Skírnir - 01.08.1905, Side 46
Tvístjörnur.
Eftir Sir EOBERT BALL.
Allir þekkja hina fögru stjörnu, sern venjulega er kölluö Vega
eða Blástjarnan á íslenzkn, en á himinmyndabrófum er köll-
uð Alía Lyræ eða Alfa í Hörpumerkinu. 011 stjörnubróf s/na af-
stöðu Blástjörnunnar við Stóra Björninn eða Vagninn, eins og
stjörnumerki þetta er almennast kallað.
Blástjarnan er í einu horninu á litlum jafnhliða þríhyrningi,
en í hinum tveimur hornum eru stjörnur, sem hvergi nærri eru
eins bjartar, eins og þessi Ijómandi félagi þeirra. Hnöttur sá, sem
mig langar fyrst til að leiða athygli að, er önnur af þessum tveim-
ur stjörnum, sem svo li'tið ber á. Stjörnufræðingarnir kalla hana
Epsílon í Hörpunni.
Flestir ungir menn, sem sjá eins vel og ungir menn ættu að
sjá, munu sjá, að Epsílon í Hörpuuni er ekki einstakur hnöttur,
heldur er sú stjarna rnynduð af tveimur stjörnum mjög nánum.
Ég á hér ekki við stjörnuskoðanir í sjónpipum; óg á við það, að
það ætti að vera hægt að aðgreina þessar tvær stjörnur með ber-
um augum sem sórstaka hnetti. Jafnvel með ekki meiri aðstoð, en
almennur leikhúskíkir lætur í tó, má með hægðarleik sjá báðar
stjörnurnar aðgreindar með greinilegu millibili. Epsílon í Hörp-
unni er það sem kallað er tvístjarna.
Tvístjarna er þá hnóttur, sem í fljótu bragði sýnist lík venju-
legri stjörnu, en sem við ýtarlegri rannsókn reynist að vera sam-
sett af tveimur stjörnum. Vitanlega er þessi tvístjarna, sem óg
nefndi, einhver sú, sem hægast er að aðgreina í tvo hnetti. Yfirleitt
eru þær tvær stjörnur, sem í sameiningu mynda tvístjörnuna, svo
nálægar hvor annari, að það er ekki auðið með berum augum að
sjá þær aðgreiudar. Venjulega þarf til þess stjömukíki. Satt að
segja er það opt, að þeir tveir hnettir, sem mynda tvístjörnuna,
eru svo nálægir hvor öðrum, að hinir æfðustu stjörnufræðingar