Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 43

Skírnir - 01.08.1905, Side 43
Herðibreið. 235 En ef sprett er spentri hringju, spinnur háðið vansa tal. Eyvind’ gresjárn óhamingju endahnúta sjónum fal. Hann, sem boðorð bræðra sinna braut, er heptu eðlislög, margt til fjörsins varð að vinna, veita og líða hefndarslög. Hversu grinnn og geigþung myndu gæfuþrotin sverfa að hjarta góðu og göfuglyndu. Getui' nokkur vegið það? Eg get aldrei hrint úr huga heljarraunum útlagans. Alt sér fylkti að yflrbuga og að fjötra krapta hans. Gekk i sveit með fjúki’ og frosti frændalið i hverri bygð. - En í gegnum alt samt brosti öræfanna móðurti’ygð. Við náttúrunnar himinhreina hjarta, laust við tál og brigð, fann hann hnossið fyrsta’ og eina: frelsið, týnda nið’rí bvgð. Almóðir tók blítt að barmi burtskúfaða soninn þann; vafði’ hann sínum verndararmi viðkvæmt, sem hinn fyrsta mann. Hver vill lagakróka krækja, keppa eftir fjöldans róm; útlagann með ófrið sækja inn í slíkan helg'dóm?

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.