Skírnir - 01.08.1905, Síða 51
Tvístjörnur.
243
er það t. a. m., að þar sem jörðin gengur um sólina í 20 millíón
jarðmálsmílna fjarlægð, þá á sú sannreynd, að vor litli hnöttur
þarf tólf mánuði til þess að renna alla braut s/na á enda, rót sína
aðallega í hinu geysimikla líkamsmegni sólarinnar. Ef að t. a. m.
efnið í sóluntii yrði fjórum sinnum meira en þaö er nú, þá mundi
átak heunar á jörðina aukast tiltölulega. Ef vér þess vegna
hugsuðum oss, að jörðin með þessari aukning á líkamsmegni sólar-
innar ætti að halda áfram á hringbraut sinni þannig, að hún héldi
tuttugu mili/ón mílna fjarlægðinni frá sólunni, þá yrði hraði sá,
sem hún nú rennur með kringum sólina, að vaxa svo, að miðflótta-
aflið ykist hlutfallslega við aðdráttarafl sólarinnar. Það er auðvelt
að syna fram á það, að þessu markmiði yrði náð, ef hraði jarðar-
intiar væti tvöfaldaður, svo að hringferðinni, sem nú þarf heilt ár
til að Ijúka við, yrði lokið á sex mánuðum. Ef að líkarasmegn
jarðarinnar aftur á móti væri minkað, þá yrði að bæta við lengd
ársins. Hugsum oss t. a. tn., að þrír fjórðu hlutar af efni (líkams-
megni) sólarinnar værtt numdir burtu, svo að hún hefði ekki eftir
nema fjórða hluta af líkatnsmegni því, sem hún nú hefur, þá
muttdi aðdráttarafl hennar á jörðina færast niður í fjórðung. Mið-
flóttaafl jarðarinnar yrði því að færast niður / fjórðung af því sem
það nú er, til þess að jörðin héldist á sömu braut, og þess vegna
komumst vér að raun um, að hraði jarðarinnar yrði að færast
niður um helming, eða að umferðartíminn yrði að vera tvö
ár í staðinn fyrir eitt, ef jörðin ætti ekki að fara út af hinni nú-
verandi braut sinni.
I því, sem ég hingað til hef sagt, hef ég gjört ráð fyrir, að
fjarlægðin rnilli beggja hnatta ætti að haldast óbreytt. En New-
tons lög fræða oss einnig um það, að ef vér hugsuðum oss líkams-
megin sólarinnar áttfalt við það, sem það nú er, en lengd ársins
óbreytta, þá yrði að flytja jörðina í tvöfaldan fjarska frá sólunni
við það, sem ttú er. Ef líkamsmegin sólarinnar væri aukið svo, að
það væri tuttugu og sjöfalt við það, sem nú er, þá yrði að
þrefalda fjarlægð jarðarinnar frá sólunni. Þessar sk/ringar hafa
náð tilgangi sínum, ef þær hafa ieitt lesendunum ljóst fyrir sjónit,
að það tvent: líkamsmegin þeirra hnatta, sem aðdráttaraflinu
(miðsóknaraflinu) vaida — án tillits til fjarlægðarinnar — og um-
ferðartími hnattanna, hvors í kringunt annan, er ekki hvort öðru
óháð, heldur í réttum hlutföllum hvort við annað eftir skýrnm
og skiljanlegum lögum.*')
*) Sbr. einnig þriðja lögtnál Kepplers: Umferðartiinarnir margfald-
16*