichs, en þessu ver&ur ber-
sýnilega eigi komib vi&, nema meb því a& tra&ka
rjettindum a& minnsta kosti sumra þegnanna, en
slíkt sáu rábgjafar keisara ekki í. ítalir á Langbar&a-
landi hafa t. a. m. hingab til haft stjórnarnefnu sjer,
hva& þá Ungverjar, er um langan tíma hafa veri&
svo a& segja einhver hin frjálsasta þjó& í nor&urálf-
unni, þeirra sem konungur er yfir. þegar til kom,
var stjórnarbót þessi betri, enn menn höf&u búizt
vi& a& hún myndi verfea, þar sem Swartzenberg haffei
fjallafe um hana, nema hvafe hún vill veikja Ungaraland
me& því afe skilja heila landsparta frá því og trafekar
rjetti þess, en ráfegjafar munu eigi hafa sjefe sjer
annafe tækt, enn afe liafa hana nokkurneginn frjálslvnda,
því þeir hafa mátt finna til þess, a& þeir stó&u á
kviksyndi, er þá og þegar myndi geta svelgt þá í
sig, því bæ&i var nýbúife a& kúga Bæheimsmenn og
Vínarborgarmenn, og enn var óljóst, hvernig strí&i&
vi& Ungverja og Langbar&alandsmenn myndi fara.
Stjórnarbótin átti því a& tryggja a& minnsta kosti þá
þegna keisarans, er þegar voru kúga&ir og, ef til
vill, koma hinum, er stó&u undir vopnum, til a&.
gefast upp. Um sama levti sem keisarinn gaf stjórn-
(ó*j