Skírnir - 01.08.1905, Qupperneq 57
Tvístjiirnur.
249-
Vitanlega þekkja stjörnufræðiugarnir ekki fjarlægð Betu í Ökumann-
inum. Það er líka eftirtektavert, að hiuti af Ijósmyndaða litgeisla-
bandinu, sem mælingar höfðu veriS gjörðar á, var mynd at' Ijósi,
sem ljósmyndarflagan gat drukkið í sig, en er með óllu ósýni-
leg mannlegu auga. Er þetta ekki sannarlega merkilegt atvik?
Geisli af ós/nilegu Ijósi kemur til jarðarinnar frá stjórnu lengst úti
{ himingeimnum í alveg óþektri fjarlægð, en hefur samt verið
nægilegur til þess aS gjöra oss færa um að leggja þessa stjörnu á
metaskálarnar, og bera líkamsmegin hennar saman við líkamsmegin
sólarinnar.
Að því er snertir innra Ijósmagn Betu í Ökumanninum, þá
vitum vér ekkert um það. Til þess að vita nokkuð um það, yrð-
um vér ekki að eins að mæla ljóma stjöruunnar, sem er hægðar'
leikur fyrir oss, en vér yrðum þá líka að hafa tillit til fjarlægðar
stjöruunnar frá jörðunni. Þessi fjarlægð er, eins og tekið nefir
verið fram, með öllu ókutin, en af því leiðir, að oss er ekki auöið
með neinu móti að segja, hvaða hlutfa.ll sé á milli stjörnunnar og
sólarinnar, að því er bjartleikann snertir. Það kynni að s/nast
undarlegt, en það er samt sem áður fullkominn sannleikur, að þó
að Ijósgeislinti hafi frætt oss um það, sem vér ekki hefðum getað
búist við að fræðast um af honum — þ. e. a. s. þunga stjörnu-
kerfisins —, þá hefur hann, vegna vöntunar á öðrum fróðleik, ekki
getað frætt oss utit, hver sé hinn sanni bjartleikur stjörnu þessarar.
Það var aðallega W. Hersehel, sem fann upp eldri aðferðirnar
við að rannsaka tv/stjörnur, og Burnhant og aðrir endurbættu þær
svo, að þær virtust nálgast fullkomnunarstigið. Nú hefir vaknað
n/ hvöt til þess að rannsaka þessa hnetti, síðatt hin alveg n/ja
litsjár-aðferð, sem uppgötvar tvísólir á hraðri rás, kom til sögunnar.
Sjálfsagt má búast við, að hún leiði í ljós mikinn og margbreyttan
fróðleik.
Stjörnurnar eru oft í félagsskap, ekki að eins tvær og tvær
eða í kerfum, heldur svo skiftir tugum þúsunda, hlekkjaðar saman
með fjötrum aðdráttaraflsins, sem, þó að það sé ósynilegt og
ólíkamlegt, heldur stjörnunum saman í föstu battdalagi. Sem eitt
d/rðlegt dæmi má nefna hina miklu stjörnuþyrpingu í stjörnu-
merkinu Herkúles.
Magnús Stephensen
þýddi.