Skírnir - 01.08.1905, Page 39
Herðibreið.
231
hvelfist yfir brjóstin breiðu
blákögraði möttullinn.
Ávöl mjöðm við mitti bungar,
myrkblá skikkjan gáruð er,
eins og svigni öldur þungar,
og sig leggi að fótum þér.
Oft úr fjarlægð iieíi’ hriíinn
horft á þína dýrðarmynd;
er nú loksins austur svifinn
undir himingnæfan tind.
Eins og ljúfa loga kveiki,
ieidda mér að hjarta inn,
fegurð þín og fönguleiki
fá svo djúpt á huga minn.
Skil eg nú, þvi heitið hlauztu
»Herðibreið«, hjá fornum lýð,
hjörtu manna hulins raustu
iieíirðu snortið ár og síð.
Þú hefir birzt þeim'eins og okkur:
ítur snót með bjartan faid.
Myndi sá, er sér þig, nokkur
synja að fegurð, hún er vald.
Ríkir undir umsjón þinni
■eyðimerkur dauðaþögn.
Einveran með alkyrð sinni
öll mín bindur sálarmögn.
Eins og hefði eg aleinn stigið
inn í vígðan hélgidóm
og að guðs míns hástól hnigið
hrekk eg til við minsta óm.
Inn á þessum þagnarheimi
þrýtur gjörvalt hugans vald;