Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 25

Skírnir - 01.08.1905, Page 25
Skálholt. 217 sagt er, að boðið haíi verið gert »meira af stórmensku en fullri forsjá«, en þó voru allir með góðum gjöfum á brott leystir. Við það tækifæri lét Klængur gera kaleik úr g ii 11 i, og gaf kirkjunni (Bisk.s. I, 80—83). — Þorláks biskups er mest getið vegna ljúfmensku hans og trú- rækni, og nokkur örnefni kringum staðinn bera nafn hans enn í dag, t. d. Þorláksbrunnur og Þorlákssæti. Hann kallaði upp vatn úr jörðunni þar sem brunnurinn er, en gerði bæn sína hvern morgun á Þorlákssæti. Hann komst eftir andlát sitt í dýrlingatölu, og höfðu menn geysimikið traust á helgi hans. Streymdu þá gjafir og áheit inn til kirkjunnar, og það svo ört, að næsti biskup á eftir, Páll Jónsson, sem var stórauðugur maður og stórmenni í lund, eins og hann átti kyn til, réðst í það stórræði að gera honum skrín, sem er eflaust hinn mesti dýrgripur, sem gerður heflr verið hér á landi. Það var miklu stærra en önnur skrín, og alt búið »gulli, gimsteinum og brendu silfrí«, og var varið til þess fjórum hundruðum hundr- aða (um 48000 kr. Sbr. Biskupas. I, 134). 2. janúar 1242 börðust þeir í Skálholti Gissur Þor- valdsson og Úrækja Snorrason. Sigvarður var þá biskup þar, Norðmaður, gætinn og vinsæll og reyndi eftir mætti að draga úr óeirðunum. Gissur og menn hans tóku víg- stöð uppi á húsunum og heltu vatni á þekjurnar, svo þær yrðu hálar, en Úrækja sótti að frá kirkjugarðinum. Var bardagi allsnarpur um stund. Þar til Sigvarður biskup kom skrýddur úr kirkjunni með klerkalýð sinn einnig skrýddan. Hann liafði bagal í hendi og mýtur á liöfði, en bók og kerti i hinni hendinni, og hóf upp bannsöng yfir Úrækju. »Biskup biður nú stöðvast bardagann, og fóru menn um allan kirkjugarðinn og segja, að Úrækja vill ei berjast láta, kallar þá enginn meira en Eyrekur Birkibeinn, og hleypur fyrir framan kirkjugarðinn. Flýgur þá steinn úr kirkjugarðinum og kemur við eyra honum svo að þegar kastar fótunum fram yfir höfuðið, og var lokið kalli hans að sinni(!) — — Biskup gekk nú á milli og flaug grjót á hvortveggju hlið honum og yfir höfuðiþ

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.