Skírnir - 01.08.1905, Page 31
Skálholt.
223
Atvikum öllum við aftöku þeirra feðga er svo greini-
lega lýst í Biskupasögunum, að ekki er um að villast.
Höggstokkurinn var fluttur við hverja aftöku. Fyrst var
hann austur frá garðinum í stefnu á Þorlákssæti; þar var
Ari lögmaður höggvinn. Þá var hann fluttur spölkorn
norður eftir; þar var síra Björn höggvinn. Síðast var
hann fluttur heim undir traðirnar, þar sem þær beygja
vestur með kirkjugarðinum; þar lét Jón biskup líf sitt.
Aftaka Ara hepnaðist fremur vel, en hinar illa. Björn
barst lítt af og mun hal'a verið ókyr, en biskup hafði
mikinn herðakistil, og þvi erfitt að koma höggi á hálsinn,
en böðullinn unglingsfletur frá Bessastöðum. Lík þeirra
feðga voru jörðuð á kórbaki, og lágu þar, þar til seint
um veturinn, að Norðlendingar sóttu þau. Á að hafa
sézt vottur fyrir gröflnni til þessa.
Saga Skálholts eftir siðaskiftin er saga hnignunar-
innar. Eftir það dregur óðum úr valdi biskupanna og
mæti staðarins, og síðast verður það ekki nerna skuggi
þess, er áður var.
Merkasta af lútersku biskupunum má eflaust telja þá
Odd Einarsson (Stjörnu-Odd, 1686—1660), Brynjólf
Sveinsson (1639—1675), Jón Vídalín (1698—1720) og
feðgana Finn Jónsson og Hannes Finnsson á seinni
hluta 18. aldar. Af öllum þessum biskupum er Brynjólfur
langmerkastur og mun Skálholt hafa borið hans menjar
fram til hins síðasta. Hann l»ygði þar upp allan staðinn,
sem var í niðurníðslu eftir brunann 1630, og hann bygði
þar einnig stóra og vandaða dómkirkju. og er sagt að
hann hafi varið til hennar um 50000 kr, og er það mikið
fé, þegar tekið er tillit til þess, hve vinnulaun voru þá
lág. Brynjólfi svipar rnjög til hinna fornu biskupa, hann
er mikilmenni eins og þeir, »þéttur á velli og þéttui’ í
lund«, stórlyndur og stjórnsamur, auðugur og atkvæða-
mikill um landsmál, en ekki að sama skapi þjóðhollur.
Lífssaga hans er svo þrungin af þungum raunum, að hún
hlýtur að vekja almenna hluttekningu. Honum átti Hall-
grímur Pétursson mest allra manna að þakka, og yfir