Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 48

Skírnir - 01.08.1905, Page 48
240 Tvístjörnur. til að sannfæra oss um, að þessi niðurröðun gæti ekki verið sprottin af tilviljun. Það m\indi vera næsta ósennilegt, að samstæða allra tvöfaldra stjarr.a yrði útskfrð svo, uð hún væri sprottiu af tilvilj- andi afstöðu þeirra. Margir af þessum hnöttum eru svo samfastir, að það er ekki auðið að sjá þá greinilega sundurskilda, nema í stjörnukíki, sem er svo öflugur, að hann gæti sýnt eins og tvo að- greinda hluti bæði augun í manni í þingmanualeiðar fjarska.*) En þessi sönnun, sem ég nú nefndi, er ekki sú eina, sem vér höfum fyrir því, að margar tvístjönmr eru á ósýnilegan hátt sam- tengdar sönnum félagsskap. Sá hinn sami sanuleikur er leiddur í Ijós á annan hátt. Margar af stjörnunum eru undirorpnar hreyf- ingum, sem gjóra það að.verkum, að þær reika yfir himininu hlut- fallslega við aðrar stjörnur í þeirra nágrenni. Ef það yrði athug- að, að báðir hnettirnir í tvístjörnu reikuðu eptir sama mælikvarða og í sömu stefnu, og þó að þeir héldu stöðugt saman, hreyfðust smátt og smátt burt frá hinum stjörnunum, sem stráð er á himin- inn umhverfis þá, þá væri það áhrifamikil sönnun fyrir því, að báðir hnettir tvístjörnunnar væru i líkamseðlilegu sambandi og væru hlekkjaðir saman á sérstaklegan hátt. Þegar þessu væri svona varið, þá væri það mjög óseunilegt, að nálægð stjarnanna væri tóm sjónhverfing og hugarburður. En vafalaust er hm markverða uppgötvuu, sem vér eigum að þakka snild Sir Williams Herschel s**), rnest sannfærandi sönnun fyrir þvi, að margar tvístjöruur séu samstæðar í söiinu líkamseðlilegu sambandi. Það var tímamark í stjörnufræðinni, þegar þessi mikli stjörnufræðingur birti þá undrunarverðu sannreynd, að hann hefði komizt að raun um, að hvor af hnöttunum í tvístjörnu, sem hann tilnefndi, færi í raun og veru kringum hinn. Hann hafði athugað, í hvaða stefnu önnur af þessum stjörnum væri við hina. Hann endurtók athugun sína mánuð eftir máuuð og ár eftir ár, og þegar hann bar athuganir sínar saman, fann hanti, að stefna lín- unnar, sem samtengdi báða hnettina í tvístjörnuuni, breyttist smátt og smátt í samauburði við stjórnurnar í kring. Það kom líka í ljós, *). Eins og af Skólavörðunni og að Útskálum eða að Álptanesi á Mýrum. **) Herschel hétu tveir nafnfrægir enskir stjörnufræðingar, faðir og sonur. Faðirinn lifði 1788—1822; sonurinn 1792—1871. Eaðirinn fann 13. marz 1781 jarðstjörnuna Uranus með kiki, sem hann hafði sjálfur búið til.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.