Skírnir - 01.08.1905, Side 27
Skálholt.
219
Hvítá í tveim kvíslum hjá Þengilseyri, suður af staðnum
ng komu þar öllum á óvart. Biskup var í kirkju eða
flúði þangað, lét byrja tíðir og trevsti á kirkjufriðinn, en
þeir undu upp kirkjuna með því að smeygja trjám undir
aurstokkana, drápu sveina biskups hvar sem þeir hittu þá
bæði í kirkjunni og annarstaðar, en drógu hann sjálfan
frá altarinu í öllum skrúða, létu hann í poka og drektu
honum í Brúará — tiltæki, sem varla á sinn líka í mann-
kynssögunni. Norðvestur í túninu heitir íragerði, upp-
hækkun, 12 X lVa f'aðmur; þar eiga sveinar biskups að
vera grafnir.
Rúmum 100 árum síðar, eða 1539, fékk Skálholts-
jarðvegur aftur blóð böðla íslands að drekka. Það var
konungsfulltrúinn Didrich von Minden, og fylgdarmenn
hans átta eða níu, sem þá var veginn þar. Hann hafði
riðið upp í Skálholt til þess að storka ögmundi biskupi,
þá gömlum og blindum; biskup bað hann hafa sig hægan,
kvaðst ekkert mundi gera honum sjálfur, en sagðist ekki
ábyrgjast menn sína. Það var ráðsmaðurinn, sem réð at-
förinni. Didrich og menn hans voru jarðaðir í svonefnd-
um Söðulhól austur í mýrinni.
Á dögum seinustu katólsku biskupanna er þó vegur
Skálholts með mestum blóma, meiri en nokkru sinni fyr
eða síðar, einkum þó á dögum hins seinasta, ögmundar
biskups Pálssonar. Hafi það verið satt um Gissur Is-
leifsson, að hann hafl verið bæði konungur og biskup yfir
landinu um sína daga, þá er það engu siður satt um ög-
mund biskup, að hann var alræðismaður (dictator) yflr
Skálholtsstifti um sína daga. Auk biskupsvaldsins hafði
hann einnig hirðstjóravald um allmörg ár, og var þá ekki
fyrir smámenni við hann að etja, með því líka að maður-
inn var fær um að beita valdinu, þrekmaður raikill, rík-
lundaður og höfðinglundaður, auðmaður, spakur og forsjáll,
eitthvert mesta stórmenni, sem þessi þjóð hefir átt. Ríki
hans var því meira en svo, að útlit væri fyrir, að það
ætti svo skamma stund að standa.
En þá var kominn blindleki á fleytuna. I húsakynn-