Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 4

Skírnir - 01.08.1905, Side 4
Verzlun íslendinga og samvinnufélagsskapnr. Erindi, flutt við Þjórsárbrú 30. júli 1905, eftir BOGA TH. MELSTEI). Arið 1884 var í ríkisþmginu danska rætt utn verzl- unarsamning við Spán. Kaupmenn þeir, sem búsettir eru í Kaupmannahöfn og verzlun reka á Islandi, gerðu það, sem þeir gátu, til þess að samningur sá yrði sem hagkvæmastur fyrir sölu á íslenzkum saltíiski til Spánar. Hagur þeirra var þá eins tilfinnanlega í veði eins og hagur landsmanna og fyrir því lögðu hinir beztu menn á meðal þeirra sig fram. Spánverjar ætluðu að leggja þungau toll á íslenzka saltfiskinn eins og aðrar innfluttar vörur, nema því að eins að þeir fengju tollívilnun hjá Dönum aftur á móti fyrir vín frá Spáni. Um þessar mundir stóð hin langvinna deila á milli hægrimanna og vinstrimanna. Vinstrimenn réðu þá mestu í fólksþinginu og vildu eigi veita hægrimanna stjórninni tollívilnun. Kaupmenn bentu þá á, hve inikið væri í veði, og rikið mætti eigi hafa skaða af hinum pólitisku deilum á milli flokkanna. Atvinnuvegir manna mættu eigi bíða tjón við það. Einn af hinum dönsku kaupmönnum, sem þá var kunnugastur verzluninni við ísland, var stórkaup- maður Oscár B. Muus. Hann ritaði þá í aprílmánuði 1884 um málið og sagði að sá ágóði, sem hinir stærri »islenzku kaupmenn«*) í Kaupmannahöfn, milli- *) Danskir og islenzkir kaupmenn, sem liúsettir eru i Khöfn og verzlun reka á Isiandi, eru jafnan nefndir íslenzkir kaupmenn af Dönum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.