Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1905, Síða 24

Skírnir - 01.08.1905, Síða 24
216 Islenzk hiifuðból. Að rifja upp sögu Skálholts, þótt ekki væru nema aðalatriðin, yrði hér of umfangsmikið. Hún er samtvinnuð Biskupasögunum og verður ekki frá þeim skilin. Það sem hér fer á eftir er því gripið af handahófi. Skálholt lá í landnámi Ketilbjarnar gamla, sem kom hingað seint á landnámsöldinni og nam Grímsnes og* Biskupstungur. Bíkur maður og rausnarkarl mesti, vildi láta gera bita af silfri í hof það, er hann lét byggja. Hann var ættfaðir elztu biskupanna. Teitur sonur hans mun hafa búið í Skálholti, faðir Gissurar hvíta, föður Is- leifs, sem fyrstur var biskup á Islandi 1056. Þá hét bærinn Skálaholt. A dögum Gissurar biskups ísieifssonar (1082— 1118) má þó fyrstheita að Skálholt skríði úr egginu og opin- beri eðli sitt og ákvörðun. Þá ber það líka fljótt af öll- um öðrum höfuðbólum Gissur var hinn lærðasti og ágæt- asti maður og sannur höfðingi. Hann lét reisa þar kirkju og stofnaði skóla, sem jafnan hélzt þar síðan af og tiL Hann gaf jörðina til kirkjunnar og fekk það leitt í lög, að þar skyldi jafnan síðan vera biskupsstóll — ákvæði, sem íslendingar hafa látið sér sama að væri fótum troðið — og hann lagði með tíundarlögum sínum fyrsta hyrn- ingarsteininn undir hið mikla kirkjuríki hér á landi. Hann hefir eflaust verið mest virtur og elskaður allra Skáholts- biskupa, því sagt er, að hann hafi verið hvorttveggja í senn, konungur og biskup yfir landinu. Næstu biskuparnir eftir Gissur voru einnig liver öðr- um ágætari. Meðal þeirra má’Tiefna Klæng Þorsteins- son(1152—1176), Þorlák Þórhallason(helga,1178—1193) og Pál Jónson (Loftssonar, frá Odda, bróður Sæmundar, 1195—1211), og bar staðurinn.lengi, menjar þeirra. Klæng- ur var rausnarmaður hinn mesti. Hann lét gera kirkju á staðnum, meiri og vandaðri en þar hafði áður verið, og að kirkjusmíðinni lokinni gerði hann lieimboð öllu stór- menni, og er mælt að í veizlunni hafi verið um 840 manns. Er svo að sjá af Biskupasögunum, að biskup hafi komist í kröggur með að fæða og hýsa allan þann fjölda, þvi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.