Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1905, Síða 59

Skírnir - 01.08.1905, Síða 59
Presturinn. 251 •deyfan var honum bagaleg, og hann vildi ógjarna vera •öðrum til ama. Henni var það líka að kenna, að hann veturinn áður hætti að spila lúmber við sóknarprestinn og lækninn. Reyndar þótti honum dæmalaust gaman að fá sér slag með 20 aura»standbit«,en konan hans hafði tekið •eftir þvi, að hann var hinum til trafala. Svo stundi hann dálítið við og réð af að senda afboð næsta þriðjudag; í stað hans kom svo landsskiftamaðurinn; hann bagaði ekki heyrnarleysið. Skeel hélt svo kyrru fyrir heima á þjóðgripasafninu sínu. Svo nefndi læknisfrúin husið hans í gamni. Og það var reyndar næstum því safn, undarlegt safn af forn- eskjulegum, óhægum húsgögnum. Stólar með beinum, há- um bökum, klúrir, kaldranalegir skápar með laúfbogun- um algengu frá keisaraárum Napóleons fyrsta; gamlar, gulnaðar myndir með máðum dráttum, kínverkst glingur, sem frændi konunnar hans hafði komið með frá landi Konfúsíusar; blævængir og tálöskjur, ein askjan innan í annari stærri, koll af kolli, silkikápa af kínverskri blóma- rós, málverk af stýrimanninum, málað með köldum, hrein- um litum og með Kinverjaaugum; raðir af löngum pipum með kostulegum, máluðum liausum, Napóleon og Jósefinu og Ney marskálki, undnum seglgarni. Svo allir grænlenzku- munirnir: æðardúnsreflar og haglegir lampabakkar úr fuglafjöðrum, stór fuglaegg og mjúk skinn, hnífar og hús- gögn, og svo prestsetrið hans þar nyrðra, telgt með einum hníf á löngum dögum við grútarljós; þakið laust, og inni i dagstofunni hver hlutur í réttri mynd á réttum stað. Og kirkjan með öllum bekkjunum og prédikunarstólnum og einmitt þeim sálmum slegið upp á veggnum, sem söfn- uðurinn söng, þegar hann talaði til hans í síðasta sinn. En sú fádæma þolinmæði, sem til þess þurfti að tálga alt þetta með einum hnífkuta! Og fyrst og fremst, hve barnslega alúð þurfti til að gera það. Já, húsið var safn, en honum og konunni hans var glingrið endurminningar og jafnvel minsta fuglseggið menjagripur. Þeir höfðu elskað hann svo heitt þar nyrðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.