Skírnir - 01.01.1875, Side 125
NOREGUR.
125
þykkt til nýrra járnbrauta (t. d. frá Stafangri til Eikindasunds
og- fleiri bráuta e8a brautalengingar), og til láunahækkunar em-
bættismanna, þó hún yrði nokkuð minni enn stjórnin hafbi farib
fram á. Stórþingib fjellst og á nýmælin um að rábherrarnir
skyldu taka þátt í umræbunum á þinginu, en þau vildi konungur
eigi enn stabfesta; en hann getur þrisvar synjab stabfestingar á
lögum, og hjer ætlar hann ab halda í gegn sem lengst. — Nefnd
var sett ab búa til uppástungu um fullkomib járnbrautanet yfir
allt land, og var hún lögb fram á enu næsta þingi, sem sett
var í vetur 2. febr. Stórþingib hefur nú rábib, ab á 10—15
árum skuli mega verja 31 millíón spesía t.il nýrra járnbrauta’
Af tveimur enum helztu verbur önnur lögb frá Drammen til
Eikindasunds, en hin til Björgvinar. Utgjöld ríkisins eru reiknub
á 7,100,000 spesía, eba 600,000 meira en tekjurnar, og skal
þab jafna úr varasjóbi. Ymsar uppástungur komu fram á þing-
inu um útfærslu kjörrjettar, en þær urbu allar felldar eptír langan
og harban bardaga. Mebal annara framlaga af þingsins hálfu má
nefna 80,000 króna til ab rannsaka hafib milli Noregs, Færeyja
íslands og Jan Mayen. Eptir uppástungu stjórnarinnnar gekk
þingib ab því ab breyta mynt rikisins og peniugareikningi eptir
því sem Dönum og Svíum hafbi komib saman um, eba leggja gull
til grundvallar og telja í krónum og aurum. Einnig ijellst þab
á ab taka meter-mál Frakka á þann hátt, sem Svíar höfbu rábib.
28. sept. voru 250 ár libin frá því, ab Kristján fjórbi gaf
Kristjaníu nafnib. þenna dag gerbu borgarbúar ab hátíb meb
ýmsu móti, er borgarrábib hjet 12,000 spesíum til minnisvarba
eptir Kristján fjórba.
J>ar sem vjer í þetta skipti verbum ab hleypa því fram hjá
oss, ab segja dæmi af enu'm miklu framförum og þjóbþrifnabi
frænda vorra í Noregi, þá er þab nokkur bót í máli, ab íslend-
ingar eru farnir ab sækja aptur kynningu vib þá, svo ab mörg-
um er nú orbib kunnugra enn ábur um dug og atfylgi Norb-
manna í öllum framkvæmdum. J>ab sem landib brestur ab gæb-
um og aubi vib önnur lönd, t. d. Danmörk, bæta Norbmenn upp
meb dug sínum og framtakssemi. Skírnir hefur opt minnst á,
hvernig þeir skara fram úr öbrum ab farmennsku og sjósókn, og