Skírnir - 01.01.1868, Page 14
14
nrSGANGtTR.
tók vefnaSur (einkum Indverja), silkivefnaSur, sjöl og dúkar lengst
yfir allt. Sumir fara svo orSum um litljóma og smágerfi þessa
guSvefjar, a8 hjer væri trúandi sjón en eigi sögnum, og að menn á
fyrri tímum myndi hafa kallab hann unninn meir meS töfrum en
me8 tólum og höndum. — Af söngmannafjelögum ýmissa landa,
er þreyttu list sína í Parísarborg, komust engir í námunda vi8
stúdentana frá Uppsölum, og unnu þeir verSlaunin mestu (gull-
pening) er heitin voru a8 sigurlaunum. Svíar eru beztu raddmenn
og leggja mikla stund á sönglist, enda eru frá SvíþjóS margar
ágætar söngkonur (Jenny Lind, Michaéli, Christine Nilsson og fl.),
er hafa fengiS mesta alræmi um alla NorSurálfu og víSar:
Af þessu litla og mjög ófullkomna ágripi má skynja, hvern
fróSleik þeir hafi getaS heimt, er ferSuSust til Parísarborgar á
sýningartímanum, hvernig þeim viS kynningu af högum og fram-
förum þjóSanna hefir orSiS ljóst, aS þær hafa allar líkar þarfir,
aS þeim öllum er sett sama mark, og aS þær allar verSa aS
hjálpast aS til aS ná markinu. VaraformaSurinn Kouher komst
svo aS orSi á verSlaunahátíSinni, aS þjóSirnar mættust í Parísar-
borg til þess aS vita, hver þeirra hefSi bezt aS hjóSa og sýna af
landsgæSum, verknaSi og uppgötvunum, en hver sem meS greind
hygSi aS sýningunni yrSi aS líta á hana „sem stórkostlegan upp-
drátt, er táknaSi sigurvinningar mannlegra krapta og erfiSismuna,
eSa framfarir mannkynsins frá fyrstu æfiöldum11. Vjer hnýtum
hjer viS aS endingu nokkrum orSum eins þjóSskálds Frakka,
Viktors Hugo, úr inngangi rits um Parísarborg, er margir enir
ágætustu rithöfundar höfSu hjálpast aS til aS semja, og átti aS vera
leiSarvísir fyrir heimsækendur, til aS kynna sjer öll stórmerki
borgarinnar, hókasöfn, skóla, gripasöfn, kirkjur, leikhús, hallir,
minnisvarSa og svo frv. „HvaS er“ segir hann „almenn gripa-
sýning annaS en heimsóknarfundur allra þjóSa, til aS eigast tal
viS og bera saman hugsjónir sínar? Mönnum kynni aS sýnast
sem þær beri saman verk sín og afrek, en í raun rjettri eru þaS
hugsanirnar, er saman er jafnaS. þaS sem fyrir skemmstu var
óvinnandi, er nú alltíS atvinnugrein. Ljósmyndirnar, frjettaþræS-
irnir, orSsendingarnar meS rafsegulþræSi yfir Atlantshaf, járn-
brautirnar, skipskrúfan — undanfari skrúfunnar í loptförunum —,