Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 17

Skírnir - 01.08.1905, Side 17
Verzlun Islendinga og samvinnnfélagsskapur. 209 af verzluninni í hlutfallí við það, seni þeir kaupa og selja. Það er sanngjarnast að þeir njóti hans. En sumt er það, sem eigi er hægt að komast hjá, svo sem erfiðis- laun við vörurnar, þótt þau geti orðið minni, ef höfn er gerð. Þau verða ávalt að borgast til þeirra sem vinna, hvort sem þeir eru utanlands eða innan, og er ekkert ósanngjarnt í því. Eigi er heldur neitt ósanngjarnt að borga leigu eftir skipin, sem flytja vörurnar landa í milli, en það er einkennilegt, að öll þau skip, sem flytja vörur milli Islands og annarra landa eru útlend. Lands- menn eiga engin verzlunarskip, eða ekki svo teljandi sé. Ef landsmenn tækju verzlunina sjálfir í hendur sínar og settu samfélag á stofn, þá gæti það brátt orðið svo mikils megandi, að það gæti sjálft átt og gert út skip til þess að sigla með vörur milli landa. Þá gæti smátt og smátt komið upp innlendur verzlunarskipastóll. Hér er varla tími til þess að tala um hvernig sam- eignarfélögunum er fyrir komið og stjórnað, enda má skýra frá því við annað tækifæri, ef menn vilja sinna þessu mikilvæga málefni. Að eins skal þess getið, að menn borga venjulega dálítið tillag við inngöngu sína í félagið, svo sem hálfa aðra krónu. Gangfé — fé til að reka með verzlunina — fá rnenn venjulega með því að hver maður leggur annaðhvort til ofurlítið fé, 10, 20, 30 eða 40 kr. hver, sem hann þá fær leigu af, 5%, eða með því að taka lán, sem þá allir ábyrgjast, en stundum með því að gera hvorttveggja. Enginn félagsmaður fær að leggja til mikið fé. Sameignarkaupfélögin eiga að borga samfélaginu vörur þær, sem þau fá, innan 30 daga. Sendi þau of mikla borgun til samfélagsins, fá þau 5% í leigu af því, sem þau eiga inni hjá því; en eins verða þau að borga 5% af skuld sinni, er hún er orðin 30 daga gömul. I stjórn fyrir slík félög eru vanalega kosnir 5 eða 7 menn og tveir endurskoðunarmenn. Auk þess er einn afgreiðslumaður (»Uddeler«, sem hann er nefndur). Hann afhendir vörurnar og tekur við andvirði þeírra. 14

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.