Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 59

Skírnir - 01.08.1905, Page 59
Presturinn. 251 •deyfan var honum bagaleg, og hann vildi ógjarna vera •öðrum til ama. Henni var það líka að kenna, að hann veturinn áður hætti að spila lúmber við sóknarprestinn og lækninn. Reyndar þótti honum dæmalaust gaman að fá sér slag með 20 aura»standbit«,en konan hans hafði tekið •eftir þvi, að hann var hinum til trafala. Svo stundi hann dálítið við og réð af að senda afboð næsta þriðjudag; í stað hans kom svo landsskiftamaðurinn; hann bagaði ekki heyrnarleysið. Skeel hélt svo kyrru fyrir heima á þjóðgripasafninu sínu. Svo nefndi læknisfrúin husið hans í gamni. Og það var reyndar næstum því safn, undarlegt safn af forn- eskjulegum, óhægum húsgögnum. Stólar með beinum, há- um bökum, klúrir, kaldranalegir skápar með laúfbogun- um algengu frá keisaraárum Napóleons fyrsta; gamlar, gulnaðar myndir með máðum dráttum, kínverkst glingur, sem frændi konunnar hans hafði komið með frá landi Konfúsíusar; blævængir og tálöskjur, ein askjan innan í annari stærri, koll af kolli, silkikápa af kínverskri blóma- rós, málverk af stýrimanninum, málað með köldum, hrein- um litum og með Kinverjaaugum; raðir af löngum pipum með kostulegum, máluðum liausum, Napóleon og Jósefinu og Ney marskálki, undnum seglgarni. Svo allir grænlenzku- munirnir: æðardúnsreflar og haglegir lampabakkar úr fuglafjöðrum, stór fuglaegg og mjúk skinn, hnífar og hús- gögn, og svo prestsetrið hans þar nyrðra, telgt með einum hníf á löngum dögum við grútarljós; þakið laust, og inni i dagstofunni hver hlutur í réttri mynd á réttum stað. Og kirkjan með öllum bekkjunum og prédikunarstólnum og einmitt þeim sálmum slegið upp á veggnum, sem söfn- uðurinn söng, þegar hann talaði til hans í síðasta sinn. En sú fádæma þolinmæði, sem til þess þurfti að tálga alt þetta með einum hnífkuta! Og fyrst og fremst, hve barnslega alúð þurfti til að gera það. Já, húsið var safn, en honum og konunni hans var glingrið endurminningar og jafnvel minsta fuglseggið menjagripur. Þeir höfðu elskað hann svo heitt þar nyrðra

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.