Skírnir - 01.08.1905, Qupperneq 24
216
Islenzk hiifuðból.
Að rifja upp sögu Skálholts, þótt ekki væru nema
aðalatriðin, yrði hér of umfangsmikið. Hún er samtvinnuð
Biskupasögunum og verður ekki frá þeim skilin. Það sem
hér fer á eftir er því gripið af handahófi.
Skálholt lá í landnámi Ketilbjarnar gamla, sem kom
hingað seint á landnámsöldinni og nam Grímsnes og*
Biskupstungur. Bíkur maður og rausnarkarl mesti, vildi
láta gera bita af silfri í hof það, er hann lét byggja.
Hann var ættfaðir elztu biskupanna. Teitur sonur hans
mun hafa búið í Skálholti, faðir Gissurar hvíta, föður Is-
leifs, sem fyrstur var biskup á Islandi 1056. Þá hét
bærinn Skálaholt.
A dögum Gissurar biskups ísieifssonar (1082—
1118) má þó fyrstheita að Skálholt skríði úr egginu og opin-
beri eðli sitt og ákvörðun. Þá ber það líka fljótt af öll-
um öðrum höfuðbólum Gissur var hinn lærðasti og ágæt-
asti maður og sannur höfðingi. Hann lét reisa þar kirkju
og stofnaði skóla, sem jafnan hélzt þar síðan af og tiL
Hann gaf jörðina til kirkjunnar og fekk það leitt í lög,
að þar skyldi jafnan síðan vera biskupsstóll — ákvæði,
sem íslendingar hafa látið sér sama að væri fótum troðið
— og hann lagði með tíundarlögum sínum fyrsta hyrn-
ingarsteininn undir hið mikla kirkjuríki hér á landi. Hann
hefir eflaust verið mest virtur og elskaður allra Skáholts-
biskupa, því sagt er, að hann hafi verið hvorttveggja í
senn, konungur og biskup yfir landinu.
Næstu biskuparnir eftir Gissur voru einnig liver öðr-
um ágætari. Meðal þeirra má’Tiefna Klæng Þorsteins-
son(1152—1176), Þorlák Þórhallason(helga,1178—1193)
og Pál Jónson (Loftssonar, frá Odda, bróður Sæmundar,
1195—1211), og bar staðurinn.lengi, menjar þeirra. Klæng-
ur var rausnarmaður hinn mesti. Hann lét gera kirkju
á staðnum, meiri og vandaðri en þar hafði áður verið, og
að kirkjusmíðinni lokinni gerði hann lieimboð öllu stór-
menni, og er mælt að í veizlunni hafi verið um 840 manns.
Er svo að sjá af Biskupasögunum, að biskup hafi komist
í kröggur með að fæða og hýsa allan þann fjölda, þvi